Morgunblaðið - 07.04.1977, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 07.04.1977, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. APRÍL r977 Fjrir börnin í siónvarpinu STUNDIN okkar er á dag- skrá á páskadag kl. 18.00 og þar verður sýnd fyrsta myndin í nýjum tékknesk- um myndaflokki, sem nefn- ist Litlu svölurnar. Einnig verður atriði úr Dýrunum í Hálsaskógi og sýnt verður úr mynd Óskars Gíslasonar um Reykjavíkurævintýri B:kkabræðra, og ýmislegt fleira. Annan dag páska er síðan mynd, Þyrnirósa, hið þekkta ævintýri. Er það finnsk bíómynd frá árinu 1949 og hefst sýning henn- ar kl. 18.00. Svona rétt til að mmna á gamla kunningja er hér birt mynd af þeim Iæknum á ferð og flugi, en þeir verða á skjánum á laugardagskvöldið kl. 20.25. Þátturinn er sendur út í lit og þýðandi er Stefán Jökulsson. Guðsþjónustur útvarps og sjón- varps um páskana AÐ venju verður nokkrum guðsþjónustum útvarpað um páskana og á skírdag verður útvarpað messu úr Dómkirkjunni, kl. 11. Prestur er séra Hjalti Guðmundsson og organ- leikari Ragnar Björnsson. Á föstudaginn langa er út- varpað messu frá Kópavogskirkju kl. 11 þar sem séra Þorbergur Kristjánsson messar og organleikari er Guðmund- ur Gilsson. Tveim guðsþjónustum er útvarp- að á páskadag, hinni fyrri kl. 8:00 úr Bústaðakirkju. Séra Ólafur Skúlason dóm- prófastur messar, organ- Á föstudaginn langa verður útvarp frá hátfðarhljómleikum Pólýfónkórsins. TIL AÐ fræðast örlítið um hvað útvarpið býður upp á uf forvitnilegri tónlist þessa daga var haft sam- band við Þorstein Hannes- son og hann spurður um hvað helzt væri merkilegt að gerast á því sviði. Þor- steinn benti á að á skir- dagskvöld verða tveir ís- lenzkir listamenn í dag- skránni, Elísabet Erlings- dóttir syngur einsöng í út- varpssal kl. 20:50, lög eftir Beethoven, Brahms og Schubert við undirleik Guðrúnar A. Kristinsdótt- leikari er Birgir Ás Guðmundsson og hin síðari er úr Hallgrímskirkju, þar sem prestur er séra Karl Sigurbjörnsson og organ- leikari Páll Halldórsson. Annan dag páska er út- varpað messu frá safnaðar- heimili Grensássóknar. Prestur er séra Halldór S. Gröndal og organleikari Jón G. Þórarinsson. í sjónvarpi verður páska- messa kl. 17 á páskadag. Er hún frá Aðventkirkjunni I Reykjavík og er prestur Sigurður Bjarnason, organleikari Regína Torfa- dóttir. Einnig syngur kvartett. ur.Þá leikur Gunnar Kvar- an sellóleikari einleiks- svítu nr. 2 í d-moll eftir Bach og hefst leikur hans kl. 21.30. Á föstudaginn langa verður flutt dagskrá með Pólýfónkórnum og hljóm- sveit. Kl. 14:00 verður út- varpað fyrri hluta hátíðar- hljómleika kórsins undir stjórn Ingólfs Guðbrands- sonar. Flutt verða verkin Gloría í D-dúr eftir Antonio Vivaldi og Magnificat I D-dúr eftir J.S. Bach og kl. 22:45 flutt verkið Gloria eftir Francic Puolenc. Flytjendur eru Ann-Marie Connors, sópr- an, Elisabet Erlingsdóttir, sópran, Sigríður Ella Magnúsdóttir, alt, Keith Lewis, tenór, Hjálmar Kjartansson, bassi, Pólý- fónkórinn, Kammersveit og Sinfóníuhljómsveit Reykjavíkur. Konsert- meistari er Rut Ingólfs- dóttir og stjórnandi Ingólf- ur Guðbrandsson. Jón Múli Árnason mun kynna þessa hljómleika. Klukkan 20:50 á föstu- daginn langa er þáttur úr óratóríunni Friði á jörðu eftir Björgvin Guðmunds- son, Paradís. Þorsteinn Elfsabet Erlingsdóttir söngkona. Hannesson sagði að of lítið væri gert af því að flytja verk Björgvins, og þyrfti að ráðast I að gera verkum hans þau skil, sem hann ætti skilið enda hefði hann verið eitt af mestu tón- skáldum landsins. Um tónleikana á laugar- dagskvöldið fyrir páska- dag, sagði Þorsteinn að það væri „ákaflega gott laugar- dagskvöld, við gerum það yfirleitt kvöldið fyrir páska að hafa tónleika í þessum dúr, okkur finnst Sjaldan hlýst gott af gestum ÞÁTTURINN með ofan- greindu heiti veröur sýnd- ur á laugardag fyrir páska og er það Helgi Pétursson, sem hefur umsjón hans á hendi. Hann sagðist fá ýmsa gesti til að spjalla við sig, íþróttamenn og lista- menn, en vildi ekki gefa upp hverjir það yrðu. Á að fá gestina til að draga sér málshátt úr stóru páska- eggi, sem Helgi verður með við höndina og á síðan að ræða um málshættina, eða „spá í þá“, eins og Helgi sagði er Mbl. ræddi við hann. Sem sagt, laugardag kl. 20.55 ýmsir góðir gestir með létt hjal um heima og geima. Hátíðartónlist af ýmsu tagi Guðmundur Jóns- son — Minning F. 4. ágúst 1905 D. 13. marz 1977. Aðfararnótt sunnudagsins 13. marz sl. andaðist í Borgarspitalan- um frændi minn og vinur, Guðmundur Jónsson, eftir erfið veikindi. Var útför hans gerð frá Fossvogskirkju 23. marz sl. Guðmundur var fæddur 4. ágúst 1905 að Arnarnesi í Keldu- hverfi, Norður-Þingeyjarsýslu, sonur þeirra Ólafar Guðmunds- dóttur og Jóns Sigurgeirssonar. Fóðurætt Guðmundar er mér ekki kunn en Ólöf var frá Leifsstöðum í Öxarfirði. Hann ólst upp með móður sinni en um fjögurra ára aldur flytja þau að Valþjófsstöð- um í öxarfirði og síðan að Skóg- um í sömu sveit. Um tvítugt flytja þau mæðginin til Húsavíkur og halda heimili þar. Tekur Guðmundur þá að stunda sjósókn á fiskiskipum. Ölöfu móður sína missti hann árið 1940. Kynni okkar Guðmundar urðu ekki náin fyrr en hann fluttist tíi Reykjavíkur árið 1942, en þá hóf- ust líka mikil og góð kynni. Minnisstæðast er mér þegar hann réðst til Eimskipafélags Reykja- víkur, á Hekluna, sem þá var nýtt skip, með hinum kunna sægarpi Rafni Sigurðssyni. Sigldi Guðmundur með honum um 10 ára skeið og gerði víðreist mjög, enda Heklan víða í förum. Hafði Guðmundur góðan orðstir af ferð- um þessum og hélzt lengi kunn- ingsskapur og vinfengi með hon- um og skipsfélögum hans á þess- um árum. I ársbyrjun 1957 réðst Guðmundur til Olíufélagsins hf. Var það happasæl ráðning fyrir báða aðila, þar naut hann sín vel og var sýndur mikill trúnaður af húsbændum sinum, sem hann mat mikils. Um svipað leyti stofn- ar hann heimili, er hann gengur að eiga heitkonu sína, Ingibjörgu Ólafsdóttur, ættaða úr Stranda- sýslu. Er það góð kona og með þeim hið mesta jafnræði, á heim- ili þeirra var ætið gott að koma. Einn son áttu þau, Ólaf, fæddan 16. april 1959, sem nú stundar nám i menntaekóla. Er þar góðar efnismaður á ferð, svo sem hann á kyn til. Ég mun ávallt mínnast Guðmundar sem góðs manns og vandaðs í hvivetna. Prúðmennsk- an var eitt hans megineinkenni, hann var góður og gætinn í orðum og talaði aldrei illt orð til nokkurs manns. Góðvild og hlýja voru sterkir þættir í skapgerð hans,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.