Morgunblaðið - 07.04.1977, Blaðsíða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. APRÍL 1R77
Þegar ítölsku
flugkappamir
Uomu
SAGAN segir okkur að árið 1933 hafi í
ýmsu verið nokkuð merkiiegt ár. Þrír
frægir flugmenn heimsóttu landið og einn
með tuttugu og fjórar flugvélar í för með
sér, en foringi þeirrar farar var Balbo,
ítalski flugmálaráðherrann í stjórn
Mussólínis. Hinir voru flugkappinn frægi
Charles Lindbergh og kona hans, og sá
þriðji var brezki flugmaðurinn Grierson.
Komur kappa þessara þóttu mikil tíðindi í
samgönguleysinu hér og vafalaust tilbreyt-
ing frá hversdaglegu amstri í daglegu lífi
Reykjavíkurborgar.
Þá má telja það til tíðinda frá árinu
1933, að stjórn Ásgeirs Ásgeirssonar,
þáverandi forsætisráðherra, baðst lausnar
samkvæmt ákvörðun Framsóknarflokksins,
en mikil ólga ríkti í þingflokki Framsóknar-
manna, þannig að Tryggvi Þórhallsson
sagði af sér formennsku flokksins, og
gekk m.a.s. skrefi lengra, þ.e. sagði sig úr
flokknum og stofnaði nýjan flokk ásamt
Dðrum, sem var Bændaflokkurinn. En þrátt
fyrir þessi stórtíðindi í íslenzku stjórn-
málalífi, skyggði koma fyrrgreindra flug-
Uappa þó nokkuð á fyrrgreinda stjórn-
málakappa og má þá fyrst minnast komu
[talska flugleiðangursins.
Allt frá
hershöfðingjanum
til hins lægsta
sérfræðings
„Hinn 2. júlí 1933, lagði af stað
fr£ Rómaborg stór italskur flug-
leiðangur og var förinni heitið til
Chicago. í leiðangri þessum tóku
þátt 24 flugvélar og var leið-
angursstjóri Balbo hershöfðingi
og flugmálaráðherra ítala. Leið-
angurinn kom við í Reykjavík á
leið sinni vestur um haf og var
koma þeirra til íslands mjög vel
undirbúin af Itölum, sem dvöld-
ust hér eingöngu i þeim tilgangi.
Dagblöð byrjuðu strax að skýra
frá því að von væri á Balbo og
flugflota hans til Reykjavikur og-
blöð fylgdust rækilega með ferð-
u'm flugkappanna frá Róm til
Amsterdam, Londonderry og
þangað til að sveitin lenti hér í
Vatnagörðum klukkan um fimm
síðdegis, hinn 6. júlí, eftir sex
stunda flug frá Londonderry. I
hverri flugvél, sem voru af gerð-
inni Savoia-Machetti með tveimur
átta hundruð hestafla fíathreyfl-
um, voru tveir „æfðir“ flugmenn,
vélamaður og loftskeytamaður og
í þriðju hverri vél einn yfirfor-
ingi.
Lagt var af stað frá Róm um
morguninn 1. júlí eftir alllangan
undirbúning þessarar farar og
lent í Amstcrdam um hádegi dag-
inn eftir. Þá vildi það slys til að
einni vélinni hlekktist á i lend-
ingu, með þeim afleiðingum að
einn flugmaður fórst og fjórir
særðust, og flugvélin eyðilagðist.
En Balbo tók skýrt fram að þvi er
fréttir hermdu að slys þetta
mundi engin úrslitaáhrif hafa og
ferðinni yrði haldið ótrautt
áfram. Hvatti hann flugsveitina
óspart, í þeim anda, sem upp í.
leiðangurinn var lagt, og með
þeim orðum, sem eftir honum eru
höfð þegar hann tók við yfirstjórn
flugflotans, en þá mælti hann:
Yfirforingjar, undirforingjar og
flugmenn: „Yður öllum sendi ég
kveðjur mínar, sem yfirmaður og
félagi. Ég þekki vel hugprýði ykk-
ar allra, allt frá hershöfðingj-
anum og til hins lægsta sérfræð-
ings og með fullkominni ró tek ég
að mér forystu ykkar.“ Síðan út-
málaði Balbo hlutverk flugflotans
gagnvart sóma þjóðarinnar og
framförum mannkynsins. „Undir
hinum bláa himni föðurlandsins
skulum vér enn einu sinni endur-
taka þann sið að vera verðugir
hermenn hins sigursæla konungs
vors, og anda þess rómverska stór-
veldis, sem stofnað er af leiðtoga
fasistanna á Italíu." Og að sjálf-
sögðu var á hann hlýtt með hátíð-
leik og virðingu.
Þegar nótt er björtust
og sóley í túni...
Meira að segja Nóbelsskáldið
Laxness hefur fest komu flug-
kappanna ítölsku á bíað, i smá-
sögu, sem hann nefnir: „Ósigur
ítalska loftflotans i Reykjavik
1933“. Þar segir Laxness m.a.:
„Island er eina landið i heimi
sem á ekki hermenn og því hafa
-■þessir fátæku eyarskeggjar orðið
að fara á mis við þann alkunna
dýrðarljóma sem stafar af ein-
kennisbúníngum ásamt þeim titl-
um og gráðum sem þessi sér-
kennilegi fatnaður tjáir."
Og ennfremur:
„Nú er að segja frá fasistahern-
um italska i hinum líflega ein-
kennisbúningi sínum. Þeir nutu
svo mikillar ástar og virðingar í
heimalandi sinu, og voru auk frið-
leiks sins og glæsimensku slikar
hetjur og ættjarðarvinir, að brátt
lögðu þeir á stað með gasvélar til
Afríku til að framleiða andar-
teppu hjá nöktum svertíngjum á
eyðimörkinni, svo allur heimur-
inn mætti sjá frægð þeirra. En
rétt áðuren þeir fóru í hina lof-
sælu skemtireisu sína til hinna
svörtu móriána þóttust þeir einn-
ig þurfa að sýna hvitum mórián-
um hvað þeir ættu fallega bún-
inga og væru laglegir menn, ef
vera mætti að heimurinn sann-
færðist um hve eðlilegt væri að
slíkir menn fyndu hjá sér köllun
til að stjórna eyðimörkum. Þeir
tóku sig því upp með flugvélar
sínar einn dag og lögðu á stað
fljúgandi í stórum hóp og völdu
sér ýmis merkileg lönd þar sem þeir
ætluðu að stíga til jarðar og sýna
einkennisbúninga sína. Island var
eitt þeirra landa sem féll þessi
hamíngja í skaut. Það lenti heill
floti af itölskum fasistaflugvélum
i Vatnagörðum og i hverri flugvél
voru að minsta kosti tveir ný-
sniðnir einkennisbúningar. Gest-
ina bar hér að garði þegar nótt er
björtust og sóley í túni, enda voru
þeir ekki fyr stignir á land en þeir
simuðu til Rómaborgar að höfuð-
borg Islands hefði verið lýst
skrautljósum og kafin í blómum í
viðhafnarskyni vegna komu
þeirra. Islenskur sagnameistari,
sem lifir I Danmörku en ann stór-
þjóðum, skrifaði síðan skeytum
þessum til staðfestingar bók eina
á dönsku um komu ofangreinds
loftflota til eyjarinnar, og til merk-
is um hve vel eyarskeggjar kynnu
að haga sér gagnvart stórveldum
Framhald á bls. 16.
Jóni Þorlákssyni og frú bíða flugmannanna.
Konsúll Itala, Tomasi, heilsar forsætisráðherra.
Inn í Vatnagarða var stöðugur straumur fólks og söfnuðust þa
saman þúsundir manna.