Morgunblaðið - 01.02.1977, Page 26

Morgunblaðið - 01.02.1977, Page 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 1. FEBRUAR 1977 Skfðatrimm er gffurlega vinsælt sérstaklega á Skandinavíu, þar sem öll fjölskyldan fer gjarnan á skfði á degi hverjum, meðan snjór er. I stigakeppninni hlaut van Helden samtals 167.587 stig. Kleine varð annar meS 169.525 stig og i þriðja sæti varð Martshuk frá Sovétrikjun- um með 1 69.668 stig Sylvia Burka hlaut 181.906 stig i Tékkneska stúlkan Helena Fibingerova jafnaði eigið heims- met í Kúluvarpi kvenna innan- húss er hún kastaði 21.58 metra á móti sem fram fór í Ostrava I Tékkóslóvakíu á sunnudaginn. Gönguferðir auðveldasta leiðin til þess að rækta líkama sinn 25 mín. 2. æfing. 5 min. hægur gangur 20 mín. skokk. Þegar þér finnst þú vera orðinn mjög þreyttur og andstuttur, skaltu ganga í nokkr- ar minútur mín, hægur gangur Vfða erlendis má sjá fólk á öllum aldri á hlaupum hvar sem þvf verður viðkomið. Slfkt sézt varla hérlendis, og er sem margir komi sér ekki til þess að byrja, þrátt fyrir góð áform. LÍKAMINN er byggður til þess að á hann sé reynt. Vöðvar, liða- mót og önnur Ifffæri aðlaga sig að þeim kringumstæðum, sem Ifkamanum eru búnar. Ef áreynsla er lítil eða engin, minnka vöðvar, kölkun kemur f liðamót og starfshæfni ýmissa Iff- færa skerðist. Ef líkaminn fær hæfilegt álag reglubundið, hefur það öfug áhrif við kyrrsetuna og hreyfingarleysið. Lfkaminn að- lagar sig því álagi, sem á hann er lagt og styrkist þegar á hann er reynt, en hrörnar þegar áreynsl- an nægir ekki honum til við halds. í okkar tæknivædda þjóðfélagi fjölgar þeim stöðugt, er reyna það lítið á sig í sínu daglega starfi, að til vandræða horfir. Leiðir það til aukningar á Iikum til þess að þetta fólk fái ýmsa menningar- sjúkdóma, svo sem hjarta- og æða- kerfissjúkdóma, offitu, vöðva- bólgur, stirð liðamót o.s.frv. Við íslendíngar erum nú að vakna til meðvitundar um það að okkur er orðin nauðsyn á því að stunda likamsrækt, bæði til að vinna gegn áhrifum kyrrsetu og áreynsluleysis á líkamann og einnig til þeirrar andlegu upp- byggingar, sem því fylgir, þegar reynt er á sig og maður finnar hið rétta jafnvægi í sál og likama. Hvað það er eða hvers konar áreynslu er um að ræða, skiptir ekki megin máli. Þá má segja að mestu skipti að reynt sé á hjartað og önduharfærin, þannig að hjart- að slái svolítið hraðar og að önd- unin dýpki eitthvað. En mestu máli skiptir að menn hafi ánægju af því, sem þeir taka sér fyrir hendur og að æfingarnar séu gerðar reglubundið. Það er lítið gagn í því að bursta í sér tennurn- ar einu sinni eða tvisvar í mánuði og sama á við um líkamsþjálfun. Tvisvar sinnum i viku er lágmark. Að ganga sér til heilsubótar er ein handhægasta og auðveldasta leiðin til að rækta líkama sinn. Það hafa verið gerðar vfsinda- legar athuganir á gildi venjulegr- ar göngu fyrir óþjálfað fólk. I ljós kom að gönguferðir hafa góð þjálfáhrif fyrir óþjálfaða og má því segja að allir, sem hafa þörf fyrir að reyna á sig sér til heilsu- bótar en vantar aðferð við sitt hæfi, ættu að byrja á göngu. Svo er hægt að finna aðrar aðferðir, svo sem sund, skokk, badminton o.s.frv., þegar menn eru komnir í nokkra þjálfun, nú eða halda áfram með gönguna. Hér á eftir fara nokkur dæmi um, hvernig hefja má líkamsrækt með göngu- ferðaþjálfun. Fyrir eldra fólk og þá, sem eru í mjög lélegri þjálfun, 3 vikna und- irbúningstímabil. Fyrsta vika. 1. æfing. 10 mín. gengið rólega 5 mín. gengið með svolítið aukn- um hraða 5—10 mín. gengið rólega 20 — 25 mín. 2. æfing. 5 mín. gengið rólega 5. mín. gengið hratt 5. mín. gengið rólega 5. mín. gengið hratt 5 mín. gengið rólega 25 mín. 2. vika. 1. æfing. 5 mín. gengið rólega 5 mín. gengið hratt 20 mín. 5 mín. gengið rólega endurekið 2 sinnum 25 mín.2. æfing.5 mín. gengið ró- lega 20 mín. reynt að ganga tiltölulega hratt og reynt að halda jöfnum hraða 5 mín. gengið rólega 30 mín. 3. æfing. 5—10 mín. gengið rólega 5 mín. gengið hratt 5 mín. gengið rólega 30. mín. endurtekið 3 sinnum 35—40 mín. 3. vika. 1. æfing. 5 mín. gengið rólega 5 mín. gengið hratt 25 mín. 3 mín. gengið rólega endurtekið 3 sinnum. 30 mín. 2. æfing. 5 mín. gengið rólega 25. mín. reyndu að ganga nokkuð hratt og halda jöfnum hraða. Reyndu að halda sama hraða þeg- ar gengið er upp í móti. Þú átt að mæðast nokkuð í brekkunum eða hallánum. 3. æfing. 5 mín. gengið rólega 3 mín. gengið og hraðinn aukinn, þannig að síðustu 30 sek. ert þú farinn að hlaupa við fót. 20 mín. 2 mín. gengið rólega endurtekið 4 sinnum 5 mín. gengið rólega 30 mín. Óþjálfaðir og yngra fólk. 1. vika. 1. æfing. 10 mín. hægur gangur 3 mín. gengið með auknum hraða. 15 mín. 2 min. gengið rólega endurekið 3 sinnum 25 mín. 2. æfing. 5 mín. hægur gangur 20 mín. reyndu að auka hraðann og halda honum stöðugum. Taktu stór skref, þegar þú gengur upp í móti og reyndu að halda hraðan- um. 5 min. hægur gangur 30 mín. 3. æfing. 25 min. sama og 1. æfing. 2. vika. 1. æfing. 30 min. sjá 2. æfingu, 1. viku. 2. æfing 5 mín. hægur gangur 3 min. gengið með stöð- ugri hraðaaukningu, þannig að þú hlaupir við fór síðustu 30 sek. Gengið rólega í 2 min. endurtekið 4 sinnum 5 mín. hægur gangur 30 mín. 3. æfing. 5 mín. hægur gangur 20 mín. gangið í ójöfnu landslagi. Gangið upp brekkur. Takió stór, rösk skref þegar farið er upp í móti. Farið 2—3 sinnum upp hverja brekku með því að ganga til baka og upp aftur. 5 mín. hægur gangur 30 min. 3. vika. 1. æfing. 5 mín. hægur gangur „ljósastaura, síma- staura þjálfun" 15 mín. 50—100 m skokk eða hraður gangur á milli staura. 50—100 m gangur á milli næstu staura. endurtekið í 15 min. 5 mín. hægur gangur 40 min. 3. æfing. 5 mín, hægur gangur 3 mín. skokk 15 min. 2 min. gangur endurtekið 3 sinnum 10 mín. gengið með breytilegum hraða 30 min. Að loknu þessu tímabili (3 vikna æfingar), getið þið annað hvort haldið áfram að ganga og bætt við og breytt æfingar- prógrömmunum eða fundið ykkur einhverja iþrótt til að leggja stund á. Ráðleggingar um gönguþjálfun. 1. Breytið til um göngusvæði við og við. 2. Gangið í lausasnjó eða sandi. Það er erfitt en gefur góða þjálf- un. 3. Gangið alltar upp stiga þegar þig eigið þess kost. Gangið upp stigann eins hratt og þið getið. 4. Farið í kvöldgöngu, þá sofið þið betur. 5. Gangið upp brekkur, ef þið eigið þess kost. 6. Farið úr strætisvagninum nokkru fyrr en þið þurfið og gangið heim eða i vinnu. 7. Gangið í vinnuna og heim, ef það er ekki alltof langt í burtu. 8. Farið í sunnudagsgönguferð og komið kunningjum ykkar, sem búa langt frá ykkur á óvart með heimsókn. Hollendingurinn Hans van Helden og kanadiska stúlkan Sylvia Burka urðu sigurvegarar á alþjóðlegu móti í hraðskautahlaupi sem fram fór i Davos i Sviss um helgina. en um næstu helgi fer fram i Davos heims meistarakeppni i hraðskautahlaupi. Bæði van Helden og Burka náðu mjög góðum árangri i keppninni að þessu sinni. og þykja þau nokkuð sigurstrangleg I heimsmeistara- keppninni. Þess ber þó að geta að enginn af beztu skautahlaupurum Norðmanna tók þátt i mótinu í Davos Keppt var i fjórum greinum karla og kvenna á mótinu, og var yfirleitt um mjög jafna baráttu að ræða, sér- staklega hjá körlunum. i 500 metra hlaupi karla sigraði Dan Immerfall frá Bandaríkjunum á 38.50 sek.. landi hans Erik Heiden varð annar á 39,23 sek, og þriðji varð Vladimir Lovanov frá Sovétríkj- unum á 39,26 sek. i 5000 metra hlaupi sigraði Piet Kleine, Hollandi, á 7:26,59 min., Hans van Helden varð annar á 7:30,86 min. og Sovét- maðurinn Valery Atlaskin þriðji á 7:32,71 min. Van Helden sigraði svo i 1500 metra hlaupinu á 2:00,02 min., Vladimir Lobanov, Sovétríkjun- um, varð annar og Austur- Þjóðverjinn Klaus Wunderlicht þriðji. i 3000 metra hlaupinu varð Piet Kleine einnig sigurvegari, hljóp á 4:15,76 mín., van Helden varð annar og Sergei Martshuk frá Sovét- rikjunum þriðji Aðhafa sigaf stað Það er löngu sannað mál að hreyfingarleysi á mikinn þátt f mörgum þeirra svokölluðu „menningarsjúkdðma“ er hrjá nú flestar siðmenntaðar þjóð- ir. Æ fleiri vinna þannig störf að þau útheimta ekki mikið Ifkamlegt álag, menn fara 1 bifreiðum á vinnustaðinn, með lyftum upp á skrifstofu sína, þar sem þeir setjast beint f stólinn og sitja þar unz tími er til kominn að taka lyftuna nið- ur og fara f bifreiðinni heim. Vfst er að margir hafa hug á þvf að bæta ráð sitt f þessum efnum, en einhvern veginn er það þannig að oft vill verða minna úr framkvæmdum en áformum. Það er þó ekki ýkja mikil hreyfing sem getur kom- ið að verulegum notum, svo sem lesa má f meðfylgjandi grein sem Morgunblaðið fékk Jóhannes Sæmundsson, fþróttakennara, og fræðslu- fulltrúa tSf til þess að semja. Aðalatriðið er að hafa sig af stað: 9. Ákveðið að hitta nokkra kunn- ingja og farið í gönguferð saman. 10 Stofnið gönguklúbb, sem geng- ur minnst 2 sinnum í viku. 11. Haldið dagbók, þar sem þið skráið líkamsþyngd, áætlaða þjálfun og útfærða þjálfun. 12. Munið, að það er aldrei of seint að byrja að hugsa um og rækta sinn eigin líkama. Byrjið núna, flýtir ykkur hægt og munið að árangurinn kemur i ljós eftir svolítinn tima. kvennakeppninni, Marion Dittmann frá Austur-Þýzkalandi varð önnur með 186,252 stig og Silvia Brunner frá Sviss varð í þriðja sæti með 1 87,888 stig. Meistaramót hinna yngstu Meistaramót í frjálsum íþrótt- um í pilta-, telpna-, sveina- og meyjaflokki fer fram I íþrótta- húsinu við Strándgötu 20. febrúar næstkomandi. Keppnisgreinar eru hjá piltum, telpum og meyj- um: langstökk án atr. og hástökk með atr. Hjá sveinum bætist við hástökk- og þrístökk án atrennu. Hefst keppnin kl. 13.30, en þátt- tökutilkynningar ásamt þátttöku- gjaldi, 50 kr. á grein, verða að hafa borist Haráldi Magnússyni, Hverfisgötu 23c, sími 52403, í síð- asta lagi 13. febrúar. Heimsmet jafnað J. Sæm., íþróttakennari. Van Helden og Burka sigruðu í Davos

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.