Morgunblaðið - 30.08.1977, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 30.08.1977, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. AGUST 1977 27 Green vann í írlandi Bandaríkjamaðurinn Hubert Green sigraði i opna írska meist- aramótinu í golfi sem lauk i Port- marnock i Irlandi um helgina. Lék Green á 283 höggum og hlaut hann 8000 pund i verðlaun. Ann- ar í keppninni varð landi hans Ben Crenshaw sem lék á 284 höggum en þriðja sætinu deildu þeir Greg Norman, Ástralíu, Peter Dawson, Bandarikjunum, og Jimmy Kinsella frá írlandi sem allir léku á 285 höggum. Sovétmenn hlutu flest verö- laun á heimsleikum stúdenta Austurríkismaðurinn Nicki Lauda steig enn eitt mikilvægt skref f átt að heimsmeistaratitlin- um f kappakstri á sunnudaginn er hann bar sigur úr býtum f Grand Prix kappakstrinum f Zandvoort f Hollandi. Eftir þennan sigur hefur Lauda hlotið 63 stig f stiga- keppninni, 21 stigi meira en næsti maður, þannig að erfitt verður að hnekkja veldi hans f ár. Eftir keppnina sagði Lauda, að hann teldi sig þó engan veginn vera orðinn heimsmeistara enn — það eru of mörg mót eftir til þess, sagði hann — en bætti þvf sfðan við að hann teldi sigurlfkur sínar góðar, ef ekkert óvænt kæmi fyrir. — En það kemur allt- af margt óvænt fyrir f kappakstr- inum, sagði svo Lauda eftir stund- arkorn. Það var auðséð þegar í undan- keppninni sem fór fram á laugar- daginn að baráttan í Zandvoort yrði geysihörð og að keppinautar Lauda myndu gera sitt til þess að koma í veg fyrir að hann hreppti sigur og þar með mikið forskot I stigakeppninni. Beztum tíma í æfingakeppninni náði Mario Andretti frá Bandaríkjunum, en Frakkinn Lafitte ók mjög vel og náði öðrum bezta tímanum. 1 þriðja sæti varð svo núverandi heimsmeistari, James Hunt frá Bretlandi, og Lauda var f fjórða sæti. Þegar að keppninni á sunnu- daginn kom tók Andretti þegar forystuna og fór mikinn. James Hunt fylgdi honum fast á eftir, en Lauda dróst strax aftur úr og virt- ist fara nokkuð varlega. Þegar á fyrsta hring varð fyrsta óhappið í keppninni, en þá missti Vestur- Þjóðverjinn Jochen Mass stjórn á bifreið sinni. Fór hún út af braut- inni og hafnaði á girðingu við hana. Slapp Mass við meiðsli, en var úr leik. Annar frægur kappi varð einnig úr leik í fyrsta hring, John Watson frá Irlandi, en bif- reið hans bilaði. Eftir fjóra hringi var Hunt kominn með forystuna, en þá bil- aði einnig bifreið hans og hann varð að hætta og um svipað leyti fór Andretti að eiga f erfiðleikum með bifreið sína. Varð hann að stanza meðan reynt var að gera við hana, komst af stað aftur, en varð að hætta eftir 14 hringi. Þá tók Frakkinn Jacques Lafitte for- ystuna, en Lauda skauzt fljótlega upp f annað sætið og fylgdi Frakkanum sem skuggi. Á 20. hring lét Lauda svo til skarar skríða, og tók forystuna. Ök hann stórkostlega vel og eftir að hann hafði náð forystunni varð sigri hans ekki ógnað. Undir lokin var þó auðséð að Frakkinn gerði ör- væntingarfullar tilraunir til þess að sigra, og þótt hann þá aka nokkuð óvarlega. En það var sama hvað hann reyndi. Lauda bætti alltaf við og kom f markið sem öruggur sigurvegari á Ferr- ari-bifreið sinni. Tími hans i keppninni var 1:41.45,93 klst., en Lafitte sem ók Ligier-bifreið fékk leikur og blak og urðu Banda- rfkjamenn mjög sigursælir f sund- greinunum, jafnvel þótt flest af bezta sundfólki þeirra væri ekki meðal keppenda. 1 blaki karla sigraði Búlgaria Tékkóslóvakíu í úrslitaleik 3—1 og Sovétstúlkur sigruðu í kvennaflokki. Kepptu þær til úrslita við Kúbu og unnu 3—2. Þá sigruðu Bandaríkjamenn í úrslitaleik sínum í körfuknatt- leik karla við Sovétmenn 87—68 en í körfuknattleik kvenna sner- ist dæmið við, Sovétríkin unnu Bandaríkin með sömu stigatölu 87—68. Eftir að leikunum lauk á laug- ardaginn lýstu talsmenn þeirra yfir mikilli ánægju með fram- kvæmd mótsins, en töldu líklegt að þetta yrði í síðasta sinn sem heimsleikar stúdenta yrðu haldn- ir með þessu sniði. Sögðu þeir að mótið væri að verða of viðamikið og stefndi um of í þá átt að verða eins og Ölympíuleikar. Þá kom fram að næsta heimsmót verður haldið í Mexikó 1979, og líklegt er að mótið 1981 fari fram í Kanada. timann 1:41.47,82 klst og Jody Scheckter frá Suður-Afríku sem varð þriðji á Wolf-bifreið kom þar skammt á eftir. Meðalhraði Lauda f keppninni var 118,181 mílur á klukkustund, og er þar um að ræða nýtt brautarmet f Zand- voort. Rösklega 70 þúsund manns fylgdust með keppninni á; sunnu- daginn og var Lauda gffurlega fagnað eftir sigurinn. Þetta var þriðji sigur Lauda í Grand Prix keppni í ár og i öllum mótunum hefur hann sýnt mikið öryggi og keppnishörku, og að auki verið heppinn, þar sem bifreið hans hefur sjaldan bilað. Fjórði i keppninni á sunnudag- inn varð Brasiliumaðurinn Emer- son Fittipaldi, fyrrverandi heims- meistari, fimmti varð Patrick Tambay, Frakklandi, sjötti Carlos Reutemann, Argentínu, sjöundi Hans Joachim, V-Þýzkaandi, og áttundi varð Hans Binder frá Austurríki. Sem fyrr segir hefur L:uda nú náð góðri forystu í stigakeppninni og má mikið vera ef heimsmeist- aratitillinn verður ekki hans í ár. Fjögur mót eru nú eftir, og þarf Lauda ekki að fá mörg stig i þeim til þess að tryggja sér titilinn. Hann hefur nú hlotið 63 stig, Jody Scheckter er í öðru sæti með 42 stig en síðan koma Carlos Reute- menn, Argentfnu, með 35 stig, Mario Andretti, Bandarikjunum, með 32 stig, James Hunt, Bret- landi, með 22 stig og Gunnar Nils- son frá Sviþjóð með 20 stig. Nik) Lauda býr sig undir keppnina og fer I nýjan búning sem kappaksturs- menn klæðast nú yfirleitt. Búningur þessi er eldtraustur og þykir af þvi mikiS öryggi. SOVÉTMENN hlutu mestan verð- launafeng á heimsleikum stú- denta sem lauk f Sofia um helg- ina. Mót þetta stóð I 12 daga og var svo viðamikið að þvf verður helzt jafnað við Olympfuleika. Keppendur á mótinu voru um 5.000 talsins frá 34 löndum, og er þetta lang mesta þátttaka f slfku heimsmóti frá upphafi, en fyrsta mótið af þessu tagi fór fram árið 1959. Sovétmenn hlutu alls 30 gull- verðlaun, 37 silfurverðlaun og 30 bronsverðlaun á mótinu. Banda- ríkjamenn urðu í öðru sæti með 19 gullverðlaun 10 silfurverðlaun og 30 bronsverðlaun, en síðan kom Búlgarfa með 15 gull, 10 silf- ur og 12 brons og Rúmenía með 11 gull, 10 silfur og 14 brons. Mikla athygli vakti að Austur- Þjóðverjar, sem jafnan láta mikið til sfn taka á slíkum mótum, gengu með mjög skarðan hlut frá borði, hlutu aðeins þrenn silfur- verðlaun og þrenn bronsverðlaun. Það afrek á þessu heimsmóti sem mesta athygli vakti var tvf- mælalaust heimsmet Kúbumanns- ins Alberto Juantorena í 800 metra hlaupi, en það hljóp hann á 1:43,4 mín. — nýtt heimsmet. Einnig vakti mikla athygli heims- metið sem landi Juantorena, Alejandro Casanas, setti f 110 metra grindahlaupi, sem hann hljóp á 13.21 sek. Siðustu keppnisgreinar heims- leikanna voru sund, körfuknatt- Frjálsfþróttaheimsmet Kúbumanna voru helztu afrek stúdentaleik- anna. Efri myndin sýnir Alberto Juantorena koma f mark eftir að hafa sett heimsmet f 800 metra hlaupi, en á neðri myndinni má sjá landa hans, Alejandro Casanas, hafa tekið forystuna f 110 metra grinda- hlaupi, þar sem hann setti heimsmet. Rmm glæsíleg sundheimsmet er Bandaríkin sigruðu A-Þýzkaland NOKKUR ný sundheimsmet litu dagsins Ijós f sundlands- keppni Austur-Þjóðverja og Bandarfkjamanna sem fram fór f Berlfn um helgina. Lauk keppninni með sigri Banda- rfkjamanna sem hlutu 176 stig gegn 168 stigum Austur- Þjóðverja. Voru það karlmenn- irnir sem tryggðu Bandarfkjun- um sigur, en þeir hlutu 114 stig gegn 66 stigum Þjóðverja. 1 kvennakeppninni höfðu Þjóð- verjarnir hins vegar yfirburði, hlutu 102 stig gegn 62 stigum Bandarfkjamanna. Það heimsmet sem vakti mesta athygli var frækilegt af- rek 15 ára austur-þýzkrar stúlku, Christiane Knacke, i 100 metra flugsundi sem hún synti á 59,78 sek. Varð Knacke fyrst kvenna til þess að synda þessa vegalengd á betri tíma en 1 minútu, en gamla heimsmetið var 1:00,13 min. og átti það sunddrottningin Kornelia End- er. I 100 metra flugsundi karla var einnig sett heimsmet. Þar var að verki Bandarikjamaður- inn Joe Bottom sem synti á 54,18 sek. og tók hann metið af hinum fræga kappa Mark Spitz, sem synt hafði á 54,27 sek. á Ólympfuleikunum f Múnchen 1972. Bottom átti einnig hlut- deild f öðru heimsmeti i keppni þessari — hann var í sveit Bandarikjanna sem synti 4x100 metra skriðsund á 3:21,11 min. Gamla heimsmetið í þeirri grein átti bandarísk sveit og var það 3:24,85, sett í Kaliforn- íu árið 1975. Brian Goodell setti svo nýtt heimsmet í 400 metra skrið- sundi. Synti hann á 3:51,56 mín., en gamla metið átti hann sjálfur. Var það 3:51,93 min. sett á Ólympiuleikunum f Montreal í fyrra. Fimmta heimsmetið setti svo þýzka stúlkan Ulrike Tauber sem synti 200 metra fjórsund á 2:15,85 mfn. og bætti eigið heimsmet um 1/10 úr sekúndu. Gífurlegur áhugi var á keppninni f Berlín og fylgdust um 7000 áhorfendur með henni. Þetta var þriðja sund- landskeppni Austur-Þjóðverja og Bandaríkjamanna. Fyrst mættust liðin árið 1971 í Leip- zig og siðan 1974 i Concord i Kaliforníu og unnu Bandaríkja- menn einnig sigur þá, en með meiri mun en að þessu sinni. Lauda sigraði í Zandvoort og heimsmeistaratitillinn blasir við

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.