Morgunblaðið - 30.08.1977, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 30.08.1977, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. AGUST 1977 Síðasta leikvika „Light nights,> SÍÐUSTU sýningar á LIGHT NIGHTS, kvöldvökuskemmtun- um fyrir enskumælandi ferða- menn, verður í kvöld, og fimmtu- dagskvöld kl. 21.00 í ráðstefnusal Loftleiðahótels. Þessar sýningar Ferðaleikhússins njóta mikilla vinsælda erlendra ferðamanna og hefur aðsókn verið góð í sumar, en sýningar verða alls 27 að þessu sinni. Sérstök sýning var haldin fyrir eiginkonur ræðismanna ís- lands er hér voru staddar nýlega og komu viðsvegar að úr heimin- um, eða frá 35 löndum. Þessi sýn- A kvöldvökuskemmtun LIGHT NIGHTS er Ferðaleikhúsið stendur fyrir í ráðstefnusal Loftleiðahótels. ing á LIGHT NIGHTS var sérstæð að því leyti, að hún var haldin að morgni dags, en engu að síður tókst með ágætum að mynda kvöldvökustemmningu með þess- um góðu gestum. Vinningur er PHIIIPS 26" litsjónvarpstæki með eðlilegum litum trá heimilistæki sf að verðmæti kr 352.000 Smáauglýsingamóttaka i sima 86611 alla daga vikunnar kl. 9-22 nema laugardaga kl. 10-12 og sunnudaga kl. 18-22 (6-10 e.h.) Einnig er tekið á móti smáauglýsingum á Auglýsingadeild VISIS Síðumúla 8 og í sýn- ingarbás Vísis á sýningunni Heimilið '77 Smáauglýsingin kostar kr. 1000,- Ekkert innheimtugjald. Ath. sérstakur afsláttur, ef auglýsing birtist oft. Allir þeir sem birta smáauglýsingu i Vísi, dag- ana 26. ágúst til 11. september 1977, meðan sýningin Heimilið'77 stendur yfir, verðasjálf- krafa þátttakendur í smáauglýsingahapp drætti Vísis. Eingöngu verður dregið númerum greiddra auglýsingareikninga. Dregið verður 15. sept 1977. Smáauglýsing í Vísi er engin sma augiýsing. Æ sími 86611 Allt til heimilisins i smáauglýsingum Vísis /i ATA-þing í Reykjavík — A Dr. Muammer Bakyan, Tyrklandi: Vopnasölu- bannið veikir bandalagið Dr. Muammer Bakyan á að baki langan og litskrúðugan feril f tyrknesku þjóðlffi, en hann er einn af fulltrúum ATA hér á ráðstefnunni, sem þessi áhugamannasamtök um varnir Atlantshafsbandalagsins efna til hér á landi um þessar mund- ir. Hann er lögfræðingur að mennt og var um tfma háskóla- kennari f þeirri grein jafn- framt því sem hann lauk há- skólagráðu í hagfræði. Síðan lagði hann stund á alþjóðarétt við Columhiaháskólann f New Vork og varð að því búnu starfsmaður Sameinuðu þjóð- anna. Arið 1954 sneri hann heim og varð þingmaður f flokki Menderes, þar til hann lognaðist út af eftir hyltinguna 1960. Þá varð hann um skeið fulltrúi lands síns hjá Sam- einuðu þjóðunum en sfðan um sex ára skeið sendiherra í Kór- eu. Að því búnu sneri hann sér aftur að stjórnmálum og situr nú á þingi, jafnframt því sem hann er aðalforstjóri stærsta hótelhrings í Tyrklandi um þessar mundir. Morgunblaðið spurði Bakyan hvernig afstaðan væri til At- lantshafsbandalagsins í landi hans um þessar mundir: „Tyrk- neska þjóðin gekk í NATO nokkru eftir að bandalagið var stofnað eða um likt leyti og Grikkland en eftir að V- Þýzkaland hafði gerzt þar að- ili,“ sagði Bakyan. „Til grund- vallar inngöngu okkar í banda- lagið var lögð sú meginskoðun þjóðarinnar, að við vildum telj- ast til hins vestræna heims og við töldum okkur og bandalags- riki eiga sameiginlegan óvin. Þess vegna töldum við öryggi okkar bezt borgið með því að ganga í þetta bandalag hinna vestrænu rikja." Bakyan sagði, að nú háttaði svo til í Tyrklandi að það hefði um 500 þúsund manna lið undir vopnum og það væri framlag þess til þessara varnarsamtaka hins vestræna heims. Ekkert annað ríki NATO hefði slíkan mannafla undir vopnum ef frá væru talin Bandarikin. „Þessu eru auðvitað samfara töluverð- ir efnahagslegir örðugleikar, því að Tyrkland er þróunarland og jafnvel í sumu tillifi vanþró- að ríki. Við búum við vaxandi íbúafjölda og jafnframt vax- andi þarfir íbúanna. Líkt og ísland erum við ekki auðug, ríki en framlag okkar liggur i þeim fjölda manna sem við höf- um undir vopnum í þágu bandalagsins. Þess vegna verð- um við að treysta á það að öllu leyti að samherjar okkar leggi okkur til vopnin og svo hefur það verið til skámms tima.“ Bakyan sagði að hins vegar hefði það nýlega gerzt, að það riki sem séð hefði Tyrklandi fyrir vopnum fram til þessa, hefði ruglað saman innanríkis- máli Tyrklands og hagsmunum Atlantshafsbandalagsins, og sett vopnasölubann á Tyrkland. „Þetta hefur valdið okkur ófyr- irsjáanlegum erfiðleikum, og enda þótt aðrir bandamenn okkar og yfirmenn Atlantshafs- bandalagsins hafi verið okkur hliðhollir virðist svo sem kosn- ingarnar í Bandaríkjunum, sem eru sökudólgurinn í þessu til- felli, skipti meiru máli en álit og áhrif bandamanna þeirra í Atlantshafsbandalaginu. Þetta hefur verið megin vandamálið í samskiptum Tyrklands og NATO, enda höfum við svarað vopnasölubanninu með þvf :ð segja upp samningum um her- stöðvar NATO í landi okkar." Morgunblaðið spurði Bakyan hvort hætta væri á þvi að Tyrk- ir kynnu að hætta aðild sinni að Atlantshafsbandalaginu. Dr. Muammer Bakyan. „Naumast að svo stöddu," svar- aði hann. „Hins vegar munu Tyrkir ekki hika við að grípa til gagnráðstafana ef svo heldur fram sem horfir, og endurskoða afstöðu okkar til NATO. Við erum með allan þennan fjölda manna undir vopnum, og stönd- um frammi fyrir þvi að her- væða hann, sem auðvitað kostar skildinginn. A sama tíma verð- um við að hugsa um þarfir þjóð- arinnar sem er í örum vexti og um bætt lffskilyrði þjóðarinn- ar. Einhvers staðar hlýtur þvi samdráttuinn að segja til sin, og því ættu bandamenn okkar að gefa gaum. Atlantshafs- bandalagið stendur því ekkert alltof vel að vigi i landi mínu um þessar mundir, og því mættu bandamenn okkar gefa gaum. Ég sé ekki betur en það sé frumskilyrði að vopnasölu- banninu verði aflétt, þannig að ástandið færist í eðlilegt horf, en það er rétt að taka fram, að það sem ég hef sagt her er algjörlega mitt pereónulega álit en ekki hin opinbera stefna.„“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.