Morgunblaðið - 30.08.1977, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. AGUST 1977
7
Þórarinn og
konan að
vestan
Ummæli konu nokkurr-
ar í útvarpsþætti fyrir
skömmu, um að fólk i
hennar byggðarlagi ferð-
ist til Reykjavikur til þess
að gera hagkvæmari inn-
kaup i stórmörkuðum þar
en kostur er á ( kaupfélag-
inu i viðkomandi byggðar-
lagi. hafa komið illa við
Þórarin Þórarinsson, rit-
stjóra Timans, og orðið
honum tilefni til nokkurra
hugleiðinga um verzlunar-
málefni i forystugrein
Tímans sl. sunnudag, sem
út af fyrir sig er ánægju-
legt. En röksemdir hans
standast þó ekki þegar að
er gáð. i fyrsta lagi spyr
Þórarinn um það, hvers
vegna kaupmenn séu ekki
i viðkomandi byggðarlagi
og telur. að þeir hafi runn-
ið af hólmi vegna þess, að
þeir hafi ekki séð nægi-
lega gróðamöguleika á
þeim stað. Eins og
Morgunblaðið hefur áður
vikið að. er þetta ekki
ástæðan fyrir þvi, að
einkaverzlanir á lands-
byggðinni hafa að mjög
verulegu leyti lagzt niður.
Það hefur verið markviss
stefna samvinnuhreyfing-
arinnar að útiloka verzlan-
ir einkaaðila og til þess
hefur verið beitt ýmsum
brögðum, eins og t.d.
þeim að neita kaupmanni
á sama stað og kaupfélag
starfar um mjólkursölu.
vítandi það, að fólkið vill
gjarnan kaupa allar mat-
vörur á einum stað og
leggur tæpast lykkju á
leið sina til þess að kaupa
mjólkina i kaupfélaginu
og aðrar matvörur annars
staðar. Þetta er aðeins
eitt litið dæmi af fjölmörg-
um um það. hvaða aðferð-
ir samvinnufélögin hafa
notað til þess að skapa
sér einokunaraðstöðu.
Siðan er sú einokunarað-
staða bersýnilega ekki
notuð til þess að tryggja
neytandanum hagkvæm-
asta vöruverð.
Flutnings-
kostnaður
Nú er að því vikið i
forystugrein Tímans, að
verzlunin úti á landi búi
við annan kost en verzlun-
in I Reykjavík og þar seg-
ir: „Þar af leiðir, að vöru-
verð er oft óhagstæðara
þar en i höfuðborginni.
Vörur eru fluttar inn til
Reykjavikur eða fram-
leiddar þar, þær þarf svo
að flytja aftur út á land."
Þetta er út af fyrir sig
alveg rétt, en við það er
þó tvennt að athuga. í
fyrsta lagi að Samband ís-
lenzkra samvinnufélaga
er að sjálfsögðu einn
stærsti innflytjandi lands
ins og rekur fjölmörg
kaupskip. Hvernig stend-
ur á þvi, að Sambandið
hefur ekki notað þessa
sérstöku aðstöðu, sem
það hefur, til þess að
flytja neyzluvörur almenn-
ings beint út á land í rikari
mæli en það hefur þó
gert, og stuðla þar með að
þvi að draga úr flutnings-
kostnaði? Þetta hefðu
verið eðlileg vinnubrögð
af Sambandsins hálfu og í
samræmi við yfirlýst
markmið þess. En af ein-
hverjum ástæðum hefur
þessi aðstaða Sambands-
ins ekki komið neytend-
um á landsbyggðinni til
góða. í öðru lagi vekur
það athygli, að konan sem
hér um ræðir, tók sérstak-
lega fram, að fólk færi til
að verzla i stórmörkuðum
i Reykjavík en ekki til að
verzla t.d. hjá Kaupfélagi
Reykjavíkur og nágrennis,
sem bendir til þess, að
það kaupfélag bjóði ekki
upp á jafn hagkvæmt
vöruverð og stórmarkað-
irnir. í þriðja lagi færir
Timinn það fram sem rök-
semd, að borgarstjómar-
meirihlutinn hafi ekki vilj-
að gefa samvinnuhreyf-
ingunni tækifæri til þess
að reka stórmarkaði i
Reykjavík. Ekki þarf
sammvinnuhreyfingin að
kvarta undan aðstöðu-
leysi í Reykjavík. Borgar-
stjórnarmeirihluti sjálf-
stæðismanna úthlutaði
Sambandi islenzkra sam-
vinnufélaga lóð undir eitt
hvert stærsta hús, sem
reist hefur verið á íslandi,
þar sem reka á eins konar
vörumiðstöð og sýnir það
út af fyrir sig, að borgar
stjómarmeirihlutinn hefur
ekki beitt áhrifastöðu
sinni í borgarstjórn
Reykjavíkur til þess að
útiloka samvinnuhreyf-
inguna frá starfsaðstöðu i
höfuðborginni. Hitt er at-
hyglisvert, að starfsfólk
Sambandsins sjálfs hefur
krafizt þess og fengið því
framgengt, að rekin yrði í
þessu stóra húsi eins kon-
ar innanhússverzlun fyrir
starfsfólk Sambandsins,
þar sem það fær að kaupa
vömr á hagkvæmara verði
en annars staðar fást og
þykir mörgum það vafa-
laust einkennileg sam-
keppni við Kaupfélag
Reykjavikur og nágrennis,
enda harðlega gagnrýnt af
fulltrúum þess á siðasta
aðalfundi Sambandsins.
Þessi dæmi sýna, að rök-
semdir Timans duga ekki
til þess að skýra, hvemig
á þvi stendur, að fólk á
landsbyggðinni fær vörur
á hagkvæmari verði með
því að ferðazt til Reykja-
vikur og verzla i einka-
verzlunum heldur en að
verzla hjá kaupfélaginu i
viðkomandi byggðarlagi.
Reiðubúið til
samstarfs
Þjóðviljinn lýsir þvi yfir
i forystugrein s.l. sunnu-
dag, að Alþýðubandalagið
sé reiðubúið til samstarfs
við hvem sem er um
stjórn landsins Það er yf-
irlýsing, sem vafataust
verður tekið eftir.
EFÞAÐERFRETT-
NÆMTÞÁERÞAÐÍ
MORGUNBLAÐINU
GOLFA MALLORCA
Látið
dmnminn
rætast...
Tú
suðurs
með
SUNNU
Um síðustu páska var opnaður nýr og glæsi-
legur golfvöllur skammt frá Magaluf-strönd-
inni á Mallorka. Vegna 20 ára viðskiptasam-
banda Sunnu við aðila á Mallorka, hefur það
orðið að samkomulagi að gefa hópi íslanskra
kylfinga á vegum Sunnu, ókeypis aðgang að
þessum glæsilega golfvelli i 14 daga frá 16.
október. Venjulega kostar aðgangur að vell-
inum kr. 1800.-, á dag.
( tilefni af þessu kostaboði Spánverja hefur
Sunna ákveðið að efna til sérstakrar hópferð-
ar til Mallorka með hálfsmánaðar dvöl í hinu
glæsilega íbúðarhóteli Royal Magaluf.
Verð er aðeins kr. 83.000.-, fyrir manninn.
Leitið nánari upplýsinga
Lækjargötn 2 sfmar 16400 12070 26060 26655
* VINDSÚGUR = LÁGMARKSHITATAP
Fallegar útihurðir af mörgum gerðum — öflugar og
viðnámsgóðar — þrautreynd og rannsökuð hurðar-
bygging með tvöfaldri málmvörn og spónalögum
— Þéttar og loka úti súg og raka — Karmur með
gúmmíhéttilista — 2 ára ábyrgð. —
Scadania-hurðir.
Hitinn er dýr
- lokið
kuldakjóstinn úti
“ BÚSTOFN
Aðalstræti 9 — Reykjavík,
símar 81077 — 81663.
Bás nr. 8 MMLW'77
Þabeimsem
húnvildi...
var -elna saumavél.vegna:
Hagkvæm í rekstri,
hagkvæm í verði.
Sérstaklega lágvær
Sjálfvirk hnappagöt
og festir á tölur.
Jafnvel rýjar.
Saumar auðveldlega
yfir títuprjóna og er
því þræðing óþörf.
Saumar allar þykktir af
efnum, öll hugsanleg
mynstur og með
teygjuþræði.