Morgunblaðið - 30.08.1977, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 30.08.1977, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. AGÚST 1977 35 — Soares Framhald af bls. 1 Þing landsins er nú í sumar- leyfi og kemur ekki aftur sam- an fyrr en í október. Soares sagði að kommúnist- ar hefðu lýst yfir stríði á hend- ur minnihlutastjórninni eftir að þingið samþykkti í sumar ný landbúnaðarlög, sem kommúnistar segja að sé eftir- gjöf til kapitalisma. Stjórn- málafréttaritarar f Portúgal hafa sagt að Soares eigi á hættu að vantrauststillaga á stjórn hans verði samþykkt er þing kemur saman á ný ef hon- um takist ekki að komast að samkomulagi við kommúnista. — Ólöf vann Framhald af bls. 2 heimsmeistarinn Karpov verð- ur meðal þátttakenda. Við þessa breytingu mun þvi Guðmundur Sigurjónsson keppa á 1. borði, Ingi R. Jó- hannsson á öðru, Helgi Ölafs- son á þriðja borði, Ingvar As- mundsson á 4. borði, Ólöf á kvennaborðinu og Jónas P. Er- Iingsson á borði unglinga, enda verður þá Jón L. Arnason að keppa á heimsmeistaramóti unglinga og Margeir Pétursson aðstoðarmaður hans þar. — Aðalfundur Framhald af bls. 2 skuli við þeim mikla vanda, sem blasir við eftir verðhækkunina 1. spetember n.k. — Enda þótt við sjáum ekki langt fram í tímann er það óraunsæi að loka augunum fyrir þeirri hættu að ennþá erfið- ara verði á næsta ári að láta enda ná saman, sagði Jón. Jón sagði nauðsynlegt að gera allar framkvæmanlegar ráðstaf- anir til að auka sölu á búvörum innanlands og leitast þyrfti við að fá sem allra bezt verð á erlendum mörkuðum. Bændur þyrftu einn- ig á íhuga að halda framleiðslu- kostnaði i lágmarki án þess þó að skerða kaup sitt. — Ég tel það mjög áríðandi fyrir bændastétt- ina að vera samtaka um að leysa þann vanda, sem nú er við að glíma og við vonum að sé aðeins tímabundinn. Ef hún gerir það sjálf, er það bezta tryggingin fyrir því að tekið verði tillit til hennar hagsmuna og sjónarmiða, sagði Jón. Halldór E. Sigurðsson ávarpaði fundinn og ræddi m.a. itarlega um fjárhags- og lánamál landbún- aðarins. Erfið greiðslustaða ríkis- sjóðs hefði skapað vissa erfiðleika á greiðslum á framlögum ríkisins, en með ýmsum hætti hefði verið reynt að rétta’við hlut landbúnað- arins í lánamálum. A sama tíma og hlutfallsleg verðbreyting hefði verið 25,5% hefði raungildi rekstrarlána til landbúnaðarins hækkað um fimmtung. Land- búnaðarráðuneytið hefði, sagði Halldór, hafið viðræður við stjórn Seðlabankans um afurðalán á hausti komandi og væri í þeim af hálfu ráðuneytisins lögð á það megináherzla að siáturleyfishöf- um verði gert kleift að greiða bændum að lokinni sláturtíð 90% af haustgrundvallarverði. Halldór sagði að bændum væri tíðrætt um versnandi lánakjör, en þeir yrðu þó að vera þess minnugir að bændur byggju nú við hagkvæm- ustu vaxtakjör miðað við aðra at- vinnuvegi. Fjölmörg önnur mál bar á góma í ávarpi ráðherrans og sagði hann m.a. að framleiðslu- og markaðs- mál væru nú og í næstu framtíð stærstu mál bændastéttarinnar að fást við. Vmsar blikur væru á lofti í þeim efnum og tæknin stuðlaði að aukinni framleiðslu og því þyrfti að leita nýrra ráða í sölu- málum. — Þing Framhald af bls. 2 ráðuneytisstjóri i norska um- hverfismálaráðuneytinu. Þriðja mál á dagskrá i gær áður en hald- ið var i kvöldverðarboð borgar- stjórnar að Höfða, var fjölmiðlun með gervihnöttum. Framsögu- maður var Klas Olofsson, for- stöðumaður norrænu menningar- málaskrifstofunnar. Þingið hófst að nýju klukkan 9.30 i morgun og var fyrsta mál á dagskrá, framtíðarhorfur í nor- rænni samvinnu. Framsögumað- ur þar var Per Olof Sumdman, sænski rithöfundurinn og rikis- þingmaður. Annað mál á dagskrá í dag áður en haldið verður til Þingvalla, þar sem snæddur verður hádegisverð- ur í boði alþingis, er framtíðar- störf norrænu ráðherranefndar- innar. Framsögumaður þar er Olli Bergman, framkvæmdastjóri skrifstofu norrænu ráðherra- nefndarinnar í Osló. Þinginu lýk- ur í kvöld með kvöldverðarboði samstarfsráðherra, Geirs Hall- grimssonar forsætisráðherra. — Umferðar- óhöpp Framhald af bls. 2 eyrar niður snarbratta brekku og ytöðvaðist á skátaheimilinu Hvammi, sem stendur við brekkurótina. Jeppinn skemmdist mikið en húsið lítil- lega. Kl. tæplega 8 i kvöld lenti fólksbíll ofan í ný'grafinn hita- veituskurð í Norðurbyggð og fór á hvolf. Ein kona var i bílnum, og mun ekki hafa meiðzt neitt teljandi. —Sv.P. — Benny Goodman Framhald af bls. 13 hafi einhvers staöar heyrt, að hann hafi með þvi að taka blakka menn i hljómsveit sina lyft jazzinum yfir hindrun, sem að öðrum kosti hefði ef til vill orðið honum um megn. „Já. Ég hef heyrt þetta. Og vissulega hjálpaði þetta mikið. En eins og ég sagði: Þetta var mér bara eðlilegasti hluturinn að gera. Margir hafa spurt mig, hvort þessi blöndun á hljómsveitinni hafi ekki valdið okkur erfiðleik- um. Þetta olli mér engum vandræðum. Við leituðum ekki uppi vandræði. Við sögðum bara: „Þetta erum við“ og ef ólk var eitthvað að fitja upp á trýnið út af litarhættinum, þá fórum við ekki. Við höföum nóg að gera. Spiluð- um á beztu stöðunum svo það var engin ástæöa til að leita uppi fólk, sem heyrði ekki tónlistina fyrir litarhættinum." Og Benny Goodman spilar enn? „Já. Ég geri töluvert af þvi að spila ennþá. Ég lifi á tónlistinni meðan ég get dregið andann! Ég held tónleika og ég spila inn á plötur. Það er ein plata að koma út á næstunni og nú er ég að undirbúa tónleika i Camegie Hall. Þaö eiga að vera afmælistónleikar tónleikanna miklu i Camegie Hail 1938. Reyndar fengum við ekki höllina sama daginn, sem er 16. janúar, en við fengum hana dag- inn eftir; þann sautjánda. Við ætl- um svona að koma saman og gera sina ögnina af hverju. Count Basie, ég og ... Nei annars. Mér er hoilast að vera ekki að telja upp nein nöfn. Þá verður þetta allt svo langt siðan.“ Hvað með nœstu Listahdtíð d Islandi? „Ég vona að ég geti komið þvi viö aö koma hingað og spila á næstu Listahátið. Ég meina það. fsland er gott land. Það er komið eitthvað af þessu landi i mig. Og ég er staðráðinn i að halda þvi við.“ — 0 — Hann litur inn i verzlunina, þeg- ar við göngum þar framhjá aftur. Sýnir mér það, sem þar er á boð- stólunum og lýsir flikinni, sem hann hefur keypt. „Flottar græjur“, segir hann. Og þegar af- greiðslukonan hefur fullvissað hann um, aö hann geti komið og skipt, ef hann vilji, þá göngum við að lyftunni og kveöjumst. „Well, Johnsy. Sé þig á næstu Lista- hátið.“ Svo lokast lyftudymar i milli okkar. fi■ Nýjung: Sovéska verslunar- og iönaðarráðið opnar upplýsinga- deild á sýningunni ,,Heimilið 77“ í Reykjavík 26. ágúst - 11. september. Upplýsingadeildin - hjálpar fyrirtækjum og hvers konar aðilum sem hafa áhuga á að komast í samband við sovésk útflutnings- fyrirtæki. - kynnir nýjar staðreyndir um þróun sovéskra efnahagsmála og útflutningsverslunar, starfsemi útflutningsfyrirtækjanna og framleiðsluvörur þeirra. Veríö velkomin fUpplýsingadeild Sovéska verslunar- og iðnaðarráðsins. það er leikur að læra... VÉLRITUN Á abc 2002 SKÓLARITVÉLINA SKRIFSTOFUVELAR H.F. % + Hverfisgötu 33 Simi 20560

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.