Morgunblaðið - 07.04.1977, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 07.04.1977, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. APRlL 1977 27 ekki annað tilhlýðilegt. Þetta eru aðgengilegir tón- leikar og margt þar að finna.“ Á þessum tónleik- um eru verk m.a. eftir Francesco Geminiani, Georg Philipp Telemann, Johann es Brahms o.fl. Á páskadag má nefna tónleika kl. 14:00 þar sem flutt verður óratórían Elía, eftir Mendelssohn, sem er aðgengilegt verk og Guð- mundur Gilsson mun kynna. Flytjendur eru Theo Adam, Elly Ameling, Annelise Burmeister, Pet- er Schreier og fleiri söngv- arar ásamt útvarpskórnum og Gewandhaushljómsveit- inni í Leipzig. Stjórnandi er Wolfgang Sawallisch. Annar páskadagur heur uppá að bjóða ýmiss konar tónlist bæði af plötum og úr segulbandasafni út- varpsins og má segja að honum svipi mjög til venjulegs sunnudags. Gunnar Kvaran sellóleik- ari. sem komu glögglega fram i öllum hans samskiptum vió annað fóik. — Ég heimsótti frænda minn bæói heima og ó sjúkrahúsiö eftir aö hann veiktist og aldrei heyrðist æðruorö þótt oft væri hann þjáó- ur og vissi að hverju dró. Slíkur var kjarkur hans. En ekki væri það í anda frænda mins að hafa uppi harmatölur og skal það því ekki gert, heldur óska honum far- arheilla á vit hins óþekkta. Ég vil að endingu flytja honum kveðju og þakkir mínar og konu minnar, systkina minna og stórs frænd- garðs, jafnframt þvi sem ég og við vottum eiginkonu hans og syni einlæga samúð. Blessuð sé minning góðs drengs. S. Kristinsson. PASKA BRIDGE Fyrir marga eru páskarnir dagar athafnaleysis og mönn- um leiðast jafnvel þessir frl- dagar. Líklega er það vegna þessa, að páskahelgin hefur oft verið nýtt til spilamennsku. Islandsmót I bridge er t.d. jafn- an haldið þessa daga með þátt- töku spilara úr öllum lands- hlutum. En það taka ekki allir þátt I landsmótum og Knur þessar eru fyrst og fremst skrifaðar fyrir þá, sem ekki geta komið saman spila-partfi um helg- ina. Og svo einnig fyrir þá áhugasömu, sem lesa allt um bridge. Eins og margir lesendur vita er öryggisspilamennska safn- heiti yfir mjög margar stöður og er oft tengd meðferð ákveð- ins litar. Litum á einfalt dæmi. Blindur 3 Sagnhafi AG10654 Við megum tapa tveim slög- um álit þennan i grandsamn- ingi. Hvernig er rétt að með- höndla litinn sé gert ráð fyrir nægum innkomum á hendi sagnhafa? Þetta er auðvelt er spilin sex skiptast 3—3 á hinum höndunum. En 4—2 skiptingin er mun algengari og við ráðum einnig við hana séu kóngur og drottning ekki á sömu hendi. Galdurinn er því að spila fyrst ásnum og síðan lágu. Þá tekst þetta i báðum ofangreind- um tilfellum. Gosinn og síðan tían, ef með þarf, sjá siðan um að fria smáspilin tvö, sem eftir verða. Þetta var öryggisspil af ein- földustu gerð. Nú fikrum við okkur upp á við en næsta spil er gerólikt viðfangsefni. Austur gefur, allir á hættu. Norður S. 73 II. ÁD93 T. KD85 L. ÁG3 Suður S. ÁG H. KG865 T. Á943 L K9 Við sjáum strax, aðsjö tiglar eru afbragðssamningur. Þeir vinnast alltaf sé ekki gefinn slagur á tromp. En það eru ekki allir, sem segja svo vel á spilin. Þú, lesandi góður, ert sagnhafi I sex hjörtum, spiluðum i suður. Útspil vesturs er lauffjarki. Þú lætur lágt frá blindum, tian og kóngurinn. Þegar þú tekur á trompásinn eru báðir með. Hver er helsta hættan í spilinu og hvernig er hægt að tryggja sig gegn henni? Spil þetta virðist I fyrstu vera ákaflega auðvelt en einmitt þess vegna mundu flestir tapa þvi við spilaborðið, Hendur austurs og vesturs gætu verið þannig. Vestur S. K108 II. 4 T. G1062 L. 86542 Áustur S. D96542 H. 1072 T. 7 L. D107 Vestur S. K108 II. — T. G106 Áustur S. D96542 H. — T. — L. — Suður S. ÁG II. G T. A94 Næst tökum við á spaðaás og spilum siðan gosanum. And- stæðingarnir geta valið hvor fær slaginn. Annaðhvort fáum við útspil i tvöfalda eyðu eða vestur spilar tlglinum i næsta slag. En I báðum tilfellum er tólfti slagurinn auðfenginn. Vonandi var þetta spil ekki of erfitt. En spil þessu lik koma oft fyrir og því miður sleppur þessi möguleiki næstum jafnoft framhjá augum okkar. Næsta spil er af allt öðrum toga spunnið, en sýnir þó aðra og einfaldari hlið af öryggis- spili. Suður gefur, austur og vestur á hættu. Norður S. 32 II. 765432 T. 54 L. 742 Suður S. ÁDG1096 11.8 T. ÁKD3 L. Á5 An þess, að austur og vestur hafi blandið sér i sagnir er suður sagnhafi í fjórum spöð- um. Og vestur spilar út lauf- gosa. Hvernig á suður að spila spilið? Er þetta nokkuð mál, munt þú segja, lesandi góður. Við tökum ás og kóng í tígli, tromp- um þristinn í blindum og svín- um svo spaða — eða tökum á spaðaásinn og siðan drottning- in, sem er enn betra. Við vonum bara, að við náum af andstæðingunum nógu mörg- um trompum svo tiguldrottn- ingin okkar verði ekki tromp- uð. Þannig mundu flest okkar spila spilið og tapa því. Ekki vegna þess, að þau sem unnu það séu neitt betri, heldur bara aðeins vandvirkari. Allar hend- urnar voru þannig: Norður S. 32 H.765432 T. 54 L. 742 Veslur S. 4 H. ÁD106 T. 10872 L. G1098 Áustur S. K875 11. KG T. G96 L. KG63 Gera þarf því sérstakar ráð- stafanir til að tapa ekki slögum bæði á spaða og tigul. Við tökum tvisvar tromp til vibót- ar og síðan tigulkóng en spilum tiglinum ekki aftur. Laufás og gosinn trompaður heima. Með sex spil á hendi er staðan þessi: Norður S. 73 H. 9 T. D85 L. — Suður & A I)G1096 H. 8 T. AKD3 I. . AS Eftir að við höfðum tekið á spaðaásinn tók austur næsta spaða, spilaði hjarta og tromp- aði siðan tigulspil frá félaga sinum. Þannig töpuðust, þegar spilið kom fyrir, fjórir slagir — einn á hvern lit. Þessi spilaaðferð gefur vissu- lega nokkrar vinningslikur en til er önnur mun betri. Hún er of einföld til að liggja í augum uppi. Þegar við höfum tekið fyrsta slag á laufás, tökum við tígulslagina — ás, kóng og í drottninguna látum við lauf frá blindum. Siðan tígull i fjórða sinn og aftur látum við lauf frá blindum. Nú er sama hvað and stæðingarnir gera. Við tromp- um lauf í blindum og tryggjum okkur þannig tíunda slaginn. Svo einfalt var það nú. Umsjón: Páll Bergsson H JÓLHÝSI I ýmsum stærðum, Tyrirliggj andi og væntanleg. Sumarið '77 VANDAOAR STAL FOLKSBILAKERRUR með yfirbreiðslu, Ijósum og varahjóli. Gísli Jónsson &Co. h.f Sunddborg - Sími 86644 SUMARHÚS, fullbúin með öllum húsgögn- um og búnaði, tilbúin að flytja inn í. Ótrú- lega hagstætt verð. HÚS Á PALLBÍLA, til afgreiðslu strax. VONDUÐUSTU TJALDVAGNAR á ma'rkaðinum. Þýzkir 7—8 manna, sterkur undirvagn með venjulegum fólksbíladekkj- um.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.