Morgunblaðið - 07.04.1977, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 07.04.1977, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. APRlL 1977 9 Asgeir stolid úr fólksbíl RANNSÓKNARLÖGREGLUNNI f Hafnarfirði barst nýlega til- kynning um það að öilu innvulsi fðlksbifreiðar hefði verið stolið, þar sem bifreiðin stóð á Hval- eyrarholti eftir árekstur. Þetta er græn Saab- fólksbifreið, árgerð 1966. Hafði hún verið skilin eftir á afleggjara að fiskhjöllum, en þegar átti að vitja hennar gripu menn nánast í tómt. Ekkert var eftir nema ,,beinagrindin“, búið var að stela vélinni, gírkassa, sætum, hjólum, mælum, klæðningum o.s.frv. Það sást til manna vera að rífa bílinn í sundur og eru þeir beðnir að gefa sig strax fram við lögregluna svo og vitni að atburðinum, og þeir aðrir, sem upplýsingar geta veitt í málinu. Sýning í Háhóli Akureyri 6. apríl. Ragnheiður Jónsdóttir, listmál- ari, opnar grafíksýningu í Gallerí Háhól klukkan 21 i kvöld. Þar sýnir hún 46 verk. Sýningin verður opin páskadag- ana, klukkan 15 til 22, og virka daga klukkan 18 til 22. Sýning- unni lýkur 15. april. Sv.P. Fimmta umferðin var tefld i fyrrakvöld og urðu úrslit þau, að Jón L. Árnason vann Gunnar Gunnarsson, Margeir Pétursson vann Þröst Bergmann og Ásgeir Þ. Arnason vann Björn Þorsteins- son. Skák Ómars Jónssonar og Gunnars P’innlaugssonar fór í bið en skákum Helga Ólafssonar og Þóris Ólafssonar, Júlíusar Frið- jónssonar og Hilmars Karlssonar var frestað. Ætlar Helgi að halda áfram þátttöku í mótinu þrátt fyr- ir slæmt ökklabrot, sem hann hlaut í fjallgöngu i fyrradag. í gærkvöldi átti að tefla 6. um- ferð í landsliðs- og áskorenda- flokki. Sjöunda umferðin verður tefld í dag klukkan 13.30, áttunda umferðin á morgun, föstudaginn langa, klukkan 13.30 og níunda umferðin á laugardag klukkan 13.30. Biðskákir verða tefldar á páskadag en tíunda umferð á ann- an páskadag klukkan 13.30 og ell- efta og siðasta umferðin þriðju- dag eftir páska, og hefst hún klukkan 19.30. Pólýfónkórinn á sfingu — i litlu myndunum, sem felldar eru Inn f þi stóru, eru einsöngvararnir, Ann-Marie Connors og Keith Lewis. Ljðsm. rax. Fyrstu hljómleikar Pólýfónkórsins í dag Klukkan 14 í dag verða fyrstu hátíðarhljómleikar Pólyfónkórsins í Háskóla- bíói. og verða flutt verk eftir Vivaldi, Bach og Poulena. í gærmorgun voru brezku ein- söngvararnir á æfingu með kórn- Nær 1500 lendis og á íslendingar er- fjórda hundr- að í ferðum innanlands EFTIR því sem Morgunblaðið kemst næst mun láta nærri að um 1500 íslendingar verði erlendis á páskunum 1 hópferðum sem helztu ferðaskrifstofurnar gangast fyrir. Lang fjölmennasti hópurinn dvelst á Kanaríeyjum eða um 1000 manns, um 250 til 300 á Spáni, 100 f London, 70 á Norðurlöndum og um 40 ls- lendingar eru I hópferð 1 Grikk- landi. Þá munu á fjórða hundrað manns vera þátttakendur 1 ferðum ferðaskrifstofa og ferða- félaga hér innanlands um pásk- ana. Samkvæmt upplýsingum sem Morgunblaðið fékk hjá Ferða- skrifstofunni Útsýn eru á hennar vegum um 130 manns á Costa del Sol um páskana, um 60 manns á Kanaríeyjum, 70 manns í hóp- ferðum til Norðurlanda, um 40—50 manna hópur verður i London en hérinnan lands munu um 70 manns dveljast á Húsavík á vegum Útsýnar um páskana við skiðaiðkanir og fleiri skemmtanir. Samkvæmt upplýsingum sem Morgunblaðið fékk hjá Ferða- skrifstofunni Úrval þá munu nálægt því um 500 manns dveljast á Kanaríeyjum á vegum fjögurra aðila — Úrvals, Útsýnar, Land- sýnar og Flugleiða — og þar af Kabarett-bingó KVENNADEILD styrktarfélags lamaðra og fatlaðra heldur sitt árlega kabarett-bingó f Sigtúni f kvöld klukkan 20. Stjórnandi verður Svavar Gests. Húsið verð- ur opnað klukkan 19 og er þvf vissara fyrir fólk að koma tíman- lega, þvf að undanfarin ár hefur fólk þurft frá að hverfa. Verðmæti vinninga er 800 þús- und krónur, en þar á meðal eru þrjár utanlandsferðir, dvöl í skíðaskálanum í Kerlingar- fjöllum, fjöldi málverka, veiði- leyfi, vöruúttektir, rafmagns- vörur o.fl. Skemmtiatriði verða þau að Ömar Ragnarsson skemmt- ir við undirleik Magnúsar Ingi- marssonar og ennfremur kemur fram sönglagatríóið Bónus, sem Ingveldur .Ólafsdóttir, Jóhanna Linnet og Gunnar Friðþjófsson skipa. Spilaðar verða 18 umferðir og er engin undir 20 þúsund krón- um að verðmæti. Kvennadeildin treystir á fólk að það komi og sýni málefninu stuðning. INNLENT væru beinlfnis um 200 manns þar á vegum Úrvals. Þá verða um 60 manns á Mallorka og 50 manna hópur í London en hér innan- lands munu 60 manns verða á skíðahótelinu í Hlíðarfjalli um páskana. Á vegum Sunnu verða milli 50 og 60 manns á Mallorka, 40 manna hópur í Grikklandi og milli 200 og 300 manns verða á Kanaríeyjum. Á vegum Sam- vinnuferða verða síðan um 130 manns á Kanaríeyjum. ' Hér innanlands gangast bæði Ferðafélag íslands og Utivist fyrir hópferðum. Á vegum Ferða- félagsins eru 2 fimm daga ferðir auk dagsferða alla frídaga pásk- anna. önnur fimm daga ferðin er í Þórsmörk og er gert ráð fyrir um 100 þátttakendum þar en hin ferðin er i öræfasveit en óljósara var um fjölda þátttakenda i henni. Um 100 manns verður lika í 5 daga ferð Útivistar um Snæfellsnes en einnig verða stuttar gönguferðir alla hátíðar- dagana. um og hljómsveitinni, þau Ann- Marie Connors og Keith Lewis. Ann-Marie Connors er frá Bret- landi, 25 ára sópransöngkona, og hefur hún stundað reglubundið söngnám frá 13 ára aldri. Nítján ára hlaut hún styrk til náms i Royal College of Music, þar sem henni voru veitt gullverðlaun sem bezta nemanda skólans, og hefur hún siðan unnið til fjölda verð- launa. Keith Lewis er tenór frá Nýja-Sjálandi, en hann hefur far- ið með sigur af hólmi i mörgum söngkeppnum. Hann hefur komið fram á sjálfstæðum tónleikum á Nýja-Sjálandi og Bretlandi og sem einsöngvari í óratóríum og óperum. Að sögn Ingólfs Guðbrandssonar, sem stjórnar þessum 200 manna hópi lista- manna, hefur miðasalan gengið vel og er alveg uppselt á tónleik- ana á föstudaginn langa og svo til uppselt á hina tvo, en hægt verð- ur að fá miða við innganginn, í dag og á laugardag. Hitaveitu- stjóri Akur- eyrar ráðinn Akureyti 6. aprfl. Bæjarstjórn Akureyrar kaus hitaveitustjóra fyrir Hitaveitu Akureyrar á fundi sínum i gær, Var kosinn Gunnar Sverrisson verkfræðingur með 10 samhljóða atkvæðum, en áður hafði hita- veitunefnd orðið sammála um að mæla með honum i stöðuna. Um- sækjendur voru 16. SvP- Bræðrafélag Dómkirkju: Fjórir dómkirkjuprestar koma fram á kirkjukvöldi FJÓRIR dómkirkjuprestar munu taka þátt 1 hinu árlega kirkju- kvöldi bræðrafélags dómkirkj- unnar, sem haldið verður á skír- dagskvöld og hefst kl. 8.30. Á efnisskránni er m.a. Kveðju- stund, sem sr. Hjalti Guðmunds- son, dómkirkjuprestur, flytur, í einrúmi á skírdagskvöld — sr. Óskar Þorláksson fyrrverandi dómprófastur fiytur, sr. Jón Auð- uns, fyrrv. dómprófastur, ræðir um Ofbeldi og sr. Þórir Steph- ensen, dómkirkjuprestur, flytur erindi, sem hann nefnir Hið nána samfélag innan frumkristninnar. Þá verður bænastund, Ragnar Björnsson leikur á orgelið og Dómkirkjukórinn syngur. Allir eru velkomnir á þetta kirkju- kvöld, segir í fréttatilkynningu frá bræðrafélaginu. Brædur efstir á Skákþinginu Jón L. Árnason hefur nú örugga forystu á Skákþingi íslands að fimm umferðum loknum, hefur unnið alla sina andstæðinga og hlotið fimm vinninga. Jón er aðeins 16 ára gamall. I öóru sæti er bróðir hans, Ásgeir Þ. Árnason, með 3lA vinn- ing, Helgi Ólafsson hefur 3 vinninga og tvær frestaðar skákir og Gunnar Gunnars- son hefur 2'A vinning og biðskák. Þegar Ijósmyndari MorgunblaSsins rakst niður I kjallara KjarvalsstaSa á dögunum uppgötvaSi hann að þar var veriS a8 vinna að leikbrúSugerS og sviðsmynd fyrir brúðuleikhús. í Ijós kom aS leikverkiö er eftir Nlnu Björk Árnadóttur og er eitt fjögurra sllkra verka sem verSa á brúSuleikhúsmóti, er haldiS verSur á KjarvalsstöSum dagana 16. — 24. aprll n.k. LeikbrúSur og sviSsmynd I verki Nfnu Bjarkar eru unnar af þremur myndlistarkennurum, þeim Eddu Jónsdóttur. Margráti Kolka og ValgerSi Bergsdóttur. og sjást tv»r þeirra — Margrét og Edda — hér viS leikbrúSugerSina. Om ar HJaltl Guómundsson • á Jón Auóuns Oskar I. Þorláksson Þórir Stephensen

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.