Morgunblaðið - 29.07.1977, Side 29

Morgunblaðið - 29.07.1977, Side 29
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 29. JULI 1977 29 ORÐ í EYRA ÍHÁ- DEGINU — Þetta er nú eitthvað ann- að að sitja hér með ffn hnífa- pör og spæna upp f sig heita kryddsúpu en að éta soðning- una og þrumarann úr berum lúkunum á sér eins og við gerðum fyrir vestan þegar ég var að alast upp, sagði Sjonni vinur minn upp úr súpunni. Eg minntist þess ekki að hafa heyrt Sjonna fara með svo langa málsgrein og svaraði að bragði: — Ekki veit ég hvort Amin kallin í Uganda slafrar f sig fæðuna með hnffapörum eður guðsgöfflunum ef nefna má þumalfingurna á honum svo virðulegu nafni. Og hirði ég aldrei hvern veg frumstæðar þjóðir taka til sfn næringu. Sjonni gaf sér tóm til að ljúka súpunni og mælti sfðan stundarhátt áður en hann lagði til atlögu við kjötkáss- una: — Ifrikaleg óheppni var þetta f landsleiknum. maður. Við áttum sko leikinn. Þetta var algjör hundaheppni hjá Svfunum. — Svfar hafa löngum verið menningarþjóð. Þó Ólafur Jónsson hafi gengið á skóla hjá þeim er hann kannski undantekningin sem sannar regluna eins og Kræsler sagði. Eða var það bara Ford? — Kortfnan er jú sæmileg- ur vagn. Þó svo ég haldi þeim japönsku fram. Þar eru sko eingir mánudagsbflar. — Ilvað mánudagsmynd- irnar f Iláskólabfói snertir er ekki fyrir það að synja að þar hefur Friðfinni tekist upp. Eins og allir menningarvitar á kvikmyndasjónum, sem eitt- hvurt mark er takandi á, eru sammála um. Þó hann sé frændi þeirra Hannibalss'ona og kannski fleiri gambur- menna. Það kemur ekki mál við mig. Ættfræðin er ekki mfn sterka hlið eins og þeirra Einars Bjarnasonar og Helga Vigfússonar. — Ég er hundraðprósent viss á þvf að við erum að koma okkur upp sterku liði úrvals- manna f frjálsum. Við ættum að rótbursta bæði Svfa og Finna næsta sumar. — Eigi veit ég með sannind- um hvort Iistahátfð er yfirvof- andi strax næsta sumar. En hitt veit ég að flestir telja Ift- illar hátfðar von ef stemningin verður f ætt við Blóðrautt sólarlag. Mér er til efs að jafn- vel harðsvfruðustu menningar- vitar fáist til að taka það Igg f forsvar... Enda sagði mér kunningi minn, sem er einn þessara skáldlega sinnuðu f lögfræðingastéttinni, að hvergi f öllu lagasafninu fyrir- fyndist jafndrepleiðinlegur ' texti o^.... Ég leit upp úr kássunni en sá Sjonna-hvcrgi... — Jón Arnason - Minningarorö Framhald af bls. 25 hann hlýtur að launum traust og vináttu fólksins. Þannig maður var Jón Arnason. Við eigum mynd í huganum af snotrum manni, vel vöxnum og friðum, kvikum og viðmótsglöðum dreng- skaparmanni, það var Jón Árna- son. Fyrir mér sýndan vinarhug langa tíð þakka ég Jóni og konu hans, Ragnheiði Þórðardóttir. Megi kær minning um góðan dreng lengi lifa í huga syrgjenda. Hugsum til hans þegar góðs drengs er getið. Samúðarkveðju sendum við hjón konu hans og ástvinum. Valgarður L. Jónsson. Hann Jón Árnason á Akranesi er látinn. í hugann leita fram minningar frá mörgum liðnum árum um samskipti og samstarf. Jón Arnason gegndi mörgum merkum störfum, en störf hans sem alþingismanns og formanns fjárveitingarnefndar Alþingis var hans aðalstarf mörg undanfarin ár. I starfi sinu á þeim vettvangi var Jón hinn prúði og grandvari maður, sem vildi hvers manns vanda leysa sem best hann gat. Okkur hér i Kalmanstungu er Jón minnisstæður bæði sem gestur og gestgjafi. Það voru ætið skemmti- legar stundir er þau Ragnheiður og Jón komu i heimsókn og að mæta opnum örmum þeirra hjóna á heimili þeirra hvort sem var í Reykjavik eða á Akranesi gleymd- ist ekki þeim sem notið hafa. Við hér i Kalmanstungu minn- umst Jóns Árnasonar með þökk, nú þegar hann er farinn „meira að starfa Guðs um geim“. Frú Ragnheiði og öðrum ástvin- um Jóns vottum við einlæga sam- úð og vonum að trúarvissa og minningin um mætan mann megi sefa söknuð þeirra. Kalman Stefánsson. Kalmanstungu. nyjar vorur • Ledurjakkar . F/auels/akkar • Leðurblússur • LeeCooper Flauelsbuxur Falmer nyjar vorur hellinguraf nýjum: Peysum Skyrtum: langerma stutterma bolum og aftur bo/um LAUGAVEGI 47 SIM117575

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.