Morgunblaðið - 30.08.1977, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 30.08.1977, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. AGUST 1977 fltargtiit&Iðfrife Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar R itstjórnarf ulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjórn og afgreiðsla Auglýsingar hf. Árvakur, Reykjavfk. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson Þorbjörn Guðmundsson Bjöm Jóhannsson Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6, slmi 10100. Aðalstræti 6, sfmi 22480. Áskriftargjald 1300.00 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 70.00 kr. eintakið. Að loknu ATA-þingi Fundi ATA-samtakanna, som stadid hefur yfir í Reykjavík undanfarna daíía, er nú lokid og er óhætt að fullyróa, aö fundur þessi hefur teki/t með afbrigðum vel og þjónar þeim tviþætta tilgangi, frá sjónarmiði okkar Islendinga, að efla skilning áhrifamanna í öðrum aðildarríkjum Atlantshafsbandalagsins á hinni sérstöku stöðu íslands og þeim sérstöku vandamálum,- sem við eigum víð að etja á sviði öryggismála. En jafnframt hefur fundurinn og þær umræður, sem þar hafa farið fram, orðið til þess að við höfum kynnzl betur þeim málefnum, sem helzt eru til umræðu í öðrum Atlantshafsbandalags- ríkjum. A fundinum var sérstaklega rætt um þá vaxandi ógnun, sem lýðræðisríki Vesturlanda munu standa frammi fyrir á næstu árum og næsta áratug, og hvernig við skuli bregðast. Geir Hallgrímsson, forsæt- isráðherra, gerði þessi málefní og viðhorfin í alþjóðamálum almennt að umræðuefni i ræðu, er hann flutti við setningu ATA-þingsins. í ræðu þessari sagði forsætisráðherra m.a.: „1 alþjöðlegum samskíptum verða ofl veðrabrigði, sem valda því að nauðsynlegt er að staldra við, svo að menn tapi ekki áttunum og missi ekki sjónar af markmiði sínu. Eg er þeirrar skoðunar, að við lifum nú á tímum þegar margt er í deiglu, sem við gelum ekki sagt fyrir um, hvaða afleiðingar kunni að hafa. Með þessu segi ég ekki, að við stöndum frammi fyrir bráðri hættu, e.t.v. er mesta hættan í því fólgin, að hræðsla okkar við hið ókunna verði til þess, að við gefum okkur ekki töm til að meta stöðu okkar á raunsæjan hátt. Sagan kennir okkur, að þeir sem búa við öryggisleysi standa höllum fæti og geta af þeim sökum oft hagað sér ógætilega og verið neyddir til að gera fleira en gott þykir.“ Geir Hallgrímsson vék síðan sérstaklega að viðhorfum á Islandi í sambandi við Atlantshafsbandalagið og öryggismál og komst svo að orði: „Hér á landi er okkur ljóst, að á Atlantshafinu, lífæð bandalags okkar, eru aöstæður að breytast. Þar verða menn varir við nýtt flotaveldi, sem sækir fram. Við þeirri þróun verður ekki brugðizt á trúverðugan hátt nema með samstöðu. Eg held, að fullyrða megi, að í fáum aðildarlöndum bandalagsins hafi umræðan um þátttöku i Atlantshafsbandalaginu á stundum verið jafn hörð og á Islandi. Eins og þið munuð kynnast nánar á þínginu hefur ísland um margt sérstöðu innan bandalagsins. Gleggst er sú staðreynd, að Island hefur ekki her og hefur aldrei haft. Af þessu leiðir, að við höfum ekki rætt almenn öryggismál landsins á breiðum grundvelli eða eins itarlega og æskilegt væri. Þessi ráðstefna er því mikilvæg fyrir okkur og til þess fallin að efla áhuga á og fyigi við þær öryggisráðstafanir, sem nauðsynlegar eru til að vernda sjálfstæði landsins. Gildi ATA-samtakanna er einmitt fólgið í því að tryggja lýðræðislegan meirihluta fyrir ábyrgri stefnu aðildarlanda Atlantshafsbandalagsins. Baráttan fyrir lífshagsmunum landsins hefur að nokkru verið háð innan bandalagsins. Eg get í því sambandi ekki látið hjá líða að rifja upp, að síðast þegar framkvæmda- stjóri þess kom hingað til lands fyrir rúmlega einu og hálfu ári var það í þeím eríndum að bera klæði á vopnin í deilu okkar og Breta um fiskveiðiréttindi. Sú deila fékk að lokum farsælan endi, ekki sízt vegna aðildar beggja deiluaðila að Atlantshafsbandalaginu, þar sem tækifæri gafst til að ræða málin á vettvangi, sem báðir aðilar treystu." I þessum tilvitnuðu orðum víkur forsætisráðherra að mjög mikilvæg- um þætti í sambandi við öryggismál okkar íslendinga, en það eru þær opinberu umræður, sem fram fara um þau málefni og hvern veg þeim er háttað. Vegna þeirrar sérstöðu, sem forsætisráðherra vék að i ræðu sinní og vegna þess, að við íslendingar urðum t.d. ekki að þola óvinveitt hernám, ef svo má að orði komast, i heimsstyrjöldinni síðari, eins og t.d. frændur okkar Norðmenn, sem hersetnir voru af hersveit- um nazista, höfum við e.t.v. ekki haft nægilega góðan og ríkan skilning á því, hvað stefnan i öryggismálum þjóðarinnar skiptir okkur, sjálf- stæði okkar og framtíð raunverulega miklu máli. Að visu hafa hvað eftir annað orðið miklar og víðtækar umræður um öryggismál, en þær hafa fremur einkennzt af heitum tilfinningum og verið í tengslum við áform vinstri stjórna um að rifta varnarsamstarfinu við Bandaríkin. Þar sem hér er hins vegar um að ræða grundvallarþátt í stöðugri viðleitni okkar til þess að tryggja sjálfstæði þjóðarinnar er æskilegt og nauðsynlegt að umræður um viðhorfin í öryggismálum fari stöðugt fram og á breiðari og viðtækari grundvellí en hingað til. Það er t.d. sjálfsagt og eðlilegt, að við íhugum og gerum okkur grein fyrir þvi, að framþróun tækninnar hlýtur að gera það nauðsynlegt að endurnýja tækjabúnað þann, sem varnarliðið hefur hér á landi til þess að sinna nauðsynlegum eftirlitsstörfum á N-Atlantshafi, og það ætti að vera afstaða okkar Islendínga að sækja á um slíka endurnýjun til þess að varnarviðbúnaðurinn sé jafnan eins fullkominn og nauðsyn krefur fremur en að taka við óskum frá samstarfsaðilum okkar um þessi efni. Almenningur í landinu þarf að hafa mjög glögga og skýra vitneskju um stöðuna í hernaðarmálum á N-Atlantshafi, sem hefur svo mikil áhrif á öryggi okkar, en eins og forsætisráðherra sagði í ræöu sinni á ATA- þinginu veldur öryggisleysi því, að menn standa höllum fæti. Til þess að hægt sé að reka skynsamlega stefnu í öryggismálum og utanrikis- málum, þarf almennur skilnirtgur að ríkja á forsendum þeirrar stefnu. Þing ATA getur orðið til þess að opinberar umræður hér um þessi málefni færist í skynsamlegri og jákvæðari farveg en oft hefur verið. Metaðsókn að Heim- ilissýningunni METAÐSOKN hefur verið að sýn- ingunni Heimilið '77 fyrstu þrjá daga sýningarinnar miðað við all- ar fyrri sýningar kaupstefnusam- takanna. Sýningin Heimilið '77 opnaði s.l. föstudag og á sunnudagskvöld höfðu 14.800 manns séð sýning- una. Er það met frá mestu aðsókn hingað til sem var á alþjóðlegu vörusýningunni 1975 en þá höfðu 13.900 manns séð sýninguna að kvöldi þriðja dags hennar. Á sunnudaginn var komu 8000 manns til að sjá sýninguna Heim- ilið '77 og var ástandið þannig um tíma að takmarka þurfti aðgang að sýningunni og halda eina auka tízkusýningu um eftirmiðdaginn. Að sögn blaðafulltrúa sýningar- innar, Halldórs Guðmundssonar, telja forsvarsmenn þessa aðsókn aðeins smá fyrirboða um fram- haldið, en telja þó að helgin hafi átt sinn þátt i aðsókninni. Dregið var í fyrsta gestahapp- drætti sýningarinnar á föstudags- kvöld, en happdrætti þau verða alls 17. Vinningshafi á opnunardag sýningarinnar Hafdís Ingadóttir hlaut í verðlaun litasjónvarp. Á laugardag og sunnudag var einnig dregið i gestahappdrætti sýningarinnar og komu þá upp númerin: 3511 og 5066. Á meðfylgjandi mynd afhendir Haildór Guðmundsson Hafdisi Ingu Gísladóttur vinning föstu- dagsins. Yfirvofandi kenn- araskortur í flestum grunnskólunum NÚ blasir við mikill kennara- skortur í flestöllum grunnskólun- um í haust, og er þetta í fyrsta skipti sem þessi staða kemur upp hér í Keykjavfk. Megin orsök fyr- ir þessu teljum við vera léleg laun og má segja að þá sé megin meginástæðan fyrir boðun þessa fundar sagði Valgeir Gestsson formaður Sambands íslenzkra barnakennara á blaðamanna- fundi sem SlB boðaði til í sfðustu viku. A fundi þessum kom fram geysileg óánægja með ýmislegt er kom fram í samtali við Höskuld Jónsson formann samningar- nefndar ríkisins f fréttaauka út- varps 17. ágúst. Þar telur hann meginorsök kennaraskortsins ekki vera lág laun, heldur það hversu fáir kennarar komi nú úr Kennaraháskólanum. Einnig kom fram að hann haldi að kröfur til kennaranáms hefðu verið auknar langt fram úr þörfum. Þessum ummælum vildi stjórn S.I.B. svara og kom þar meðal annars eftirfarandi fram: Ljóst er að fleiri atriði en lág laun valda kennaraskortinum, en þáttur launanna hefur þó undan- farin ár haft áberandi áhrif á flótta kennara úr kennslustörf- um. Laun grunnskólakennara eru nú frá 106.000 upp í 138.000 kr. á mánuði, eftir starfsaldri. Meðai- laun félaga í S.f.B. eru nú 124.000 kr. á mánuði. Sérstaða kennarastarfsins gerir launasamanburð erfiðan þar sem sambærileg störf finnast ekki á almennum vinnumarkaðí. Athuganir kjararannsókna- nefndar og kannanir Hagstofunn- ar og samstarfsnefndar BSRB og rikisins um laun á almennum vinnumarkaði yfir tímabilið jan- úar-júní 1977 sýna þó greinilega að laun kennara eru mun lægri en laun fólks með sambærilega menntun á almennum vinnu- markaði. Séu laun grunnskóla- kennara á þessu timabili borin saman við laun fólks er hefur iðnmenntun til BA prófs kemur í ljós að kennarar hafa 6000—49000 kr. lægri mánaðar- laun. Séu hins vegar meðaltals laun skólastjóra grunnskóla borin saman við laun fyrir stjórnunar- störf við verslun á almennum vinnumarkaði kemur i ljós að skólastjórar hafa um 80000 kr. lægri mánaðarlaun. Þetta sýnir ótrirætt að launalega er kannara- starfið ekki samkeppnisfært við almennan vinnumarkað. Sömu sögu er að segja um störf fjölda opinberra starfsmanna. Þá kom fram að forsvarsmenn S.I.B. töldu breytingu kennara- skóla í kennaraháskóla með lög- um um Kerínaraháskóla Islands 1971 vera knýjandi nauðsyn til þess að mæta auknum menntun- arkröfum á skyldu mámsstigi: Al- þíngi samþykkti lögin með tilliti til þess m.ai að allar þjóðir eru sífellt að auka og bæta menntun kennara. Því vekur það furðu að ábyrgur áhrifamaður í stjórnar- ráðinu skuli segja að breyting kennaranámsins hafi verið langt umfram það, sem samsvaraði raunverulega þeirri þörf sem var verið og er verið að fullnægja með þvi að útskrifa kennara. Gó menntun kannara skilar sér i starfi þeirra og er því ein besta tryggingin fyrir árangursríku skólastarfi. Aftur á móti verður þjóðfélaginu lítið úr kennara- menntuninni ef ríkið telur sig ekki hafa efni áþví að hafa kenn- ara í vinnu við skólana. I sam- bandi vi styttingu kennsluskyld- unnar kom fram að á þremur ár- urn 1974—1976 hefur kennslu- skylda grunnskólakennara minnkað að meðaltali um 3% á ári. Þessi lækkun kennsluskyld- unnar verður fyrst og fremst vegna aufcinnar vinnu kennara utan kennslustunda með tilkomu nýrra námsgreina og breyttum kennsluháttum sem valdið hafa töluverðum breytingum á innra starfi skólanna. Aukning stuðn- ings- og sérkennslu kemur fyrst og fremst með gildistöku grunn- skólalaganna og er talin ein mesta bót er lögin hafa fært nemendum grunnskólans. Lækkun kennsluskyldunnar og aukning sér- og stuðningskennstu hefði ekki aukið á kennaraskort- inn ef fleiri útskrifaðir kennarar Framhald á bls. 30.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.