Morgunblaðið - 30.08.1977, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 30.08.1977, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30, AGÚST 1977 45 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 10100 KL. 10—11 FRÁ MÁNUDEGI r\y if Franska opinbera málið í Quebeck umgengist meira og minna á starfsferli mínum á Keflavíkur- flugvelli, hafa reynst mér meö ágætum vel og ég hefi margsinnis orðið þess var, hver hugur þeirra er til Islendinga og íslenzku þjóð- arinnar, enda hefur varnarliðið í heild á svo margvislegan hátt sýnt hug sinn til fólksins sem byggir þetta land með alls konar hjálp við sjúka og þá sem í nauðir hafa ratað. Halldór Fjalldal, Túngötu 12, Keflavík. 0 Hraðbréf til hraðbátamanna — Það var áberandi í fréttaflutningi ríkisfjölmiðlanna, sérstaklega sjónvarpsins, af óveðrinu fyrir helgina hversu mikill gaumur var gefinn skemmdum á hraðbátum í Elliða- árvoginum. Öll tilhneiging i þess- um fréttaflutningi var í þá veru að allri ábyrgð á skemmdunum var velt yfir á Reykjavíkurborg, og stjórnendum hennar kennt um að vera ekki búnir að koma upp aðstöðu fyrir harðbáta i Reykja- vík. Ekki vil ég leggja mikið út af fréttaflutningnum sem slíkum, sem reyndar getur alls ekki talist hlutlaus, en hvernig er það eigin- lega, halda menn að borgarstjór- inn sé með peninga i kistlim und- ir rúminu sinu? Það er eins og menn ímyndi sér að hægt sé :ð reisa hér hafnir og sundbaðstaði á færibandi. Og hvernig er það með þessa menn, sjónvarpsmenn, sem eiga þessa hraðbáta? Vantar þá alla siðferðilega skyldu gagnvart bát- um þessum? Vaka þeir ekki yfir hraðbátum sinum i slæmum veðr- um til að bjarga þeim frá skemmdum? Þessir menn þekkja lítið til sjósóknar íslenzku þjóðar- innar ef það eru þeim nýjar frétt- ir að menn vöktu og vaka enn yfir bátum sinum, smáum og stórum, í höfnum og hafnleysum landsins, þegar veðrátta var likleg til að valda á þeim tjóni. Ég held að hraðbátamenn, og sjónvarps- menn, ættu að spyrja svo sem nokkra gamla Eyrbekkinga og Stokkseyringa um þessi mál, en þá er ég hræddur um að það sýn- ist lítilræði sem átti sér stað við sundin blá. Það má vera að það sé aðstöðu- leysi fyrir hraðbáta hér í Reykja- vlk. En hvað hefur félag hrað- bátaeigenda (ef það er til) lagt af mörkum til að það geti talið sig eiga einhverja hönk upp i bakið á borginni? Kröfupólitikin á hend- um öðrum er orðin svo óstjórnleg, að skattborgarinn ,er hættur að þola það. Gamall sjómaður % Grjótaþorps- búar skrifa: Það er gleðiefni að það á að varðveita gömlu húsin í Grjóta- þorpi, — en steinhússkriflið efst í Fischerssundi ( með kolryðgað þak og spítur fyrir gluggum) þarf að jafna við jörðu. Það er alltof lengi búið að „tróna“ þarna til skammar, svo að segja í hjarta borgarinnar. Eða hefur það eitt- hvert menningarsögulegt gildi!? Hvað segir formaður Umhverf- ismálaráðs og Fegrunarfélagið (svoþkallaða) umþað? Þessir hringdu . . . 0 Enn um kartöflurnar Forsvarsmaður hjá Græn- metisverzlun landbúnaðarins hringdi og sagðist vilja leiðrétta hugsanlegan misskilning sem kynni að hljótast af skrifum um kartöfluverð hér í dálknum s.l. föstudag. Sagði starfsmaður Grænmetisverzlunarinnar að verðið á kílóinu af kartöflum í 5 kg pakkningu væri frá Grænmet- isverzluninni krónur 143.60. Sagði hann þar inni vera rýnrun, pökkun, vinnu og útkeyrslu, en sama kiló kaúpir Grænmetisverzl- unin á um 120 krónur frá kartöflubóndanum. Sagði starfs- maðurinn þá mismuninn á þeirra álagningu verzlunarinnar og söluverðu (143.60) og útsöluverði kæmi Grænmetisverzluninni ekk- úr búö (um 163 krónur) vera ert við. A alþjóðlega skákmótinu í Bala- sikhe i Sovétríkjunum, fyrr á þessu ári, kom þessi staða upp í skák þeirra Lane, Tékkóslóvakiu, sem hafði hvítt og átti leik gegn landa sinum Nickar. 42. Dxa6+! (42. bxc5 — Bc8, skap- ar enga hættu) — Bb6, 43. c4 — Df6 (Eftir 43 .. dxc4, 44. Hxe6! — Hxe6, 45. d5+! vinnur hvítur) 44. c5 — Dxd4 + , 45. Ka2 — Dxb4, 46. Hxe6 — Hxe6, 47. Hxe6 — Kxc5, 48. Ba3+ og svartur gafst upp. Sigurvegari á mótinu varð A-Þjóðverjinn Knaak. HOGNI HREKKVISI ■ 1 DAG ‘ Honum verður alltaf á að tárfella þegar ný fiskbúð er opnuð! SKÁK Umsjón: Margeir Pétursson Quebeckborg 27. ágúst. Reuter — AP. AÐSKILNAÐARSTJÖRN Rene Levesque í Quebeck vann í dag verulegan sigur, er þingið í Que- beck samþykkti eftir 3 vikna stormasamar umræður að franska skyldi hér eftir verða hið opin- bera tungumál fylkisins. Var frumvarpið samþykkt með 54 at- kvæðum gegn 34. Af hálfu að- skilnaðarsinna var litið á þetta frumvarp sem hornstein i lang- tímaáætlun flokksins um að binda enda á yfirráð enskumælandi Kanadamanna yfir 6 milijón frönskumælandi íbúum Quebeck. Nýju lögin kveða svo á um, að franska skuli verða hið opinbera mál i skólum, við dómstóla og opinberar stofnanir i Quebeck. Meira ljósmagn Betrí birta O S R A M -L 40W/25 AthugiS kosti OSRAM flúrptpunnar með lit 25. Litur 25, Universal-White, hetur víðara litarsvið, betri litarendurgjöf, og hlýlegri birtu. Þrátt fyrir sama verð og á venjulegum flúrpípum, nýtist OSRAM Universal-White með lit 25 betur. Aðeins OSRAM framleiðir Universal-White með lit 25. OSRAM gefur betri birtu. OSRAM nýtist betur. :053SH OSRAM vegna gæðanna Cliavnt’ Glæsilegu hertogahúsgögnin Nútíma tækni — antik Á hertogatímabilinu voru engin stereotæki til, og því þurftu gömlu hertogarnir ekki að hafa áhyggjur hvar þeir ættu að geyma stereotækin sín, en í dag er þetta höfuðverkur margra Þessir skápar eru góð lausn, þeir sameina nútíðina og fortíðina á hagan- legan hátt Hertogalínan leysir vandann. Við erum í deild númer 4 _ mnuyiDUNA Síðumula 23 - Sími 84200

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.