Morgunblaðið - 30.08.1977, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 30.08.1977, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. ÁGUST 1977 3 Margs vísari um sérstöðu íslands eftir ATA-þingið hér ARSÞINGI ATA var slitið I Reykjavík um hádegisbilið I gær, eftir að lokaályktun hafði verið samþykkt. A fundi með fréttamönnum eftir að þingslit höfðu farið fram, lét Karl Mommer, formaður ATA- samtakanna I ljós ánægju sfna með þingstörfin, og sagði með- al annars að með þvf að hlýða á erindi Björns Bjarnasonar, skrifstofustjóra í forsætisráðu- neytinu, um stöðu islands inn- an Atlantshafsbandalagsins hefðu þingfulltrúar orðið margs vísari um þá sérstöðu sem óhjákvæmilega væri fyrir hendi þegar um væri að ræða fámennt rfki, sem aldrei hefði haft her. Umræður um drög að loka- ályktuninni stóðu í allan gær- morgun, en Eugene Rostow, varaformaður ATA, sagði að enginn ágreiningur hefði rfkt um grundvallaratriði. Hins veg- ar færi ekki hjá þvi þar sem lýðræðissinnar frá 15 þjóðum sætu á rökstólum að nokkurt umstang fylgdi þvi að samræma smáatriði þannig að allir væru reiðubúnir að ljá lokaályktun- inni samþykki sitt. „Við verð- um alltaf sammála að lokum og lokaályktun hefur alltaf verið samþykkt einróma á fundum — sagði dr. Karl Mommer í þinglok Forvfgismenn ATA-samtakanna á fréttamannafundi f gær, talið frá vinstri: Jean de Madre fram- kvæmdastjóri ATA, Eugene Rostow varaformaður, dr. Kari Mommer formaður, Nils Örvik, Sir Frank Roberts varaformaður og Hugh Hanning. samtakanna, sagði Rostow. „Sá ágreiningur sem upp kemur er aldrei um markmiðið sjálft, heldur leiðirnar að því“, bætti hann við. Þeir Rostow og Mommer skýrðu frá þvi að eitt mikilvæg- asta málið, sem rætt hefði verið á þinginu, væri evró- kommúnisminn svonefndi. Hefði komið í ljós, að full ástæða væri til að ræða þaó mál mun frekar en tími og aðstæður hefðu leyft á þinginu hér, og hefði þvi verið ákveðið að efna til ráðstefnu um evró- kommúnisma á vegum ATA i Portúgal í maímánuði n.k. I ljósi fregnar, sem birtist i Morgunblaðinu s.l. sunnudag, um að nú ætti áheyrnarfulltrúi frá Spáni i fyrsta sinn sæti á ATA-fundi, kom fram sú spurn- ing á fundinum hvort forráða- menn samtakanna vildu leiða getum að því hvort og hvenær Spánn gengi i Atlantshafs- bandalagið. „Nei, við viljum engu spá um inngöngu Spánar í Atlantshafsbandalagið," sagði dr. Karl Mommer, „en við get- um fullyrt að nú þegar lýð- ræðisleg stjórn er komin á í landinu erum við þess fýsandi að Spánverjar verði ein af bandalagsþjóðunum." Giftusamleg björgun nauð- staddrar trillu GIFTUSAMLEGA tókst til um og hálfrar stundar siglingu komu björgun manns og konu, sem voru við auga á trilluna, sem var á reki á lítilli trillu í Faxaflóa en vél f storminum og miklum sjógangi. hennar bilaði einmitt er illviðrió Við renndum fram með stefni var að skeila á s.l. laugardag. Vél- trillunnar og komunt fljótlega skipið Arnþór AK var beðið um «dráttartaug um borð í hana. Vor- að aðstoða trilluna og tókst að um við þá staddir 10 sjómílur draga hana til Akraness. norðvestur af Akranesi, en trillan „Þaó var i gærmorgun (laugar- hafði þá rekstefnu norður á mýr- dag) um tíu leytið, þegar við vor- ar, sem voru þarna skammt und- um staddir innan við Garðskaga á an. Héldum við siðan á hægri ferð leiðinni til Akraness að við feng- áleiðis til Akraness í afspyrnu- um tilkynningu frá Hannesi Haf- roki og komum þangað um kl. 17.“ stein hjá Slysavarnafélagi Islands Að sögn fréttaritara Mbl. voru um að vélbátur eða trilla væri á tveir menn á trillunni, Steinar reki með bilaða vél suðvestur af Bragi Norðfjörð og kona hans og Akranesi og var óskað eftir aðstoð voru þau á leið frá Jökli. Sagði við hana,“ sagði Birgir Jónsson, Júlíus Þórðarson að telja mætti skipstjóri á Arnþóri, í viðtali við afrek og einstakt lán að skipverj- fréttaritara Mbl. á Akranesi, Júlí- um á Arnþóri skyldi takast að us Þórðarson, á sunnudag. finna hina nauðstöddu trillu svo „Þá var austan vindur og veður fljótt og koma henni heilli til fór ört vaxandi," sagði Birgir enn- hafnar i þessum veðurham á sama fremur, „Við tókum þá stefnuna á tíma og Akraborgin varð að snúa Þormóðssker og eftir um tveggja frá. Birgir Jónsson, skipstjóri á Arnþóri AK Vörusýningar LEIPZIG TRADE FAIR 4 —9. 9. 1977 M Alhliða vörusýning, sem haldin er vor og haust. Meðal annars verða sýndar efnavörur, plastvörur, vefnaðar- vörur, skór, pappir, læknavörur o.fl. BÍLASÝNING í FRANKFURT 15.-25. 9. 1977 Næstum allir framleiðendur vélknúinna ökutækja, sem hlotið hafa alþjóðlega viðurkenningu munu sýna fram- leiðslu sina á IAA. Auk þess munu framleiðendur húsvagna, verkfæra, varahluta o.fl. taka þátt i þessari frábæru sýningu. SPORTVÖRU- SÝNING KÖLN 25.-27.9 1977 '/.V SPOCA ^KOLN Alþjóðleg sýning á iþróttavörum og viðleguútbúnaði. Samtimis er sýning sem nefnist „GARTEN ’77“ þar sem sýnd verða garðhúsgögn og garðáhöld. ALÞJÓÐLEG MATVÆLASÝNING, SEM SKIPTIST ( ÞJÁ HLUTA KÖLN u iýsTenia io. —15.9 onugo 1977 technica í fyrsta hluta ANUGA eru sýndar neysluvörur á svæði, sem er 137.000 m og er fjölbreytnin i samræmi við það. í öðrum hluta eru kynntar helstu nýjungar i tækjabúnaði mötuneyta og veitingahúsa. í þriðja hluta eru kynntar aðferðir við fram- leiöslu, geymslu og frágang matvæla. Sérhæfð vörusýningaþjónusta Ferðamið- stöðvarinnar býður þér: 1. Ókeypis aðgöngumiða að þeim sýningum, sem við erum umboðsmenn fyrir, ef ferðast er á okkar vegum. 2. Leiðbeiningar um hagkvæmasta ferða- mátann með tilliti til kostnaðar. 3. Alla fyrirgreiðslu erlendis t.d. útvegun gistingar, bilaleigubila o.fl. 4. Reynslu i skipulagningu viðskiptaferða og tillit til sérþarfa þinna. VIÐSKIPTAFERÐIR ERU I EÐLI SINU ERFIÐAR, EN OKKAR MARKMIÐ ER AÐ GERA ÞÆR ÞÆGILEGRI. Pi Feróamióstöóin hf. Aóalstræti9 sími 11255

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.