Morgunblaðið - 30.08.1977, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 30.08.1977, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. AGUST 1977 Vtfö M0Rö-dN(-:Ý'v,'/_ KAFf/Nd \ Í«* (Pi5pL______v tí; ^ ri1 — Aðeins hærra upp, og líttu svo á stjórnborða. — Svona engan æsing, vinur, haltu niður í þér andanum, ég finn greini- lega lykt af birni. — Þú átt við að húsbóndi þinn hafi stungið af með konunni þinni á bílnum þfnum. Ja, ég skil að þú sjáir eftir bflnum. Gott að umgangast varnarliðsmenn Velvakandi góður, mig langar til þess að biðja þig fyrir eftirfar- andi línur, þar sem ég get ekki orða bundist yfir því skilnings- leysi og andvaraleysi, er oft kem- ur fram í skrifum um dvöl varnar- liðsins hér á landi, svo ekki sé minnst á alls konar slúður meira og minna ýkt og ósatt um þá menn framandi vinaþjóðar, er hér gegna skyldustörfum um stund. Ég hefi umgengist varnarliðið í rúm 25 ár sem starfsmaður á Keflavíkurflugvelli. Eins og nærri má geta er sjálf- sagt „misjafnt sauður í mörgu fé“ I þeim höpi, en þó verð ég að segja þeim skriffinnum er oft láta til sín heyra niðrandi ummæli um varnarliðsmennina, að ástæða væri til þess, að þeir skrifuðu af meiri þekkingu á því sem þeir fjalla um. Þeir varnarliðsmenn, er ég hefi BRIDGE Umsjón: Páll Bergsson Kæruleysislegt útspil hefur gefið margan samninginn. En hvort sem útspilið, sem valið var þegar spil dagsins kom fyrir, hefur ver- ið vanhugsað eða ekki, þá gaf það 1190 stig í útreikningnum. Allir voru á hættu, vestur gaf og átti þessa hendi. S. 5 H. A9632 T. K962 L. Á95 Sagnirnar gengu þannig: Vestur Norðui Austur Suður 1 H pass 4 H 4 S pass pass dobl og allir pass. Hvaða útspil velur þú frá hendi vesturs, lesandi góður? Stökk makkers í fjögur hjörtu er ekki sterk sögn og doblið bend- ir til dreifðs styrks auk hugsan- legs spaðaslags. Þetta mælir með útspili í öðrum hvorum láglitnum og þar með gegn hjartaútspili. Vörnin á hvort sem er varla nema einn slag á hjarta, sem örugglega má bíða með að taka. Og verði hjartaásinn trompaður tapast tempó — eða jafnvel meira. En hvorn láglitinn ætti að velja? Tígulinn án vafa. Austur þarf þá að eiga annað tveggja spila, drottninguna eða ásinn, til að það beri árangur. En í laufinu hjálpar aðeins eitt spil, kóngur- inn. Þá er niðurstaðan fengin. Við spilum út lágum tígli. Allt spilið var þannig: Norður S K1073 H KD10 T. DG7 L. G104 Vestur S. 5 H. Á9632 T. K962 L. Á95 Austur S. 6 H. G8754 T. Á1083 L. K63 Suður S. ÁDG9842 H. — T. 54 L. D872 Nú sjáum við, að sama var hvorn láglitinn við völdum. En ekki gerðum við sömu vitleysuna og vestur upphaflega. Hann valdi hjartaásínn. Og gaf spilið þar með. Já, það er auðvelt að vera vitur eftirá. RÉTTU MER HOND ÞINA 29 eftir strandgötunni. Þetta virt- ist allt fágað, skipulegt, hreint og aðlaðandi. Allir virtust hafa yfir nægum peningum og tfma að ráða. Þau stöðvuðu bílinn nokkur hundruð metra frá hópi fólks, sem sleikti sólskinið, og fundu sér góða laut i sandinum. — Heyrðu, nú gleymum við öllu og njótum bara Iffsins og látum sólina baka okkur, sagði Ánna. — Nú hugsum við ekki um neina erfiðleika. — Einmitt. Nú skulum við sannarlega hvfla okkur. Sólarhitinn og niðurinn frá hafinu vöktu þægilegar, slæv- andi deyfðarkennd f Ifkaman- um. — Heyrðu mig annars. Anna reis upp við dogg. — Það er hara eitt smáatriöi, sem ég verð að fá að nefna fyrst. Mundir þú ekki geta hugsað þér að flytjast til Evrópu? — Já, ég hef svo sem velt þvf fyrir mér. En það er ókleift. Hver heldur þú, að hæri trausl til indversks lögfræðings í Eng- landi eða Sviss? Ég á að minnsta kosti marga örugga viðskiptavini meðal kynbræðra minna. Við erum Hka yfir þrjú hundruð þúsund hér f Natal, og nafnið Muliah er vel þekkt. Við yrðum bláfátæk, ef við ættum heima í Evrópu. Við verðum þvf að reyna að vera hér kyrr — ef það verður ekki allt of erfitt. — Já, ef til vill hefðir þú rétl fyrir þér. Við verðum þá að reyna að þrauka. Það er að minnsta kosti dásamlegt þessa stundina að vera i Suður- Afrfku. Hún lagðist út af, féll í mók og naut sólarinnar. Ekki leið á löngu, þar til myndirnar f huga hennar urðu óskýrar, og hún sofnaði. Ilún kipptist til, þegar hún vaknaði. Einhver hafði talað hátt fyrir aftan hana, og svart- ur skuggi féll yfir iautina. — Hvernig stendur á því, að þið liggið hér? spurði röddin. — Vitið þið ekki, að það er bannað? Hún sneri sér við. Hvftur eft- irlitsmaöur með sólhjálm á höfði stóð á gryfjuharminunt. — Er okkur ekki heimilt að liggja hér? spurði Anna. — Jú, ÞER megið liggja þar, sem þér viljið. En ekki þessi náungi þarna. Þessi striind er eingöngu ætluð hvftum mönn- um. Hafið ykkur á brott undir eins, ef þið viljið komast hjá óþægindum! Eftirlitsmaðurinn leit aðvör- unaraugunt á Ahmed og hélt á hraut. — Ahnted. þetta er hra‘ði- legt. Er þá EKKERT til, sem viðgetum átt saman? Ahmed an/.aði ekki. Hann sat hljóður f sandinunt. Höfuöið seig, og hann var dapurlegur á svipinn. Það var eins og hann vænti þess að fá annað högg f hnakkann og hefði þó ekki krafta til að færa sig úr stað. Loks stóð hann upp, án þess að mæla, tók saman fiiggur sín- ar og lagði af stað í áttina að Itflnum. Anna fylgdi á eftir. Hún var með kökk í hálstnum. Þau fleygðu baðkápunum f aftursætið. Anna horfði með F ramhaldssaga eftir GUNNAR HELANDER Benedikt Arnkelsson þýddi söknuði yfir sjóinn og sand- ströndina. — Ahmed, geturn við ekki setzt niður einhvers staðar hérna fyrir olan? Við getum að minnsta kosti horft á sjóinn stundarkorn. Það ætti þó að vera hægt? Hann kinkaði kolli þegjandi og gekk af stað upp grösuga ha*ö. Anna kom auga á bekk undir pálmatré. Þar settusi þau og horfðu yfir hafið. Hún tók í hönd hans. — Vertu ekki æstur, Ahmed. Það stoðar ekki neitt. Við skul- um hara gieyma þessu. Það leið ekki á löngu, þar til eftirlitsmaðurinn kom aftur. Hann gekk að lautinni f sandin- um, gægðist niður f hana og skimaði í kringum sig. Hann kom auga á þau á bekknum og stefndi á þau. Ahmed reis skjótl á fætur. — Komdu, við skulum fara. •Ég má vfst ekki silja hérna. — Hvers vegna ekki? Hann benti á hakið á bekknum. Þar var ritað á ensku og á tungu Búa: AÐEINS FYRIR HVITA MENN.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.