Morgunblaðið - 29.07.1977, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 29.07.1977, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 29. JOLl 1977 19 Hveragerði 28. júli. t GÓÐA veðrinu á sunnudag setti Paul Michelsen garðyrkjubóndi borð og stóla út á gangstétt hjá sér, þannig að fólk gæti notið veitinga úti víð. Steingrimur listmálari Sigurðsson kom fljótt á staðinn og byrjaði að mála og hafði fólk á tilfinningunni að það væri komið á eitthvert kaffihúsanna í Parfs. Myndin sýnir Steingrim við störf fyrir utan skála Michelsens á sunnudag, en myndina tók Georg Michelsen. Framhaldsdeildir ákveðnar í tveimur skólum í Reykjavík ALLMIKLAR breytingar koma til framkvæmda á skólahaldi á næsta ári i Reykjavík. Gagn- fræðaskólarnir hafa nú verið al- farið lagðir niður og f grunnskóla verða 9 bekkir f stað 8 f skyldu- námsskólum áður. Þá verða rekn- ar framhaldsdeildir við grunn- skóla Reykjavfkur. Hefur verið hægt að taka við öllum sem um þær sóttu og er verið að ganga frá fjölda bekkja, ráðningu kennara og gera aðrar ráðstafanir. Færri sóttu um í framhaldsdeildum en gert hafði verið ráð fyrir og verða þær reknar a.m.k. f tveimur skól- um, Laugalækjarskóla og Ár- múlaskóla. Ekki verður kennt í Lindar- götuskóla næsta vetur, en heilsu- gæslu- og uppeldisbrautarnámið flyzt í Ármúlaskóla. Þar verða væntanlega 17 bekkjardeildir, fyrsta og annað námsár af heilsu- gæslu- og uppeldisbraut, auk for- náms þar, svo og þrioja og fjóðra námsár mála- og stærðfræði- deilda. í Laugalækjarskóla verða viðskiptanámsbrautir, liklega 9—10 deildir, frá fyrsta til þriðja námsárs, auk fornáms. Fjöl- brautaskólinn í Breiðholti er enn i þróun og stækkun en hann verð- ur endanlega það stór að hægt verður að bjóða þar upp á mjög f jölbreytt nám. Við að hægt var að rýma Lind- argötuskóla, er nú hægt að koma þar fyrir Barnamúsikskólanum, sem aftur rýmdi þá úr Iðnskólan- um, sem einnig fær aukarými f Vörðuskóla. Grunnskólarnir þurfa nú að koma fyrir 9 bekkjum. Hleztu vandræðin með húsnæði eru i Breiðholti I. Nemendur þaðan voru i Hólabrekkuskóla, en verða nú að sækja nám í Ármúlaskóla, þar sem ekki er lengur rými í Hólabrekkuskóla. ?-------- Eru þeir að fá 'ann 7 ■ V._______ Arnarvatnsheiöin opnuð. Svo sem fram hefur komið í fjölmiðlum, þá var fyrir skömmu stofnað veiðifélag Arnarvatnsheiðar og um leið farið að selja leyfi i vötnin, en fram að því hafði aðeins verið mögulegt að komast f Arnar- vatn mikla og einnig Reykja- vatn. Við vorum þarna á ferð- inni um síðustu helgi og rædd- um stuttlega við Kristleif í Húsafelli um hið nýja fyrir- komulag. Hann sagði, að svæð- inu væri skipt í tvo hluta, eystra og vestara svæði og væri Úlfsvatn uppistaðan i vestara svæðinu, en Arnarvatn litla í þvi eystra. Þeim fylgdu síðan helztu vötn og lækir í nágrenni þeirra. Þá sagði Kristleifur, að tekið hefði verið upp strangt eftirlit með vötnunum og verð- ur vörður á sveimi þar fram á haust, þvi að grunur léki á, að veiðiþjófar hefðu fjölmennt á þessar slóðir meira en góðu hófi gegndi. Verö og vegur i Veiðileyfi fyrir hið nýja svæði kostar heilar 3000 krónur fyrir daginn og hlýtur það að vera með dýrari silungsveiði á landinu og kemur það á óvart, vegna þess hve mikil fyrirhöfn er að koma sér fram á heiði og eins vegna hins mikla happ- drættis sem veiðiskapur á stöng þarna inn frá er. Vötnin eru flest frekar grunn og mjög gjörn á að gruggast ef hann blæs nokkuð að ráði og ef svo er, verður heldur litið úr veiði- skapnum. Við félagarnir keypt- um okkur fyrstir manna leyfi og skröltum síðan fram að Ulfs- vatni þar sem við veiddum prýðilega á laugardaginn. En á sunnudaginn gruggaðist allt saman vegna dálítils roks og varð illveiðandi. Færðin inn eftir er þolanleg, en ekki hefur hún batnað siðan t.d. í fyrra. Bakkarnir svokölluðu hafa vér- ið illir yfirferðar, en Þorvalds- hálsinn er ávallt traustur! Arnarvatn Mikla Að sögn Kristleifs, hefur um- ferð að Arnarvatni verið tölu- verð í sumar og jöfn og all- þokkaleg veiði verið. Fiskurinn þykir þó heldur smár og er hugsanlega þörf á að grisja stofninn dálitið. Veiðileyfin kosta 2500 og fást í Húsafelli, en þess má geta, að Ferðaskrif- stofan Úrval annast einnig sölu veiðileyfa í nýja vatnasvæðið. Reykjavatn. Þess má að lokum geta, að i Kalmannstungu er hægt að fá keypt veiðileyfi í Reykjavatn, en okkur er ókunnugt um verð þeirra. Reykjavatn, sem er sunnan Fljóts, þykir vera ágætt veiðivatn og fiksurinn i því, Reykjavatnskynið, er einhver fallegasti silungur sem veiðist hérlendis. — gg- BANKASTRÆTI 9 — SIMI 1-18-11 Wallys Kakhibuxur — Hvítar skyrtur — Hermannaskyrtur OPIÐ TIL KL 22 I KVOLD Lokað laugardag. 111 1 ^ EVRÓPUMÓT íslenzkra hesta í Skiveren á Skagen i Danmörku dagana 19. til 20. ágúst. Samvinnuferðir efna til hópferðar ó mótið 18. til 27. ágúst. — Fararstjóri verður Agnar Guðnason Gisting á hótelum eða tjaldstæðum (hægt að fá leigð tjöld á mótsstað) Margir möguleikar í skoðunarferðum um Jótland. Hringið f síma 27077 og fáið allar nánari upplýsingar Samvinnuferðir I ^ Austurstræti 12 Rvk. simi 27077 |

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.