Morgunblaðið - 25.06.1977, Side 14
MORGUNBLAÐIÐ, LAUG ARDAGUR 25. JÚNÍ 1977
Morgunblaðið
ræðir við siglfirzka
cinmpnn
Viturlegt að leyfa
bara öngulinn ein-
hvem tíma úr árinu
— segir Ragnar Gísla-
son, sem alltaf hefur
komið til trillunnar
aftur.
„K<; er nú húinn að prufa alla
sjúsókn, bátaslærðir «g veiðar-
færi. Svo hef ég verið í landi og
beill. Kn ég hef alltaf horfið til
Irillunnar aftur. Ilún gefur mér
þelta frjálsra'ði, sem ég vil hafa
og meðan hún gefur af sér svona í
hlutfalli við annað, þá held ég að
ég verði alltaf ðforbetranlegur
trillukarl," sagði Ragnar Gísla-
son, sem í vfir 30 ár hefur stund-
að sjóinn og rær nú á rúmlega
þriggja tonna trillu frá Siglufirði
ásamt syni sínum.
„Ég held nú að svona sjósókn sé
ekkí fyrir alla," segir Ragnar enn-
fremur. ,,Það þarf óskaplega
þrautseigju í þetta. Það verður að
fylgja þessu svo vel eftir.“
Ragnar var á línu í vetur og
„gekk mjög vel. í janúar og
febrúar fengust rétt 16 tonn“. Og
í febrúar fékk Ragnar lO tonn í 11
róðrum.
— Vex beitukostnaðurinn þér í
augum?
„Beitan er orðin mikill liður í
línuútgerðinni og ég held að það
sé bara tímaspursmál, hvenær
eitthvað verður gert í því.“
— Hvað þá?
„Ja, ég hef nú spurt það að
austan, að þar hafi fiskkaupendur
tekið þátt í beitukostnaðinum.
Ég held að það eigi eftir að
breiðast út.“
— Til að halda í línuna? Nú
segja sumir að hún gefi ekki sem
beztan fiskinn.
„Ég get nú lagt fram skýrslur
upp á það, að helmingurinn, sem
ég fékk á línuna, fór í stærsta
flokk og að uppistaðan var milli-
fiskur og stór fiskur.
Ég neita því hins vegar ekki, að
línan er oft með smáfisk, en
framangreindar upplýsingar ættu
að segja sína sögu".
— Hvernig gekk á grásleppunni
i vor?
„Þetta var þokkalegt og betra
hjá okkur en í fyrra. Við fengum
50 tunnur núna á móti 33 í fyrra.“
— Voruð þið með fleiri net?
„Nei. Þetta er samí netafjöld-
inn, áttatíu net."
— Voruð þið með þorskanet
líka?.
„Nei. Og ég held að það hafi nú
ekki verið mikið um það. Annars
voru flestir á þorskanetum, þegar
grásloppan byrjaði. En ég held að
menn hafi tekiö þau upp svona
meö tímanum.*'
— Svo ert þú á handfærum f
sumar?
„Já. Ég reikna nteð því frani að
línunm í haust."
— Hverjum augum lítur þú á
sumarmennina?
„Eg tel að þeir eigi fullan rétt á
sér meðan engar takmarkanir eru
settar. En ef þær koma, þá er
eðlilegast að stöðva þá fyrst.
Þetta hefur þó ekki gerzt i sam-
bandi við grásleppuna. Þar koma
alls konar karlar til og ekkert var
klippt á þá, þegar timi þótti kom-
inn til að takmarka sóknina í grá-
sleppuna. Að vísu er þetta ekkert
vandamál hér, en viða annars
staðar er þetta teljandi og þetta
finnst mér ranglátt gagnvart okk-
ur hinum, sem stundum sjóinn
allt árið og höfum ekki aðra at-
vinnu."
— Nú er mikið rætt um álls
konar takmarkanir í sambandi við
sjósóknina. Er nóg-komiö að þín-
um dómi, of lítið eöa hefur verið
gengið of langt?
„Ég held nú að hvað þorskinn
snertir, þá verði að grípa til enn
frekari takmarkana."
— Og hverra þá?
„Ég held það væri viturlegt að
leyfa bara öngulinn einhvern
tíma úr árinu.
Það er alltaf verið að óskapast
yfir togveiðunum, en ég veit að
netaveiðarnar gera nú sitt lika í
þeim efnum."
RAGNAR
GÍSLASON
Hefði átt að byrja
takmarkanirnar með
banni á íhlaupamenn
— segir Henning
Henriksen um grá-
sleppuveiðar.
„ÉG TEL tvímælalaust að það
a-tli frekar að stvtta tímann enn
frekar, heldur en f;ekka svona
netunum. Það var tekið framan af
grásleppuvertíðinni núna og ég
held það væri betra að taka þá
aftan af henni líka,“ sagði Henn-
ing Henriksen í Siglufirði, þegar
við ræddum grásleppuvertíðina í
vor.
Ilenning rær á Öldunni SI-85,
sem er 15 tonn. Yfirleitt eru þeir
þrír á, en voru fjórir á gráslepp-
unni til að mega hafa fullt úthald.
„Við megum hafa 40 net á mann
og mest 150 net, sama hvað bátur-
inn er stór og mennirnir margir,"
sagði Henning. „Þessi lög um
netafjöldann koma illa við okkur.
Við vorum í fyrra með 220 net og
fengum þá 164 tunnur af hrogn-
um, en nú fengum við bara 102
tunnur af þessum 150 netum.
Þelta er of litil atvinna út úr
þessu. Þegar tíðarfariö er gott,
eru menn fljótir að komast yfir
þetta.
Þá hafa undanfariö ekki verið
nein tímamörk á grásleppunni, en
nú mátti ekki byrja fyrr en 20.
marz. Það út af fyrir sig finnst
mér rétt, þvi það mátti tala um
illa þroskuö hrogn framan af ver-
tíðinni. En mér finnst eindregið
að í stað netafækkunar heföi átt
að klípa aftan af vertíðinni líka,
þvi þá er grásleppan oft farin að
hrygna og við þá ef til vill að
veiða hana tóma."
— Heldur þú að menn hafi
freistast til að vera með fleiri net
en mátti í grásleppunni?
„Nei, ég held að menn hafi nú
almennt ekki farið mikið fram
yfir.
En það gætu skapast alls konar
leiðindi milli manna, ég tala nú
ekki um, ef einhver færi að
stunda þetta eins og áður. Þá held
ég að yrði stutt í klögumálin. En
það mætti koma í veg fyrir þau
með þvi að stjórna tímanum og
láta netafjöldann óáreittan."
— Því hefur veriö haldið fram,
að þið grásleppumenn væruð með
eitthvaö af þorskanetum í takinu
líka.
„Ég held, að það hafi nú ekki
verið til I dæminu að menn
hnýttu þorskanetum með grá-
sleppulögninni.
En það kann að hafa verið, að
einhverjir væru með eins og eina
eða tvær þorskanetatrossur til
drýginda. Það er óánægja yfir því
að mega ekki vera með hvort
tveggja í einu.
En fyrst þú ert nú farinn að
spyrja mig spjörunum úr, þá lang-
ar mig að benda á það, að enginn
segir neitt, þótt sveitakarlar á
stórum búum og aðrir atvinnu-
menn i landi hlaupi í grásleppuna
og eru þeir þá jafnréttháir okkur,
sem stundum sjóinn alit árið."
— Viltu láta banna þessum
mönnum grásleppuveiðar?
„Ég held nú, fyrst farið er aö
takmarka þetta með einhverjum
ráðum, þá hefði verið skynsam-
legast að byrja á því aö stöðva
menn, sem stunda allt aðra at-
vinnu sér til lífsviöurværis en sjó-
mennsku."
— Nú stundar þú handfærin á
sumrin. Ertu líka argur út í „sum-
armennina" sem svo eru kallaöir
á trillunum?
„Nei. Ég held þeir hafi ekkert
aö segja. Þetta er ekkert magn,
sem þeir taka. Og nteðan engar
takmarkanir koma á þær veiöar,
þá sé ég engum ofsjónum yfir
þessum mönnum."
— Þú varst á þorskanetum í
vetur. Hverniggekk?
„Þetta var með bezta móti. Við
fengum 50 tonn af saltfiski, sém
þýöir svona 130 tonn upp úr sjó.
En þarna er hlutur, sem mér
finnst alveg glæpur. Og það er að
þurfa að henda lifrinni. Ætli við
höfum ekki hent svona 7—800
kilóum í beztu róðrunum okkar.
Þetta er alveg ægilegt."
— Nú hafa sölumál ykkar grá-
sleppusjómanna verið talsvert
rædd.
„Já. Þetta er allt svo laust í
reipunum. Það eru margir í þessu
og við fáum enga tryggingu, þeg-
9 9