Morgunblaðið - 07.04.1977, Blaðsíða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. APRÍL r977
Konráð
Hjálmars
son
Konráð Hjálmarsson,
á gamals aldri.
Myndin er tekin árið
1939, árið
sem hann lézt.
Maðurinn sem
byggjS fyreta
íshús á Islandi
Lánaði
Alliance
eitt sinn
90.000 kr,
danskar
Konráð fæddist á Reykjum í
Mjóafirði í maí mánuði 1858 og 14
ára gamall fluttist hann úr föður- ,
húsum til Carls D. Tuliniusar
kaupmanns á Eskifirði. í bréfi
sem Konráð ritar siðasta árið, sem
hann lifði, árið 1939, segir hann:
,,Ég vann í 4 ár sem verzlunar-
Jærlingur, sem þá var siðvenja, og
kauplaust. Þar á eftir fór ég til
Kaupmannahafnar og var þar í
eitt og hálft ár á verzlunarskóla.
Eftir þann tíma fékk ég atvinnu
hj Jakobsen kaupmanni á Seyðis-
firði, við verzlun sem kölluð var
„Liverpool". Á hverju sumri í
góða þrjá mánuði, lét hann mig
fara í svokallaða „spekulants-
túra“, á skipi, sem var innréttað
sem sölubúð, með allskonar kaup-
mannsvörur. Þessa atvinnu hafði
ég í 4 ár, en fór þá frá Jakobsen
vegna þess að hann hætti þá, sak-
ir aldurs, að reka verzlun. Byrjaði
ég þá sjálfstæða atvinnu, sem í
nokkur ár var aðallega fólgin í
sjávarútvegi, og gerði ég út ára-
báta frá Mjóafirði."
Talið er, að Konráð hafi byrjað
starfsemi og búskap sinn inn við
Stóruurð í Mjóafirði, en þar var
aðstaða norskra síldveiðimanna
þar. Hús Norðmanna reif hann og
endurbyggði. Þetta hús var fyrst
kallað Brekkusandur og síðar
Sandhús og heitir enn. Mjög fljót-
lega byggði Konráð svo íbúðar- og
verzlunarhús, sem brann síðla árs
1896. Var þá annað byggt og mun
glæsilegra og fluttist hann í það
árið eftir.
Þurftu að sækja
síldina landveg
En sjálfur segir Konráð: „Árið i
1888 stofnsetti ég verzlun í Mjóa- i
firði, en hélt þó jafnframt áfram
útgerðinni, sem oft var erfið sök-
um beituskorts, þar sem
ómögulegt var að geyma síldina
óskemmda lengur en tvo daga,
þurftum við þá oft að sækja hana
landveg til Seyðisfjarðar, ef hún
veiddist þar en ekki í Mjóafirði.“
Og nú verður skyndilega mikil
breyting á högum Hjálmars. Það
var frosthúsið eða frystihúsið
eins og slfk hús eru kölluð nú.
Matthías Þórðarson frá Móum,
segir svo í Síldarsögu íslands: „A
árunum kringum 1887, þegar út-
flutningur fólks af Austfjörðum il
Ameríku var sem mestur, var
maður að nafni fsak Jónsson, ætt-
aður þaðan úr fjörðum, einn með-
al þeirra manna, er vildu yfirgefa
landið fyrir fullt og allt, og tók sér
því far til Ameríku. Eftir komu
sína til Ameríku starfaði hann við
hitt og þetta, og árið 1894 var
hann, ásamt fleiri mönnum, feng-
inn til þess að smíða íshús í Sel-
kirk í Kanada. Isak var hinn
mesti dugnaðarmaður, og hafði
stundað sjóróðra á sumrin í mörg
ár, áður en hann fór til Ameríku,
hafði þá komist að raun um, hví-
lík vandræði það voru, að geta
ekki geymt síld í nokkra daga ef
þess þurfti með, og standa þannig
uppi beitulaus ef síld ekki fékkst
daglega, eða ef ógæftrr voru.
Hann komst brátt í skilning um
það, hvílíkt þjóðráð það mætti
vera, að hafa hús af sams konar
gerð til beitugeymslu á fslandi,
eins og það sem hann starfaði að
byggingu á hjá Ameríkumönnum.
Hann skrifaði um þetta mál til
frænda sinna á Austfjörðum og
einnig til Tryggva Gunnarssonar,
sem hann þekkti, og þá var banka-
stjóri við Landsbankann í Reykja-
vík, og eggjar þá á, í bréfi þessu,
að gjöra tilraunir með byggingu
sams konar húsa á Islandi. Arang-
urinn af þessu varð sá, að
Tryggva Gunnarssyni leist vel á
uppástunguna og skrifaði Isak
aftur, og hvetur hann til þess að
koma heim til Íslands, og taka
annan mann með sér, sem sé
kunnugur byggingu ishúsa, og
hann beri fullt traust til, og lofar
honum jafnframt í bréfinu, að
hann skuli styrkja hann til þess
að gjöra tilraunir með byggingu á
íshúsi á íslandi. Isak brást skjótt
við og tók í fylgd með sér íslenzk-
an mann, Jóhannes Norðdal að
nafni og fóru þeir báðir til Is-
lands.
Móttökurnar
betri í Mjóafirði
Þegar þeir komu til Reykjavík-
ur, var þar aðeins þörf fyrir ann-
an manninn, og varð það að samn-
ingum milli hiutaðeigenda, að Jó-
hannes Norðdal staðnæmdist í
Reykjavík, en isak færi austur til
frænda sinna og vina á Austfjörð-
um, til þess að vinna að því, að
íshús yrðu byggð þar.
Þegar Isak kom austur, tók
Konráð Hjálmarsson á Mjóafirði
og þeir frændur Isaks á móti hon-
um tveim höndum, og byrjaði
hann strax á ís- og frystihúsbygg-
ingu fyrir Konráð, og er það hið
fyrsta íshús, sem byggt hefur ver-
ið á íslandi." Reynslan af íshús-
inu í Mjóafirði varð strax svo góð
að á næstu árum voru byggð mörg
íshús um allt land.
Frásögn Matthíasar Þórðarson-
ar er þannig, að allt virðist hafa
gengið átakalaust fyrir sig er
Konráð byggði íshúsið í Mjóafirði,
en svo var ekki og látum Konráð
sjálfan segja frá:
„Haustið 1895 sendir hamingj-
an okkur til Islands tvo menn frá
Ameríku, sem kynnst höfðu frost-
húsum þar og vissu um leið hvað
tsland vantaði.. . Báðir þessir
menn komu til Reykjavíkur, en
menn voru ekki fljótir að taka
nýungunni, svo þeim var ekki vel
tekið. Samt fór svo, að Reykvík-
ingar mynduðu félag til að byggja
frosthús undir stjórn annars
mannsins, Jóhannesar Nordal
(ath. hann er ýmist skrifaður
Norðdal eða Nordal í bökum).
Hinn maðurinn ísak Jónsson, sem
ættaður var héðan að austan, fór
til Austfjarða og hitti mig fyrstan
að máli. Ég var fjöðrum fenginn
út af þessari nýung og kölluðum
við saman á fund í Mjóafirði alla
sem vettlingi gátu valdið, •— voru
þrír fundir haldnir með stuttu
millibili, en þar var mótþróinn
mikill, því menn höfðu ekki trú á
þessari nýung. T.d. lést einn fund-
armanna reikna það út, að til
reksturs frosthúss að stærð 5x6
álnir, lofthæð 5 álnir, þyrfti tvær'
skonnortur af salti árlega, hvora
upp á 150 smálestir. Annar, sem
talsverð peningaráð hafði, ásamt
Súlan, eitt frægasta skip íslenzkra fiskiskipaflotans, en Konráð lét
smíða Súluna í Noregi skömmu eftiraldamót.
Jónas frá Hriflu kallaði hann kónginn og sagði að hann
hefði einn fárra íslendinga peningavit. Hann byggði fyrsta
frosthús á Íslandi og hann keypti fyrsta gufuknúna fiskibát
Konráð var borinn til hinztu hvílu í Mjóafirði og er hann þar í
grafhýsi. Myndin var tekin við útför Konráðs.
Islendinpa fyrir síðustu aldamót, hann átti einnig eitt af þrem
skipum Islendinga, sem fyrst drógu íslenzkan fána að húniá
erlendri höfn hinn 1. desember 1918. Hann gat lánað stóru
fyrirtæki á Islandi 90 þúsund kr. danskar í fyrri heimsstyrjöld-
inni miðri, og þá hafði hann skömmu áður keypt 11 vélbáta á
einu ári. Hver var þessi maður. Maðurinn hét Konráð
Hjálmarsson fyrst kaupmaður í Mjóafirði og síðar á Norðfirði.
Vegur hans byrjaði nokkru fyrir síðustu aldamót, en eins og
rnargir aðrir lenti hann illa út úr kreppunni á milli 1930 og
1940 er skuldunautar hans gátu ekki borgað, — en hann hélt
sínu striki til dauðadags og er einn af fáum íslendingum, sem
hvílir í grafhýsi.