Morgunblaðið - 25.06.1977, Page 13
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 25. JUNI 1977
13
ár að sögn Erlings Hann var í sjöunda
himni yfir hve vel hefði tekist til, enda
tæpar 6 milljónir ísl króna í húfi fyrir
hann Sagði hann okkur að nú væri
ekkert því til fyrirstöðu að byrja að
undirbúa kaupá 50—60 þúsund seið-
um frá íslandi á næsta ári
Seiðunum sleppt
Þegar seiðunum er fyrst sleppt í sjó,
eru þau losuð úr pokunum í ker á
hafnarbakkanum með rennandi vatni,
en úr kerinu liggur breið plastpípa út í
nót við hafnarbakkann. sem stöðugt er
dælt í vatni þannig að um 1 50 cm
vatnsborð myndast ofan á söltum sjón-
um Eru seiðin látin vera nokkra
sólarhringa við þessar aðstæður eða
þar til þau eru öll lögst í botninn á
nótinni, en þá er hann opnaður og þau
byrja lifið i sjónum. Byrjað er að gefa
þeim strax og eru þau til að byrja með
fóðruð á sérstöku laxafóðri, en siðan er
farið að gefa þeim hakkaða loðnu og
rækjuúrgang úr verksmiðjunni auk
þess sem reglulega er gefið sérstaklega
vítaminblandað fóður Þegar seiðin eru
farin að vaxa dálitið. er nótin dregin út
á fjörðinn. þar sem 12 nætur liggja
bundnar hver utan á annarri og þar er
eldinu haldið áfram í 2 Vi ár eða þar
um bil en laxarnir eru settir á markað
4—9 kg að stærð og fást allt að 2500
ísl kr. fyrir kg af stærsta fiskinum, er
hann er kominn á markað í Bretlandi
eða Frakklandi Að sögn Erlings er
hagnaður af eldinu yfirleitt 30—40%
og stundum meiri ef sérlega vel gefur
til eldisins.
Næst verður
stöngin með
Hann fór með okkur Júlíus á hrað-
báti út á fjörðinn til að sýna okkur
laxana, sem voru að komast í sölu-
stærð og enginn orð fá lýst furðu okkar
Franihald á bls. 25
5. bindi íslenzks ljóðasafns
kemur út hjá Bókaklúbbi
Almenna bókafélagsins
MORGUNBLAÐINU hefur
borizt eftirfarandi frétta-
tilkynning frá Almenna
Bókafélaginu:
Út er komið hjá Al-
menna bókafélaginu 5.
bindi íslenzks ljóðasafns, 4.
bókin hjá Bókaklúbbi AB
þetta ár. Ritstjórn, val
ljóða og alla umsjón verks-
ins hefur Kristján Karls-
son annazt.
Hér er um að ræða úrval
þýddra ljóða, hið fyrsta
sinnar tegundar á íslandi,
þar sem valið er úr öllum
ljóðum sem þýdd hafa ver-
ið á íslenzku. Alls eru þýð-
endur ljóða í bókinni 42,
hinn fyrsti Jón Þorláksson
á Bægisá og hinn síðasti
Aðalsteinn Ingólfsson
fæddur 1948. Höfundar
ljóða í bókinni eru samtals
133 frá 27 löndum.
Kristján Karlsson segir í
formála m.a. á þessa leið:
„Kvæðin eru flokkuð eft-
ir þýðendum. Með því
fyrirkomulagi vildi ég taka
af skarið um það, að hér er
engin tilraun gerð til þess
að veita yfirlit um ljóða-
gerð annarra þjóða né verk
einstakra erlendra höf-
unda. Slíkur tilgangur
væri úrvalinu ofviða og
sjálfsblekking að hafa
hann í huga. Ég hefi enga
þýðingu tekið með vegna
höfundarnafns, heldur ein-
ungis kvæði sem mér virt-
ust góður skáldskapur á ís-
lenzku. Eða þegar bezt læt-
ur frumlegur skáldskapur
á íslenzku. Ég fór eftir
þeirri trú, að ekki sé til
allsherjar mælikvarði á
gildi kvæða. Allt úrval er
gjörræði. Ég leyfi mér aft-
ur á móti að vænta þess, að
úrvalið megi veita sæmi-
lega hugmynd um þýðing-
ar sem grein íslenzkrar
ljóðagerðar undanfarin
hundrað og fimmtíu til tvö
hundruð ár. Bindið hefst á
köflum úr Paradísarmissi,
sem kom út árið 1828, en
lýkur á kvæði, sem birtist
1975.
Bókinni fylgir, auk for-
mála ritstjórans og tvö-
falds efnisyfirlits, æviágrip
þýðenda og skrá yfir höf-
unda eftir þjóðernum
þeirra svo og greint frá
hvenær þeir voru uppi og
hvar í bókinni þá sé að
finna.
Framhald á bls 22
ByrjaS aS afferma I Tromsö.
Kristmundur flugstjóri og Lárus flugvélstjóri huga aS farþegunum á leiSinni.
július hugar aS seiSunum i nótinni, en Erling blessar seiSin.
Aðstaða
Á tveggja manna herbergjum með
handlaug og þriggja manna her-
bergjum með sér snyrtingu og
sturtu. Almenningssturtur, gufu-
bað, Iþróttasalur og 1 5 mín. akstur
I sund Útvarp og allur rúmfatnaður
á herbergjum
Orlofstímar
Fæði:
Hálft fæði 9000 krónur Fullt fæði 1 4 000
kr
Börn:
Frítt fæði og uppihald fyrir börn
yngri en 8 ára 1/2 gjald fyrir
8—12 ára börn I fylgd með for-
eldrum.
2 m.
herb.
3 m.
herb.
27.—4. júlí 7 dagar ..... 19.800 29.700
4. —11. júli 7 dagar...... 19.800 29.700
11. —18. júlí 7 dagar ........ —Uppselt —
18. — 25. júlí 7 dagar ..... 19.800 29.700
25. — 1. ágúst 7 dagar ....... — Uppselt —
1-— 8. ágúst 7 dagar ..... 19.800 29.700
8. —15. ágúst 7 dagar ..... 19.800 29.700
15. — 22. ágúst 7 dagar ...... 19.800 29.700
22. — 27. ágúst 5 dagar....... 12.600 18.900
/latur og kaffi: Fyrir starfshópa, fjölskyldufagnaði og hópferðir
‘antanir og upplýsingar: I Bifröst alla virka daga 9—19
Innlend orlofsdvöl
Sumarheimilið Bif röst Borgarfirði
...........iiitr uvrtf.y.»