Morgunblaðið - 07.04.1977, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. APRlL 1977
39
DROTT-
INN ER
MINN
HIRÐIR
HINN þekkti danski prestur,
Olfert Ricard skrifaði einu sinni:
Ég gleymi aldrei atburði ein-
um, sem gerðist í sunnudaga-
skóla í Stokkhólmi fyrir nokkr-
um árum. Kennarinn var liðs-
foringi í sænska hernum. Texti
þessa dags var einmitt „hirðis-
sálmurinn", og liðsforinginn
skrifaði þessi fjögur orð á töfl-
una: Drottinn er minn hirðir.
Því næst spurði hann börnin:
„Hvaða orð munduð þið nú vilja
strika undir? Hvaða orð teljið
þið mikilvægast?"
„Drottinn“ svöruðu þau öll.
„Finnst ykkur það mikilvæg-
ast?“ sagði kannarinn. „Já, það
er vissulega gott að eiga hann að
sem Drottin og Guð, sem getur
stjórnað okkur eftir sínum vilja.
Ekki veitir vist af. En ég hefði
sennilega valið annað orð sjálf-
ur. Getið þið reynt að finna
það?“
„Hirðir“ hrópuðu þau. Þau
hugsuðu sennilega, að best væri
að reyna síðasta orðið, þar sem
þau höfðu sjálf varlið það fyrsta.
„Eigum við að strika undir
það?“ spurði kennarinn aftur.
„Allt í lagi, þá gerum við það.
Það er gott að eiga hann að sem
hirði, sem gætir okkar og gefur
okkur fæðu og leiðir okkur heim
aftur, þegar við höfum villst af
réttri leið. En ég hefði nú strik-
að undir annað orð. Getið enn.“
„Er“ hrópuðu þau þá;
„Þá strikum við undir „er“,
sagði kennarinn og brosti. „Það
er rétt hjá ykkur. Hvaða hjálp
yrði í því, ef hann hefði einu
sinni verið hirðir okkar, en væri
það ekki lengur. Ég hefði nú
samt sem áður strikað undir
annað orð; Og nú skuluð þið
hugsa ykkur um . . .“
Þannig lauk liðsforinginn
sunnudagaskólatímanum þenn-
an dag. Guð gefi, að það gæti
orðið persónuleg játning okkar:
„Drottinn er minn hk-ðir“.
PFWmN
Scrvítttu-
(qrm^ur
fíFífíN
Páskaföndur:
EGGJAHETTUR
EFNI: Filt I litunum gult, rautt. hvltt og svart. Af gulu
þarf I tvær hettur um það bil 40x60 cm. nokkru minna
hvitt og mjög lítið rautt og svart. Smjörpappir eða
annan gagnsæjan pappír, kalki pappir, lím og nál og
endi.
AÐFERÐ: Taktu mynstrin í gegn á smjörpappir (sniðin
eru i réttri stærð) og teiknaðu þau siðan með kalki-
pappfr yfir filtið. Athugaðu vel hvaða litir eru á hverju
striki. Byrjaðu á gulu eggjahettunni, efri hluta ungans,
bæði framstykki og bakstykki. Síðan er neðri hlutinn
teiknaður á hvitt filt, en teiknaðu þennan hluta 1 cm
hærri en sýnt er (limist undir það gula, þar sem f æturnir
eru festir undir). Þá teiknarðu augun, hvit með svörtum
augasteini, nefið rautt og fæturnir rauðir. Fæturna þar
einnig að að hafa 1 cm lengri, svo að þeir festist vel
með liminu undir gula stykkið.
Klipptu nú út öll stykkin. Limdu hvitu og gulu stykkin
saman, bæði framan og aftan og festu fæturna á um
leið. Síðan eru fram- og afturstykkin lögð saman (rang-
an snýr inn) og saumuð saman á réttunni, annað hvort i
vél eða I höndum (þá með þræðispori, sem er mjög
auðvelt fyrir litlar hendur, og jafnt telpur og drengi).
Loks limir þú „andlitið" á fuglinn, og ef vill festir þú á
nafnmiða. eins og gert hefur verið á myndinni. Miðinn
með nafninu er úr kartoni og er aðeins stungið undir
vængina.
SERVÍETTU HRINGIR: Eggið teiknað á hvitt filt, bæði
fram- og afturstykki, en unginn gulur (aðeins 1 stk),
nefn rautt. augu hvit með svörtum augasteini. Klippt úr
og allt limt saman, nema aftan á egginu er klippt upp i
strikin tvö, sem teiknuð eru á sniðinu, og renningi
(hólk) 2x18 cm er þrætt i gegn. Honum er siðan fest
saman.
Lfklega er óþarft að undirstrika, að málsverðurinn á
páskadagsmorgunn verður mjög ánægjulegur, ef borðið
er skreytt með heimagerðum smá-ungum á borð við
þessa. Og vonandi verður ánægjan ekki siðri á meðan
unnið er við að útbúa ungana. Þetta er talsverð vinna,
en vætanlega hjálpast að bæði yngri og eldri, svo að
ánægjan verði MARG-FÖLD.