Morgunblaðið - 07.04.1977, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 07.04.1977, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. APRÍL 1977 17 skreyttur. Balbo gekk hvatlega á land og skundaði til móts við þá, er komnir voru til að heilsa hon- um. Heilsaði honum fyrstur Ás- geir Ásgeirsson forsætisráðherra ásamt frú sinni, en lítil stúlka rétti Balbo blómvönd og kyssti Balbo á kinn hennar i þakklætis- skyni. Þá heilsaði hann Jóni Þor- lákssyni borgarstjóra og frú hans, og síðan öðrum þeim, er komnir voru til að fagna honum. Þarna var fjöldi blaðamanna og mynda- tökumanna. Einn þeirra var Árni Óla og annar, sem tók myndir, Stefán Hjaltested, og eru það þær myndir, sem birtast hér og hafa ekki birst áður af Balbo og köppum hans. Þegar Árni Öla var spurður að því hvort hann hefði rætt við Balbo, svaraði hann að ritstjóri Morgunblaðsins þá, Valtýr Stefánsson hefði rætt við kapp- ann. „Sjálfur hafði ég illan bifur á ítölum, gorgeirinr»i þeim fannst mér óþolandi," sagði Árni Ola hlæjandi. „Svo var það ekki fyrir venjulegt fólk að ná tali af Balbo. Hans eigin menn báru svo ótta- blandna virðingu fyrir honum, vegna hernaðar- og stórmennsku- bragsins, sem á honum var. Sjálfur komst ég i kast við itölsku sendimennina, sem komu hingað á Alþingishátíðina 1930. Og hafði eftir það illan bifur á Itölum og Flötum. Já, Fiötum, vegna þess að þeir itölsku komu með Fíat með sér á Alþingishátíð- ina. Plöntuðu þeir bifreiðinni fyr- ir framan Hótel Borg, þar sem svo síðar Balbo dvaldist. Var ég send- ur frá Morgunblaðinu til að taka viðtal við þá. Gikkshátturinn i þeim var svo mikill að þeir neit- uðu að ræða við mig, nema um Fíatinn. Manni fannst þeir líta niður á Islendinga. Neituðu þeir, að tekin yrði af þeim mynd, nema með Fíatinn fyrir miðju. Vildu þeir láta dekra við sig á allan hátt. Síðast flúðu þessir Fíatdónar af landi brott og létti öllum. Þannig að ég var ekkert áfjáður í að tala við Balbo, enda hrokinn í honum engu minni en hjá hinum. Þegar Lindbergh aftur á móti kom i ágústmánuði fór hann huldu höfðiog'hélttil úti í Viðey,“ sagði Árni Óla. Afbrýðisemi Mússólínis - Endalok Balbos Balbo hélt til ásamt köppum sínum á Hótel Borg i nokkra daga. Sátu þeir veizlu hjá forsætisráð- herra, heimsóttu Þingvelli og fleira. Hinn 12. júlí kvöddu kapp- arnir svo Island, fóru í loftið frá Vatnagörðum og héldu í áttina til l,abrador eftir nálega vikudvöl á islandi. Þaðan sendi Balbo Ás- >eiri Asgeirssyni forsætisráð- lerra kveðjuskeyti, þar sem hann pakkaði mikla velvild og góðar móttökur í hinu ógleymanlega landi, Islandi. Þannig fór nú flugferð sú, sem margir telja eitt af stórkostleg- ustu afrekum flugsögunnar að frátöldu Atlantshafsflugi Lind- berghs. Þegar Balbo flugmarskálkur kom til tslands var hann þrjátíu og sex ára gamall og á hraðri uppleið til frama í italska fastista- flokknum undir stjcrn Mússólínis. En þessari frásögn verður ekki lokið án þess að geta hver urðu endalok Balbos. Sama árið og hann fór flugferðina frægu var hann þegar farinn að fara í taugarnar á Mússólíni, sem áleit að viðhorf Balbos til Breta væri ekki í samræmi við stefnu fasista. Þess utan hafði Balbo lát- ið það i Ijós, að honum þætti frá- leitt að fasistar væru í samstarfi við Hitler. Framagirni Balbos þoldi Mussólini einnig illa og vafalaust hefur hann verið farinn að óttast samkeppni af hálfu Balbos, þegar hann skipaði hann landstjóra i Lýbiu í Norður- Afríku 1940. Samkvæmt opinber- um heimildum (itölskum) var flugvél Balbos skotin niður þegar hún kom inn til lendingar á Tobruk-flugvelli i Lýbíu, I júni 1940. Ástæðan fyrir þvi að itölsku loftvarnarskytturnar skutu niður flugvél landstjóra síns, var sögð sú, að flugmaður vélarinnar hefði ekki gefið upp rétt lykilorð. En óstaðfestar fregnir herma æ síðan að Mússólini hafi gefið út tilskip- un þess efnis að Balbo yrði komið fyrir kattarnef á einn eða annan hátt. H.Þ. Austurstræti 22, 2. hæö. simi 281-55 ( % » sW j íW? tW? swí íW i.i I I i í í I Flugmennirnir fara út I vélarnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.