Morgunblaðið - 29.07.1977, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 29.07.1977, Qupperneq 8
8 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 29. JULI 1977 Stefán A. Jónsson, Kagaðarhóli: Hvað er gagnrýni? Athugasemd við ummæli stjórnarformanns SIS Þann 29. júní s.l. er birt í Morg- unblaðinu ályktun sem samþykkt var samhljóða á aðalfundi Sölu- félags Austur-Húnvetninga á Blönduósi í vor. 1 ummælum stjórnarformanns S.Í.S., Eysteins Jónssonar, sem birt eru í fram- haldi af þessari ályktun sam- kvæmt samtali hans við blaðið, segir hann m.a. varðandi Búvöru- deild S.Í.S. Að haldnir væru sérstakir fund- ir með fulltrúum þeirra kaupféi- aga, sem við deildina skiptu og þar væru gefnar upplýsingar um starfsemi hennar. Þetta fyrir- komulag var ekki gagnrýnt á aðal- fundinum (aðalfundur S.l.S.) heldur aðeins spurst fyrir um þessa ályktun, en hvort við leggj- um fram einhverjar endanlegar tillögur fyrir aðalfundinn 1978 get ég ekki sagt um enda þarf ekki endilega að leggj það fyrir aðalfundinn þótt breytingar verði á þessu sagði Eysteinn að lokum“ (Tilvitnun í Morgunblaðið lýk- ur). Þau ummæli stjórnarformanns S.Í.S. að stjórnarfyrirkomulag Búvörudeildar hafi ekki verið gagnrýnt á aðalfundi S.Í.S. 1977 get ég ekki sætt mig við. Tel ég ekki annað fært en gera þar at- hugasemd við minnugur þeirra orða að skylt er hverjum manni að hafa það er sannara reynist. Á aðalfundi S.Í.S. spurðist ég fyrir um ályktun aðalfundar Sölu- félags Austur-Húnvetninga, en hennar var að engu getið í skýrsl- um forstjóra eða formanns. Kynnti ég umrædda ályktun og las hana upp á fundinum. 1 henni felst bæði gagnrýni á núverandi fyrirkomulag hjá Búvörudeild og þó fyrst og fremst ósk um breytt stjórnarfyrirkomulag Búvöru- deildar. í þessari ályktun segir m.a. „Eigi að siður telur fundurinn (aðalfundur Sölufélags Austur- Húnvetninga) nauðsynlegt að árs- reikningar Búvörudeildar séu sendir félögum sem eru beinir viðskiptaaðilar hennar og óskar eindregið eftir að fá senda árs- reikninga ársins 1976 sem og eft- irleiðis.“ Siðar í ályktuninni segir: „Ennfremur leggur aðalfundur S.A.H. til að stjórn S.I.S. kanni möguleika á að breyta stjórnar- fyrirkomulagi Búvörudeildar S.1.S.“ I lok tillögunnar er lagt til að stjórn S.Í.S. leggi tillögur um það efni fyrir aðalfund Sam- bandsins 1978. A aðalfundi S.I.S. ræddi ég þessi mál nokkuð og taldi ákvarð- anir teknar af Búvörudeild eins og t.d. um gærusölu (framleiðsla ársins 1975) óviðunandi. Og orð- rétt sagði ég: „Það eru fleiri atriði sem ég sem stjórnarmaður hjá Sölufélagi Austur-Húnvetninga hef talið þurfa athugunar við". Drap ég síðan á að skil Búvöru- deildar á afurðaverði væru betri það sem er af þessu ári en s.l ár, VINSÆLIR VANDAÐIR Enskir karlmanna skór Svartir og brúnir Verð kr. 7.900.- Skóverzlun Péturs Andréssonar, Laugavegi 74, sími 17345. Skóverzlunin Framnesvegi 2. SLAIÐ I EINU HÖGGI Irland 17.-31. ágúst. , ^ , Verðkr.72.000,- Fjölbreyttir ferðamöguleikar 14 daga draumaferð vinnuferöir Austurstræti 12 Rvk. simi 27077 en hvernig kostnaði deildarinnar væri jafnað niður á útflutt kjöt og kjöt selt innanlands taldi ég sér- mál sem ekki væri ástæða til að ræða á þessum fundi (aöalfundi S.I.S) þar sem hér væru margir sem málið snerti ekki beint og hvorki hefðu áhuga né hagsmuna að gæta í því sambandi. I framhaldi af því reifaði ég þá skoðun sem kemur fram i ályktun Sölufélags Austur-Húnvetninga i að mál Búvörudeildar þyrfti að ræða á fundum þar sem mættir væru kjörnir fulltrúar frá þeim félögum sem skipta við hana. Lagði ég áherslu á þetta atriði, þar sem mörg erfið og viðkvæm mál kæmu þar til úrlausnar sem bændur sjálfir hafa töluverða þekkingu á úr starfi sínu og eiga að fá að hafa áhrif á. Ég hef nú í stuttu máli rakið hvernig ég ræddi málefni Bú- vörudeildar að ég taldi með hóf- samri gagnrýni og jákvæðum ábendingum til úrbóta. Rétt er þó að skýra þetta nokkru nánar til þess að menn átti sig betur á um hvað málið snýst. Sá háttur hefur verið hafður á hjá Búvörudeild að hún boðar kaupfélagsstjóra á sérstaka fundi er hún heldur, en aðrir frá þeim samvinnufélögum, sem skipta við hana eru ekki boðaðir. Engir kjörnir fulltrúar — engir bændur — hafa rétt til að sitja þessa fundi Búvörudeildar, sem samkvæmt ársskýrslu S.Í.S. veltir afurðum bænda fyrir 6.700 millj. kr. s.l. ár og Kjötiðnaðarstöð til viðbótar fyrir 427 millj. kr. eða alls fyrir 7.100 millj. kr. 1976. Lætur nærri að þessi velta sé sem svarar 1.5 millj. kr. á hvern meðalbónda í landinu. Bændur eru sem sagt útilokaðir frá því að hafa bein áhrif á gang mála hjá Búvöru- deild og eiga ekki aðgang að þeim upplýsingum, sem gefnar eru á þessum fundum Búvörudeildar þar sem kaupfélagsstjórar mæta. Meira að segja stjórnir þeirra fél- aga sem skipta við Búvörudeild fá ekki ársreikninga hennar. I^annig eru nú tengslin við framleiðend- urna orðin þótt félagsmenn í sam- vinnufélagi séu. Þarf nokkurn að undra þótt talin sé þörf breytinga. Þá vík ég aftur að aðalfundi S.l.S. Þar taldi ég ekki þörf að fara mjög náið út f öll atriði er tiliaga Sölufélags Austur-Húnvetninga hafði að geyma. Sum þessara atr- iða skýrðu sig sjálf. Undirtektir bæði forstjóra S.I.S. Erlendar Einarssonar og formanns Eysteins Jónssonar við málflutning minn og tillöguna áleit ég jákvæðar. Eysteinn Jóns- son lýsti því yfir að tillagan ýrði tekin til athugunar og málið skoð- að því að þörf væri á breytingum. Ég taldi því ekki ástæðu til að ræða þetta mál frekar á aðalfundi S.I.S. þar sem ég leit svo á að þessir forystumenn samvinnu- hreyfingarinnar væru opnir fyrir jákvæðri gagnrýni og vildu taka hana til greina. Og vilji félags- mannanna til aukinnar virkrar þátttöku i starfi samvinnuhreyf- ingarinnar væri tekinn fegins hendi. Það væri litið á sem eðli- lega þróun mála að bændur hefðu vaxandi áhuga á málefnum Bú- vörudeildar og ættu rétt á ein- hverri aðild að stjórnun hennar. Einnig fengju þeir tiltækar upp- lýsingar um sölu afurða innan- iands sem og erlendis. Þvi að óneitanlega horfa bændur með ugg til þess hve erfiðlega gengur að selja dilkakjöt og fleiri afurðir erlendis fyrir viðunandi verð. Þrátt fyrir að stjórnarformaður S.Í.S. telji það sama og enga gagn- rýni þótt einn óbreyttur bóndi, félagsmaður norðan úr landi fjarri höfuðstöðvum samvinnu- hreyfingarinnar ræði málin með nokkrum þunga á aðalfundi S.I.S. vona ég að formaðurinn hafi full- an vilja á aukinni þátttöku bænda í stjórnun og starfsemi Búvöru- deildar. Hann lýsir því og yfir í lok orða sinna sem vitnað er til í upphafi þessarar greinar að ekki þyrfti að leggja tillögur um breytt stjórnarfyrirkomulag deildarinn- ar fyrir aðalfund S.I.S. heldur væri hægt að gera breytingu án þess. Þar sem svo er litið á verður væntanlega ekki beðið til næsta árs með að gera jákvæðar breyt- ingar í þessu máli. Þá vil ég minna á að sérmál aðalfundar S.I.S. var „Fræðslu- og félagsmál samvinnuhreyfing- arinnar". I umræðum um þetta sérmál fundarins komu hvað eftir annað fram i ræðum manna áhyggjur yfir þvi hvað áhugi hins almenna félagsmanns virðist fara dofnandi, hann sæki illa fundi og sé lítt virkur í starfi samvinnu- hreyfingarinnar. Fram kom mik- ill áhugi forystumanna jafnt sem annarra er til máls tóku um þetta mál að gera átak til þess að fá hinn almenna félagsmann til virk- ari þátttöku. Ég vil benda á að tillaga Sölu- féiags Austur-IIúnvetninga felur í sér eina raunhæfa leið til auk- innar þátttöku hins almenna félagsmanns í starfi samvinnu- hreyfingarinnar. Margt fleira mætti um þetta segja og önnur mál sem athyglis- verð voru á aðalfundi S.Í.S. og sum hver ollu nokkrum skoðana- skiptum og orkuðu tvimælis, en út á þá braut verður ekki gengið. Læt ég svo útrætt að sinni um málefni Búvörudeildar, þótt ástæða væri til að skrifa miklu lengri grein um þessi mál og ræða þar á víðari grundvelli um við- skipti innanlands og útflutning til einstakra landa. Enn ber ég þá von að hægt sé að fá úreltu skipu- lagi breytt og jákvæðara og opn- ara félagsform verði tekið upp, svo að ekki verði fámenn stjórn embættismanna sem fari með og hafi i hendi sér öll ráð þeirra er framleiðslustörfin vinna vítt og breitt um landið inn til dala og út til nesja. Þeir sem þessi störf vinna eru ekki sikvartandi og eru seinþreyttir til vandræða en vanir þvi að fylgja málum þéttingsfast eftir ef þess gerist þörf til þess að ná rétti sínum. Aðalframkvæmdastjóri UNESCO Dr. Amadou-Mahtar M’Bwo, að- alframkvæmdastjóri Menningar- málastofnunar Sameinuðu þjóð- anna, kom í heimsókn til Islands í fyrradag í boði íslenzku ríkis- stjórnarinnar. Hann mun dveljast hér í nokkra daga og m.a. hitta að máli forseta Islands, forstæisráð- herra, menntamálaráðherra og ýmsa vísindamenn. Viðræður munu fara fram um samskipti Islands og UNESCO, m.a. um Háskóla Sameinuðu þjóðanna, en UNESCO annast að nokkru fram- kvæmd þess máls, áætlun UNESCO um þýðingar bók- á Islandi mennta af frummáli á ýmis tungumál, jarðvisindi o.fl. Framkvæmdastjórinn mun heimsækja Háskóla Islands og Stofnun Arna Magnússonar, fara til Þingvalla, Geysis og Gullfoss og til Vestmannaeyja. Hann mun ávarpa heimsþing Alþjóðasam- bands esperantista, er hefst i Reykjavík sunnudaginn 31. júlí n.k. og sama dag opnar hann ljós- myndasýningu í Norræna Húsinu um starf UNESCO undanfarin 30 ár. Dr. Amadou-Mahtar M’Bwo er Framhald i bls. 27

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.