Morgunblaðið - 07.04.1977, Blaðsíða 48
AUGLÝSINGASÍMINN ER:
22480
JílíreunbXaíiiÖ
(Haukar í Stapa
II í páskum.
FIMMTUDAGUR 7. APRÍL 1977
Samkvæmt upplýs-
ingum Veðurstofunn-
ar er útlit fyrir þokka-
legt veður um pásk-
ana. Horfur eru á að
áttin verði suðvestlæg
eða vestlæg og gott
veður verði austan til
á landinu en nokkur
væta sunnan- og
vestanlands en alls
staðar milt veður.
Færð á vegum er i samræmi við
veðurfarið. Fært er vestanlands
allt i Reykhólasveit og sæmileg
færð er allt vestur i Kollaförð. Úr
Vatnsfirði er fært til Patreks-
fjarðar og þaðan áfram til Bildu-
dals. Þá er fært milli Ísafjarðar
og Þingeyrar og um Botnsheiði til
Suðureyrar og siðan inn í Djúp.
Greiðfært er einnig norður í land
og út frá norðurleiðinni í Bjarnar-
fjörð á Ströndum, til Siglufjarðar
og Ólafsfjarðar en síðan frá Akur-
eyri um Dalsmynni til Húsavíkur
og i Mývatnssveit. Verið var í gær
að ryðja fyrir Tjörnes og í Keldu-
hverfi og ailt til Raufarhafnar en
þar fyrir austan er færð lakari.
Austanlands er ófærð á Möðru-
dalsöræfum, en fært er í Jökuldal
allt upp að Gilsá. Fært er einnig
inn Fljótsdal en þungfært um
Skriðdalinn. Fært er að Móbergi í
Hjaltastaðaþinghá en þaðan
áfram er ófært. Byrjað var í gær
að moka á Fjarðarheiði og var
búið að ryðja að norðurbrún til að
flýta fyrir sjóbilnum. Þá var einn-
ig verið að moka Oddsskarð og
Fagradal og miðað við veðurútlit
má búast við að þessir fjallvegir
verði færir um páskana. Greið-
fært er meðfram suðurfjörðun-
um, um Lónsheiði og þaðan áfram
um Suðurland til Reykjavíkur.
Rétt er að geta þess, að ófært er
um Gjábakkaveg milli Þingvalla
og Laugavatns og einnig er Grafn-
ingsvegur ótryggur.
Fíkniefnamál;
Nýr mað-
ur í gæzlu
SÍÐDEGIS í gær var 25 ára gam-
all Reykvíkingur úrskurðaður f
allt að 30 daga gæzluvarðhald
vegna rannsóknar á nýju ffkni-
efnamáli. Annar maður sat fyrir f
gæzluvarðhaldi vegna rannsóknar
þessa máls. Rannsóknin er ennþá
á frumstigi.
Skfpsskrúfunnl af Þór, fyrsta varóskfpf Islendinga, og Vestmannaeyingar áttu, var skipað um borð f Þðr f
Reykjavfk f gær, en skrúfan verður sett upp f Vestmannaeyjum sem minnismerki um gamla Þðr.
Björgunarfélag Vestmannaeyja, sem keypti Þðr til landsins 1920, á skrúfuna, en henni var bjargað af
strandstað Þðrs fyrir nokkrum árum. Þðr fðrst á skerjum undan bænum Ytri-Ey skammt frá Skagaströnd
árið 1929. Eftir marga áratugi f sjðnum er skrúfan nokkuð skemmd, en hún verður gerð upp í Eyjum og
sett á stall. Sjá grein á bis. 25. r.jósmynd Mbi. rax.
Sölusamband ísl. fiskframleidenda:
Búið
fyrir
að selja saltfisk
7500 milljónir kr. á árinu
Portúgalir kaupa fyrir 5500 milljónir
SÖLÚSAMBAND fsl. fiskfram-
leiðenda hefur samið við
Portúgali um að selja þeim 16.000
lestir af blautsöltuðum saltfiski
Skandinavisku krónurnar gagnvart íslenzkri;
Hafa heldur rétt
við síðustu tvo daga
NOKKÚÐ hefur dregið úr gengis-
fellingum skandinavisku mynt-
anna. sem breyttust síðastliðinn
mánudag, er gjaldeyrismarkaðir
voru opnaðir á ný. Danska krónan
féll þá um 2.8% hin norska um
1.9% og sænska krónan um 4.1%
miðað við gengi íslenzku krón-
unnar. I gær hafði svo svolítið
saxast á þessa gengisfellingu og
var fallið á þessum þremur mynt-
um f gær miðað við gengisskrán-
ingu fyrir síðustu helgi, ekki
nema 2.5% á dönsku krónunni,
1.3% á hinni norsku og 3.8% á
hinni sænsku.
íslenzka krónan hefur því
staðið sig heldur ver gagnvart
þessum gjaldmiðlum síðustu
daga, enda hefur Bandaríkjadoll-
ar hækkað um 0.4% á þessum
sama tíma, svo og sterlingspund-
ið. Hins vegar hefur finnska
markið tekið að síga allmikið og
er sig þess frá því fyrir helgi
6.1%.
og að auki 1500 lestir af þurrfiski
og um 2000 lestir af löngu, keilu
og ufsa. Heildarverðmæti þessa
samnings mun vera kringum 5500
milljónir króna og frá áramótum
er S.Í.F. búið að selja 25—26.000
lestir af saltfiski og er verðmæti
afurðanna talið vera um 7.500
miiljónir kr. Á þessari vertfð
mun nú vera búið að framleiða
kringum 14.000 lestir af söltuðum
þorski, auk annarra tegunda.
Það voru þeir Tómas Þorvalds-
son, stjórnarformaður S.Í.F.,
Helgi Þórarinsson, framkvæmda-
stjóri, og Friðrik Pálsson, skrif-
stofustjóri, sem önnuðust þessa
samningagerð. í samtali við
Morgunblaðið í gær sögðu þeir, að
sá fyrirvari væri í samningum við
Portúgali, að þeir gætu ráðið því
fram í miðjan maí hvort þeir
tækju við Vt af þeim fiski, sem
samið hefur verið um, og eins
gæti S.Í.F. ráðið hvort það
ráðstafaði fjórðungnum á annan
hátt. Þessi fyrirvari i samningn-
um var gerður að beiðni
Portúgala, þar sem þeir voru ekki
búnir að fá leyfi til kaupa á öllu
þessu magni.
Afskipanir á saltfiskinum til
Portúgals eiga að hefjast í vor,
þ.e. á venjulegum tíma, og standa
afskipanirnar fram á sumar.
Að sögn Tómasar Þorvaldsonar
eru Portúgalir orðnir tregari en
áður til að taka við fiskinum yfir
mitt sumarið, bæði vegna hita og
eins þess, að fólk er þá mikið í
sumarfrium.
Samningurinn, sem gerður var
við Portúgali að þessu sinni, er
mjög áþekkur samningnum, sem
gerður var við þá á s.I. ári og
undirritun samningsins fór fram
sama dag og þá. Verðið sem nú
fæst er hins vegar heldur lægra,
eða sama verð og fékkst fyrir salt-
fisk, sem seldur var þangað í
fyrrahaust.
Þeir Tómas, Helgi og Friðrik
fóru ennfremur um önnur mark-
aðslönd og ræddu við viðskipta-
vini þar. Hefur komið i ljós að alls
staðar er þungt fyrir fæti, og
sagði Tómas, að lítið færi fyrir
norskri samvinnu á þessu sviði.
Saltfiskverkun væri nú mikil í
Noregi, eða mun meiri en undan-
farin ár, sem stafaði af meiri fisk-
veiði þar en áður.
í ferð þeirra félaga fékkst inn-
flutningsleyfi fyrir 3500 lestum
af saltfiski til Spánar, en gengið
var frá þeirri sölu í marzmánuði
s.l.
Um markaðina í S-Ameríku
sagði Tómas Þorvaldsson að útlit-
ið væri ekki glæsilegt. Inn-
borgunarreglan væri við lýði í
Brasilíu og í ofanálag hefðu ís-
lendingar orðið fyrir áföllum þar
vegna lélegrar vöru.
Sérkröfumar ganga þvert á launa-
jöfnunarstefnuna, segir VSI
Gagnkröfur Vinnuveitendasambands íslands komnar fram
MIKIL vinna hefur verið lögð f
samningaumleitanir þær, sem nú
standa yfir milli aðila vinnu-
markaðarins. Sfðustu þrjá daga
hefur verið fundað daglega um
sérkröfur velflestra landssam-
banda verkalýshreyfingarinnar, á
miðvikudag f næstu viku munu
verða haldnir baknefndafundir af
hálfu beggja — vinnuveitenda og
verkalýðshreyfingarinnar og
sáttasemjari hefur boðað aðal-
samninganefndir til fundar á
fimmtudag f næstu viku.
Þá lögðu vinnuveitendur fram í
gær greinargerð sfna um stöðuna
í samningunum, eins og hún horf-
ir nú við að þeirra mati og eins
lagði Vinnuveitendasambandið
fram gagnkröfur sínar í samn-
ingagerðinni, þ.e. þær breytingar
sem vinnuveitendur vilja fá fram
á þeim samningum sem i gildi
hafa verið til þessa.
Morgunblaðið sneri sér í gær til
Baldurs Guðlaugssonar, fram-
kvæmdastjóra hjá Vinnuveit-
endasambandinu, og spurði hann
hvort vinnuveitendur væru farnir
að átta sig á því hvað raunveru-
lega fælist i þeim sérkröfum
verkalýðsfélaganna sem fram
væru komnar. Baldur kvað svo
naumast vera að svo komnu máli.
Sérkröfurnar væru mjög margvís-
legar og mismunandi, eins og oft
áður, og í mörgum tilfellum
kvaðst Baldur ekki geta séð betur
en þær gengju þvert á yfirlýsing-
ar og samþykktir forustumanna
verkalýðshreyfingarinnar um
aukinn launajöfnuð í þeim samn-
ingum sem fyrir dyrum stæðu.
Ekki bólar á
páskahrotu
EINS og mörg hin sfðari ár,
hefur enn ekkert bólað á
páskahrotunni sem sjómenn f
verstöðvum á Suður- og Suð-
vesturlandi gátu svo til reitt
sig á. Þeir menn, sem Morgun-
blaðið ræddi við í gær, sögðu,
að menn væru löngu hættir að
gera ráð fyrir páskahrotu.
Fiskihrotur væru þvf sem næst
hættar að koma.
Samkvæmt reglugerð sjávar-
útvegsráðuneytisins, sem
gefin var út fyrir nokkrum
árum, ber öllum netabátum að
fækka netum í sjó frá skírdag
til páskadags. Eru bátar
skyldaðir til að taka 30 net úr
sjó eða um 2 trossur. Þá er i
samningum sjómanna, að
bátar rói ekki á föstudaginn
langa og á páskadag.
Gott veður
og góð f ærð