Morgunblaðið - 30.08.1977, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 30.08.1977, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. AGUST 1977 hafa það fint héma á fslandi. Þetta er flott land og gott fóik. Ég er ánægður. Reglulega ánægður. Þess vegna skulum við rabba saman“. Við fórum inn á Mimisbar, en á leiðinni leit Benny Goodman inn i verzlunina. „Ég keypti nefnilega flik“, sagði hann. „Úr ull. Flottar „Hann er snjall hann Sigmund. Virkiiega snjall. Ég er góður þama. Og laxamir. Ég með klari- nettið og laxamir að biðja um eitt lag. Þetta er stórkostiegt. Fin mynd. Og þetta er frumteikningin? Well, well. Ég verð að skrifa eitt- hvað fallegt á ljósmyndina handa honum Sigmund. Eitthvað svona með aðdáun og þökk. Ég meina það. Hann er perla. Með aðdáun og þökk frá Benny Goodman". Hann kom á móti mér i móttöku Hótel Sögu; virðulegur, i gráum fötum og með gleraugu. „Helio, Johnsy“, sagði hann. „Þú vildir hitta mig að máli. Það er ókei. Ég er i svo góðu skapi núna. Búinn að 99 Ég verð að skrifa eitthvað fallegt á Ijósmgndina handa honum Sigmund99 græjur þessar islenzku ullarflikur. En ég verð ailtaf að reka hér inn nefið til að fullvissa mig um að ég hafi keypt réttu flikina. Þetta er gott. Nú skulum við koma inn á barinn“. Meðan Goodman var að dást að teikningu Sigmund og árita ljós- myndina spurði ég hann, hvort jazzinn væri ekki áþreifanlega^á uppleið aftur i Bandarikjunum. „Jú. Hann er kominn aftur og það er ýmislegt að gerast núna. Virki- legt lif i þessu“. „Ég veit ekki“, segir hann svo, þegar ég spyr, hvort hann kunni skýringuna á þessu. „Það var að minnsta kosti kominn timi til! Ef til vill er skýringin fólgin i þvi, að jazzinn er of þungur fyrir unglingana. Eins og klassikin. En svo koma áheyrendurnir með aldrinum. Ég held nefnilega að mjög ungum aðdáendum jazzins hafi ekki fjölgað. Tilfinningin kemur með aldrinum og þá fer fólk að hlusta á jazz. Ég hef heyrt mjög góðan jazz héma i útvarpinu. Það likaði mér vel. Islendingar voru góðir, þegar ég spilaði héma á Listahátiðinni. Þið kunnið að hlusta og svo heyri ég að jazzinn er ekki bara á lista- hátiðum. Hann er lika i útvarpinu. Það er gott. Þvi jazzinn er göfugt tónlist. Hann gefur. Öll góð tónlist gefur eitthvað. Jazzinn lika. Hann er góð tóniist og það er gott að geta hlustað á hann. Og spilað. Það er stórkostlegt. Ég er mjög hamingjusamur maður. Jazz og lax. Það er ég. Alveg eins og Sigmund teiknaði. Hann er næm- ur hann Sigmund. Hlýtur að vera jazzisti. Hefur þú gaman af jazz, Johnsy?“. „Heyrðu", segir hann svo áður en ég hef ákveðið, hvemig ég eigi að svara honum með jazzinn. „Ég hef átt alveg dýrðlega daga hérna. Svolitið hvasst. En allt i lagi með það“. „Þú vilt kannski ekkert heyra um mig og laxinn á íslandi. Vilt frekar bera upp einhverjar alvar- legar spurningar um tóniist? Veiztu hvað? Þú kemur með þinar spumingar. Og ég skýt að þér sögum um mig og laxinn. Þannig höfum við þetta, eins og við báðir viljum. Rétt. Well?“. Og þá spyr ég hann, hvað hon- um finnist um nýjazzinn. „Þetta eru svona ýmsar stefnur, sem hafa komið fram. Það er meiri fjölbreytni i þessu núna. Rokk-jazzinn til dæmis. Og fleira. En gamla sígilda sveiflan á lika sina aðdáendur ennþá. Annars er þetta aðallega spum- ingin um hina cinstöku flytjendur. Ég felli mig ágætlega við það, sem sumir einstaklingar eru að gera i nýjazzinum. En rafmagnsfræðin, sem aðrir eru komnir með inn i tónlistina ... i hreinskilni sagt; mér leiðist hún.“ Svo fær hann sér nýja tyggi- gúmsplötu. „Ég fékk einn lax þessa daga hér. Og setti i annan. Ég veiði bara á fiugu. Ég kann ekki á spún eða maðk. Þið fslend- ingar emð stórkostlegir i laxveiði sem öðru. Þið vinnið þetta. Þama vissi ég um menn, sem voru búnir að fá tiu eða tólf laxa yfir daginn. Allt áspún. Og svo fóru þéir aftur út að veiða. Bara si svona. Eins og tólf laxar væm ekki neitt. Ég var ánægður með minn eina. Hann var ekki stór, en það var kraftur i honum. Hann barðist. Ég fékk mikið út úr þeim slag. Svo fór ég heim i veiðihús að borða. Þetta var stórkostlegt lif. Eins og tónlist. Ég er alveg þrælhress eftir þessa daga. Sérðu það ekki á mér? Það hiýtur að sjást.“ Svo snúum við okkur að jazzin- um aftur. „Það er ekki bara jazzinn sem blómstrar", segir hann. „Öll tónlist er á fullu. Ég held þetta liggi fyrst og fremst i þvi, að plötumarkaðurinn er orðinn svo gifurlega stór í Bandarikjunum. Nú kaupa allir plötur. Og4?að margar plötur. Það fer ekki hjá þvi að þessi grózka öll hleypi lifi i tónlistina. Og þessi markaðsmál em ekkert sérbanda- rískt fyrirbrigði. Ég held þetta sé svona um allan heim. Og þetta er stórkostleg breyting frá því sem áður var.“ — Frá hinum gömlu griðu dög- um? „Já. Margir tala um hina góðu, gömlu daga. Vissulega voru þetta góðir dagar. Það er svolitið erfitt að útskýra þetta. En stundum, þegar ég heyri eitthvað, sem við

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.