Morgunblaðið - 07.04.1977, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 07.04.1977, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. APRlL 1977 7 MEÐ sorgina að bakgrunni verður gleðin björtust. Að vetrarbaki er vorið dásamleg- ast Með Golgata i baksýn verður fagnaðarfylling páska- morguns mest Þegar langa- fjárdegi lauk vorci lærisveinar Jesú hugfallnir menn og fóru huldu höfði. Draumursvo fagur að enginn hafði annan eins séð, var dáinn Svo hel- þung sorg lamaði þessa menn, aðenginn vonarneisti smaug inn i það myrkur. En í Ijósflóði páskanna, við undursem þá hafði ekki órað fyrir að gætu gerzt og þeim ætlaði að verða um megn að trúa í byrjun, varðá þessum mönnum ótrúleg breyting: Nýir menn höfðu fæðzt, nýir og þó sömu mennirnir, sem leynzt höfðu, lamaðir, von- lausiri rökkrinyfrá Golgata síðla föstudags, ægilegasta dags, sem þeir höfðu lifað. Hvað hafði gerzt? Þeir höfðu uppgötvað nýja ver- öld, nýjan heim. Hér gengu fram menn, sem sigrandi sterkir höfðu gengið úr dimmu þröngu dalverpi upp á háan tind, þar sem við þeim blasti undursamleg út- sýn yfir veröld víða og mikla, sem þá hafði áðuraðeins órað fyrir með óljósum grun. Meistari þeirra hafði áðurfátt eitt við þá rætt um það sem þeir sáu nú, sáu og heyrðu, en hann hafði geymt vitt vald hans nær um þær veraldir, vitum við ekki. Vera má að þau órafjarlægu sól- kerfi eigi sína lausnara, sín guðmenni. Vegir Guðs eru fleiri en þeir, sem mannleg hyggja spannar. Vera má, að Kristur birtist þar i einhverri annarri mynd en við sjáum hann og tignum, mynd, sem okkur er ókleift að greina. En okkur er hann það, sem þeir er sáu hann lifa, deyja og risa upp, sögðu um hann: „Ljómi dýrðar Guðs og imynd veru hans". Hver er sá viði heimur, sem páskar Ijúka upp fyrir þér? Heimur Krists og heimur þeirra annarra, sem langa- frjádagsþrautinni luku og gengu inn í undur uppris- unnar. Þar átt þú sjálfur að eiga hlutdeild með þeim og nýja möguleika til að binda i heild brotin þín gömlu. Þar fer sá góðmálmur, sem í þér kann að leynast, gegn um nýja og nýja deiglu, unz allur sori er brunninn og gullið í þér skín i Ijóma, sem Guð sjálfur sá i árdaga tiiveru þinnar en enginn hefur enn- þá séð, — enginn annar en Guð. Yfir þeim örlögum þín- um vakirsjálfur Kristur. Hann verður með þér á veg- inum þótt þú þekkir hann ekki ævinlega þar fremur en hér, eða fremur en læri- sveinarnir sem hann fylgdist upprisinn meðá rökkurgöng- unni til Ammaus forðum. Gömul fræði segja að maðurinn sé „kóróna sköpunarverksins". Mun svo? Vísindi herma og færa sín rök fyrir því, að maðurinn hafi nú þegar lifað hér á jörðu líklega i milljónir ára, en er hann samt ekki ennþá í bernsku eftiralla þessa löngu leið? Horfðu á upprisinn Krist ummyndaðan til dýrðar, sem dauðleg sjón þolir ekki að lita og sér þú þá ekki, að leiðin er löng frá þértil hans, óralöng? Hvort munu ekki margar himnaþjóðir vera æðri þér? Ert þú kórónan, eins og kennt hefur verið? Leiðin er mörkuð þeirri miskun og speki, sem Ijómar af ásjónu Krists. Horfðu á hann, sem gekk veg hins dimma dauða inn í dýrðlega morgunsól. Leyfðu honum að leiða þig úr dalverpinu þinu upp á tindinn háa, þar sem við þér blasir viðsýnið mikla. Og þegar þú stendur þar við hlið hans i skini páskasólarinnar fær gleði þín og gamlar sorgir, sigrar þínir og ósigrar nýja merkingu, og stjarna nýrrar vonar skín yfir ófullkomleika þínum öllum og hrösunum á veginum, sem að baki þér liggur. Og þá opnast þér sýn til að sjá, að þrátt fyrir allt sem öndvert sýndist og þér óx í augum, allt sem þér var erfitt og sárt, er lifið sigur og guðleg náð. Gleðilega páskahátíð! Páskar þeim það, sem máttugra var en ummæli og orðræður, hann geymdi þeim svo stór- kostlegt fagnaðarefni, að þeir ætluðu ekki að geta trúað þegar þeir sáu fyrstu upp- risuundrin i Jerúsalem. Hvort hefur þú gengið úr skuggalegum dal upp á háan tind eða heiðarbrún, þegar morgunsólin var að rísa? Manstu þá dýrð, sem við þér blasti? Hafir þú lifað slíkan morgun á þig að renna grun í það, sem upprisuvottarnir, konur og karlar, fengu að reyna páskadaginn og marga, marga daga síðar. Nú blasti við þeim Guðs viða veröld i fyllingu, sem þeir höfðu aldrei litið áður. Nú laukst upp fyrir þeim sá sannleikur, að jörðin er dal- verpi eitt á óravíðu, miklu meginlandi. Nú sannfærðust þeir um það, að lausnari þeirra var enn í sama landi og þeir og gat stigið niður í dalverpiðtil þeirra, þegar þeim reið mest á. Nýir menn voru þeir, höfðu uppgötvað nýjan heim, nýja, mikla, víða veröld. Svo var um þá, en hvað er um þig á þessum páskum? Ert þú enn að öllu bundinn dalverpinu þrönga og dimma, eða ert þú kominn upp á tindinn þar sem útsýn- ið er svo stórkostlegt, að við þér blasa veraldir baðaðar Ijósi eilífðarinnar sjálfrar? Hvað geyma þessar ver- aldir, hinn nýi heimur? Hann er heimur hins lif- andi Krists. Konungur engl- anna er hann,konungur hins mikla hvíta bræðralags. Sjáðu hann þarsem „heims- ins Ijós", ekki aðeins þess þrönga dalverpis, sem við lif- um í, þú og ég, heldur „Ijós heimsins" í langtum víðari merkingu Hve vítt vald hans nær um sólkerfi þau, sem stjarnvísindin þekkja eitt- hvert brot af og gefa hugboð jafnframt um ómælisgeima, sem enginn maður sér, hve POLYFONKORINN 20 ára Hátíðaliljómleikar Efnisskrá. A. Vivaldi: Gloria J. Bach: Magnificat F. Poulenc: Gloria Flytjendur: Pólýfónkórinn — Sinfóníuhljómsveit Einsöngvarar: Ann-Marie Connors, sópran, Elísabet Erlingsdóttir, sópran, Sigrfður E. Magnúsdóttir, alto, Keith Lewis, tenór, Hjálmar Kjartansson bassi. Alls 200 flytjendur. Stjórnandi: Ingólfur Guðbrandsson Háskólabló á skírdag, föstud lartga og laugard 7 . 8 og 9 apríl Aðgöngumiðasalan hafin hjá FERÐASKRIFSTOFUNNI ÚTSÝN, BÓKA VERZLUN SIGFÚSAR EYMUNDSSONAR og HLJÓÐFÆRAHÚSI REYKJAVÍKUR, Lauqav 96 MISSIÐ EKKI AF ÞESSUM TÓNLISTARVIÐBURÐI. Opið um hátíðarnar sem hér segir: Skírdag, föstudaginn langa og 2. í páskum frá kl. 9 að morgni til kl. 20. Lokað á páskadag. Sæla-Café Brautarholti 22. í staðsetningu lóða. Sýnið okkur svæðið — við skipuleggjum og vinnum verkið. Gerum verðtilboð. Helluleggjum, hlöðum veggi, jöfnum lóðir og þekjum. SKRÚÐGARÐADEILD. EFÞAÐERFRETT- NÆMTÞÁERÞAÐÍ MORGUNBLAÐINU Al GLYSINGA- SÍMINN F,R: 22480

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.