Morgunblaðið - 30.08.1977, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. AGUST 1977
5
HE
Viíí
LH) ’77
„Reyrhúsgögn hafa sér-
stakan stíl yfir sér”
Rœtt við Kristján Ólafsson hjá Línunni hf.
— VIÐ opnuðum f nóv. s.l. verzl-
unina Lfnuna f Kópavogi og þar
eru á boðstólnum reyrhúsgögn,
fatnaður og hljómplötur. Smám
saman höfum við verið að auka
úrvalið innan þessa ramma, og þá
aðallega á húsgögnum, sagði
Kristján Olafsson, framkvæmda-
stjóri Lfnunnar h.f.
— Reyrhúsgögnin koma aðal-
lega frá Italíu, en einnig höfum
við vörur frá Filippseyjum, t.d.
páfuglastólana og fleira. Þessi
reyrhúsgögn eru alltaf að verða
vinsælli, ekki einungis hjá unga
fólkinu, sem eru þó flestir kaup-
enda, heldur höfum við kaupend-
ur á öllum aldri. Þessi húsgögn
eru létt og ódýr og þau hafa sér-
stakan stíl yfir sér.
— Það sem kemur frá Filipps-
eyjum er handgert og er eins kon-
ar heimilisiðnaður þar, en þegar
húsgögnin eru komin hingað til
lands, hefur verðið þegar þrefald-
azt vegna tollanna.
— Páfuglastóllinn kostar 38
þús. krónur, en geta má þess að
það er lægra verð en i Kaup-
mannahöfn á sama hlut. Þetta
stafar af þvi að umboðsmaður
okkar fær vöruna senda beint frá
framleiðslustaðnum, en miklu
dýrara er að fá vöruna senda frá
öðrum stöðum á Filippseyjum.
— Við stækkuðum svo i marz
s.l. þegar við opnuðum verzlun í
Austurstræti á Vallartorgi, en þar
verzlum við einungis með reyr-
húsgögn og aðra hluti úr sama
efni, en ekki hljómplötur og fatn-
að eins og i Kópavogi, sagði
Kristján að lokum.
Eigendur Lfnunnar h.f. eru auk
Kristjáns, Kolbrún Öðinsdóttir,
Margrét Öðinsdóttir, Hulda Arn-
órsdóttir og Stefnir Helgason.
Kristján Ólafsson, framkvæmdastjóri Lfnunnar h.f., f sýningarbásnum
f Laugardalshöllinni.
„Eldhúsinnréttingar
frá 180 þús.
Rœtt við Pétur
Björnsson hjá
Kalmar inn-
réttingum hf.
— ÞETTA fyrirtæki flytur inn
Kalmarinnréttingar, og uppistað-
an f þvf eru eldhúsinnréttingar og
ekki sfzt baðborð, sem seljast
mest. Einnig flytjum við inn
klæðaskápa og flfsar og alltaf eru
að bætast nýir hlutir við, sagði
Pétur Björnsson, einn eigenda
Kalmar innréttinga h.f.
— Þetta er mjög ungt fyrir-
tæki, var stofnað í nóvember
1976, en áður hafði Litaver flutt
innréttingarnar inn í nokkur ár
og við tókum við innflutningnum
þegar þeir hættu.
í 1 mffljón”
Þetta er allt sænsk framleiðsla
og mjög vönduð. Á sýningunni
erum vió með nýja tegund af eld-
hússkápum, þ.e.a.s. nýjar lamir
þar sem smellan, sem lokar
skápnum, er í lömunum sjálfum
og þær eru ekki festar utan á
skápinn. Þetta verður komið á
markaðinn hér eftir nokkra mán-
uði.
— Verð á eldhúsinnréttingu
getur verið mjög breytilegt, eftir
því hver stærðin og gerðin er, allt
frá 180 þús. upp í eina milljón og
allt þar á milli, og baðborð kosta
um 100 þúsund að meðaltali, sagði
Pétur að iokum.
Meðeigendur Péturs að Kalmar
innréttingum h.f. eru Helgi
Eyjólfsson og Edvarð Sverrisson
sem er einnig framkvæmdastjóri
fyrirtækisins.
Tvefr eigendur Kalmar innréttinga f sýningarbásunum þeirra, þeir
Helgi Eyjólfsson (t.v.) og Pétur Björnsson. Á myndina vantar Eðvarð
Sverrisson, framkvæmdastjóra.
Ver8 kr,jí?6tí(L -
Sýningarverð
Verð kr. £»rC§0
Sýningarverð
Verð kr.
Sýningarverð
kr. 12.900,-
TILVALDAR SKOLATQLVUR
sambyggð stereo sett
í hnotu verð kr. ÍJSík8fi0,0
Sýningarverð kr. 150.000
Máluð verð kr. Tþ&fifiO
Sýningarverð kr. 145.000 .
á sviðinu gerum við viðskiptavinum okkar
Vegna mikillar eftirspurnar og UBTItJSl |Jft Tf\
eftirtektar á sýningunni IILIÍImIV m í
höfum við ákveðið að bjóða gestum tölvur og hljómtæki
á sérstaklega hagstæðu verði.
Vegna mikillar eftirspurnar og U|J|£1||
eftirtektar á sýningunni nEillalLI m m
höfum við ákveðið að bjóða gestum eftirtaldar úrvalsvörur
frá SHARP á ótrúlega hagstæðu verði.
Hljómdeild
LAUGAVEGI 66, 1. HÆÐ
Simi frá skiptiborði 28155
] 1
«1