Morgunblaðið - 30.08.1977, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 30.08.1977, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. AGUST 1977 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. ÁGÚST 1977 25 AKURNESINGAR VORU VEL AÐ SIGRIKOMNIR Akranes Þótt felstir hafi ugglaust gert ráð fyrir því að Akurnesingar myndu blanda sér alvarlega í baráttuna á toppnum í sumar, hafa þeir sennilega verið færri sem spáðu liðinu sigri Það varð í þriðja sæti i mótinu í fyrra, og við bættist svo að þeir tveir leikmenn sem jafnan höfðu verið atkvæðamestir í framlínu Akranes, Matthías Hallgrímsson og Teitur Þórðar son, voru báðir orðnir atvinnumenn í Svíþjóð Var það Akurnesingum mikil sárabót að fá tvo sterka leikmenn til liðs við sig í upphafi keppnistímabilsins, þá Jón Þorbjörnsson markvörð úr Þrótti og Kristin Björnsson úr Val Mesta happ Skagamanna á þessu keppnistímabili var þó að fá George Kirby aftur til starfa sem þjálfara, en um hæfileika Kirbys þarf nú enginn lengur að efast Hann er fremstur þeirra brezku þjálfara sem starfað hafa hérlendis á undanförnum árum Sýndi Kirby mikla skipulagshæfileika með Akra- nesliðið í sumar og fljótlega sást á þvi sá skemmtilegi bragur er einkenndi liðið á árunum 1 974 og 1975 Liðið lék létta og skemmtilega knattspyrnu — stundum dálítið opna og framlínumennirmr oneð hinn unga markakóng, Pétur Pétursson. í fararbroddi, kunnu að notfæra sér tæki- færi er buðust Alls léku 1 5 leikmenn með Skagaliðinu í sumar, þar af fimm leikmenn alla leikma 18 — þeir Jón Þorbjörnsson. Björn Lárusson, Jón Gunnlaugsson, Karl Þórð- arson og Árni Sveinsson Alls gerðu Skagamenn 35 mörk i deild- inni, en fengu á sig 13 Mörkin voru skoruð af sjö leikmönnum og eitt markið var sjálfsmark andstæðingsins Skiptust mörkin þannig millimarkskoraranna Pétur Pétursson 16 Kristinn Björnsson 6 Karl Þórðarson 5 Hörður Jóhannesson 3 Árni Sveinsson 2 Jón Gunnlaugsson 1 Jón Alf reðsson 1 Einkunnagjöfin: í einkunnagjöf Morg- unblaðsins hlutu Skagamenn alls 479 stig eða 26,61 stig að meðaltali fyrir leik Eftirtaldir leikmenn hlutu hæsta meðal- einkunn hjá Morgunblaðsmönnum Jón Gunnlaugsson 50 (1 8). 2,77 Pétur Pétursson 44 (1 7). 2.58 Karl Þórðarson 46 (1 8). 2,55 Jón Alfreðsson 43 (1 7). 2,52 Jón Þorbjörnss 44 (18). 2.44 Jóhannes Guðjónss 36 (1 5). 2.40 Valur Eftir glæsilegan sigur Vals í íslands- mótinu og bikarkeppnmni í fyrra, var það álit flestra að Valsmenn ættu mjög góða möguleika á að halda titlum sinum i sumar Liðið hafði sama þjálfara og i fyrra, og sömu leikmenn. með þeirri und- antekningu að Kristinn Björnsson og Her- mann Gunnarsson hættu með liðinu, en í staðinn fékk það Hörð Hilmarsson frá Akureyri, traustan leikmann og heima- vanan i Valshögunum Valsmenn gátu þó tæpast byrjað mótið verr en þeir gerðu, þar sem þeir töðuðu tveimur fyrstu leikj- um sinum En siðan tók Valur flugið og sigurganga liðsins hófst. Það náði aftur upp mjög beittu og vel útfærðu sóknar- spili, en það var öðru fremur það sem færði liðinu góðan sigur í mótinu i fyrra Var oft unun af því að horfa á Valsmenn- ma leika knattspyrnu, og þegar komið var fram i mótið virtist fátt geta hindrað sigur Valsmanna Einkum og sér i lagi virtust miklar líkur á að bikarinn héldist á Hliðar- enda er Valsmenn flengdu Akurnesinga á heimavelli þeirra, sigruðu 4— 1 17 leikmenn: í leikjum sínum í sumar notaði Valur alls 17 leikmenn Þeir Bergsveinn Alfonsson, Dýri Guðmundsson, Magnús Bergs. Ingi Björn Albertsson og Atli Eðvaldsson léku alla leikina með liðinú Voru þeir ásamt Sigurði Dagssyni og Guðmundi Þorbjörnssyni helztu máttarstólpar þess, en Valur reyndi nokkra nýja og athyglisverða leikmenn í sumar Má þar sérstaklega nefna Jón Einarsson, sem vafalaust á eftir að láta verulega að sér kveða í framtíðinm Mörkin: í mótinu skoruðu Valsmenn alls 38 mörk en fengu á sig 16 Átta leikmenn skoruðu mörkin 38 og skiptust þau þannig milli leikmanna Ingi Björn Albertsson 1 5 Atli Eðvaldsson 7 Guðmundur Þorbjörnsson 5 Albert Guðmundsson 4 Magnús Bergs 4 Bergsveinn Alfonsson 1 Jón Einarsson 1 Óttar Sveinsson 1 Einkunnagjöfin: Valsmenn hluti alls 494 stig í einkunnagjöf Morgunblaðsins, eða 27,44 stig að meðaltali í leik, og var ekkert lið sem hlaut eins góðu útkomu Eftirtaldir leikmenn meðaleinkunn í Morgunblaðsmanna Albert Guðmundss. Guðm. Þorbjörnss. Atli Eðvaldsson Ingi Bj. Albertss. Dýri Guðmundss. Sigurður Dagsson hluti hæsta einkunnagjöf 48 (17). 42 (15). 50(18). 47(18), 46 (18). 2,82 2,80 2.77 2.61 2,55 33(14), 2.35 Vestmannaeyjar Ekkert lið getur eins vel við sinn hlut unað I 1 deildar keppninni í sumar og Vestmannaeyingar Þeir léku í 2 deild í fyrra, en koma nú, sjá og hreppa þriðja sætið í mótinu, og hefðu þeir með smáheppni jafnvel getað orðið enn ofar Undirrituðum er til efs að Eyjamenn hafi nokkru sinni átt betra og skemmtilegra liði á að skipa og má það heita hreint undur hversu vel hefur tekizt til með knattspyrnustrafið i Eyjum. en ætla mátti að það myndi hljóta slíka hnekki á Eyjagosinu að erfitt væri að ná því á strik aftur og staðfesti fall Eyjamanna í 2. deild þetta raunar En greinilega hefur síðasta sumar verið notað vel til þess að undirbúa jarðveginn í Eyjum, og mikið má vera ef þetta lið á ekki eftir að setja enn stærra strik i reikninginn þegar næsta sumar en það gerði i ár Baráttu- og leikgleði var einkenni Eyjamanna í sumar, og þvi verður heldur ekki á móti mælt að liðið lék beitta og skemmtilega knattspyrnu lengst af i leikjum sinum Um tima gekk því þó herfilega að skora mörk — lék fjóra leiki i röð í upphafi mótsins án þess að skora, en slíkt hrökk i liðinn þegar Sigurlás Þorleifsson hafði jafnað sig af meiðslum sem hann hlaut í fyrsta leik vorsins Átti Sigurlás oft eftir að koma við sögu i leikjum Eyjamanna í sumar, og var einn athuglisverðasti leikmaður þessa íslandsmóts Maður sem á eftir að heyrast oft frá í framtiðinni, ef að líkum lætur Hið sama má segja um Karl Sveinsson, sem óx ótrúlega mikið í leikjum sinum Þessir tveir leikmenn fylltu betur i það skarð sem markakóngur Eyjamanna, Örn Óskarsson, skildi eftir sig er hann gekk í KR i vor en nokkurn hafði grunað Mörkin: Eyjamenn skoruðu alls 27 mörk i leikjum sínum í sumar, en fengu á sig 18 mörk Mesti sigur liðsins var 4—0 sigur yfir Akureyrarliðinu Þór, en mesti ósigur liðsins var 0—3 tap fyrir Akurnesingum á Akranesi. Það voru aðeins fimm leikmenn sem skoruðu öll mörk Vestmannaeyja Sigurlás Þorleifsson Tómas Pálsson Sveinn Sveinsson Karl Sveinsson Snorri Rútsson Einkunnagjöfin: Morgunblaðsins I 12 8 3 3 1 einkunnagjöf, hlaut Vestmannaeyjaliðið alls 475 stig, eða 26,38 að meðaltali fyrir lei Eftirtaldir leikmenn liðsins hluti hæsta meðaleinkunn hjá Morgunblaðinu Tómas Pálsson Óskar Valtýss. Þórður Hallgrímss Sigurlás Þorleifss. Karl Sveinsson Ólafur Sigurvinss. 51 (18), 2,83 48(18), 2.66 32(12), 2,66 37(14). 2,64 46(18), 2,55 41 (17), 2,41 Alls léku 19 leikmenn með IBV-liðinu í sumar og þai af sex leikmenn alla leikina 18, þeir Einar Friðþjófsson, Friðfinnur Finnbogason, Valþór Sigþórsson, Sveinn Sveinsson, Tómas Pálsson og Óskar Valtýsson. Víkingur Sama sagan endurtók sig hjá Vikingum í sumar og erði í fyrrasumar, — þeir byrjuðu mótið mjög vel. en síðan týndist botninn uppi í Borgarfirði Leikir Víkings í sumar voru mjög mismunandi. Þegar bezt lét lék liðið framúrskarandi góða knattspyrnu og nægir þar að nefna frammistöðu liðsins í síðasta leik mótsins, er það mætti Val sem dæmi, en þess á milli datt það svo niður á stig meðalmennskunnar eða vel það Voru Víkingar heldur óheppnir í sumar, þar sem þeir misstu nokkra af sínum beztu mönnum frá í lengri eða skemmri tíma vegna meiðsla í þeim hópi var Róbert Agnarsson, hinn geysilega efnilegi miðvörður liðsins, og er ekki ólíklegt að fjarvera hans hafi gert útslagið á að Víkingar voru ekki nær toppnum er raun bar vitni Oft heyrðust þær raddir í sumar að ^Víkingar lékju leiðinlega knattspyrnu, en víst er að lið þetta hefur alla burði til þess að gera þar bragarbót á og það jafnvel strax næsta sumar En frumskilyrðið er auðvitað að leikmenn missi ekki móðinn, þegar erfiðlega fer að ganga, heldur rifi sig upp. eins og t d Skagamenn gerðu, þegar mest á reið Með Víkingsliðinu léku alls 1 7 leikmenn i sumar og náðu sex þeirra að leika alla leikiria 18, þeir Diðrik Ólafsson, Kári Kaaber, Magnús Þorvaldsson, Eiríkur Þorsteinsson. Gunnar Örn Kristjánsson og Jóhannes Bárðarson Mörkin. í 1 deildar keppninni skoruðu Víkingar 22 mörk en fengu á sig 23 mörk Mörkin skiptust þannig milli 8 leikmanna: Eiríkur Þorsteinsson 5 Hannes Lárusson 4 Viðar Elíasson 3 Kári Kaaber 3 Gunnar Örn Kristjánsson 3 Síðasta mark 1. deildar keppninnar 1977. Ingi Björn Albertsson, fyrirliði Valsliðsins skorar úr vítaspyrnu f leik liðs síns við Víkinga og þar með var staðan í leiknum iöfn 3:3. Valsmenn þurftu að vinna þennan leik til þess að fá úrslitaleik um íslandsmeistaratitilinn við Akurnesinga. f ------N Knattspyrnan með bezta móti Vióburðarfku ok skfmmti- Ifgu krppnistfmabili I. deildar- innar f knattspyrnu 1977 er lok- ið. bað eina sem er eftir er að krýna Islandsmeistara Akra- ncss og afhenda þeim sigur- launin, og mun það verða gert í leikhléi úrslitaleiks bikar- keppni KSt, sem fram á að fara 11. september n.k. Þá munu Akurnesingar taka við fslands- bikarnum f tfunda sinn, flytja hann heim með sér upp á Akra- nes þar sem hann verður geymdur fram til sama tfma næsta sumar — f það minnsta. Allir geta verið sammála um að Akurnesingar séu vel að bik- arnum og titlinum komnir að þessu sinni, þótt vitanlega hefðu flestir knattspyrnuunn- endur átt þá ósk heitasta að fá hreinan úrslitaleik miili þeirra og Valsmanna, en þessi tvö lið sköruðu nokkuð fram úr keppi- nautum sfnum f 1. deildar keppninni f sumar, og úrslita- leikur milli þeirra hefði vafa- laust orðið hápunktur tslands- mótsins. Þegar á heild tslandsmótsins í sumar er litið verður ekki annað sagt en að mótið hafi verið hið skemmtilegasta og boðið upp á betri knattspyrnu en oftast áður. Leikir liðanna voru að vfsu mjiig mismunandi. Stundum var boðið upp á leiki sem voru f ætt við það sem hér gerðist fyrir svo sem áratug, þcgar það var aðalsmerki leik- manna að geta sparkað hátt og langt, en aðrir leikir buðu upp á knattspyrnu sem fullyrða má að sé fyllilega á borð við það sem gerist vfða be/.t hjá grann- þjóðum okkar t.d. á Norður- löndunum, og þessir leikir stað- festu að fslenzk knattsp.vrna hefur verulega sótt á. Vonandi staðfesta Evrópubikarleikir þeir sem Vaiur, Akranes og Fram eiga nú framundan þetta einnig, en öll liðin þrjú eiga góða möguleika á að komast f það minnsta f aðra umferð þeirra móta að þessu sinni. 1. deildar keppnin var nú f fyrsta sinn með nýju smiði. Tíu lið léku f deildinni og nú féllu f fyrsta sinn tvö lið niður f aðra deild. Erfitt er að segja á þessu stigi málsins hvaða áhrif fjolg- un liða f deildinni og breytt fyrirkomulag kann að hafa. úm það mun tfminn skera úr en augljóslega komu þó í sumar fram ýmsir vankantar, sem væntanlega verða íhugaðir vel á næsta knattspyrnuþingi. Það hlýtur t.d. að verða umhugsun- arefni að áhorfendafjöldi á hyerjum leik er minni en áður og jafnvel þýðingarmestu leik- ir eins og t.d. viðureign Vals og Vfkings s.l. fimmtudagskvöld draga ekki til sfn nema rösk- lega þrjú þúsund áhorfendur. Þvf verður ekki á móti mælt, að mikill mismunur var á getu liðanna sem léku f 1. deildinni f sumar, og úrslit f sumum Ieikj- um lágu næstum fyrir áður en þeir hófust. Valsmenn og Akur- nesingar áttu he/tu liðin, og sýndu yfirleitt jafna og góða leiki. Meiri tröppugangur var á frammístöðu annarra liða. | Þannig byrjuðu t.d. Vfkingar mótið mjög vel og voru lengi með f baráttunni, en sfðan datt botninn algjörlega úr hjá þeim — gagnstætt gerðist hjá Vest- mannaey ingum. Eftirtekja þeirra í fyrstu leikjum mótsins var heldur rýr, en síðan sótti liðið f sig veðrið svo um munaði og þegar á mótið leið er fullvfst að þeir stóðu ekki langt að baki Val og Akranesi. i þessu móti bar það Ifka við sem vafalaust verður fest á spjöld knattspyrnusögunnar á tslandi. KK féll f aðra deild f fyrsta sinn. Er Valur nú eina liðið sem ekki hcfur hlotið þau örlög að gista aðra deild f lengri eða skemmri tfma og eins og nú horfir er ekkert útlit á öðru en að Valur haldi stöðu sinni a.m.k. fyrst um sinn. Ef tekið er svo mið af leikjum f bikarkeppni KSt má ætla að mikill munur sé á getu liðanna sem leika í 2. deild og þeirra sem eru f 1. deild. Þvf er ekki ástæða til að ætla að KR-ingar dvelji lengi f 2. deild og ætla má einnig aó lið Þórs frá Akur- eyri eigi góða möguleika á að vinna sig strax upp aftur. Kann svo að fara, ef ekki verður á breyting til batnaðar f 2. deild að sömu liðin verði á ferðalagi milli deilda á hverju ári. Morgunblaðið gerir nú lftils- háttar úttekt á 1. deildar keppninni f sumar gerir grein fyrir markaskorun og útkomu hvers liðs fyrir sig, og kynnir helztu niðurstöðu f einkunna- gjöf blaðsins, en sem kunnugt er gáfu fréttamenn blaðsins leikmönnum allra 1. deildar liðanna einkunn eða stig fyrir frammistöðu þeirra f leikjum sumarsins. Jóhannes Bárðarson 2 Óskar Tómasson 1 Róbert Agnarsson 1 Einkunnagjofin Blaðamenn Morgunblaðsins gáfu liði Vikings alls 417 stig fyrir leiki sina í mótinu í sumar, eða 23,1 6 stig að meðaltali fyrir leik Þeir leikmenn liðsins sem fengu hæstu meðaleinkunn voru eftirtaldir Róbert Agnarsson Diðrik Ólafsson Magnús Þorvaldss. Eirfkur Þorsteinss Helgi Helgason Kári Kaaber 31(12). 2.58 42(18). 2,33 42(18). 2.33 40(18). 2,22 34(16). 2.12 36(18). 2.00 Keflavík Keflavíkurliðið kom tvimælalaust mjög á óvárt i mótinu í sumar Þegar sýnt var að þeir þrir leikmenn sem verið hafa burðarásar Keflavíkurliðsins áförnum árum: Guðni Kjartansson, Einar Gunnarsson og Þorsteinn Ólafsson, myndu ekki leika með liðinu i sumar, áttu felstir von á þvi að róðurinn yrði þungur fyrir ungu mennina er taka skyldu upp merki þeirra En strax i fyrstu leikjum sínum í mótinu afsönnuðu Keflvlkingarnir allar hrakspár og sýndu að 'þeir áttu sterku liði á að skipa, — að þeir áttu ekki aðeins nokkra framtiðarmenn i knattspyrnunni, heldur marga og það jafnvel svo marga að nokkrir leikmenn sem vissulega hefðu verðskuldað að fá sin tækifæri stóðu meira eða minna fvrir LOKASTAÐAN í I. DEILD Akranes 18 7 1 1 2(1- -8 6 1 2 15- -5 28 Valur 18 6 2 1 19- -8 5 3 1 19- -10 27 Vestmannaeyjar 18 5 2 2 16—8 4 1 4 11- -10 21 Keflavfk 18 5 2 2 17- -14 3 2 4 12- -14 20 Víkingur 18 3 4 2 10- -10 3 4 2 12—13 20 Breiðablik 18 4 3 2 14- -11 3 1 5 12- -14 18 FH 18 3 2 4 15- -18 2 4 3 11 — 12 16 Fram 18 2 2 5 10- -17 2 4 3 14—18 14 KK 18 2 2 5 12- -15 1 2 6 12—19 10 Þór 18 1 2 6 10- -19 1 0 8 11- -29 6 v> / utan liðið Kom þetta t d tram er Keflvíkingar tefldu nánast varaliði sínu fram í leik við toppliðið í 2 deild, KA, í bikarkeppninni, en vann samt þar öruggan sigur Þóit ungu mennirnir í Keflavikurliðinu stæðu sig mun betur en fyrirfram mátti ætla fer ekki á milli mála að Keflavíkurliðið á velgengni sína i sumar að verulegu leyti einum manni að þakka, og er sá Gísli Torfason Gísli hefur sennilega aldrei verið betri en i sumar og átti hvern leikmn öðrum betri Það var hann sem oftast stjórnaði leik liðsins, var alls staðar á vellinum og dreif aðra leikmenn áfram með krafti sinúm Þá er vert að nefna markvörð liðsins, Þorstein Bjarnason, sérstaklega, en Þorsteinn hóf merki nafna sins Ólafssonar raákilega á loft Þar er á ferðinni piltur sem vafalaust á eftir að heyrast mikið frá, og þá sennilega jafnt sem landsliðsmanni og leikmanni Keflavikurliðsins Alls lék 21 leikmaður með liði ÍBK i sumar, þar af þrir alla leiki liðsins: Sigurður Björgvinsson, Óskar Færseth og Þorsteinn Bjarnason Mörkin: Keflvikingar skoruðu 29 mörk í 1 deildinni í sumar og fengu á sig 28 Það voru hvorki fleiri né færri en 12 leikmenn sem skoruðu þessi 29 mörk og skiptust þau þannig á milli þeirra: Ólafur Júlíusson 6 Gísli Torfason 4 Ómar Ingvarsson 4 Þórður Karlsson 3 Einar Ólafsson 2 Hilmar Hjálmarsson 2 Sigurður Björgvinsson 2 Þórir Sigfússon 2 Friðrik Ragnarsson 1 Karl Hermannsson 1 Kári Gunnlaugsson 1 Steinar Jóhannsson 1 Einkunnagjöfin: Keflvíkingar hlutu.alls 442 stig í einkunnagjöf Morgunblaðsins eða 24,55 stig að meðaltali fyrir leik í þeirra hópi var sá leikmaður sem hlaut bezta meðaleinkunn allra leikmenna í mótinu ..Leikmaður íslandsmótsins 1977" Gisli Torfason, en hæstu menn i ÍBK urðu: Gísli Torfason 47(16), 2,93 Þorsteinn Bjamas. 47(18), 2,61 Sig. Björgvinsson 46(18), 2,55 ÓskarFærseth 40(18), 2,22 Ólafur Júlfuss. 35(16), 2,18 Gísli Grétsrss. 36(17), 2,11 Breiðablik Eftir að Breiðablik hafði sigrað Val 4—3 i mjög skemmtilegum leik í fyrstu umferð mótsins, mátti ætla að liðið fengi byr undir vængi og fylgdi þessum góða sigri sínum eftir En einhvern veginn var það þannig að Breiðabliksliðið náði sér aldrei á strik i sumar Það náði reyndar ágætum leikjum öðru hverju, eins og t d er það sigraði Fram á Laugardalsvellinum 4—1, en oftar var það þó að hálfgerð meðalmennska var ráðandi ríkjum hjá liðinu Ekki vantar mannvalið hjá Kópavogsbúunum, og á undanförnum árum hefur ekkert félag átt eins sterkum yngri flokkum yfir að ráða Spruningin hlýtur fyrst og fremst að vera sú hvenær þetta lið blómstrar, ekki hvort það gerir það Breiðabliksliðið er enn í mótun og hefur átt við hálfgert aðstöðuleysi að stríða allt fram á þetta sumar, er það fékk til afnota hinn geysigóða og skemmtilega grasvöll í Kópavogi, sem hlýtur að gjörbreyta aðstöðu liðsins. 1 7 leikmenn léku fleiri eða færri leiki með Breiðabliksliðinu í sumar, en aðeins þrír leikmenn léku alla leiki þess: Einar Þórhallsson, Ólafur Friðriksson og Valdimar Valdimarsson. Vakti sá síðastnefndi einna mesta athygli allra Breiðabliksmanna í sumar Þar er mjög efnilegur piltur á ferðinni.og hið sama má raunar segja um nokkra aðra unga leikmenn liðsins, t d Jón Orra Guðmundsson og Vigni Baldursson. Mörkin: Breiðablik skoraði 2 7 mörk í deildinni I sumar, en fékk á sig 26 Stærstu sigra sína unnu Breiðabliksmenn yfir Frömurum sem þeir unnu tvívegis 4—1, en mesti ósgiur Breiðabliks í sumar var 0—3 tap fyrir Val Níu leikmenn skoruðu fyrir liðið og eitt marka þess var sjálfsmark andstæðingsins Mörk UBK skoruðu: Olafur Friðríksson 6 Þór Hreiðarsson 5 Heiðar Breiðfjörð 4 Jón Orri Guðmundsson 3 Valdimar Valdimarsson 3 Sigurjón Rannversson 2 Vignir Baldursson 1 Einar Þórhallsson 1 Hinrik Þórhallsson 1 Einkunnagjöfin: Breiðablik hlaut alls 441 stig i einkunnagjöf Mrogunblaðsins, eða 24,50 að meðaltali fyrir leik Eftirtaldir leikmenn liðsins hluti hæstu meðaleinkunn fyrir leiki sina: Valdim. Valdimarss. 46(18), 2,55 Einar Þórhallss. 45(18), 2,50 Þór Hreiðarsson 42(17), 2,47 Ólafur Hákonars. 21(11), 1,90 Bjami Bjarnas. 32(17), 1,88 Ólafur Friðrikss. 34(18), 1,88 FH Það má furðulegt heita að lið FH skyldi ekki hljóta nema 16 stig i mótinu að þessu sinni Liðið lék í sumar mjög skemmtilega kanttspyrnu, — knattspyrnu eins og hún gerist bezt hérlendis, þegar það átti sina beztu daga Oft var það sem herzlumuninn skorti hjá FH-ingum, hvort sem slik má flokka undir óheppni eða klaufaskap Oft hefur það verið sagt um FH-inga að þeir eigi efnilegu liði á að skipa, og verður að undirstrika það að þessu sinni. jafnframt þvi sem vonast verður eftir því að senn komi að því að liðið nái því að verða meira en efnilegt Það hefur alla burði til þess að vera i fremstu röð og undirritaður spáir þvi að það muni gerast næsta sumar. FH-ingar léku í sumar dálitið öðruvisi knattspyrnu en flest önnur islenzk lið Liðið byggði töluvert upp á framtaki einstaklinga i liðinu, sérstaklega þó framtaki Ólafs Danivalssonar, en hann er leikmaður sem minnir í mörgu á hina „gömlu góðu" íslenzku knattspyrnumenn eins og t.d Rikharð Jónsson. Leikmaður sem er óragur að reyna hlutina upp á eigin spýtur, og hefur harða og góða knattmeðferð Ólafur ásamt þeim Janusi og Viðari voru þeir leikmenn FH-liðsins sem upp úr stóðu s.l sumar Alls léku 20 leikmenn leiki fyrir FH i 1. deildar keppninni, þar af aðeins tveir alla leikina 18, þeir Viðar Halldórsson og J : nus Guðlaugsson. Mörkin: FH-ingar skoruðu 26 mörk i mótinu, en fengu 30 á sig Átta leikmenn skoruðu mörkin, en tvö af mörkum FH voru sjálfsmörk andstæðinganna Þeir sem skoruðu mörkin voru: Janus Guðlaugsson 6 Ólafur Danivalsson 6 Asgeir Arnbjörnsson 3 Andrés Kristjánsson 3 Viðar Halldórsson 3 ÞórirJónsson 1 Helgi Ragnarsson 1 Magnús Teitsson 1 Einkunnagjöfin: í einkunnagjöf Morgunblaðsins hlutu FH-ingar alls 467 stig, eða 25,94 að meðaltali fyrir leik Eftirtaldir leikmenn voru stigahæstir: Janus Guðlaugss. 48(18), 2,66 Ólafur Danivalss. 42(17), 2,47 Gunnar Bjarnason 41(17). 2,41 Viðar Halldórss. 41(17). 2.27 Pálmi Jónsson 38(17), 2,23 ÞórirJónsson 33(15), 2,20 Fram Lið Fram var það lið i 1 deildinni sem olli mestum vonbrigðum á keppnistímabilinu Framarar byrjuðu keppnistímabilið á því að sigra í Reykjavíkurmeistaramótinu, og virtust þeir til alls líklegir í 1. deildar keppninni, og nær allir spáðu þvi að liðið myndi verða í toppbaráttunni. En annað kom á daginn Framliðið lék nú mun slakari knattspyrnu en það gerði i fyrrasumar, og einkum og sér i lagi var vörn þess, sem löngum hefur verið sterkasti hluti liðsins, óörugg og gaf oft færi á sér. Munaði þar örugglega miklu að Jón Pétursson gat ekki leikið með vegna meiðsla, en bæði var Jón mjög duglegur varnarleikmaður og eins góður stjórnandi Framvarnarinnar eftir að Marteinn Geirsson fór frá liðinu Hefur fjarvera Jóns i sumar örugglega verið stærra skarð fyrir skildi í Framliðinu en flesta grunar Það segir ef til vill mesta söguna um frammistöðu varnar Framliðsins að liðið fékk á sig fjögur mörk i eigi færri en fjórum leikjum Af og til náði Framliðið hins vegar góðum leikjum, og verður þar efst i huga frammistaða þess i leik á móti Val i mótslok, er það gerði jafntefli 3—3 i skemmtilegum leik 21 leikmaður reyndi sig í Framliðinu i sumar, en aðeins tveir léku alla leiki liðsins, þeir Sigurbergur Sigsteinsson og Rafn Rafnsson Mörkin: í mótinu skoruðu Framarar 24 mörk en fengu á sig 35. Mörk Fram í mótinu skoruðu eftirtaldir leikmann: Sumariiði Guðbjartsson 8 Kristinn Jörundsson 7 Eggert Steingrfmsson 3 PéturOrmslev 3 Isgurbergur Sigsteinsson 2 Rúnar Gíslason 1 Einkunnagjöfin: í einkunnagjöf blaðamanna Morgunblaðsins hlutu Framaar alls 431 stig, eða 23,94 stig að meðaltali fyrir leik Eftirtaldir leikmenn hlutu hæsta meðaleinkunn Pétur Ormslev 29(12), 2.41 Ásgeir Eliasson 36(15), 2,40 Ámi Stefánsson Gunnar Guðmundss. Sigurbergur Sigsteinsson Ágúst Guðmundss. KR 34(15). 2.26 38(17), 2.23 38(18), 2.11 27(13). 2.07 Á undanförnum árum hefur KR-ingum oft tekizt að bjarga sér fyrir horn \ fallbaráttunni á siðustu stundu, en I sumar kom að því að liðið hafði vistaskipti Ætla má þó að vera KR-inga i 2. deildinni verði ekki löng, og er vonandi að liðinu takist þar að byggja sig upp á svipaðan hátt og t d Akurnesingar og Vestmannaeyingar gerðu árin sem þessi lið léku i 2. deild í sumar má segja að óhamingju KRinga hafi orðið flest að vopni Einkum og sér í lagi komu meiðsli nokkurra lykilmanna liðsins sér illa fyrir það Þannig áttu KR-ingar við hið mesta markvarðarvandræði að etja eftir að Magnús Guðmundsson meiddist snemma á leiktimabilinu. Þá varð framlína liðsins mun bitminni eftir að Hálfdán Örlygsson meiddist og var úr leik og um tima átti Örn Óskarsson einnig við meiðsli að stríða Örn gekk i raðir KRinga s.l vor, en einhvern veginn var það þannig að þessi raikli markaskorari úr Vestmannaeyjum náði sé aldrei á strik með hinu nýja félagi sinu, og var i allt sumar aðeins skuggi af því sem hann var með Eyjaliðinu 22 leikmenn léku fleiri eða færri leiki með KR í sumar. þar af tveir leikmenn alla leikina, þeir Sigurður Indriðason og Stefán Örn Sigurðsson Mörkin: í mótinu skoruðu KR-ingar 24 mörk, en fengu á sig 34 9 leikmenn skoruðu mörkin og voru þeii eftirtaldir Öm Óskarsson 6 Vilhelm Fredriksen 5 Börkur Ingvarsson 4 Hálfdán Örlygsson 2 Ottó Guðmundsson 2 Sverrir Herbertsson 2 Guðmundur Yngvason 1 Magnús Jónsson 1 Stefán Örn Sigurðsson 1 Einkunnagjöfin: KR-ingar hluti alls 412 stig i einkunnagjöf Morgunblaðsins eða 22,80 stig að meðaltali fyrir leik Voru eftirtaldir leikmenn með hæsta meðaltal: Börkur Ingvarss. 37(16), 2,31 Ottó Guðmundss. 39(17), 2,29 Stefán Sigurðss. 38(18), 2,11 Sig. Indriðason 37(18), 2,05 Haukur Ottesen 22(11), 2,00 ÖmÓskarsson 32(17), 1,88 Sá leikmaður sem hæsta meðaleinkunn fékk og ekki lék 10 leiki var Hálfdán Örlygsson en hann var með 20 stig úr 7 leikjum eða 2,85 að meðaltali. Þór Það fór eins og flestir áttu von á að Akureyrarliðið Þór átti erfitt uppdráttar i 1 deildar keppninni i sumar Við öðru var lika varla að búast Sú uppstokkun sem gerð var á Akureyri fyrir tveimur árur, er ÍBA-liðið var lagt niður og leikmenn á Akureyri tóku að leika undir merkjum Þórs og KA, hefur ekki enn fullmótazt, og má raunar furðu gegna hversu langt knattspyrnumenn Akureyrar hafa náð Sumarið i sumar verður Þórsurum örugglega dýrmæt reynsla og verður fróðlegt að fylgjast með hvernig liðinu tekst að nýta hana næsta sumar 23 leikmenn léku með Þórsliðinu i sumar, en enginn leikmanna þess náði þvf að leika alla leikina Mörkin: Þór skoraði alls 21 mark í mótinu i sumar, en fékk 48 á sig Eftirtaldir leikmenn skrouðu fyrir liðið Sigþór Ómarsson 8 Jón Lárusson 5 Ámi Gunnarsson 4 Aðalsteinn Sigurgeirsson 2 Sigurður Lárusson 2 Einkunnagjöfin: Þórsliðið hlaut alls 370 stig í einkunnagjöf Morgunblaðsins, eða 20,55 að meðaltali fyrir leik Voru eftirtaldir leikmenn með hæsta meðaleinkunn Sigþór Ómarsson 42(17), 2,47 Sigurður Láruss. 38(16), 2,37 Gunnar Austfjörð 25(11), 2,27 Ragnar Þorvaldss. 27(14), 1,92 Sævar Jónatanss 29(16), 1,81 Aðalsteinn Sigurgeirsson 21(12), 1,75 KR HEFUR VARLA LANGA VIÐDVÖL í 2. DEILD

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.