Morgunblaðið - 07.04.1977, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 07.04.1977, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. APRlL r977 Örfá ord um King Kong NÚ ERU hafnar sýningar á King Kong, risaapanum, en áö- ur en gagnrýni er birt um myndina, er ef til vill rétt að leyfa leikstjóranum, John Guillermin (The Towering In- ferno), að svara nokkrum spurningum blaðamanns við The American Cinemato- grapher: Hvers vegna lentír þú í því að stjórna þessari mynd? Guillermin: Laurentiis hafði vakið áhuga Roman Polanskis á því að leikstýra myndinni. En nokkrum dögum seinna sagðist Polanski ekki vita, hvað hann ætti að gera við apann. Dino hóaði í mig og spurði: „Vilt þú opra Kine Kong? ,.Ég sagði ,,Já“. „Veistu hvað þú átt að gera við apann?“ Ég sagði: „Ég hef gert svona nokkuð áður og ég veit, hvað ég á að gera við apann." Þannig byrjuðum við á King Kong, SP: Áður en þú gerir þessa mynd, sem ýmsir telja vera endurgerð á myndinni frá 1932, þá hlýtur þú að hafa skoðað þá mynd nokkrum sinnum. Að hve miklu leyti reyndir þú að endurgera gömlu myndina.? Guillermin: Ég skoðaði hana aðeins einu sinni. Var mjög hrifinn af efninu og sögunni. Tæknibrellurnar voru þær bestu í heimi.. .En þegar ég gerði myndina vildi ég ekki endurgera hana. Ég vildi gera hana. Þess vegna leit ég svo á, að frumgerðin væri ekki til. Annars hefði ég aldrei getað gert bölvaða myndina, þú skil- ur. Það er ekki hægt að endur- gera neitt, jafnvel þó að um endurgerð sé að ræða. Ég reyni að gera söguna, sem mér fannst nokkuð tímabundin, að sögu úr nútímanum. . .Það erfiðasta í myndinni, og það sem ég átti í mestum erfiðleikum með að ákveða, var hvernig King Kong átti að birtast i fyrsta sinni. í þrjá mánuði velti ég þessu fyrir mér uns ég tók þá ákvörðun að lokum, sem reyndar var fyrsta hugmyndin, að sýna hann í mjög mikilli nærmynd, augu og nef, því, þegar allt kom til alls, var þetta stærsta dýr á jörðinni. Önnur vandamál voru smá- vægileg og aliar tæknibrellurn- ar byggðust bara á vinnu. Þeg- ar við báðum um 5000 áhorf- endur i New York við World Trade Center, til að vera vitni að lokabardaga King Kong komu að vísu 30.000 manns, en hópurinn hagaði sér ótrúlega vel. Einhver stal auga og einum fingri af Kong og hringdi svo daginn eftir á skrifstofuna og spurði: „Viljið þið kaupa augað og fingurinn af Kong fyrir 5000 dollara?" Það var svosum við- búið — að reyna að gera sér mat úr þessu. Við endurbyggð- um þessa hluti úr tré. En þetta var algengt á meðan að King Kong var í upptöku og ég get ekki sagt að það hafi verið sér- staklega erfitt. Svona vitleysa var að gerast allan tímann." Guiilermin sýnir minnstu útgáfunni af Kong, hvernig hann eigi að ganga. Hendurnar tvær, sem útbúnar voru með alls kyns vökvakrami, svo hægt væri að stjórna þeim að vild. Nokkrir tæknimannanna við stjórnvölinn á Kong, en hver maður stjórnaði aðeins einstaka hreyfingu. SIGURÐUR SVERRIR PALSSON Orrustan umMdway Battle of Midway am. gerð 1976. Leikstjóri: Jack Smight. í SEINNI heimsstyrjöldinni hafði orrustan um Midway svip- aða þýðingu og orrustan um Bretland; í báðum tilfellum var um að ræða stöðvun á framsókn óvinarins í fyrsta sinn og bæði atvikin juku mjög á þjöðarstolt viðkomandi þjóða, Breta og Bandaríkjamanna. Kvikmynd- in, 130 mín. löng, sem hér hefur verið gerð um þennan atburð, er þó tæpast til að vekja þjóðar- stolt. Sennilega hafa höfund- arnir ætlað sér að gera kvik- mynd, sem lýsti nákvæmlega og réttilega öllu því helsta, sem snerti þessa orrustu. Það er hins vegar alltaf matsatriði í svona tilvikum, hvað eru aðal- atriði og hvað aukaatriði, en skipt um flugmenn eftir þörf- um o.fl.) og jafnvel látnar gilda jafnt fyrir flota Japana og Bandaríkjamanna (flotinn séð- ur úr flugvélum). Allt þetta hjálpar aðeins til að rugla áhorfandann, sem yfirgefur kvikmyndahúsið jafn ruglaður og yfirmaður Kyrrahafsflotans (Henry Fonda), sem segir i lok myndarinnar: „Vorum við betri en Japanarnir eða bara heppn- ari?“ Á þeim þrjátiu og fjórum árum, sem liða frá þvi atburð- urinn gerist og þar til myndin er gerð, hefði átt að gefast tími til að svara þessari spurningu. I Battle of Midway er m.a. notað myndefni, sem tekið var meðan hin raunverulega orr- usta stóð yfir. Sá, sem stóð fyrir þeirri kvikmyndatöku, var eng- inn annar en leikstjórinn svo virðist, sem of mörgum smáatriðum sé blandað inn í frásögnina til þess að hún geti orðið heilsteypt. Midway er fyrst og fremst stríðsmynd, sem leggur áherslu á að sýna, hvern- ig ákveðinn, frægur atburður á sér stað út frá hernaðarlegu sjónarmiði. Þess vegna eru t.d. atriðin. sem lýsa sambandi jap- önsku stúlkunnar við son Matt Garth (C. Heston) alveg út í hött þar sem þau gera tvennt í senn, að dreifa athyglinni frá meginviðfangsefninu, án þess að upplýsa það eða bæta við það á nokkurn hátt og fjölga um leið persónum í myndinni, sem þá þegar eru svo margar, að áhorfandinn á fullt í fangi með að henda reiður á þeim. Önnur skyssa i gerð myndarinnar er sú, að oft og tíðum er athygli áhorfandans beint að nýrri per- sónu, sem síðan sést ekki meir. Þriðja skyssan er sú, að í þess- um litlu hlutverkum eru oft hafðir mjög frægir leikarar (James Coburn, Cliff Ro- bertson) þannig að áhorfand- inn dregur ósjálfrátt þá álykt- un, að hér sé um meiriháttar hlutverk að ræða og þess vegna hljóti þessir menn að hafa ein- hver áhrif á atburðarásina. Svo reynist þó ekki og hér er þvi aðeins um að ræða rangar áherslur frá hendi leikstjórans. Fjórði gallinn við myndina er sá, að reynt hefur verið að spara við gerð hennar. Sömu myndskeiðin (myndirnar) eru notaðar aftur og aftur (spreng- ingarnar inni í flugmóðuskip- unum, flugvélar, sem steypa sér í árás, nærmyndir af hinum ýmsu flugforingjum í flugvél- um sínum, með nokkrar flug- vélar úr deild sinni i bak- ;runni, þar sem aðeins virðist (Stagecoach, The Grapes of Wrath, My Darling Clementine, The Man. Who Shot Liberty Valance, svo örfáar af myndum hans séu nefndar), en hann vann á þessum tíma sem kvik- myndagerðarmaður hjá hern- um. Aðalverkefni hans var að láta kvikmynda starfsemi skæruliða, skemmdarverka- manna og neðanjarðarhreyf- inga i Evrópu i söguskyni og til notkunar síðar meir, en Ford virðist fremur hafa unnið með fyrrverandi samstarfsmönnum sinum, eins og kvikmyndatöku- manninum Gregg Toland og handritahöfundinum Dudley Nichols, við að gera frétta- myndir. Ford stóð sjálfur í þvi að koma kvikmundatökuvélum fyrir á Midway, áður en árásin var gerð og kvikmyndaði þar, meðan sprengjunum rigndi yf- ir. Særðist hann i árásinni og tapaði af þeim sökum sjón á öðru auga upp frá þvi. Einnig var kvrkmyndað um borð í flug- móðurskipunum og flugvélun- um og efnið sent til Bandaríkja- anna, þar sem það var i hasti klippt niður í 18 min. heimild- armynd, sem varð um leið fyrsta heimildarmyndin um þátttöku Bandarikjamanna I síðari heimsstyrjöldinni. Ford sá ekki árangurinn fyrr en okkrum vikum seinna og þótti honum þá lesturinn með mynd- inni vera svo slæmur, að hann ákvað að skipta um raddir. Einn þeirra, sem þá las inn á myndina, var leikarinn Henry Fonda, sem í nýju myndinni leikur yfirmann Kyrrahafsflot- ans. Mynd Fords, sem heitir The Battle of Midway, hlaut Oscars-verðlaun 1942, að því er virðist af einskærri föðurlands- ást. SSP.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.