Morgunblaðið - 07.04.1977, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 07.04.1977, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. APRlL 1977 37 Sigríður Margrét Helgadóttir —Minning F. 28. 2 1910 D. 27 2 1977. Hvaö er hel? Öllum likn sem lifa vel. Ég var síödd í Ameriku, þegar mér barst fregnin um að hún Sigga systir væri dáin. Það dimmdi i kringum mig, en aðeins um stund, það birti fljótlega aftur því mér varð hugsað til orða hennar sjálfrar í siðasta bréfinu hennar til min: „Hafðu engar áhyggjur af mér, elsku systir mín, því hvernig sem þetta endar, þá endar það vel“ Já, annað hvort fengi hún nokkra bót, þar sem hún leitaði sér lækninga úti í London, eða hún stigi yfir þröskuldinn og inn i annan og betri heim, þar sem vinir og vandamenn tækju á móti henni og allar þrautir yrðu bættar að fullu. Það skal sálarró til að standa sig eins og hún gerði í 10 ár, geta aldrei á heilli sér tekið, en vera full af vilja og löngun til að starfa, en verða að læra það að þrekið er búið. Ég átti tal við systur mína i sima nær daglega og þótt hún gæti varla talað vegna lasleika, þá kvartaði hún aldrei. Hún var alveg sérstakur per- sónuleiki, fastmótuð um það sem hún myndaði sér skoðanir um, trygg og vinaföst. Með sérlega góðan smekk á allt sem fagurt var, það sýndi garðurinn hennar að Miðtúni 15, sem hún fékk viðurkenningu fyrir oftar en einu sinni. Við höfum öll misst mikið, en þó mest hennar ágæti eigin- maður, Theódór Gíslason, sem í öll þessi ár hefur verið henni svo hjálpsamur og góður, og svo börnin hennar, tengdabörn og barnabörn sem af einstakri elsku- semi hafa borið ljós og yl inn i lif hennar. Enginn getur orðið mér það sem hún var, en í minningu henn- ar vil ég segja þetta, sem hún átti sjálf svo oft tal um við mig. Það er ekki hægt aó lifa lífinu fyrir aðra, en það er hægt að hjálpa, líkna og gleðja þá sem á vegi manns verða og það veit ég að hún vildi gera á meðan lífið entist. Ég bið góðan Guð að hugga og græða s^rin. Það veit ég að hún óskaði að við létum huggast því oftar en einu sinni sagð hún við mig: „Ég ætla að biðja ykkur að gráta ekki yfir mér, ég fer elskusátt úr þessum heimi, búin að ljúka mínu dags- verki og er svo sannfærð um að hitta ykkur öll aftur.“ Ég enda þessi fáu kveðjuorð með versinu úr kvæðinu sem hún sjálf hafði svo miklar mætur á. Af eilffðar Ijósi bjarma ber, sem brautina þungu breiðir. Vort Iff, sem svo stutt og stopult er, það stefnir á æðri leiðir. Og upphiminn fegri en augað sér mót öllum oss faðminn breiðir. E.B. Beta systir. t Sonur okkar og bróðir SNORRI ÖRN SIGMUNDSSON. Grettisgötu 83. Reykjavlk. andaðist t Bromtonsjúkrahúsinu 1 London 28. marz. Útförin hefur farið fram. Elfnbjörg Kristjánsdóttir. Sigmundur Snorrason, Jóhann Ágúst. t Móðir mln og amma okkar, HELGA SIGURÐSSON POTTER, lézt þann 5. aprll. Jarðarförin fer fram 1 San Antonio, Texas. Sigrfður Hansen Kristinn 1. Hansen Gunnar M. Hansen. t Eiginmaður minn, faðir og sjúpfaðir VfGLUNDUR GfSLASON. Kleppsvegi 16. Reykjavfk, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 13. april kl. 1 30 Kristln Hjartardóttir. Marfa Vfglundsdóttir. Gfsli Vfglundsson, Vilborg Guðrún Vfglundsdóttir, Sigurlfn Ellý Vilhjálmsdóttir. Maðurinn minn, faðir og bróðir BRANDUR BJARNASON Háaleitisbraut 103 Rvfk. verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 1 2. aprll kl. 1 5.00 Elfsa Jónsdóttir Bryndfs Brandsdóttir Lilja Brandsdóttir Bjami Brandsson Matthfas Bjamason t Systir mln GUÐRÚN KR. JÓNSDÓTTIR Hátúni 10 A. Reykjavfk verður jarðsungin frá Frtkirkjunni I Reykjavlk miðvikudaginn 13. aprll n.k kl. 13.30 GuSrfður Jónsdóttir. t HRAFNHILOUR (STELLA) KISSELBURG FÆDD STEFÁNSDÓTTIR, lézt 1 sjúkrahúsi I Phoneix, Arizona. laugardaginn 2. aprll Myron Kisselburg, Jóhanna Kisselburg Stefanie Kisselburg, Oddný Guðjónsdóttir Kristfn Stefánsdóttir. Hermann Stefánsson, Sigurður Ingi Hermannsson. Jóhanna Stefánsdóttir Óttar Kjartansson. Oddný Kristfn Óttarsdóttir, Kjartan Snvar Óttarsson. t Útför INDRIÐA ÞÓRARINS ÞÓRÐARSONAR, Keisbakka. Skógarströnd. ferfram frá Breiðabólstaðarkirkju laugardaginn 9 aprll kl. 14 slðdegis. Hanslna Auður Jónsdóttir, Þórður Indriðason, Ásta IndriSadóttir, Hulda Magnúsdóttir. t Móðir okkar, tengdamóðir og amma JÓNA HELGA VALDIMARSDÓTTIR. Hringbraut 39. Reykjavfk, verður jarðsungin miðvíkudaginn 13. aprll kl. 10.30 frá Aðventista kirkjunni. Ingibjörg Jónsdóttir Ari Guðmundsson Kristjana Jónsdóttir Bilson 1 Jack Bilson Jón J. Barðason Erla Sigurðardóttir Barði G. Jónsson Laufey Eirfksdóttir Helga Jónsdóttir Conrad Lee Conrad og barnaböm. n ELDHÚSINNRÉTTINGAR □ KLÆOASKÁPAR AF LAGER OG BAÐSKAPAR □ VIÐ Nú getum við afgreitt heilu eldhúsin af lager með nokkurra daga fyrir- vara. Staðlaðar skápaeiningar í úr- vali. Tvö útlit — brúnbæsuð fura „exklusiv" og einarlíki úr plasti. Ennfremur fyrirliggjandi 40 og 50 cm. fataskápar. Hæðin er 210 cm. Mismunandi innréttingar. Baðskáp- ar með frönskum hurðum úr Ijósri furu. mælum, skipuleggjum og teiknum ykkur að kostnaðarlausu og án allra skuldbindinga af ykkar hálfu. Komið og sjáið hvað við höfum. Kalmar Grensásvegi 22 Reykjavlk simi 82645 innréttingar hf.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.