Morgunblaðið - 30.08.1977, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 30.08.1977, Blaðsíða 48
AUGLÝSINGASÍMINN ER: 22480 JMvraunbUbife AUGLÝSINGASÍMINN ER: 22480 jn»r0iin(>labib ÞRIÐJUDAGUR 30. ÁGÚST 1977 Útflutningsuppbætur á búvöru: Þörfin er 935 milljón króna wnfram flárlög Ljósm. Mbl. Ámi Jörgensen. SIGLUFJORÐUR — það lagði peningailminn um allan Siglufjörð í fyrradag er blaðamenn Mbl. voru þar á ferð. Sumir Siglfirðingar sögðu jafnvel að sprettan f fjallshlfðunum væri mun betri þau sumur sem bræðslan gengi sem bezt. Sfldarverksmiðjurnar sjást greinilega fyrir miðri myndinni en þar er búið að taka á móti rúmlega 70 þús. tonnum af loðnu f sumar en allt sl. ár var þar tekið á móti 62 þús. Krónan fylgir norska og danska gjaldmiðlinum Eiðum, 29. ágúst. Frá Tryggva Gunnarssyni, blaðamanni Mbl: LJÓST er nú, að þær 1.800 millj- ónir króna, sem ætlaðar voru á fjárlögum ársins 1977 til greiðslu á útflutningsuppbótum á land- búnaðarvörum, duga ekki til að greiða allan þann verðmun, sem er á útfluttum vörum og innan- landsverði. Kemur þetta fram f skýrslu framleiðsluráðs landbún- aðarins, sem Sveinn Tryggvason, framkvæmdastjóri þess, lagði fram á aðalfundi Stéttarsam- bands bænda á Eiðum. Sveinn segir f skýrslu sinni að nokkur vissa sé fyrir því að greiðslur úr rfkissjóði geti orðið meiri en fjár- lögin segja til um, eða allt að þeim tfu hundraðshlutum af verð- mæti búvöruframleiðslunnar, sem lög kveða á um. Gefur sí réttur miðað við áætlanir 2.400 milljónir, en þörfin fyrir útflutn- ingsbætur á þann útflutning, sem farið hefur fram, er ekki undir Benny Goodman á Listahátíð BENNY Goodman vill koma á næstu Listahátíð. 1 viðtali við Mbl., sem birtist á bls. 12, segir hann m.a.: „Ég vona að ég geti komið þvi við að koma hingað og spila á næstu Listahátíð. Ég meina það. Island er gott land. Það er komið eitthvað af þessu landi í mig. Og ég er staðráðinn í aðhaldaþvi við“. 2.735 milljónum króna. Þannijj gæti vöntunin orðið 335 milljónir, en 935 milljónir miðað við fjár- lagatöluna. Framhald á bís. 30 Drap mink i þvottavél ÞÆR ERU orðnar margar minkabanasögurnar, en hér kemur þó einhver sú ævintýra- legasta þeirra. Það var fyrir fáeinum dög- um, að húsráðendur á bænum Breiðabólstað i Borgarfirði urðu varið við að minkur var að læðupokast i hlaðvarpanum hjá þeim. Gunnar Jónsson, bóndi, þóttist vita að ófétið hefði ekkert fagurt í hyggju og veitti minknum þegar eftirför. Þegar hann varð var við eftir- förina skauzt hann inn i þvottahús og sást á eftir hon- um, þar sem hann hvarf inn í þvottavélina. Ekki vildi Gunn- ar kála ófétinu með því að setja þvottavélina af stað, því að bónda var annt um vélina, heldur skrúfaði hann af lokið ofan af vélinni og vann á minknum þarna inni í þvotta- vélinni. EIÐUM, 29. ágúst. Frá blm. Mbl. Tryggva Gunnarssyni. N(J f ágústmánuði hefði sam- kvæmt lögum átt að ganga frá aðalkjarasamningi bænda fyrir næstu tvö ár, en samkomulag hef- ur orðið um það f sexmannanefnd að fresta gerð samningsins, en honum skal lokið eigi síðar en 15. október n.k. Nefndin hefur orðið sammála um bráðabirgðaverð- GJALDEYRISVIÐSKIPTI og gengisskráning verða með eðli- legum hætti í dag, en f gær var engin gengisskráning og gjald- eyrisdeildir bankanna að mestu lokaðar f kjölfar gengiskækkunn- ar þriggja norrænna gjaldmiðla. Bankastjórn Seðlabankans kom saman til fundar í gær, en að þvf er Davfð Olafsson, bankastjóri, tjáði Morgunblaðinu í gær, má vænta tilkynningar frá Seðla- bankanum f dag um aðgerðir lagsgrundvöll og eru ýmsir liðir verðlagsgrundvallar framreikn- aðir f honum. Nemur hækkun grundvallarins 19,21%. f sam- ræmi við þetta tekur gildi nýtt verð á mjólkurvörum og nauta- kjöti á miðvikudaginn, 1. septem- ber, en kindakjöt hækkar ekki, þar sem ekki má hækka birgðir. Hver Iftri af mjólk f eins Iftra pökkum hækkar um 24%, úr 74 hans vegna þessa breyttu við- horfa, jafnframt þvf sem ný gengisskráning verður birt. Davfð tók þó fram að ekki væri að vænta stórbreytinga á skáningu fslenzku krónunnar heldur samræmingar miðað við norsku og dönsku gjaldmiðlana. Þegar Morgunblaðið ræddi við Davíð Ölafsson Seðlabankastjóra síðdegis í gær kvað hann ekki gott að meta áhrif gengislækkunarinn- ar á alþjóðlegum gjaldeyrismark- krónum f 92 krónur. Hækkunin á nautakjöti verður áþekk og prósentuhækkun grundvallarins. Þann fyrsta september annað hvert ár skal ná samkomulagi um magn og stærðir i verðlagsgrund- velli búvara milli fulltrúa fram- leiðenda og neytenda í sexmanna- nefnd. Þessi grundvöllur er svo framreiknaður fjórum sinnum á Framhald á bls. 30 aði enn sem komið væri, þar sem lokað hefði verið í London í gær, því að þar hefði verið frídagur. Eftir þeim fréttum sem þó hefðu borizt virtist breytingin á norska og danska gjaldmiðlunum ekki hafa orðið eins mikill og búizt hefði verið við, þannig að lækkun dönsku og norsku krónunnar hefði ekki orðið nema 2—3% í fyrstu. Hins vegar mætti búast við að þetta breyttist og gengissig- ið yrði full 5%, eins og ráð hefði verið fyrir gert. Varðandi aðgerðir Seðlabanka íslands vegna þessara breytinga á gjaldmiðlum í grannlöndum okk- ar sagði Davið að tilkynning yrði gefin út árdegis í dag, jafnframt Framhald af bls. 47 Siglufjörður: Slökkvilið- ið gabbað - í fyrsta sinn Siglufirði, 29. ágúst. SLÖKKVILIÐIO hér var gabbaS sl. laugardag og er það I fyrsta sinn sem slfkt gerist hér i manna minnum. Var brotinn brunaboði utan á lögreglustöðinni og við það fóru sirenurnar i gang. Lögðu margir menn niður vinnu til að taka þátt I slökkvistarfinu. en þegar á hólminn kom reyndist einungis um gabb að ræða. — M.J. Forsætisráð- herrahjónin til Sovétrikjanna FORSÆTISRÁÐHERRA- HJÖNIN, Geir Hallgrimsson og Erna Finnsdóttir, hafa þegið boð sovézku rikisstjórnarinnar um að koma i opinbera heim- sókn til Sovétríkjanna seinni hluta septembermánaðar, að því er segir i fréttatilkynningu frá forsætisráðuneytinu. Hélt að olhi vœri lokið w — segir Ásgeir Bjarnason, alþingismaður, sem var í bílnum sem fór út af við Bolagjótu í Reyðarfirði — ÞETTA GERÐIST allt á broti úr sekúndu og ég hugsaði með mér að nú væri öllu lokið, þegar bfllinn fór að velta, hann færi beint í sjóinn,“ sagði As- geir Bjarnason, alþingismaður f Asgarði, f samtali við Morgun- blaðið, en hann var f bflnum, sem fór út af veginum við Bola- gjótu innan til f Reyðarfirði sunnanverðum. Asamt honum voru f bflnum Hjörtur Eldján Þórarinsson, kona hans, Sigrfð- ur Hafstað, sem ók, og Sigrfður Klemensdóttir, eiginkona Hall- dórs Pálssonar búnaðarmála- stjóra, sem átti bflinn. Voru þau f samfloti við fleira fólk. sem kom á eftir þeim f öðrum bfl og horfði á bflinn fara niður hlfðina þar til hann staðnæmd- ist f flæðarmálinu en þar fyrir utan tekur við 3ja metra dýpi sjávar. — Við vorum á leið niður í Reyðarfjörð, sagði Asgeir enn- fremur, og ég hafði nýverið skipt um bíl. Við ókum fram fjörðinn en vegurinn þarna er bæði mishæðóttur og mikið um beygjur. Sólin var sterk á móti og allt í einu fór bíllinn fram af, niður hlíðina og að flæðar- málinu, þar sem hann stöðvað- ist á stórum steini en þá höfð- um við farið eina veltu að því er ég gat bezt fundið. Við gátum ekki opnað hurðir en skriðum út um glugga á annarri aftur- hurðinni. Þetta gat vissulega Framhald á bls. 30 Búvöruhækkun á miðvikudag: Mjólkurlítrinn hækk- ar um 18 krónur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.