Morgunblaðið - 07.04.1977, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 07.04.1977, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. APRÍL 1977 33 „Fara á Hornafjörð,“ segir Konráð. Þá létti mér mjög, þvf þá vissi ég að hann ætlaði að hjálpa um það sem heimili mitt þarfnaðist og eins útgerðin. Hann minntist ekkert á hina ógnvekjandi skuld. sem hún var I mfnum augum er var ný- byrjaður útgerð og búskap. Heimilið var þá létt. Ég gifti mig um þetta leyti og mfn unga kona var þá og ævinlega hagsýn og stjórnsöm. Fer ég nú fljótt yfir sögu. Nýtt ár birtist mönnum. Árið 1924 var einsdæmi I sögu fiski- manna. Afli meiri en nokkru sinni og það sem kórónaði árið var óhemju hátt verð á salt- fiski. Skuld min við verzlunina hvarf, en f hennar stað komin inneign af svipaðri upphæð. Mér finnst að aldrei hafi komið hagstæðara ár, og muni rvart koma varðandi aflabrögð og hátt verð á saltfiski, borið sam- an við tilkostnað. Þetta er álit mitt og hvort það er rétt eða ekki deili ég ekki um við einn né neinn. Kaupmenn þá voru allflestir allt I senn. AUt það sem nú er annast um af óteljandi aðilum og nefndum. Þeir voru margir hinir virðingarverðustu. Þeirra meðal og I fremstu röð var Kon- ráð Hjálmarsson kaupmaður og útgerðarmaður á Mjóafirði og á Norðfirði. Eins minnist ég af Mjóafirði, meðal margs annars. Ég var drenghnokki, sem varð starsýnt á eitt og annað sem fyrir augu bar. Ég sá tvo menn skjóta án afláts til marks. Yfir blasti fáni á hárri stöng. Mynd af fallegum fálka blasti við á fánanum, sem mig minnir að hafi verið blár, en fuglinn hvftur. Annar maðurinn var Axel Tulenfus sýslumaður, f búningi svo fögrum að Ijómaði af. Hinn maðurinn var Konráð Hjálmarsson kaupmaður, með- almaður á vöxt, vel búinn og knálegur. Ekki skutu þeir á fánann, heldur f mark sem reist var allfjarri. Sfðar tfndi ég og leikfélagar mfnir upp skothylkin tóm, en logagyllt. Að endingu. Ég minnist jarðarfarar Konráðs Hjálmars- sonar sem lézt á Norðfirði 17. júlf 1939. Kista hans var flutt til Mjóafjarðar og hann jarð- settur þar. Grunar mig að hug- ur hans hafi oft f amstri dags- ins leitað á æskuslóðir, þar sem hann lék sér barn f foreldra- húsum, Brekku, sem Brekku- þorp er við kennt. Þar sem hann sfðar varð foringi allra teljandi athafana innlendra og allir undu vel hans forystu og hörmuðu brottför frá starfi, um 1910 er hann fluttist til Norð- fjarðar. Hann var virtur og mjög vinsæll. Það sást bezt við hinztu kveðju. Jarðarförina. Allir rólfærir Mjófirðingar voru viðstaddir og fjöidi Norð- firðinga. —Þ.Ó. Hér er skonnortan Rigmor inni á Norðfirði og við bryggju eru þrjú norsk fiskiskip. Rigmor fóst í desember 1918, en á Rigmor var íslenzki fáninn dreginn að húni í Lissabon 1. desember 1918, og var Rigmor eitt þriggja skipa sem var með íslenzka fánann uppi í erlendri höfn þann dag. hlut að máli. Þar var ekki skrif- stofu- og embættisargið flutt inn á heimilið.“ Flutningaskip keypt Árið 1915 þegar Konráð var staddur að vetrarlagi i Kaup- mannahöfn, keypti hann þrí- mastraða mótor-skonnortu um 280 smálestir, sem hann ætlaði að hafa í flutningum á vörum frá Noregi, Svíþjóð og aðallega frá Kaupmannahöfn, þar sem hann hafði mest viðskiptin, en þá var heimsstyrjöldin komin og breytti hún þessu áformi hans þannig, að hann varð að nota hana til fisk- flutninga til ítalíu og Spánar og til baka með saltfarma frá Ibiza. Sjálfur segir Konráð að skonnort-. an hafi verið of lítil í svona lang- ferðir. Skonnortan, sem hét Rigmor, fór síðla árs 1918 til Miðjarðar- hafslanda og á heimleið tók hún fullfermi af salti í Ibiza. Var síðan siglt til Lissabon í Portúgal, þar sem skipið lá hinn 1. desember 1918 og var eitt af þrem islenzk- um skipum, sem þá dró íslenzka fánann í fyrsta sinn að húni í erlendri höfn. Hélt Rigmor síðan Framhald á bls.42. Fjöldi erlendra skipa var oft á Norðfirði I því skyni að selja Konráð fisk. Á myndinni eru nokkrar færeyskar skútur og norskur togari. ODYRT 0G GOTT: Höfum fengið nokkurt magn af púströrsklemmum, pústbörkum, AVGAS-upphengjarar púströrsuppihengjum, rafmagnsþráð og V hosuklemmum. 9030 9040 Lðtum þetta á lægsta heildsöguverði ef tals- vert magn er keypt. AWAB- slönguklemmur 14 10—14 mm 50 38 — 50 17 1 1—17 56 44—56 20 13—20 65 50—65 24 15—24 75 58—75 28 19—28 85 68—85 32 22—32 95 77—95 38 26—38 112 87—112 44 32—44 138 104—138 165 130—165 —U-klemmur 1 2 3 1 1/8 2 1 /8 3 1 /4 1 1 /4 2 1 /4 3 1 /2 1 3/8 2 3/8 3 3/4 1 1 /2 2 1 /2 4 1 5/8 2 5/8 1 3/4 2 3/4 1 7/8 2 7/8 Bílavörubúðin Fjöðrin h.f., Skeifan 2 sími 82944 Yður er að skoða 2 DAS- hús, sem bæði eru vinningar á næsta happdrættisári. Hæðabyggð 28, Garðabæ - aðalvinningur ársins. Verðmæti 30 milljónir. Dregið út í 12. flokki. Sýnt með öllum húsbúnaði. Furulundur 9, Garðabæ - dregið út strax í júlí. Verðmæti 25 milljónir. Happdrætti DAS Húsin verða til sýnis alla virka daga kl. 18.00-22.00 en um helgar og á helgidögum kl. 14.00-22.00. Lokað föstudaginn langa.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.