Morgunblaðið - 30.08.1977, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 30.08.1977, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. ÁGOST 1977 Sigurganga Notthingham Forest heldur enn áfram NVLIÐARNIR f ensku 1. deildar keppninni í knattspyrnu, Nott- hingham Forest, haida áfram að koma á óvart. Á laugardaginn vann liðið sætan sigur yfir Derby County og er nú eina liðið f 1. deild sem ekki hefur tapað stigi. Eru menn þegar farnir að velta vöngum yfir möguleikum Nott- hinghamliðsins f 1. deildar keppninni f vetur og eru aldeilis ekki á einu máli. Sumir telja að þarna sé aðeins um að ræða bólu sem springi og benda á að Bristol City byrjaði keppnistfmabilið f fyrra mjög vel, en datt sfðan nið- ur, en aðrir halda þvf fram að skýringin á ágætri byrjun Notthingham-liðsins sé fyrst og fremst sú, að liðið leiki ágæta knattspyrnu og sé skipað góðum knattspyrnumönnum, þannig að það eigi fulla möguleika á að spjara sig vel f deildinni f vetur. Sjálfsagt hefur sigurinn á laug- ardaginn verið ákaflega kærkom- inn fyrir Brian Clough, fram- kvæmdastjóra Nottinghamliðsins, en hann var um nokkurt skeið framkvæmdastjóri Derby, og und- ir hans stjórn náði Derby-liðið' sínu bezta. Ekki vantaði það að Derby byrjaði þennan leik vel. Um nær látlausa sókn af þess hendi var að ræða til að byrja með, en fljótlega kom þó að því að leikmenn Notthingham með John McGovern, einn þeirra leikmanna sem fylgdu Clough frá Derby, í broddi fylkingar tóku að ná góð- um tökum á leiknum. Á 30. mínútu skoraði Peter fyrsta mark Notthinghamliðsins og stóð þannig í hálfleik. I seinni hálfleik voru Notthingham menn nær einráðir á vellinum og bættu þá við tveimur mörkum. John Robertsson skoraði á 78. min. og Peter á 67. mín. 35.000 áhorfend- ur fylgdust með leik þessum, og fögnuðu sigri Notthinghamliðsins lengi og innilega að leikslokum. Liverpool — W.B.A 3—0: Eng- landsheistarar Liverpool gefa heldur ekki mikið eftir. Þeir áttu mjög góðan leik á laugardaginn og sigruðu West Bromvich Albion 3—0. Skotinn Kehny Dalglish skoraði fyrsta mark meistaranna á 18. mínútu, Heighway, sem var potturinn og pannan í sóknarleik Liverpool, skoraði annað mark liðsins og Case hið þriðja. Áhorf- endur voru um 49.000. Arsenal — Wolves 1—1. Úlfarnir sýndu tennurnar f leik þessum og réðu lengst af lögum og lofum á vellinum. Þeim gekk þó ekki vel að finna leiðina í mark Arsenal og var það ekki fyrr en á 63. mínútu að Kindon skoraði mark fyrir þá. Eftir það tók Ar- senal heldur að sækja í sig veðrið og á 76. mínútu tókst Gowling að jafna metin, eftir að markvörðum Úlfanna hafði átt misheppnað út- hlaup. Áhorfendur voru um 24.000. Aston Villa — Everton 1—2: Aston Villa náði snemma forystu í þessum leik eða a 23. mínútu er markakóngurinn Andy Gray skor- aði. Gekk síðan hvorki né rak hjá liðunum fyrr en á 61. mínútu að Duncan McKenzie skoraði fyrir Everton og jafnaði metin. Mc- Kenzie var svo aftur á ferðinni á 76. mínútu og skoraði eftir varn- armistök hjá Villamönnum, sem urðu nú að þola sitt annað tap á heimavelli á hinu nýbyrjaða keppnistímabili. Áhorfendur á leik þesum voru um 37.500. Norwich — Q.P.R. 1—1: Norwich-liðið lék þennan leik með ágætum og sýndi oftast góða og fjölbreytta knattspyrnu. Vörn liðsins var þó stundum dálítið óör- ugg og fékk á sig mark á 26. mínútu. Var það Roger Givins sem það skoraði en Dave Need- ham jafnaði á síðustu stundu, eða á 85. minútu. Ahorfendur voru um 21.000. West Ham — Manchester City: 0—1: Það blæs ekki byrlega hjá West Ham í upphafi keppnistíma- bilsins, fremur en vænta mátti. A laugardaginn tapaði liðið þriðja leik sínum í röð, er það fékk Manchester City í heimsókn. Leikurinn var heldur tilþrif alítill. Eina mark leiksins skoraði Joe Royle á 50. mínútu. Áhorfendur voru um 24.000. Chelsea — Coventry 0—2: Hið sama gildir um leik þennan og leik West Ham og City. Hann var heldur tilþrifalitill og háifgerður haustbragur á flestum aðgerðum leikmannanna. Barry Powell náði forystu fyrir Coventry á 24. mín- útu og á 40. mínútu bætti Ian Wallace öðru marki við. Áhorf- endur voru um 20.000. Middlesbrough — Newcastle 2—0: Aldrei lék vafi á úrslitum leiks þessa. Middlesbrough var frá upphafi til enda betra liðið á vellinum og 2—0 sigur var í minna lagi. David Armstrong skoraði bæði mörkin, hið fyrra á 40. mín. og hið seinna á 63. mín. Áhorfendur voru 27.000. Manchester United — Ipswich 0—0: Þótt ekkert mark væri skor- að ( leik þessum var hann hinn skemmtilegasti og mikið um marktækifæri á báða bóga. Að venju var gífurieg aðsókn á Old Trafford, þar sem alls fylgdust 57.904 áhorfendur með leik þess- um. Leeds — Birmingham: Gífurleg harka var í leik þessum og varð dómarinn að sýna eigi færri en fimm leikmönnum gula spjaldið, þeim Harry Jones, Pat Howard og Terry Hibbitt, leikmönnum Birm- ingham, og Joe Jordan og Peter Lorimer, leikmönnum með Leeds, auk þess sem tveir leikmenn urðu að yfirgefa völlinn vegna meiðsla. Eina mark leiksins gerði Ray Hankin á 49. mínútu. Leicester — Bristol: Leikmenn Bristol City börðust eins og grimm ljón í leik þessum, greini- lega staðráðnir í að knýja fram fyrsta sigur liðsins á þessu keppn- istímabili. En Leicester-vörnin stóð fyrir sínu, eins og svo oft áður og tókst að halda marki sinu hreinu. Áhorfendur voru um 19.000. Skotland: 1 skozku úrvalsdeild- ar keppninni vakti einna mesta athygli ósigur Celtic í leik sínum við Motherwell, og hefur Celtic því aðeins hlotið 1 stig úr þremur fyrstu leikjum sínum. Það var Vic Davidson, fyrrum leikmaður mað Celtic sem skoraði eina mark leiks þessa, en Motherwell þótti allan tíman betri aðilinn á vellin- um og átti bæði fleiri og hættu- legri tækifæri en Celticliðið. Rangers, sem i áraraðir hefur ver- ið helzti keppinautur Celtie í skozku knattspyrnunni, náði hins vegar sínum fyrstu stigum í haust með þvi að vinna 4—0 sigur yfir Partick. Gordon Smith skoraði tvö mörk i leiknum og voru þetta jafnframt fyrstu mörkin sem hann skorar fyrir Rangers, en þangað var hann nýlega keyptur frá Kilmarnock. Hin mörkin tvö skoruðu Bobby Russell og Alex Miller, sá síðastnefndi úr víta- spyrnu. Kevin Keegan, sem á þessari mynd sést f baráttu við einn leikmanna Bayern Miinchen, Berti Vogts, stóð sig mjög vel með liði sfnu á laugardaginn, skoraði sjálfur eitt mark og lagði tvö mörk upp. FC Köln tók forystuna f vestur- þýzku 1. deildar keppninni f knattspyrnu á laugardaginn, er liðið vann góðan sigur yfir Bay- ern Múnchen á heimavelli Bay- ern. Þótti Kölnarliðið sýna þarna mjög góðan leik, og réð það öllu um gang leiksins lengst af. Þótt þeir 56.000 áhorfendur sem fylgd- ust með leiknum væru flestir áhangendur Bayern Múnchen var leikur Kölnar oft þannig að áhorf- endur klöppuðu þvf lof f lófa. Það voru þeir Dieter Múller og Kon- opka sem skoruðu tvö marka Kölnar-liðsins en þriðja markið var sjálfsmark hins þekkta leik- manns Bayerns, Schwarzenback, eftir mikla pressu við mark liðs hans. Allir leikir vestur-þýzku 1. deildarkeppninnar á laugardag- inn buðu upp á mikla spennu og skemmtileg tilþrif. Auk leik Köln- ar og Beyern Múnchen vakti við- ureign Hamburger SV og FC Kaiserslautern hvað mesta at- hygli. Hamburgerliðið náði sér vel á strik í leik þessum og sigraði 3:1, eftir að hafa haft 1:0 forystu í hálfleik. Gekk varnarmönnum Kaiserslautern illa að ráða við Englendinginn Kevin Keegan í liði Hamburger. Skoraði Keegan sjálfur eitt mark og átti hlut að máli er Rinann skoraði hin mörk- in tvö. Meistararnir Borussia Mönch- engladbach áttu i hinum mestu brösum við botnliðið 1860 Múnch- en, en vann þó aðlokum 2:1 sigur. Náði Múnchenliðið forystu á 35. mínútu með marki Hartwigs, en áður en lauk tókst Bonhof og Heynckes að ná forystunni fyrir meistaranna. Eftir fjórar fyrstu umferðirnar i Vestur-Þýzkalandi er staða efstu liðanna þessi: FC Köln Hamburger SV Eintracht Braunswick Schalke 04 Borussia Mönchg. 4 301 13:8 6 4 30 1 10:6 4 30 1 7:3 6 4 220 6:3 6 4 220 5:3 6 Mike Channon, sem leikur nú með Manchester City, hefur ekki þótt framúrskarandi f fyrstu leikjum sfnum með liðinu. Þarna hefur hann orðið of seinn að ná knettinum f leik City við Leicester um fyrri helgi, og markvörðurinn Mark Wallington nær til hans. ENGLAND 1. DEILD Aslon Villa — Everton 1:2 Chelsea — Coventr.v 0:2 Leeds — Birmingham 1:0 Leicester — Bristol City 0:0 Liverpool — W.B.A. 3:0 Manchester Utd. — Ipswich 0:0 Middlesbrough — Newcastle 2:0 Norwich — Q.P.R. 1:1 Notthingham—Derby 3:0 West Ham — Manchester City 0:1 Wolves — Arsenal 1:1 ENGLAND 2. DEILD Blackburn—Cardiff 3:0 Bolton — Sheffield Utd. 2:1 Brighton — Millwall 3:2 Crystal Palace—Hull 0:1 Oldham — Luton 1:0 Southampton — Mansfield 1:0 Stoke — Burnley 2:1 Sunderland—Orient 1:1 Tottenham — Notts County 2:1 ENGLAND 3. DEILD Bradford — Oxford 2:3 Cambridge — Gillingham 2:3 Carlisle Utd. — Plvmouth 0:0 Chesterfield — Peterborough . 2:0 Colchester — Chester 2:0 Exeter — Bury 2:2 Hereford — Tranmere 0:1 Preston — Rotherham 3:2 Sheffield Wed. — Walsall 0:0 Swindon — Porthsmouth 3:1 Wrexham—Port Vale 1:1 ENGLAND 4. DEILD Aldershot —• Doncaster 1:0 Brentford—Reading 1:1 Halifax — Northampton 0:1 Newport — Huddersfieid 2:0 Rochdale—Darlington 2:0 Southport — Hartlepool 1:1 Swansea — Barnsley 2:1 Watford—York i:3 Torguay — W imdledon i: i SKOTLAND— tJRVALSDEILD Aberdeen — Dundee Utd. 0:0 Celtic — Motherwell 0:1 Hibernian—Clydebank 2:0 Partick—Rangers 0:4 St. Mirren — AyrUtd. 2:0 SKOTLAND 1. DEILD Alloa—St.Johnstone 1:3 Dumbarton — Queen of the South 2:0 Dundee — Stirling 0:1 East Fife — Airdrieonians 2:3 Hamilton — Arbroath 3:1 Kilmarnock — Hearts 1:1 Montrose—Morton 0:1 SKOTLAND 2. DEILD Albion Rovers — Stranraer 1:2 Berwick—Meadowhank 2:1 Cowdenbeath — Dunfermline 3:1 East Stirling — Falkirk 0:2 Forfar—Brechin 4:1 Queens Park — Clyde 1:1 Stenhousemuir— Raith Rovers 1:1 V-ÞVZKALAND 1. DEILD Bayern MUnchen — FC Köln 0:3 Hamburger SV — FC Kaiserslautern 3:1 FC Saarbrucken — FC St. Pauli 4:0 Hertha B.SC Berlfn — MSV Duisburg 2:2 Borussia Mönchengladbach — 1860MUnchen 2:1 Borussia Dortmund — Eintracht Frankfurt 0:2 Schalke 04 — VFB Stuttgart 3:1 Eintracht Braunswick — Fortunda DUsseldorf 2:0 Werder Bremen — VFLBochum 1:0 A-ÞÝZKALAND 1 DEILD Magdeburg — Karl-Marz Stadt 5:0 WismutGera—Frankfurt-Oder 2:2 Chemie Boehlen — Rot-Wciss Erfurt 1:1 Carl Zeiss Jena — Lok. Leipzig 0:1 Dynamo Dresden — Chemie Halle 2:1 DynamoBerlfn — Union Berlfn 1:0 Wismut Aue — Sachsenring Zwickau 1:1 SVISS 1. DEILD Basel — Young Fellows 5:0 Lausanne — Grasshoppers 1:0 Gallen — Etoile Carouge 2:0 Servette — Neuchatel 3:0 Sion — Chenois Geneva 0:0 ZUrich — Young Boygs 2:1 Basel hefur forystu í 1. deildinni með 6 stig eftir 4 leiki, en sama stigafjölda hafa einnig Servetta og ZUrich. STAÐAN l.deild Notthingham Forest 3 3 0 0 7:1 6 Liverpool 3 2 1 0 6: 5 Manchester United 3 2 1 0 6:2 5 Manchester City 3 2 1 0 5:1 5 Wolverhampton 3 2 1 0 5:3 5 Coventry 3 2 0 1 6:4 4 Norwich City 3 1 2 0 5:3 4 Middlesbrough 3 1 2 0 4:2 4 Ipswich Town 3 1 2 0 1:0 4 Leicester 3 12 0 1:0 4 Leeds United 3 1 1 1 5:5 3 West Bromwich Albion 3 1 1 1 5:5 3 Arsenal 3 111 2:2 3 Chelsea 3102 3:5 2 Everton 3 1 0 2 3:5 2 Aston Villa 3 1 0 2 4:7 2 Newcastle Utd. 3 1 0 2 3:6 2 Bristol City 3 0 1 2 2:4 1 Queens Park Rangers 3 0 1 2 2:4 1 Derby County 3 0 12 1:6 1 West Ham 3 0 0 3 1:5 0 Birmingham 3 0 0 3 1:7 0 2. deild Bolton 3 3 0 0 5:2 6 Tottenham 3 2 1 0 6:3 5 Oldham 3 2 1 0 4:1 5 Cr.vstal Palace 3 2 0 1 6:2 4 Blackburn Rovers 3 1 2 0 4:1 4 HullCitv 3 2 0 1 4:2 4 Stoke City 3 2 0 1 4:3 4 Charlton 2 1 1 0 4:2 3 Blackpool 3 1 1 1 6:5 3 Sunderland 3 1 1 1 4:4 3 Bristol Rovers 3 0 3 0 3:3 3 Southampton 3 1 1 1 2:2 3 Luton Town 2 1 0 1 1:1 2 Sheffield Utd. 3 1 0 2 5:6 2 Notts County 3 0 2 1 4:5 2 Mansfield 3 1 0 2 3:5 2 Fulham 3 0 2 1 1:3 2 Cardiff 2 0 1 1 1:4 1 Orient 3 0 1 2 2:6 1 Millwall 3 0 0 3 3:8 0 Burnley 3 0 0 3 1:6 0 Skotland — úrvalsdeild Aberdeen 3210 5:2 5 Hibernian 3 2 1 0 4:0 5 Motherwell 3210 4:0 5 Dundee Utd. 3 1 2 0 2:1 4 St. Mirren 3 111 4:2 3 Ayr United 3 1 1 1 4:5 3 Rangers 3 1 0 2 5:5 2 Celtic 3 0 1 2 1:3 1 Clydebank 3 0 1 2 2:6 1 Partick 3 0 1 2 2:9 1

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.