Morgunblaðið - 30.08.1977, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 30.08.1977, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30, AGUST 1977 ATA-þing í Reykjavík - ATA-þing í Reykjavík - ATA-þing í Reykjavík Dr. Karl Mommer, formaður ATA-samtakanna: Friðurinn grundvallast á hernaðarmætti okkar — Munurinn á lýðræðisríkj- um og einræðisríkjum er sá, að í báðum eru gerð mistök. En í lýðræðisríkjum er ávallt ein- hver sem segir „þetta eru mis- tök“ og þau verða síðan leið- rétt. Stjórnvöld í lýðræðisríkj- um eru heldur ekki svo sterk. En þar sem einræði ræður ríkj- um er mjög sterkt vald og verði stjórnvöldum á mistök, er eng- inn, sem þorir að segja sann- leikann og mistökin halda áfram að eyðileggja út frá sér. Við munum allir eftir því, er sovézkur erfðafræðingur sagði ákveðna hluti um hveitirækt og af þvi að hann var návinur Jósefs Stalíns, þorði enginn að andmæla honum. Mistök þessa manns voru ekki leiðrétt fyrr en allt of seint og þá höfðu þau haft ófyrirsjáanlegar afleiðing- ar. Því er einræði ófullkomnara en lýðræði. Hefur velmegunin skapað andvaraleysi V esturlandabúa? Dr. Karl Mommer, v-þýzkur stjórnmálamaður, er formaður ATA-samtakanna, sem hér héldu ráðstefnu sína um sfð- ustu helgi. Morgunblaðið hitti dr. Mommer að máli og var hann þá spurður um tilgang þessara samtaka, sem einungis áhugamenn um starfsemi Atlantshafsbandalagsins f NATO-löndunum fimmtán eiga aðild að. Mommer svaraði með því að vitna í skipulagsskrá banda- lagsins frá þvi 1954 en þar kem- ur fram tilgangur ATA, sem sé að fræða og upplýsa almenning um tilgang og markmið Atlants- hafsbandalagsins, að láta kanna ýmsa þætti og starfsvið banda- lagsins, að vinna að samstöðu meðal þjóðanna á bandalags- svæðinu og mynda varanleg tengsl og samvinnu milli aðild- arsamtakanna. Ennfremur vilji ATA vinna að því að breiða- út þær hugmyndir, sem koma fram i bandalagssáttmálanum, þ.e. að halda frið við allar þjóð- ir, að gæta frelsis og siðmenn- ingar, er byggist á lýðræði, ein- staklingsfrelsi og lögum og rétti svo og að vinna að stöðug- Ieika og velferð innan banda- lagssvæðins og mynda sameig- inlegar varnir til að vernda frið og öryggi. „Innan þessa ramma hefur ATA starfað frá upphafi og fram til þessa dags,“ sagði Mommcr. „Þetta tímabil hefur verið friðartími í okkar hluta heims, og við viljum stuðla að FUL.LTRÚI frá Spáni situr nú fyrsta sinni ársfund ATA- samtakanna, sem halda fund f Loftleiðahótelinu. Það er de la Mora, fulltrúi Alþýðufylking- arinnar, Alianza Popular, sem er þriðji stærsti stjórnmála- flokkurinn á Spáni. Stærsti flokkurinn er Miðflokkurinn, þá sósfaldemókratar og loks Al- þýðufylkingin. Hún fékk um 11% atkvæða í sfðustu kosning- um eða svipað fylgi og Komm- únistaflokkurinn. Morgunblaðið spurði de la Mora um það, hvernig stæði á komu hans á ATA-ráðstefnuna. Hann sagði að fyrir þremur vik- um hefði þremur stærstu stjórnmálaflokkunum á Spáni verið boðið að senda áheyrnar- fulltrúa á ATA-fundinn í Reykjavík. „Þetta boð kom á siðustu stundu, ef svo má segja," sagði de la Mora, „og það er ástæðan fyrir því að ég er hér einn. Nú standa yfir á Spáni sumarleyfi og svo lítill fyrirvari hafði það f för með sér að hinir flokkarnir tveir, Mið- flokkurinn og sósialdemókrat- ar, gátu ekki sent menn. — Hvað um afstöðu Spánar til Atlantshafsbandalagsins. Hyggst Spánn gerast aðili að bandalaginu? — Vandamálið um aðild Spánar er tviþætt. Það er ann- ars vegar stjórnmálalegs eðlis, en hins vegar efnahagslegs. Sá stjórnmálaflokkur, sem ég er fulltrúi fyrir, er meira eða minna á þeirri skoðun að hinn því að framhald verði á þeim árangri sem þegar hefur náðst, þ.e. friður undanfarin 30 ár. Meginskoðun okkar er hins vegar sú, að friðurinn verði ekki byggður á öðru en hernað- armætti, þannig að styrkleiki okkar sé ætið nægilega mikill til að halda óvinum okkar í skefjum, að þeim sé ljóst að þeir hafi öllu að tapa með því að ieggja til atlögu vTð okkur. Þetta kann að virkja kaldhæðn- islega, og auðvitað væri æski- legast, ef friðurinn gæti grund- vallazt á siðgæðislegum hug- sjónum, en þvi miður er þvi ekki þannig farið, eins og sagan hefur sýnt okkur í aldanna rás.“ Ein nýlunda ársfundar ATA hér á landi er að hann situr nú í stjórnmálalegi þáttur standi ekki í vegi fyrir inngöngu Spánar i NATO, en á efnahags- lega sviðinu eru vafaatriði. Það verð, sem við þurfum að greiða vegna hernaðarlegrar aðildar okkar, er ef til vill of hátt og skiptir nokkrum milljónum dollara. Þetta er atriði, sem við þurfum að ræða við bandalagið og ef til viii verður unnt að ná samkomjlagi um þennan efna- hagslega þátt. fyrsta sinn áheyrnarfulltrúi frá Spáni. Dr. Mommer var spurð- ur um hugsanlega aðild Spán- verja að NATO og ATA. „Þegar það fór að koma 'á daginn, að Spánverjar voru teknir að feta þær slóðir í stjórnarháttum, sem okkur er að skapi, þ.e. í átt til lýðræðis, fór að vakna áhugi innan ATA á því að Spánverjar yrðu aðili að Atlantshafsbandalaginu, því að það yrði bandalaginu veru- legur styrkur ef þetta nýja lýð- ræðisríki gengi í Atlantshafs- bandalagið. Að því viljum við stuðla. Við höfðum þess vegna nýlega samband við stærstu stjórnmálaflokkana á Spáni, og buðum þeim að senda fulltrúa hingað til þessa fundar. Vegna hins stutta fyrirvara mætti ein- ungis fulltrúi frá einum þess- ara þriggja flokka, þeim flokki sem stendur lengsj til hægri, en við vonumst til að fulltrúar allra flokkanna muni sjá sér fært að senda fulltrúa á ráð- stefnu sem við fyrirhugum að halda í maimánuði n.k. Leggj- um við mikla áherzlu á að full- trúar allra flokkanna, sem þarna er um að ræða, sendi fulltrúa til að kynnast starf- semi ATA, en það er rétt að taka fram að aðild Spánverja að ATA-samtökunum getur þó ekki orðið fyrr en Spánn er formlega orðinn aðili að sjálfu Atlantshafsbandalaginu, þvi að aðild að ATA-samtökunum er við það bundin," sagði dr. Karl Mommer. Spánn er það land Vestur- Evrópu, sem ver hvað minnst- um hlut fjárlaga til hermála. Aðild að NATO gæti orðið til þess að við þyrftum að f járfesta mjög mikið í spánska hernum. Til þess erum við vart búnir en hinn stjórnmálalegi þáttur ætti eins og ég sagði ekki að vera vandamál, enda meirihluti landsmanna hlynntur Atlants- hafsbandalaginu. Þeir sem á móti eru, eru vinstri flokkarnir og að sjálfsögðu kommúnistar. Aðild að NATO gæti því vart orðið öðru vfsi en gert yrði sér- samkomulag milli bandalagsins og stjórnvalda á Spáni. — Mikili meirihluti Spán- verja lítur á sig sem Vestur- Evrópubúa og þeir vilja taka þátt í vestrænu samstarfi. Eins og kunnugt er hefur Spánar- stjórn sérstakt samkomulag við Bandarfkin. En það þýðir þó ekki að aðild að NATO sé sjálf- sögð, ef hún verður þjóðinni of þung f skauti fjárhagslega. Sambandið við Bandaríkja- stjórn og hernaðarsamkomulag við hana er mjög gott. Að lokum sagði de la Mora, að hann væri mjög ánægður með að vera nú á Islandi. Ég hef komið til allra landa Vestur- Evrópu, en þetta er í fyrsta sinni sem ég kem til íslands. Skýrsla íslenzka talsmannsins á ráðstefnunni var mjög athyglis- verð, og mér fannst gott að heyra, að stuðningur íslend- inga við Atlantshafsbandalagið er svo afdráttarlaus. Barón de Cumont, hershöfð- ingi og formaður belgfsku sendinefndarinnar, var áður fyrr formaður hermálanefndar Atlantshafsbandalagsins. I við- tali við Morgunblaðið sagði de Cumont, að ef til vill væri mesta vandamál ATA það, að í nútímaþjóðfélagi væri það miklum erfiðleikum bundið að samtök sem ATA kæmust að í fjölmiðlum. „Fólk verður að skilja,“ sagði de Cumont, „að ýmislegar hættur steðja að Atlantshafsbandalaginu." Þessi samtök okkar, ATA, hafa mjög lítil fjárráð — sagði baróninn. Það er þess vegna sem framkvæmdastjórinn er ólaunaður og það er jafnframt þess vegna sem skrifstofurnar eru í litlu herbergi í Briissel. Þessi samtök eiga mjög erfiðan fjárhag, svo að ekki sé meira sagt. Nú á dögum er fólk þann- ig þenkjandi að það vill helzt ekkert leggja á sig öðru vísi en það beri eitthvað úr býtum. Áð- ur fyrr voru menn boðnir og búnir að færa fórnir og gera eitthvað fyrir málstaðinn. Vesturlandabúar hafa sjálfsagt búið of lengi við velmegun og í velferðarþjóðfélagi. Þeir eru hættir að hugsa um aðsteðjandi ógnun. — Hvernig er þá unnt að breyta hugsunarhætti fólks að þessu leyti? — Það er ekki hægt nema í fjölskyldunum sjálfum og í skólunum. Þingmenn hafa enga dirfsku til þess að tala út um þetta vandamál og skýra þegn- unum frá þessu. Dirfsku þeirra sleppir, þar sem atkvæðin birt- ast. ATA hefur reynt að vekja upp áhuga fólks á aðsteðjandi hættu og ræða Kidds aðmfráls hér i dag var mjög athyglisverð. Hún var þaulhugsuð og fór bil beggja hvað varðar hernaðar- leg atriði og stjórnmáialeg. En ég get fullvissað þig um að þessi ræða fæst hvorki birt í fjölmiðlum i Brússel, Paris né London. Hún kemst þar ekki að fyrir morðum og öðrum hermd- arverkafréttum. Það getur ver- ið að hún verði birt hér í Reykjavík, en ég er sannfærður um að það er allt og sumt. Samt sem áður á hún erindi til allra íbúa Vestur-Evrópu. Eg mun senda þessa ræðu til ráðherra í belgísku ríkisstjórninni og til konungsins, sem er æðsti yfir- maður belgíska hersins. 1 hvernig jarðveg hún fellur má rétt ímynda sér. — Nei, ég er sannfærður um það að íbúar Vesturlanda hafa nú búið við allt of langa vel- megun. Þeir eru orðnir and- varalausir og gera sér ekki grein fyrir aðsteðjandi hættum. Nú steðja að þessari velmegun ýmsar efnahagslegar hættur, atvinnuleysi ríkir og verðbólga. Ef til vill verður þessi hætta til þess að opna augu fólks fyrir því, að velmegunin er ekki svo sjálfsögð og menn verða að berjast til þess að viðhalda þvi góða, sem þeir höfðu áunnið sér. Það sem mestu máli skiptir er að menn helgi sig skyldunni fyrir samfélagið og þá um leið sjálfan sig. Þetta kann að hljóma dálítið gamaldags, en það er einmitt þetta, sem lýð- ræðið þarfnast. Þetta, að helga sig skyldunni, er það sem allir þjóðfélagsþegnar þurfa að gera. — Hvað finnst yður um stöðu íslands innan Atlantshafs- bandalagsins? — Þetta er í fjórða sinn, sem ég kem til íslands og allt frá því er ég kom hingað fyrst, hafa þær raddir, sem sagt hafa að island sé Atlantshafsbandalag- inu ómetanlegt, orðið háværari. Ég er sammála þessum mönn- um. Uppbygging sovézka flot- ans er gífurleg hér á Norður- Atlantshafi og líti menn á landabréf sjá menn að hann á engar leiðir út á Atlantshaf nema öðru hvoru megin við is- land, Skotlandsmegin eða Grænlandsmegin. Ef Island hætti veru sinni í NATO og gengi t.d. Sovétríkjunum á hönd yrði ekki að sökum að spyrja — jafnvægið myndi raskast gífurlega. Islendingar hafa engan her, en þeir eru samt ákveðin þjóð með ákveðn- ar skoðanir og láta ekki undan þótt móti blási. Þeir eru dug- mikil þjóð og slika þjóð þarf Atlantshafsbandalagið. Dugur þeirra speglast kannski bezt í því að þeir hafa búið í þessu landi, sem svo erfitt er yfirferð- ar. island er fimm sinnum stærra en Belgía. Milli manna- bústaða eru kannski margir kílómetrar á Íslandi, en í Belgíu getur maður næstum náð með höndunum milli húsa. Það eru því gjörólík vandamál, sem þessar þjóðir eiga við að etja, en i NATO koma saman hagsmunamál þjóðanna — að halda frelsi sinu, sem öllum, sem einu sinni hafa höndlað það, finnst ómetanlegt. * Aheymarfulltrúi Spánar á ATA-ráðstefnunni, de la Mora: Spánverjar íhuga aðild að NATO verði hún ekki of dýr

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.