Morgunblaðið - 01.02.1977, Page 24
24
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 1. FEBRÚAR 1977
ALLGÚÐUR ÁRANGUR
EN DAUF ÞÁTTTAKA
ALLGÓÐUR árangur náðist í meistaramóti Islands í
atrennulausum stökkum sem fram fór í ÍR-húsinu
við Túngötu á sunnudaginn. Þátttaka var hins vegar
mun minni en búizt hafði verið við, og til dæmis um
það má nefna að í langstökki kvenna mættu aðeins 8
stúlkur til leiks af 16 sem skráðar höfðu verið og í
þrístökki karla mættu aðeins 4 af 16 skráðum.
Elías Sveinsson vann senni-
lega bezta afrek mótsins er
hann stökk 1,68 metra í há-
stökki án atrennu, og mun þar
vera um að ræða fjórða bezta
árangur Islendings í þeirri
grein frá upphafi. Þrátt fyrir
þetta ágæta afrek varð Elías
ekki yfirburðasigurvegari i
greininni, þar sem Friðrik Þór
Óskarsson stökk 1,65 metra.
Skemmtilegust var hins veg- |
ar keppnin i langstökki án at-
rennu. Þar náði Elias Sveinsson
snemma forystunni, en Gústaf
Agnarsson, lyftingamaður úr
KR, tók hins vógar á öllu sínu i
siðustu umferð og „stal“ þá
sigrinum af Eliasi. Var þetta
sannarlega grein „hinna
sterku" þar sem lyftingamenn
voru í þremur af sex efstu sæt-
unum.
Helztu úrslit i mótinu urðu
þessi:
Langstökk kvenna án atrennu:
Lára Sveinsdóttir, Á 2,44
Helga Halldórsdóttir, KR 2,43
Sigrún Sigurðardóttir, Á 2,39
Þórdís Gísladóttir, ÍR 2,31
íris Jónsdóttir, UBK 2,30
Sigurlaug Friðþjófsdóttir,
HSH 2,30
Hástökk án atrennu:
Elías Sveinsson, KR 1,68
Friðrik Þór Óskarsson, ÍR 1,65
Guðmundur Jóhannesson,
UBK 1,56
Langstökk án atrennu:
Gústaf Agnarsson, KR 3,25
Elías Sveinsson, KR 3,23
Hreinn Halldórsson, KR 3,07
Snorri Agnarsson, KR 3,06
Jason ívarsson, HSK 3,06
Guðmundur Sigurðsson, Á 3,00
Þrfstökk án atrennu:
Friðrik Þór Óskarsson, ÍR 9,87
Elías Sveinsson, KR 9,54
Jason ívarsson, HSK 8,91
Sigurður Sigurðsson, Á 8,60
Elías Sveinsson vann ágætt afrek f hástökki án atrennu,
stökk 1,68 metra.
Lára Sveinsdéttir — sigurveg-
ari f langstökki. *
Friðrik Þór Óskarssort — sigraði f
þrfstökki og varð annar f hástökki
án atrennu.
Gunnar Gunnarsson hefur sloppið í gegnum leka Leiknisvörnina og skorar.
Sjö marka sigur Þórs
gegn Leiknismönnum
2. deild
karla
KR hafði alltaf
yfirhöndina
KR sigraði Víking í 1. deild kvenna
f Höllinni á sunnudaginn með sex
marka mun. Úrslitin 15:9 eftir að f
hálfleik hafði verið 7:4 fyrir KR.
LIÐ Þórs kom suður um helgina og lék þrjá leiki. Tapaði
fyrir Fram í bikarkeppninni á föstudaginn, vann ÍBK í 2.
deildinni á iaugardaginn og síðan Leikni 24:17 á sunnu-
daginn. Verður síðar fjallað um leik Þórs og ÍBK, en um
leik norðanmanna við Leikni er það að segja að heldur
var lítið um lagleg tilþrif í þeim leik, en Akureyringarn-
ir áberandi betri.
Háði það mjög liði Leiknis, að
Ásgeir Eliasson lék ekki með lið-
inu vegna meiðsla, sem hann
hlaut í innanhússknattspyrnu við
Þrótt á laugardaginn. Gekk Ás-
geir um á sunnudaginn með
staurfót, en hann fékk slæmt
högg á hnéð. Vonaðis hann þó til
að meiðslin væru ekki alvarlegs
eðlis.
Þórsarar tóku strax forystuna i
viðureigninni við Leikni og
leiddu með fjórum mörkum í leik-
hléi, 11:7. í byrjun síðari
hálfleiks minnkaði munurinn og
varð minnstur 1 mark, en þá dró
aftur sundur með liðunum og
munaði 7 mörkum í lokin, 24:17.
Beztu menn Þórs eru þeir Elias,
Sigtryggur og Þorbjörn, liðið
stendur og fellur með þessum
leikmönnum. i Leiknisliðinu voru
þeir beztir að þessu sinni
Asmundur Kristinsson og Hafliði
Kristinsson, sem lék nú sinn ann-
an leik með Leiknisliðinu og gerði
lagleg mörk I leiknum.
Mörk Þórs: Elías 9, Þorbjörn 6,
Sigtryggur 5, Gunnar 2, Jón 2.
Mörk Leiknis: Ásmundur 7,
Hafliði 6, Finnbjörn, Sigurður,
Árni E. og Guðmundur K. 1 hver.
—áij
Úrslit leiksins voru sanngjörn, KR-
stúlkurnar voru betri allan leikinn, ef
undan eru skildar nokkrar mlnútur i
seinni hálfleiknum, en þá munaði
litlu að Vikingsstúlkunum tækist að
jafna
KR-liðið er byggt upp i kringum
skytturnar Hjördisi og Hansinu og
þegar þær voru báðar teknar úr um-
ferð i seinni hálfleiknum varð leikur
liðsins mjög svo ráðleysislegur um
tima. Vikingum tókst þó ekki að nýta
sér þetta til fulls og KR-liðið sótti sig
á ný undir lok leiksins.
Beztar I liði KR voru H-in þrjú,
Hansína, Hjördis og Hjálmfriður —
án þeirra væri liðið ekki neitt, með
þær innanborðs sennilega þriðja
bezta liðiði 1. deildinni. í liði Vikings
FH VANN UBK A ENDASPRETTINUM
FII vann 17—13 sigur í leik sínum við Breiðablik í 1. deildar keppni kvenna I handknattleik, en leikur
þessi fór fram I Iþróttahúsi Hafnarfjarðar á sunnudaginn. Máttu FH-stúlkurnar raunar þakka fyrir að
hreppa sigur f leiknum, þar sem Breiðablik hafði lengst af yfirhöndina í leiknum, og hafði náð þriggja
marka forystu um tfma f fyrri hálfleik. Var það fyrst og fremst sú ráðstöfun FH-stúlkna, að taka Öldu
Helgadóttur í Breiðabliksliðinu úr umferð, sem færði þeim sigurinn, þar sem allt spil Breiðabliksliðsins
datt þar með niður og farið var að reyna meira af skotum úr lélegum færum.
var Jóhanna Magnúsdóttir I sér-
flokki, bæði I vörn og sókn.
Ágætir dómarar þessa leiks voru
þeir Vilhjálmur Sigurgeirsson og Sig-
urbergur Sigsteinsson. Hvorugur
þeirra hefur raunar dómarapróf, en
hlupu I skarðið þegar skráðir dómar-
ar mættu ekki án þess að boða
forfoll
MÖRK KR: Hanslna 6, Hjördls 3,
Hjálmfrfður 2, Anna Lind 2, Ellý 1,
Sigrún 1.
MÖRK VÍKINGS: Jóhanna 3.
Ragnheiður 2, Ingunn 2, Heba 2,
Ástrós 1.
Það verður annars að segjast
eins og er að leikur þessi var
ákafiega lélegur, — bar rækilega
vitni þeirri deyfð sem nú er yfir
kvennahandknattleiknum hér-
lendis. Mistök á mistök ofan ein-
kenndu leik beggja liða tímunum
saman, og áhuginn og baráttu-
gleðin virtust vera í algjöru lág-
marki.
FH náði strax tveggja marka
forystu í leiknum, en Breiðablik
jafnaði og komst síðan yfir um
miðjan hálfleikinn, mest 3 mörk
er staðan var 8—5. I hálfleik
munaði tveimur mörkum: 9—7
fyrir Breiðablik. FH jafnaði í
upphafi seinni hálfleiks, og síðan
var leikurinn nokkuð jafn um
tíma. Þegar 10 mfnútur voru til
leiksloka var staðan 13—13, en
FH skoraði siðan fjögur síðustu
mörk leiksins.
Beztar í liði FH voru þær Svan-
hvlt Magnúsdóttir og þó einkum
Margrét Brandsdóttir, en hjá
Breiðablik áttu beztan leik Alda
Helgadóttir og Ása Alfreðsdóttir,
en sú siðarnefnda er þó einum of
skotglöð.
Mörk FH: Svanhvit 7 (3v),
Margrét 4, Kristjana 2, Sigrún 2,
Katrín 2.
Mörk Breiðabliks: Ása 5 (lv),
Heiða 3, Hrefna 2, Alda 1, Þórunn
1, Grétal. — stjl.
— AIJ
1. deild
kvenna
Þróttur lagði fslandsmeistara ÍS
í skemmtilegum og vel leiknum leik
ÞRÓTTUR heldur enn áfram
sigurgöngu sinni i 1. deild
karla i blaki og nú um helgina
lögóu Þróttarar aöal keppi-
nauta slna, stúdenta, 3—1 I
skemmtilegum og vel leiknum
leik.
Fyrsta hrinan var mjög jöfn
og skemmtileg og var um mikla
baráttu að ræða og var til dæm-
is jafnt á 10—10, 12—12 og
14—14 en þá tókst Þrótturum
að knýja fram sigur með mik-
illi hörku og lauk hrinunni
með 16—14 þeim f vil. Þessi
hrina var mjög vel leikin af
báðum liðunum og sást margt
fallegt í henni.
Stúdentar byrjuðu aðra hrin-
una svo mjög illa og Þróttur
komst í 4—0 og var aldrei nein
spurning um það hver ynni
þessa hrinu, Þróttarar sýndu
mun betri leik, voru með góða
hávörn og náðu einnig mörgum
góðum skellum og lauk þessari
hrinu með 15—9 Þrótti I vil.
t 3. hrinunni náðu stúdentar
loks að sýna góðan leik, löguðu
þeir uppspilið, sem fram að
þessu hafði verið of náiægt net-
inu og þvi var auðveldara fyrir
Þróttarana að blokkera skell-
ina, og árangurinn lét ekki á
sér standa, stúdentarnir voru
óstöðvandi, náðu mörgum góð-
um skellum sem rötuðu beint i
gólfið hjá Þrótti og lauk þessari
hrinu með yfirburða sigri
stúdentanna, 15—4.
1. deild í blaki
Fjórða hrinan var svo aftur á
móti algjörlega Þróttaranna og
komust þeir í 9—0 og 14—3, en
þá loksins náðu stúdentar að
rétta aðeins úr kútnum og náðu
þeir að komast i 9 stig áður en
yfir lauk og unnu Þróttar:r
hrinuna þvi 15—9 og leikinn
þar með.
Eins og áður sagði var þetta
skemmtilegur og vel leikinn
leikur og er greinilegt að
blakið er í nokkurri framför og
reyndar ótrúiega mikilli þegar
að því er gáð að þeir sem nú er
á toppnum byrjuðu ekki að
leika blak fyrr en undir tvítugt
og hafa því ekki fengið neina
leiðsögn að ráði og það vita
allir að til að ná árangri í
[þróttum þurfa menn að byrja
að stunda þær mjög ungir.
Beztu menn Þróttar f þessum
leik voru þeir Guðmundur
Böðvarsson, Guðmundur E.
Pálsson og Anton Bjarnason,
Guðmundarnir báðir eru okkar
sterkustu skellarar, en Anton
er hins vegar afar leikinn við
að lauma og kom hann stúdent-
unum oft í opna skjöldu I þess-
um leik.
Beztir af stúdentunum voru
þeir Sigfús Haraldsson, Jean
Pierre og Júlfus Birgir
Kristjánsson.
Um helgina var einnig leikið
f kvennaflokknum og 2. deild
og fóru leikar þar þannig að
Þróttur vann IS f kvenna-
flokknum með 3—0 (15—12,
15—9 og 15—4) og f 2. deild
vann b-lið UBK b-lið Vfkings
3—2 (15—13, 4—15, 9—15,
15—13 og 15—5)
HG
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 1. FEBRÚAR 1977
25
NJARÐVÍKINGAR TRÓNA Á TOPPNUM
- unnu Breiðablik 90-66
Njarðvfkingar halda enn for-
ystunni í 1. deildar keppninni í
körfuknattleik eftir að hafa
sigrað Breiðablik nú um helg-
ina og eru þeir nú efstir, hafa 2
stigum meira en Ármann, en
hafa jafnframt leikið einum
leik meira. Það var aldrei nein
spurning um það hver ynni
þennan leik, Njarðvíkingarnir
voru mun sterkari og unnu
verðskuldað 90—66.
Annars var gangur leiksins sá að
Blikarnir komust í 4—2 f upphafi leiks-
ins, en siðan ekki söguna meir og tóku
Njarðvikingar leikinn algjörlega í sfn-
ar hendur og I leikhléi var staðan orðin
38—29. Njarðvíkingar hófu svo seinni
h'álfleikinn með miklum látum og á 6.
mfnútu var staðan orðin 52—32 þeim í
vil og mestur varð munurinn á 10.
mínútu, 66—39 Njarðvík I vil, en leikn-
um lauk svo með yfirburðasigri þeirra,
90—66.
Njarðvíkingar léku þennan leik
fremur vel enda mótstaðan ekki mikil
og eins og venjulega var lið þeirra
mjög jafnt og dreifðist stigaskorunin
mjög jafnt á alla liðsmenn og er varla
hægt að hæla nokkrum einstaklingi
fyrir leikinn, en þó stóð Björn Skúla-
son, ungur og óreyndur leikmaður, sig
vel í leiknum, en þetta var í fyrsta
skipti sem hann fékk að reyna sig að
nokkru ráði í 1. deildar leik.
Af Blikunum átti Guttormur Olafs-
son beztan leik, en þeir Rafn Thoraren-
sen og Óskar Baldursson áttu einnig
þokkalegan leik.
Stigin fyrir UMFN skoruðu: Kári
Marísson 15, Þorsteinn Bjarnason 15,
Gunnar Þorvarðarson 14. Guðsteinn
Ingimarsson 12, Stefán Bjarkason 11,
Brynjar Sigmundsson 10, Jónas
Jóhannesson 6, Björn Skúlason 4 og
Guðbrandur Lárusson 3 stig.
Stigin fyrir UBK skoruðu: Guttorm-
ur Ólafsson 22, Rafn Thorarensen og
Óskar Baldursson 14 hvor, Sigurbergur
Björnsson 8, Erlendur Markússon 5 og
Ágúst Lindal 2 stig. mz-
TILÞRIFALITLUM LEIK
LAUK MED SIGRI KR
KR vann Val í 1. deildar keppninni í körfuknattleik nú um
helgina og lauk leiknum meö 75—63 KR í vil eftir að staðan í
leikhléi var 43—35. KR-ingar höfðu nær alltaf forystuna, en um
miðjan fyrri hálfleikinn náðu Valsmenn forystu, 23—20, og var
það í eina skiptið sem þeir höfðu yfir, því að KR-ingar náðu
frumkvæðinu strax aftur og höfðu þeir yfir í leikhléi, 43—35.
í seinni hálfleik höfðu KR-ingar svo
alltaf frumkvæðið og tókst Valsmönn-
um aldrei að ógna sigri þeirra verulega
þó að þeim tækist að minnka muninn
um miðjan hálfleikinn niður í 5 stig,
56—51, og lauk leiknum svo með
75—53 KR i vil.
Leikurinn var ákaflega tilþrifalítill
og virtist sem leikmenn hefðu ákaflega
takmarkaðan áhuga á honum og að það
væri bara formsatriði að leika leikinn,
því að KR væri alltaf öruggur sigurveg-
ari og reyndu Valsmenn lítið til að
breyta þvf og virtust þeir ekkert kæra
sig um að vinna leikinn. Það er varla
hægt að hæla nokkrum leikmanni fyrir
frammistöðuna f þessum leik, flestir
leikmenn beggja liða léku undir getu
og virtist áhugaleysið allsráðandi. Af
Valsmönnum voru þó friskastir þeir
Torfi Magnússon, Kristján Ágústsson
og Gisli Guðmundson.
Af KR-ingum var það aðeins Einar
Bollason sem átti þokkalegan leik, en
aðrir voru slakir.
Stigin fyrir KR skoruðu: Einar Bolla-
son 22, Birgir Guðbjörnsson og
Kolbeinn Pálsson 12 stig hvor, Gísli
Gíslason og Bjarni Jóhannesson 8 stig
hvor, Árni Guðmundsson 6, Gunnar
Ingimundarson 4 og Gunnar Jóakims-
son 3.
Stigin fyrir VAL skoruðu: Torfi
Magnússon 17, Kristján Ágústsson 16,
Gísli Guðmundsson 15 , Helgi Gústaf-
son 8, Ríkharður Hrafnkelsson 5 og
Þorvaldur Kröyer 2 stig.
HG
Einar Bollason reynir að stöðva Kristján Ágústsson undir körfunni f leik Vals c
KR um helgina og Rfkharður Hrafnkelsson og Bjarni Jóhannesson fylgjast með.
BÁÐIR AÐILAR LÉKU LANGT UNDIR GETU
- er ÍR sigraði ÍS 90-68
ÍR sigraði ÍS í leik liðanna í 1. deildar keppninni í körfuknattleik
nú um helgina með 90 stigum gegn 68 í afar leiðinlegum og
tilþrifalitlum leik og má segja að getuleysi stúdentanna hafi
nánast verið algjört.
Ingvar Jónsson 1S og Kolbeinn Kristinsson f baráttu um knöttinn í leik
liðanna nú um helgina.
Gangur leiksins var annars sá að
ÍR-ingar náðu forystunni strax í upp-
hafi leiksins, en á 7. mínútu komust
stúdentar yfir 14-11 og var það í eina
skiptið sem þeir höfðu forystu í leikn-
um og það sem eftir var af fyrri hálf-
leik var leikurinn mjög jafn og i leik-
hléi var staðan 29-28 ÍR i vil og hafði
þetta þá verið einhver leiðinlegasti
leikur sem undirritaður hefur séð og
var getuleysi beggja liða algjört, nán-
ast allt sem reynt var mistókst, hittni í
algjöru lámarki og varnir lélegar.
ÍR-ingar mættu hins vegar mjög
ákveðnir til leiks eftir leikhlé og náðu
strax afgerandi forystu, komust i 41-32
á 3. mínútu og siðan juku þeir bilið
jafnt og þétt og lauk leiknum með
yfirburðasigri þeirra, 90-68, og var leik-
ur ÍR-inganna í seinni hálfleik mjög
góður og i honum skoruðu þeir hvorki
meira né minna en 61 stig. Leikur
stúdentanna var hins vegar jafn léleg-
ur allan tímann og var aldrei heil brú í
honum og er alls ekki hægt að hæla
nokkrum þeirra fyrir leikinn, þeir léku
allir langt undir getu.
Kristinn Jörundsson og Jón Pálsson
voru friskastir ÍR-inga, en annars áttu
þeir allir þokkalegan leik i seinni hálf-
leiknum.
Stigin fyrir ÍR skoruðu: Kristinn
Jörundsson 31, Jón Pálsson 22,
Kolbeinn Kristinsson 16, Agnar
Friðriksson 8, Jón Jörundsson og
Þorsteinn Hallgrímsson 4 stig hvor,
Kristján Sigurðsson 3 og Steinn Logi
Björnsson 2 stig.
Stigin fyrir ÍS skoruðu: Ingi Stefáns-
son 17, Steinn Sveinsson 15, Ingvar
Jónsson 14, Bjarni Gunnar Sveinsson
14, Helgi Jensson 6 og Þorleifur
Björnsson 2 stig.
HG