Morgunblaðið - 25.06.1977, Side 37

Morgunblaðið - 25.06.1977, Side 37
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 25. JUNÍ 1977 37 '.u ^ ^ - jj VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 0100 KL 10 — 11 FRÁ MÁNUDEGI l.W/ióOTffVWiMI til annars hnattar, að loknu lifinu hér, en það væri fengur að þvi að heyra álit manna á því máli. En úr því að farið er að tala um eilifðarmálin er ekki úr vegi að taka hér næst bréf frá öðrum manni er stundum áður hefur lagt orð í belg um þessi mál, en það er Sigurður Draumland: # Orð „Barn var sent niður af lofti til þess að kalla á afa sinn, sem bjó í herbergi niðri. Það átti að biðja hann að koma til kvöldverð- ar. En barnið kom aftur og sagðist ekki komast inn í herbergið til afa, þvi að það væri fullt af engl- um. Fullorðna fólkið var hissa á tali barnsins. Einhverjir fóru þá niður og fundu þar afa sitja and- aðan i hægindastólnum. Hvað var það sem barnið sá? — „Og er þær skildu ekkert í þessu stóðu altt I einu tveir menn hjá þeim i skin- andi klæðum.“ Var það ekki hið sama, sem gerðist við gröf Krists?“ (Haraldur Níelsson: Við gröf Krísts í afturelding, — prédikun í Frikirkjunni 1921). „Er nú ekki kominn timi til að flengja þetta dót?“ (Heimir Steinsson, sbr. Kirkjuritið.) „Ljónin öskra eftir bráð og heimta æti sitt af Guði“. (Gamla testamentið, Sálm. 104, 21). Hér eru þrjú sýnishorn af rúm- lega ellefuhundruð tilvitnunum, sem ég hefi týnt saman í skrifbók mína, viðsvegar að úr sögu mannsandans. Höfundar þeirra eru frá öllum timum, :f öllum stigum stétta og tegundum hugar- fars og á öllum aldri frá börnum til aidraðra. Einum manni hefi ég sérstaklega með vilja gengið framhjá: Jeremía spámanni, sam- nefnara heimsvaldastefnunnar í þjóðbaráttu nútimans. Ef spádómsbók Jeremia er bor- in saman við Fjallræðu Krists, sést greinilega munurinn á refsi- lögmáli hefnigjarns stjórnmála- manns og loganum helga (trú, von og kærleik). Sæki kennimað- ur hugljómun ræðu sinnar í predikunarstólnum til logans á hann ekki að þurfa að berjast um í þungum móði svo sem heyrst hefir. Allt að þvi að hlustendur forði sér út eða loki viðtæki. Blær- inn yfir boðun og framsögn er meginafl helgistunda og gjörspill- ir þeim ef hann er neikvæður. Hverjum manni er stilltur streng- 'ur í brjósti. Því skynjar hann hversu satt eða ekki satt orðin hljóma. Oft er umkomusmáum trú það sem þroskuðum er vissa. Bregst ekki stundum þeim sem af alhug hlýða messu von sín og trú? „Og konungurinn mun svara og segja við þá: Sannlega segi ég yður, svo framarlega sem þér haf- ið gjört þetta einum minna minnstu bræðra, þá hafið þér gjört mér það.“ (Matt. 25,40). Sigurður Draumland." 0 Um greiðslu tryggingarbóta „Velvakandi góður. Getur þú komið þvi til réttra aðila fyrir mig hvernig það sé með greiðslu á tryggingarbótum. Hér á Raufarhöfn er borgað annan hvern mánuð og hefur ver- ið borgað núna tvisvar á þessu ári. Eru það ekki lög að þetta beri að greiða mánaðarlega? Þvi sitjum við ekki við sama borð og aðrir i þessu efni. Ég hringdi i tryggingarnar á Húsavik og sá sem svaraði mátti ekki vera að að gefa mér neinar upplýsingar og það fannst mér ekki nógu góð þjónusta. Mig langar að fá að vita hvort beri að greiða tryggingarbætur mánaðarlega eða annan hvern mánuð? Ein óánægð." Þessum spurningum er hér með komið á framfæri við viðkomandi aðila i þeirri von að þeir sjái sér fært að svara þessari konu á Raufarhöfn. S1 01 01 01 U Bingó kl. 3 í dag. 1 lal Aðalvinningur vöruúttekt fyrir 25.000.— kr. OSSSSIEIEIEIEIEIEIEIEIEIEIEIEIEIBIGISÍ Þessir hringdu . . . Sjá einnig ÞESSIR HRINGDU á bls. 28 í blaðinu f dag. 0 Góðar gjafir Sjúklingur, sem nú liggur á Hvitabandinu, hafði samband við Velvakanda og vildi fá að koma að þakklæti fyrir gjöf, sem spitalan- um hefur borizt. Er það útvarp með hátölurum og hægt er einnig að spila kasettur, snældur, og með gjöfinni fylgdu með allmargar snældur, sem bæði er búið að leika inn á og einnig nokkrar, sem ekki er búið að leika inn á, þannig SKÁK Umsjón: Margeir Pétursson Á skákmóti i Tsjeljabinsk í Sovétrikjunum í ár, en mótið var jafnframt undanrásariðill fyrir Skákþing Sovétrikjanna, kom þessi staða upp í skák þeirra Petrushins, sem hafði hvítt og átti ieik, og Belovs: • b c d • f o h 17. IIxd6! — Rd7 (Eftir 17. . . .Bxd6 18. Dxd6 — Rd7, 19. Rd5 verður svartur mát) 18. Hxd7! — Bxd7, 19. Rxe5 — 0-0 (Eða 19.. . Be6 20. Bxe6 — fxe6 21. Dxe6 — Hd8, 22. Rd5) 20. Rxd7 — Had8, 21. IId3 — H:c8, 22. Re5 og svartur gafst upp. Petrushin varð sigurvegari á mót- inu. Hann hlaut 9 v. af 13 mögu- legum, en vinningi neðar komu þeir Panchenko og Filipenko. að sjúklingar geta tekið upp eitt- hvert efni ef þá langar til. Sagði þessi sjúklingur á Hvitabandinu, að þetta væri mjög kærkomin gjöf og nú sætu sjúklingar, sem það' gætu, öllum stundum við útvarpið og snældutækið og spiluðu tónlist og hlustuðu. Væri tækið í gangi nærri allan daginn og fram i kvöld þar til sjúklingar þyrftu a! ganga til náða. Ekki kvaðst hann vita hver gefandinn væri, en vildi fá að koma á framfæri þakklæti til hans með þessum orðum. HÖGNI HREKKVÍSI Við ætlum bara að slá á milli — og engan í dómarasætið! Bíll til sölu Honda Civic Til sölu er Honda Civic sjálfskipt, árgerð 1 977 ekin 7000 km. Til sýnis að Sigtúni 31,1. hæð, laugardaginn 25. júní frá kl. 1.00. Tilboð óskast. GRUNDTVIGS H0JSKOLE FREDERIKSBORG 3400nnerod Danskur lýðháskóli (35 km. fyrir nordan Kaup- mannahöfn) með sérstökum deildum í norrænum greinum og þjódfélagsfræði, sálfræði, skapandi greinar. 35 greinar eru kenndar innan skólans. 4—8 mán. frá sept. 6 mán frá nóv og 4 mán frá jan. Hring/ð eða skrifið eftir stundaskrá forstander Sv. Erik Bjerre tlf. 03-268700 - 3400 HillerOd Frá Stýrimannaskólanum í Reykjavík Umsóknafrestur um skólavist fyrir nýja nem- endur er til 15. ágúst. Inntökuskilyrði í 1 . bekk eru: 1 . Gagnfræðapróf eða hliðstætt próf. 2. 24 mánaða hásetatimi eftir 1 5 ára aldur. Þá þurfa umsækjendur að leggja fram augn- vottorð frá augnlækni, heilbrigðisvottorð og sakavottorð. Fyrir þá, sem fullnægja ekki skilyrði 1 . er haldin undirbúningsdeild við skólann. Einnig er heim- ilt að reyna við inntökupróf í 1. bekk í haust. Prófgreinar eru: Stærðfræði, eðlisfræði, ís- lenska, enska og danska. Haldin verða stutt námskeið í þessum greinum og hefjast þau 14. september. Inntökuskylirði í undirbúningsdeild eru 1 7 mánaða hásetatími auk fyrrgreindra vottorða. 1. bekkjardeildir verða haldnar á eftirtöldum stöðum ef næg þátttaka fæst: Akureyri, ísafirði og Neskaupstað. Skólastjóri.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.