Morgunblaðið - 07.04.1977, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 07.04.1977, Blaðsíða 1
112 SÍÐUR 79. tbl. 64. árg. FIMMTUDAGUR 7. APRÍL 1977 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Sonur Maós í baráttuna Tokyo 6. apríl — AP. STÆRSTA dagfilað Kína, Dagblað alþýðunnar, dró í dag son Maós Tse-tungs inn í baráttuna gegn fjór- um leiðtogum róttækra, þar á meðal ekkju Maós, sem sakaðir eru um að hafa reynt að hrifsa til sín völdin í iandinu. Talið er að þetta sé í fyrsta sinn, sem kínverskt blað minnist á eitthvert barna Maós. Dagblað alþýð- unnar birti grein eftir son Maós, Maó An-ching, og tengdadóttur hans, Shao Hua, þar sem þau lýsa því yfir, að „þorpararnir fjórir hafi svívirt marga bylt- ingarsinnaða öreiga af eldri kynslóðinni, sem fylgdu Maó í byltingunni". Voru fjórmenningarnir kallaðir „nytsamir sakleys- ingjar kapitalismans“. Opinbera fréttastofan Hsinhua, sem sagði frá greininni, gaf engar nánari upplýsingar um Maó An- ching. Indversk blöd fá aftur frelsi Nýju Deihí, 6. aprii. ap. Þetta er fyrsta meiriháttar NEÐRI deild indverska frumvarp hinnar nýju stjórnar þingsins samþykkti f dag að fella úr gildi lög sem takmörkuðu frelsi blaða og hófst þar með handa um að snúa við þeirri einræðis- þróun sem hófst í stjórnar- tíð frú Indiru Gandhi, fyrr- verandi forsætisráðherra. Frumvarp sem þetta var sam- þykkt einróma. Lögin um tak- markanir á frelsi blaðanna voru sett fyrir 15 mánuðum þegar Kongressflokkurinn hafði tvo þriðju atkvæða á þingi. Nú studdi Kongressflokkurinn frumvarpið um niðurfellingu laganna og þar með er vist, að það verður sam- þykkt i efri deildinni þar sem flokkurinn er enn í meirihluta. 112 síðna páskablað MORGUNBLAÐIÐ í dag er þrjú blöð, samtals 112 síður, og er þetta stærsta útgáfa blaðsins til þessa. í dag eru borin út páskablöð I og III, en blað II var borið út á þriðjudaginn. Þá kom út 24 siðna páskalesbók á pálmasunnudag. Frá efni páskablaðs II var skýrt á forsiðu þriðjudags- blaðsins, en meðal efnis blaða I og III má nefna grein eftir Herdisi Þorgeirsdóttur um komu itölsku flugkappanna 1933, Þórleifur Ólafsson skrifar um manninn, sem reisti fyrsta íshúsið hér á landi, Magnús Finnsson skrifar um Goðafossslysið 1944, Sigtryggur Sigtryggsson um sements- ferjuna sem áður var innrás- arprammi í Normandy. og Tryggvi Gunnarsson skrifar grein um þá frægu á Herdfsar- vfkur-Surtlu. Áslaug Ragnars Morarji Desais forsætisráðherra og samþykkt þess er táknræn fyrir þá miklu breytingu sem hefur orðið siðan Kongressflokk- urinn tapaði þingkosningunum fyrir þremur vikum. Samkvæmt lögunum, sem nú verða felld úr gildi, var bannað birta efni sem vekti hatur og fyrirlitningu á stjórninni eða óánægju með hana. Bannað var að birta efni sem væri talið niðrandi fyrir forsetann, varaforsetann, forsætisráherrann eða þingfor- setann. Lögin kváðu á um að menn yrðu fangelsaðir i allt að eitt ár, að hald væri lagt á prent- vélar og fjandsamleg rit og að greidd yrði trygging til að sporna við endurteknum brotum. jfHorðWtbla&tþ skrifar grein um sænska málarann Carl Larsson og Freysteinn Jóhannsson viðtal við danska skáldið og vist- fræðinginn Thorkild Björnvig. Þá má nefna þrjár sfður af efni fyrir börnin, kynningu á dagskrám útvarps og sjónvarps um páskana, messur og fermingar, og minnisblað lesenda, sem er á bls 3. Þess skal getið að efni sumra páskagreina blaðamanna Morgunblaðsins er sótt i liðna atburði. Sfmamynd AP. Bundnir fangar sýndir almenningi I Wuhan I Kfna. Spjöld með áietruðum nöfnum og afbrotum fangana eru fest framan á þá. Myndin er tekin af ferðamanni I Wuhan. Judd ráðherra með Gundelach til íslands —enn engin tilmæli frá EBE um viðræður SAMKVÆMT heimildum Morgunblaðsins í Bretlandi hefur verið ákveðið að Frank Judd aðstoðarutanrfkisráðherra í brezku stjórninni verði í fylgd með Finn Olav Gundelach í fyrir- hugaðri Islandsför, sem farin verður að frumkvæði Efnahags- bandalagsins á næstunni. Frank Judd sagði f gær að bandalagið yrði að freista þess að ná samningum við tslendinga um fiskveiðar, vegna þeirra alvarlegu afleiðinga sem ástandið s.l. fióra Fiskleysi í Bretlandi Hull. 6. aprll. AP. Fiskleysi er svo mikið I brezku hafnarbæjunum að til vandræða horfir vegna mikillar eftirspurn- ar fyrir páska. Aðeins nokkur hundruð lestir hafa borizt á land og fiskverð hefur aldrei verið hærra á þessu ári vegna eftirspurnarinnar. Aðeins einn togari er f Hull og hann landar aðeins 140 tonnum sem er hvergi nærri nóg til að mæta eftirspurn. í Grimsby lönduðu fimm skip, en aðeins um 280 tonnum. í gær iönduðu togararnir Benella og Westella og fengu aðeins 7.800 pund og 18.000 pund fyrir aflann en þurftu að fá 30.000 pund svo að veiðiferðin borgaði sig. í hafnarbæjunum binda menn vonir við nýja tilraun Finns Olovs Gundelachs, fiskimálafulltrúa EBE, til þess að koma af stað viðræðum við íslendinga. mánuði hefði haft fyrir fiskveiði- þjóðir innan bandalagsins, og væri þar ekki um Breta eina að ræða. Þegar Morgunblaðið innti Matthías Bjarnason sjávarútvegs- ráðherra eftir þvi i gær, hvort borizt hefðu tilmæli um viðræður frá Efnahagsbandalaginu um fiskveiðimál, sagði hann að svo væri ekki. Á hinn bóginn kvaðst hann fastlega búast við þvi að íslenzk stjórnvöld yrðu við slíkri ósk, þegar og ef hún kæmi fram af hálfu bandalagsins. Frá Hull berast þær fregnir, að dymbilvikan í ár hafi verið ljós- asta dæmið um hallæri í brezkum sjávarútvegi i manna minnum. 1 dymbilviku er venjulega mjög mikið um landanir í fiskveiði- bæjunum, en á föstudaginn langa er viðtekin venja að fiskur sé á boróum á flestum heimilum. Mest hefur jafnan verið um landanir á Falsaðir doll- ara seðlar Pagham, 6. aprfl. Reuter. BREZKIR lögreglumenn og bandariskir leyniþjónustu- starfsmenn hafa komið upp um mestu peningafölsun i Bret- landi og handtekið menn úr glæpahring sem talið er að hafi teygt anga sina til Frakklands, Þýzkalands, Hollands og Bandarfkjanna. Fölsuðu peningunum var dreift á ferðamannamarkað f löndunum sem glæpahringur- inn starfar i. miðvikudag fyrir páska, en í gær landaði aðeins einn togari i Hull. í fyrra lönduðu fjórir togarar á sama degi og tiu fyrir tveimur árUm. Afli hefur verið mjög tregur á þeim fjarlægu miðum, sem Bretar hafa enn aðgang að, og fyrir skömmu lagði útgerðarfyrirtækið MARR tveimur síðustu togurum sinum, og var áhöfnum þeirra — sextiu mönnum — sagt upp í fyrradag. Fiskleysið á markaði í Bret- landi hefur haft þau áhrif að fisk- verð hækkar stöðugt og úr togaranum, ,sem landaði i gær, seldist 70 kg aflaeining á 47 sterlingspund, sem er helmingi hærra en meðalverðið fyrir nokkrum mánuðum. Otakmörkud mannréttindi handa sumum Prag 6. aprfl — NTB. tbúar Tekkóslóvakíu hafa ótakmörkuð mannréttindi, svo fremi sem þeir vinna ekki gegn samfélaginu, sagði for- seti hæstaréttar Tekkó- slóvakfu, Jan Fedes, f ræðu f gær. Þessari yfirlýsingu hans var auðsjáanlega beint til þeirra, sem undirritað hafa mennréttingayfirlýsingu ’77 og staðið hafa i mannréttinda- baráttunni i landinu að undan- förnu. „Yfirvöld ábyrgjast ekki réttindi þeirra, sem halda uppi andsósialfskum áróðri og standa fyrir starfsemi gegn ríkinu.” sagði Fedes.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.