Morgunblaðið - 23.06.1977, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 23.06.1977, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. JUNÍ 1977 29 ísland á marga vini í Sovétrikjunum í fyrstu grein minni sagði ég frá þeim tilfinningum sem ég bar I brjósti á leiðinni til íslands, og reyndi að útskýra ástæðurnar fyrir þvl að þús- undir sovétmanna hafa lifandi áhuga á þessu fjarlæga eylandi langt úti á At- lantshafi og þjóð þess Þjóðinni sem öðlaðist frelsi og sjálfstæði fyrir tilstilli slns andlega hugrekkis, en ekki með vopnavaldi Að sjálfsögðu gat ég I þessari blaðagrein ekki nefnt nema örfáar af þeim ástæðum sem eru fyrir þvi að sovétmenn hafa áhuga á íslandi og bera virðingu fyrir landi ykkar og þjóð. Um þetta má skrifa langt og fróðlegt mál án þess að viðfangsefnið gangi til þurrðar í raun og veru er fólk alltaf að spyrja sjálft sig: hversvegna og hvernig mátti það vera að I heimi þar sem llf og dauði landa og þjóða ræðst sifellt með aðstoð elds og sverðs skuli örlitil þjóð hafa lifað af. og ekki aðeins lifað af heldur varðveitt tungu sína og þjóðerni. og öðlast pólitiskt sjálfstæði án þess að hleypa af einu einasta skoti, án þess að hafa her? Þessar spurningar heyrum við oft i Sovétríkjunum. En nú segir lesandinn kannski: þú hefur talað mikið um áhuga á landi okkar og ástæðurnar fyrir þessum áhuga. En allt sem er fjarlægt og óþekkt vekur áhuga og forvitni. Senni- lega eru Páskaeyjarnar og Eldlandið og margir aðrir staðir alveg jafn forvitni- legir, en vitið þið mikið um þá? Þvi er til að svara að áhugi getur verið af ýmsum toga spunninn. Ósk okkar um að kynnast íslandi og tengj- ast þvi vináttuböndum á sér allt annan uppruna en venjuleg mannleg forvitni og það sem mikilvægast er: hún, þ.e. óskin, kemur fram i áþreifanlegu starfi margra íslandsvina, visindamanna og stjórnmálamanna. verkamanna og kennara, sjómanna og stúdenta Það er einmitt frá þessu fólki sem mig langar til að segja ykkur og þeim félögum sem starfrækt eru til þess að kynna land ykkar fyrir miljónum sovétmanna, til þess að færa hið fjarlæga nær og vekja vináttu og hlýjar tilfinningar Vinánufélagið „Sovétrikin -ísland" er stærst þeirra aðila sem sjá um þróun menningarsamskipta milli landa okkar og starfa að dreifingu upplýsinga um ísland í Sovétrikjunum Þetta félag var stofnað fyrir u.þ.b. tveimur áratugum Það hefur aðeins einn launaðan starfs- mann, Valentin Gerasimof. ritara. Hann er góður maður og góður skipu- leggjandi og er því einskonar miðstöð alls íslensks menningarlifs i Moskvu Starfsemi félagsins er mjög viðtæk og fjölbreytt. Það skipuleggur fundi með islenskum sendinefndum. stendur fyrir skemmtunum og fundum I tilefni af mikilvægum atburðum í lifi islensku þjóðarinnar, tekur þátt i útgáfu íslenskra bóka i SSSR, heldur sýningar o.s.frv. Að sjálfsögðu kæmist Gerasimof ekki yfir að framkvæma þetta allt ef hann nyti ekki aðstoðar fjölda áhugamanna úr hópi íslandsvina sem helga tómstundir sínar þvi göfuga starfi að þróa vináttutengslin milli þjóða okkar. Hér verður sagt frá nokkr- um úr þessum hópi. Maria Kasantseva. prófessor og doktor i læknisfræði. er mjög frægur barnalæknir i Sovétrikjunum. Nú er hún á eftirlaunum, aldurinn leyfir ekki að hún vinni jafnmikið og áður. en hún gefur enn yngri starfsfélögum slnum ráð og hefur alltaf nóg að gera Samt man ég ekki eftir einni einustu skemmtun eða fundi i íslandsvinafélag- inu þar sem þessi aldraða kona væri ekki mætt til virkrar þátttöku Annað dæmi er prófessor Valentín Nesterof. Hann er landbúnaðarvisindamaður. mikill sérfræðingur á sviði skógræktar og varaformaður félagsins SSSR- ísland Þessi íslandsvinur hefur gert alla samstarfsmenn sína og nemendur i skógræktardeild Timirjasef- landbúnaðarháskólans i Moskvu að áhugamönnum um íslensk málefni. Hann hefur mikinn áhuga á islenskri Eftir Vladimír Jakúb BGlUOl K Skiomanus faminkku Snotiui Síurlutonul Seno%n isktndq rankrottio Iraqm 1 Senoves islandij sagos — tai originaliausiac islandg tautos indélis | pasaulines literatúroc lobyn^. Joc leidiiamos ivalriomis pasaulio kalbomic ne tik kaip mokslimai leidiniai. kuriuose komentarai ir mokslinis aprasac kartais uiima daugiau vietoc. negu pats cagos tekctas. bet ir kaip groiinés literatúros kúriniai; sagos |domios tiek literatúros, tiek ictorijos mylétojui. Netrukus vien^ )t| — „Egilio sag«T* jíirm^ karta skaitycime lietuviikai. ..Egilio saga’’ sukurta XIII a. pradiiojc. Sis epas yra tarsi ankstyvocios island'i istori)os enciklopedija. Jame labai plaéiai vaizduojama IX a. pabaigos kolonizacija Islandijoje. aplinkybés. nulémusios masin^ norvegt) emigraci)* ii savo ialies. ir naujakurn) gyvenimas maidaug per islis^ iimtmetj. „Egilio sagos" autoriumí laikomas Snoris Sturlusonas — jiymus mokslininkas ir poetas. „Jaunesmosios Edos” autorius. Sagos pagrindinis herojus — lididus ir nesutramdomas vikingas Egilis. kurio negali palauiti jokios negandos. Egilis, Skalagrimo súnus,— reali istoriné asmenybé. garsiausias X a islandt) skaldas Ipoetas) (Beje. epo autorius buvo tiesioginis Egilio palikuonis pagal motinos linijq.) Pagrindiné sagos siuieto lini|4 sudaro Egilio ir jo ieimos kivircai su Norvegi)os karalisMia seima. Nelygioje kovoje Egilis moraliskai • ECalLIO SAC.A 13 sp I. 45 kp laiulg k. verte SvetUm Stepnnavkiei skógrækt og er alltaf reiðubúinn til að stuðla að framgangi hennar. Formaður vináttufélagsins er Sergei Studenetskí, aðstoðarráðherra sjávar- útvegsins. Hann er störfum hlaðinn, og starf hans er erfitt og ábyrgðarmik- HCIffilllfl Myndir á kvöldvöku, sem haldin var f Moskvu 17. júnf 1975. Grein um Egils-sögu í litháska tfmaritinu „Nýjar bæk- ur“. ið, en hann finnur alltaf leiðir til að hliðra til fyrir fundum eða skemmt- unum í félaginu, einkum ef um íslensk- an hátíðisdag er að ræða eða íslenskir gestir eru á ferð Um Steblin-Kamenski prófessor verður að ræða sérstaklega Ég veit ekki hvort ísland á slika vini í öðrum borgum og löndum, en i Leningrad. næststærstu borg Sovétrikjanna, eigið þið frábæran fulltrúa Steblin- Kamenskí er ekki aðeins merkur mál- vísindamaður, sjóndeildarhringur hans nær langt út fyrir takmörk sérsviðs hans. Á undanförnum árum hefur ísland og islensk fræði skipað æ stærri sess i vísindastarfi hans En annars er hann enskufræðingur að mennt og fyrstu ár sin á vettvangi visindanna helgaði hann rannsóknum á enskri tungu. Steblin-Kamenski þekkir slag- æð og sál íslensku þjóðarinnar. það er einsog hann lifi og hrærist i bók- menntasköpun íslendinga. og þetta hefur oftar en einu sinni hjálpað hon- um á erfiðum augnablikum i lifi hans. Á stríðsárunum. þegar þjóðverjar sátu um Leningrad og fólk hrundi niður þúsundum saman úr hungri og kulda sat hann i óupphituðum lestrarsölum bókasafnanna í Leningrad og skrifaði doktorsritgerð um fornnorrænan skáld- skap. Eftir að stríðinu lauk hefur Steblin-Kamenskí ritað bækurnar „Forníslenska', „íslenskar bókmennt- ir". „Norræn málssaga". ofl Fyrir nokkrum árum kom út bók hans „íslensk menning". óvenjuleg og frum- leg bók, bæði að formi og innihaldi. og einnig bók um íslendingasögur. Þrátt fyrir allt þetta er hann alltaf jákvæður í tilsvörum ef hringt er í hann og hann beðinn að halda fyrirlestur um t d islenska byggingarlist Eftir fyrstu heimsókn slna til íslands skrifaði hann mjög skemmtilega um landið í besta bókmenntatimaritið sem gefið er út i Sovétríkjunum. „Noví mir" (Nýr heim- ur) Frásögnina nefndi hann _Með Gullfaxa til sögulandsins" og verður hún að teljast mjög gott bókmennta- verk. Aðild að félaginu SSSR-ísland eiga ekki aðeins einstaklingar. heldur er einnig um hópaðild að ræða, og má nefna sem dæmi um stofnanir sem aðild eiga að félaginu Olíuhreinsunar stöðina i Moskvu, Fiskiðnaðarsam- steypuna, tónlistarskólann sem kennd ur er við tónskáldið Ippolitof-lvanof, tvo menntaskóla í Moskvu o fl Þessar stofnanir reka sínar „íslandsnefndir" sem skipuleggja sýningar, fyrirlestra um ísland osfrv Stutt er siðan ég flutti slíkan fyrirlestur i einum af skólunum Þar mættu krakkar úr ýmsum bekkjum og hlustuðu af mikill athygli og áhuga á frásögn um ísland i heila tvo tíma. auk þess sem ég sýndi þeim litkvik- mynd frá íslandi í Sovétrikjunum eru margir vísindam enn — sagnfræðingar, hagfræðingar, málvísindamenn, landfræðingar o fl — sem hafa mikinn áhuga á Norður- löndum og málefnum þeirra Þessir vísindamenn eru ekki allir í Moskvu og Leningrad. þeir eru einnig búsettir i Petrosavodsk i Kareliu. Tallin og Tartu i Eistlandi, Rigu í Lettlandi, Vilnius i Litháen og Murmansk' í Norður Rússlandi Fyrir nokkrum árum ákváðu þessir menn að hittast á .tveggja ára fresti og halda ráðstefnur um norræn málefni Nú þegar hafa verið haldnar sjö slíkar ráðstefnur, og fór hin siðasta fram i desember 1976 í Leningrad Óhætt er að fullyrða að ísland og islensk málefni skipi sérstakan heiðurs- sess á þessum ráðstefnum. og það eru alls ekki málvisindamenn einir sem hafa flutt þar erindi um islensk mál- efni. Sem dæmi má nefna ráðstefnuna í Leningrad i fyrra Leonid Serebrjani. frægur landfræðingur og Skandinavíu- fræðingur, flutti mjög fróðlegt erindi um náttúrulega og efnahagslega héraðaskiptingu á íslandi. og ræddi þá m a um ýms atriði sem hann hafði orðið fyrstur manna til að kanna Hann lýsti einnig mjög nákvæmlega efna- Framhald á bls. 35 SURFOm Hefilraspurinn tri STANLEY Fjölhœfast þeirra allra Surform, hefilraspurinn frá Stanley, er án nokkurs vafa fjölhæfasta verkfærið. sem Stanley verk- smiðjurnar framleiða, — enda hefur hefilraspurinn orðið vinsælasta Stanfey verkfærið á ótrúiega skömmum tíma. Hefilraspurinn er sannkallað undratól, sem hægt er að nota betur en hefil, rasp og þjöl í flestum tilvikum. En Surform blaðið hefur 450 beittar stáltennur, sem vinna hver um sig eins og lítiö sporjárn. Surform hefilraspurinn er því verkfærið, sem oftast þarf að grípa tii, t.d. þegar þarf að raspa ryð, hefla af gluggabrún, ná af gamalli málningu, snikka til borðs- enda, liðka eldhússkúffuna eða jafna plastfyilingu á bílbrettinu. Segðu Surform við járnvörukaupmanninn og vittu hvað hann segir!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.