Morgunblaðið - 12.06.1977, Side 16

Morgunblaðið - 12.06.1977, Side 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. JUNÍ 1977 Skipting útflutningsvara Jslendinga eftir atvinnugreinum 63% útfluttra iðnaðarvara á EBE—markað: Ullar-og skinnavara næst stærstur þáttur útflutningsiðnaðar SJÁVARAFURÐIR. unnar í fisk vinnslustöSvum um gjörvallt land- i8. spanna 71.7% í heildarútflutn- ingi (útflutningsvörum) jslend- inga. Næst stærsti póstur útflutn- ingsverðmæta eru iðnaðarvörur 24,1%, þar af bróðurparturinn ál og álmeti (16.8% af heildarút- flutningi). Ullar og skinnaiðnaður er stærstur þáttur f útflutningsiðn- aði íslendinga (aS áli undan- skildu). Á árinu 1976 voru fluttar út ullarvörur, prjónavörur. lopi og band fyrr tæpa tvo milljarSa. loð- sútuð skinn og skinnavörur fyrir tæpar 429 m. kr. — og forsútaðar gærur fyrir 744,1 m. kr. Til samanburSar má geta þess aS kisilgúr var fluttur út á ári fyrir 761.2 m. kr. og niSursoSnar og niSurlagSar sjávarafurSir fyrir 595.3 m. kr. LandbúnaSarvörur, aðrar en ullar og skinnavörur (sem teljast með iSnaðarútflutningi ( opinberum skýrslum) námu 2.6% af heildarútflutningi okkar. — Út- fluttar iSnaðarvörur 1976 fóru aS 63% á EBE-markað, 18% EFTA- markaS, 1 5% á A-Evrópu markaS og til annarra svæða lægra hlut- fall. Ullarlopi og ullarband Á sl ári, 1976, voru flutt út 361,2 tonn af ullarlopa og ullar- bandi (358.5 tonn 1975) fyrir 430,7 m. kr. (370.4 m kr 1975) Lang stærsti kaupandi var Danmörk 163,5 m kr , Bandaríkin 56,7 m kr. Italía 34,4 m kr Noregur 30,5 m. kr. Frakkland 29,9 m kr. Bretland 26.3 m kr — önnur lönd mínna Vara þessi fer litilsháttar á markað í Kanada, Japan og S- Kóreu, svo nefndir séu kaupendur utan Evrópumarkaðar Ullarteppi Ullarteppi voru flutt út á sl. ári fyrir 199,3 m kr (171,2 m kr 1975). Stærstur kaupandi voru Sovétríkin 189,7 m kr Aðrir kaup- endur eru tiltölulega smáir í sniðum Prjónavörur Prjónavörur voru fluttar út á sl ár fyrir 1.313,7 m kr (819,9 m kr 1975). Stærstu kaupendur voru: Sovétríkin 468,3 m kr. Bandaríkin 256,0 m kr , V-Þýzkaland 251,7 kr., Danmörk 91,2 m kr og Bret- land 61,8 m. kr Aðrir kaupendur voru smærri. Ytri fatnaður Ytri fatnaður, að mestu ofinn, var fluttur út árið 19 76 fyrir 86,9 m kr. (43,4 m kr. 1975). Stærstu kaup- endur Bandaríkin 23,6 m kr , V- Þýzkaland 21,5 m kr , Svíþjóð 13,8 m kr. og Kanada 1 1,8 m kr. Einnig var flutt út nokkurt magn til Bretlands, Danmerkur og Færeyja Önnur vefnaðarvara Önnur vefnaðarvara, áklæði og gluggatjöld úr ull) var flutt út fyrir Skipting útfluttra iðnaöarvara eftir markaðssvæðum 1976 (millj. kr.). Vöruflokkur: BFTA BBB USA A-EVR. ÖNKOR SAhTTALS Al og álmelrai 2.262.7 9.271.6 _ 630.0 199.6 12.363.9 (1975) (706.4 (2.542.3) - (1.797.9) (5.046.9) Ulléurv. ,prjónav., lopi og band 122.6 706.9 316.6 679.8 118.1 1.944.0 (1975) (78.4) (408.5) (220.5) (675.0) (22.5) (1.404.9) Loðsútuð skinn og vörur 40.8 207.8 48.6 88.8 42.6 428.6 Forsútaðar gærur 382.4 1.4 0 360.3 0 744.1 Elsilgúr 92.7 548.4 0 120.1 . 0 761.2 (1975) (52.0) (442.5) (77.1) 0 (571.6) Niðurs. og niðurl. sjávarafurðir 11.0 58.8 36.3 484.1 5.1 595.3 (1975) (6.1) (101.9) (57.6) (248.1) (51.8) (465.5) Ýlnislegt 180.9 129.7 8.3 328.1 1.1 648.1 (17.8) (46.3) (8.5) (171.7) (124.5) (368.8) Samtals 3.093.1 10.924.6 409.8 2.691.2 366.5 17.485.2 (1975) (1.115.9) (3.695.5) (338.1) (1.371.3X2.000.7) (8.521.5) Mwkaðsskipting % 18% 63X 2% 15% 2X 100% (1975) (13.IX (43.*t%) (4X) (16.1X) (23.4X) (100%) Ötflutningur án áls 830.4 1.653.0 409.8 2.061.2 166.9 5.121.3 (1975) (409.5) (1.153.2) (338.1) (741.3) (202.8) (3.474.6) (Tafla frá Ötflutningsmiðstöð iðnaðarins Efni frá lands- byggdinni STRJÁLBÝUSSÍÐAN er opin efni um staðbundin áhuga- og hagsmunamál einstakra lands- byggðarsveitarfélaga eða landshluta. Lengd efnis þarf þó að stilla í hóf og höfundarnafn og heimilisfang að fylgja. Efni sendist Morgunblaðinu, Strjál- býlissíðu, Aðalstræti 6, Reykjavík. Landbúnaður: Aflgjafi atvinnulífs í flest- um þéttbýlisstöðum landsins Á þaS hefur verið bent I þjóðmála- umræSu, aS ódýrara væri fyrir jslendinga aS leggja landbúnaS af og flytja inn landbúnaSarafurSir. Hins vegar hefur verið hlaupiS fram hjá þeim afleiSangum, sem slíkt hefði fyrir viðskipta- og gjaldeyrisstöSu þjóðarinnar út á viS. sem ekki hefur verið of jákvæS, þrátt fyrir þann óhemjugjaldeyrissparnaS, sem hlýrt af framleiSslu landbúnaSarafurSa i landinu sjálfu fyrir innlendan neyzlu- markaS. Þær stundir hafa og komið ( sögu þjóSarinnar, að landbúnaSaraf- urSir hafa ekki legið á lausu, vegna aSstæðna ( alþjóSamálum. Þá. sem ( annan tlma, hefur veriS haldgott aS búa aS sinu fyrir þessa þjóS — að því er varSar landbúnaðaraf urSir. Bágt hefði verið ástand hár á árum tveggja heimsstyrjalda, án þeirra verðmæta, sem landbúnaSur leggur i þjóSarbúiS. íslenzkur landbúnaður er og mikil- vægur hráefnagjafi fslenzks iðnaðar Ullar- og skinnavörur eru stærslur þátt- ur íslenzks útflutningsiðnaðar. næst á eftir áli (sjá frátt á öðrum stað hér á siðunni) Fjölmörg kauptún byggja af- komu sína og atvinnu þegna sinna svo til alfarið á nærliggjandi landbúnaðar- héruðum: úrvinnslu landbúnaðarhrá- efnis, þjónustuiðnaði margs konar við nærliggjandi byggðir og verzlun. sem þessum samskiptum er samfara. Nefna má þéttbýli eins og Selfoss. Hvera- gerði. Egilsstaði. Blönduós. Búðardal og fleiri. Það skiptir ekki minna máli að nær því hvert þéttbýlissveitarfélag I landinu byggir að meira eða minna leyti af- komu sína á úrvinnslu og þjónustuiðn- aði og verzlun, er tengist landbúnaði með einum eða öðrum hætti í þv! efni er höfuðborgin ekki undanskilin. þó landbúnaður eigi e.t.v. stærri hlut i tilveru staða eins og Akureyrar. Húsa- vikur og Sauðárkróks, svo dæmi séu nefnd. Skynsamleg nýting fiskimiða. sem liggja umhverfis landið allt. byggist á tilvist sjávarplássa. sem mynda keðju verðmætasköpunar, veiða og vinnslu, á gjörvallri strandlengju landsins Drjúgur hluti þessara sjávarplássa byggir tilvist sina að hluta til á atvinnu- og viðskiptasamböndum við nálæg landbúnaðarhéruð. Það eru þvi ekki einungis blómlegar sveitir landsins. sem færu i eyði, ef landbúnaður væri lagður af, já ekki einungis það þéttbýli. sem byggir tilveru sina alfarið á land- býnaði. heldur væri höggvið nærri rót- um hvers einasta kauptúns og kaup- staðar á íslandi Svo náin eru tengsl, svo samslungnir hagsmunir helztu at- vinnugreina okkar: sjávarútvegs. land- búnaðar og iðnaðar Efalitið má margt betur fara i islenzk- um landbúnaði, eins og í öðrum at- vinnugreinum okkar. Þróa þarf þessa atvinnugrein. eins og aðrar, að inn- lendum aðstæðum samtiðar og fram- tiðar. En va'ra verður við vanhugsuðum sleggjudómum um islenzkan landbún- að, sem gætu skaðað þjóðarbúskap okkar i heild, ef tekinn væri alvarlega Blönduós, dæmigert þéttbýli á NorSurlandí vestra. sem byggir tilveru sina einvörSungu á nærliggjandi landbúnaSarhéruSum. EgilsstaSir eru dæmi sams konar þéttbýlis á Austurlandi, Selfoss og HveragerSi á SuSurlandi og BúSardalur á Vesturlandi. Fjölmargir kaupstaðir, sem einkum eru kunnir af útgerð og fiskvinnslu, byggja stóran hluta atvinnulífs s(ns á úrvinnslu og þjónustuiSnaSi — sem og verzlun — í þágu landbúnaSar: Akureyri. Húsavlk og SauSárkrókur o.fl. Togaraflotinn og „landsbyggðin”: 43 skuttogarar utan Reykja- víkur—Reykjanessvæðisins SAMKVÆMT upplýsingum Siglingamálastof nunar ríkis- ins voru hér á landi 61 skut- togari og 7 sFðutogarar um sl. áramót. Á Reykjavikur — Reykjanessvæðinu voru 18 skuttogarar en 43 í lands- hlutum, sem almennt eru flokkaðir undir strjálbýli (eða „landsbyggð"). Af þeim 7 sfðutogurum, sem enn héldu velli um sl. áramót, hafði Reykjavíkur — Reykjanes- svæðið vinninginn með 5 togara (Rán, Maf og Ársæl Sigurðsson í Hafnarfirði og Júpiter og Þormóð goða í Rvfk) en „landsbyggðin" tvo (Víking á Akranesi og Harð- bak á Akureyri). Eftir landssvæðum skiptust skut- togararnir sem hér segir: Reykjavik. lestir Kópavogur, Seltjarnarnes 10 (7.792) Reykjanessvæðið 8 (3.971) Vesturland 4 (1 648) Vestfirðir................. 9 (3.755) Norðurland vestra og eystra 19 (9 248) Austurland 9 (3 581) Suðurland 2 ( 913) Skuttogararnir eru flestir reknir i beinum tengslum við fiskvinnslu- stöðvar og hraðfrystihús og hafa gjör- breytt rekstrargrundvelli þessara fyrir- tækja Fiskurinn berst jafnar og vinnst betur (betri nýting framleiðslutækja og vinnuafls) Atvinnuástand er nú hvar- vetna gott i sjávarplássum landsins, jafnvel svo að viða vantar vinnuafl, öfugt við það ástand. sem nú rikir i nágrannalöndum, þar sem atvinnuleys- ið er yfirþyrmandi þjóðfélagsböl. Útfluttar frystar sjávarafurðir 26 milljarðar: 88% frystra flaka og blokka fara til Bandaríkjanna ÁRIÐ 1976 fór 78,9% allra frystra sjávarafurSa frá Islandi til Banda- rlkjanna. miðaS viS verSmæti. Að magni til var þessi útflutningur samtals 64.529 smálestir og jókst um 5.510 smálestir á árinu. Þetta var mesti útflutningur til Bandarlkjanna sem um getur, aS verðmæti 20.427 milljónir króna (eða 20'/z milljarSur). Heildarútflutningur frystra sjávarafurða 1976 nam 25 891,6 m.kr. Útflutningur frystra fiskflaka og fiskblokka nam 82,7% útflutningsmagns frystra sjávarafurða 1976 — og skiptist þannig á helztu viðskiptalönd okkar að verðmæti og i hlutföllum: Bandarikin ................................... 19 227 5 m kr. 88.3% Sovétrikin ...................................... 1.635.4 m.kr. 7.5% Tékkóslóvakia 316.7 m kr. 1.5% Bretland .......................................... 278.9 m.kr. 1.3% Vestur-Þýzkaland .................................. 266.5 m. kr. 1.2% Önnur lönd 46.6 m. kr. (Heimild Ársskýrsla SH 1976—77)

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.