Morgunblaðið - 07.04.1977, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 07.04.1977, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. APRÍL 1977 11 Sýning Svavars Það er ekki á hverjum degi, að Svavar Guðnason sýnir verk sín hér í borg. Nú hafa þau gleðitíðindi gerst, að hann hef- ur efnt til sýningar i Bogasal Þjóðminjasafnsins á vatnslita- og krítarmyndum. Ekki eru þetta allt ný verk hjá Svavari, heldur hefur hann valið úr margra ára vinnu og sýnir 30 verk, sem spanna langt árabil. Svavar Guðnason er einn þekktasti listamaður á sínu sviði með þessari þjóð og virtur víða um lönd fyrir þátttöku sina I því að gerfireyta myndlist Evrópu á sínum tima. COBRA hópurinn svonefndi var það afl, sem gæddi veröldina nýjum sjónarmiðum í myndlist og endurnýjaði hið lúna form, er gengið hafði sér til húðar meðal menningarþjóða. Svavar Guðnason var einn þeirra, er stóðu að þessum hópi og var um langt árabil mikilvirkur i þeim félagsskap. Það er annars óþarfi að kynna Svavar fyrir þeim, er eitthvað vita um islenska myndlist, þvi að hann hefur sannarlega haslað sér völl hér heima ekki siður en erlendis. Það eru orðin nokkuð mörg árin, siðan Svavar sýndi hér seinast, og þvi er það fagn- aðarefni fyrir alla þá, er unna myndlist, að þessi sýning hans skuli nú standa á páskum i Bogasalnum. Það er ekki gott að gera upp á milli þeirra verka, er Svavar hefur valið á þessa sýningu. Hér eru hlutirnir yfirleitt svo samstæðir og um leið það ger- ólíkir, að varla verður greint þar á milli. Vatnslitir og krit hafa jafnan leikið í höndum Svavars, og honum hefur tekist að gæða þessi verk lífi og þrótti, sem þeim einum er unnt, sem valdið hefur og reynsluna á þessu sviði. Hér dansa formin og liturinn glóir. I fáum hrein- um línum tekst Svavafi að tjá skaphita sinn og viðkvæmni. Á stundum tekur hann magnaða spretti og svo i annan stað getur hann verið undur fágaður og nærfærinn. Það er mektugur tónn i þessari sýningu, sem er einkennandi fyrir persónuleika Myndllst eftir VALTY PÉTURSSON Svavars Guðnasonar. Hann lifir og andar í islenskri náttúru það sterkt, að ekki verður skjátlast um uppruna listamannsins. Það mætti ef til vill helst likja þess- um abströktu verkum við islenskt veðurfar, þar sem brugðið getur til beggja vona á skammri stundu. Þannig má lesa hinn þunga undirtón út úr þessum verkum, sem orðið hafa til af sterkum sveiflum hugar og handar. Þetta er í eðli sinu miklu léttari og meira leikandi list en oft vill verða i oliumál- verkum Svavars. Hér er ekki um frummyndir fyrir stærri verk að ræða. Þetta eru sjálf- stæð listaverk og ég held, að listamaðurinn sjálfur hafi ein- mitt tekið þetta fram í viðtali við fjölmiðla í tilefni þessarar sýningar. Ég hafði óskipta ánægju af að sjá þessi verk Svavars Guðna- sonar. Þau komu mér ekki á óvart, því að það er langt síðan ég vissi um vatnslitamyndir og kritareikningar Svavars. Slikar myndir hafa hangið á veggjum heimilis okkar hjóna um langan aldur, og mig langar til að enda þessar línur með fullyrðingu um þá miklu ánægju, sem við höfum haft af þeim myndum. Hafi Svavar Guðnason þakkir fyrir að hafa komið þessari nú- verandi sýningu i Bogasal á laggir. Páskar verða öðruvísi en áður fyrir bragðið. |6S (CS |C3| 82744 82744 82744 82744 82744 HRAUNBÆR 55 FM 2ja herbergja kjallaraíbúð (lítið niðurgrafin). Ný eldhúsinn- rétting, góð teppi og parkett, flísalagt bað, laus fljótlega. Verð 5,5 millj., útb. 4.2 millj. HRINGBRAUT 55 FM 2ja herbergja ibúð á 2. hæð. Verð 5.5 millj.. útb. 4 millj. GAUKSHÓLAR 80 FM 3ja herbergja íbúð á 6. hæð. íbúðin er að hluta ófrágengin. Verð 7.5 millj., útb. 5 til 5.5 millj. MARÍUBAKKI 87 FM 3ja herbergja ibúð á 1. hæð i 3ja hæða blokk. íbúðin er að hluta ófrágengin. Verð 7 millj.. útb. 5 millj. MIKLABRAUT 90 FM Skemmtileg 3ja herbergja kjallaraibúð. Góðar innréttingar, nýjar hurðir. Rýa teppi, snyrtileg sameign. Verð 7 millj., útb. 5 millj. RAUÐARÁR STÍGUR 85* FM Björt og skemmtileg 3ja herbergja íbúð á 2. hæð. Nýleg eldhúsinnrétting. Gæti losnað fljótlega, Verð 7.8 millj., útb. 5 millj. IAUFÁS VESTURBERG 85 FM 3ja herbergja íbúð á 3. hæð. Þvottaherbergi á hæðinni. íbúð- in er að hluta ófrágengin. Verð 7 millj. útb. 5.5 millj. SAFAMÝRI 98 FM 4ra herbergja jarðhæðaríbúð. Sér hiti, sér inngangur, góð lóð. Verð 9 millj., ÚU>. 6 millj. KRÍUHÓLAR 130 FM 4ra —5 herbergja endaíbúð á 5. hæð. Sér þvottahús í ibúðinni, mikið útsýni. Verð 10 millj., útb. 7 millj. KARFAVOGUR 100FM Mjög notaleg 4ra herbergja kjall- araibúð (litið niðurgrafin), sér þvottaherbergi, sér hiti, sér inngangur. Verð 9 millj., útb 6 millj. HOLTSGATA 100 FM Hugguleg 4ra herbergja íbúð á 3. hæð. íbúðin skiptist i 2 stofur og tvö svefnherbergi, rúmgott eldhús og flisalagt bað. Góð teppi alls staðar. Verð 10 milllj., útb. 7 millj. HRAFNHÓLAR 100 FM 4ra herbergja iúð á 7. hæð. Rúmgott eldhús með borðkrók. Verð 9 millj., útb. 6 millj. VESTURBERG 100FM 4ra herbergja ibúð á 2. hæð. Gott eldhús, flisalagt bað. Verð 10.5 millj.. útb. 7 millj. LAUFÁS Opið ídag frá 1—4 Athugið Erum fluttir í nýtt húsnæði í alfaraleið á horni Miklubrautar og Grensásvegar (Lita- vershúsið). Lítið við (næg bílastæði) eða hringið. Vantar fleiri eignir á skrá. Ný söluskrá eftir páska. Góð þjónusta. Örugg þjónusta. LAUFÁS FRAMNESVEGUR 115 FM 4ra—5 herbergja hæð og ris í tvíbýlishúsi. Nýstandsett íbúð. sér hiti, sér inngangur. Verð 7.5 millj., útb. 5 millj. DÚFNAHÓLAR 113 FM 4ra herbergja endaíbúð á 5. hæð. Góðar innréttingar. ullar- teppi. Verð 11 millj., útb. 8 millj. ÁLFHEIMAR 100 FM 4ra herbergja endaíbúð á 3. hæð. Ný teppi. Verð 10.5 miHj., útb. 7 millj. DÚFNAHÓLAR 130 FM 5 herbergja íbúð á 3. hæð. 30 fm. stofa, 4 svefnherbergi, rúm- gott eldhús, tengt fyrir þvottavél á baði. Verð 12.5 millj. útb. 8.5 millj. SUÐURVANGUR 118 FM 4ra—5 herbergja endaíbúð á 2. hæð. Þvottaherbergi og búr inn af eldhúsi. Mikið útsýni. Verð 1 1 millj., útb. 7.5 millj. ÆSUFELL 130FM 6 herbergja endaibúð á 2. hæð. Bílskúr. Skipti á 3ja herbergja íbúð æskileg. Verð 1 2 millj. útb. 8 millj. NÖNNUGATA 70 FM 3aj—4ra herbergja hæð og ris. Verð 9.8 millj. útb. 7 millj. LAUFÁS BJARKARGATA Snyrtileg og vel með farin 3ja herbergja sér hæð í þríbýlishúsi. 60 fm. bílskúr, einangraður og með 3ja fasa rafmagm, WC og tvöfalt gler. Upplýsingar á skrif- stofunni. GRENIGRUND 133 FM 6 herbergja efri hæð í tvibýlis- húsi. Góðar innréttingar, bil- skúrsréttur. Möguleg skipti á 2ja herbergja ibúð. Verð 15 millj., útb. 10 millj. LYNGHAGI 90 FM Skemmtileg 3ja herbergja jarðhæð í þribýlishúsi. Sér inn- gangur, sér hiti. Verð 9 millj., útb. 6—6.5 millj. MELABRAUT 110FM 4ra herbergja efri hæð i tvibýlis- húsi (forskalað timbur). Sér inngangur, sér hiti. Stór eignar- lóð. Bílskúrsréttur Verð 8.5 millj., útb. 5.5 millj. MELABRAUT 120FM Mjög falleg 5 herbergja jarðhæð (ekki niðurgrafin). Nýstandsett íbúð. Ný teppi, sér inngangur. sér hiti, útsýni. Verð 12 millj., útb. 8 millj. SUÐURGATA 11 7 FM 4ra—5 herbergja íbúð á 1. hæð. Góðar innréttingar. Þvotta- herbergi og búr inn af eldhúsi. Skipti á 2ja herbergja ibúð. Verð 1 1 millj., útb. 8 millj. LAUFÁS GRENSÁSVEGI22-24 (LITAVERSHÚSINU 3.HÆÐ) SÍMI 82744 KVÖLDSÍMAR SÖLUMANNA GUNNAR ÞORSTEINSSON I87I0 ÖRN HELGASON 8I560 BENEOfKT ÓLAfSSON LOGFR GRENSÁSVEGI22-24 (LITAVERSHÚSINU 3.HÆÐ) SÍMI 82744 KVÖLDSÍMAR SÖLUMANNA GUNNAR ÞORSTEINSSON I87I0 ÖRN HELGASON 8I560 BENEDfKT ÓLAFSSON LOGFR GRENSÁSVEGI22-24 (LITAVERSHÚSINU 3.HÆÐ) SÍMI 82744 KVÖLDSÍMAR SÖLUMANNA GUNNAR ÞORSTEINSSON 18710 ÖRN HELGASON 81560 GRENSÁSVEGI22-24 (LITAVERSHÚSINU 3.HÆD) SÍMI 82744 KVÖLDSÍMAR SÖLUMANNA GUNNAR ÞORSTEINSSON 18710 ÖRN HELGASON 81560 BENEDIKT ÓLAFSSON LOGFR GRENSASVEGI22-24 (LITAVERSHÚSINU 3.HÆÐ) SÍMI 82744 KVÖLDSÍMAR SÖLUMANNA GUNNAR ÞORSTEINSSON 18710

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.