Morgunblaðið - 30.08.1977, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 30.08.1977, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. AGUST 1977 29 Iðnþingi lokið á Akureyri: Sigurður Kristinsson endur- kjörinn formaður Lands- sambands iðnaðarmanna IÐNÞINGI fslendinga — hinu 37. lauk á laugardag á Akureyri. Sfð- asta mál á dagskrá þess var að vanda stjórnarkjör, og var forseti Landssambandsins endurkjörinn Sigurður Kristinsson málara- meistari en varaforseti Þórður Gröndal verkfræðingur. Aðrir f framkvæmdastjórn sam- bandsins til næstu tveggja ára eru tilnefndir af aðildarfélögum sam- bandsins, en þeir eru Gunnar S. Björnsson húsasmiðameistari, Haraldur Sumarliðason húsa- smíðameistari, Sveinn A. Sæ- mundsson blikksmiðameistari, Gunnar Guðmundsson rafverk- taki, Karl Maack húsasmíðameist- ari, Arnfríður ísaksdóttir hár- greiðslumeistari og Árni Guð- mundsson vélvirkjameistari. Þá var einnig kosin 20 manna sam- bandsstjórn til tveggja ára. Þingið samþykkti að gera Ing- ólf Finnbogason byggingameist- ara og fyrrverandi forseta sam- bandsins, að heiðursfélaga og veita Ola Frost, fyrrverandi for- manni Norges Hándverkerfor- bund, æðsta heiðursmerki Lands,- sambands iðnaðarmanna. Þingið gerði ályktanir um fræðslumál, iðnlöggjöfina, verð- tryggingu fjárskuldbindinga og eflingu skipaiðnaðarins i landinu. Frá sýningu a batavélunum í Reykjavfkurhöfn. Ljósm. Ól.K.M. Yfir 1000 manns sáu bátavélasýning- una í Reykiavíkurhöfn FYRIRTÆKIÐ P. Stefánsson hélt sfðastliðinn sunnudag sýnigu á dieselbátavélum í Re.vkjavíkur- höfn. Þá var einnig sýndur reynslubátur frá fyrirtækinu Mótun í Hafnarfirði með diesel- bátavél frá Leyland Thornycroft fyrirtækinu brezka, en þær báta- vélar flytur P.Stefánsson inn. Að þvi er Valgarður Bjarnason sölustjóri hjá P. Stefánsson áætl- ar komu yfir þúsund manns til að sjá bátavélasýninguna. Fyrirtæk- ið hóf að flytja þessar bátavélar inn um s.l. áramót og hefur selt um 20 vélar i trillubáta og rækju- báta. Sagði Valgarður að þeir hjá P. Stefánsson teldu íslenzka trillu- markaðinn það sérstakan að til- valið hefði verið að halda sýnigu sem þessa. Sagði hann að ætlunin væri að útvega kaupendum Ley- land dieselbátavéla skrúfubúnað og annað tilheyrandi með vélun- um. Leylandbátavélarnar eru eft- ir því sem Valgarður segir þýð- gengar, hljóðlátar og kraftmiklar. Þær eru framleiddar í stærðunum 29 til 164 hestöfl. Frá þvi að fyrirtækið P. Stefánsson var stofnað árið 1972 hefur það eingöngu flutt inn fólksbíla og jeppa, en um s.l. ára- mót var stofnuð sérdeild innan fyrirtækisins frá „Leyland special product" sem sér um sölu á þungavinnuvélum grjótmulnings- tækjum lyfturum og umræddum bátavélum. Fjórðungsþing Vestfírðinga; Harmað hve litlu fé skal verja til vegamála ÞINGI Fjórðungssambands Vest- firðinga lauk á sunnudag, en þá hafði það staðið i tvo daga. Jóhann T. Bjarnason, fram- kvWmdastjóri Fjórðungssam- bandsins, tjáði Morgunblaðinu að aðalmálaflokkar á dagskrá þings- ins hefðu verið heilhrigðismál og fræðslumál. Matthfas Bjarnason heilbrigðismálaráðherra flutti framsögu um heilbrigðismál en framsögumenn um fræðslumál voru Vilhjálmur Hjálmarsson menntamálaráðherra og Hörður Lárusson, dcildarstjóri í mennta- málaráðuneytinu. A þinginu voru gerðar ályktan- ir um áðurnefnda málaflokka. Þá voru einnig umræður um strandferðaþjónustu á Vestfjörð- um, skipaútgerð rikisins og vænt- anlega endurskipulagningu henn- ar. Gerðar voru ályktanir um sam- göngumál, þá fyrst og fremst vegamál, og í þeirri ályktun var harmað hve litlu fé ætti að verja til vegamála á Vestfjörðum sam- kvæmt þeirri þriggja ára áætlun, sem samþykkt var á síðasta al- þingi. Þannig var umhorfs f Elliðaárvogi eftir að veðrinu slotaði. GeysUegt óveður gekk yf ir landið á laugardag 1 ÓVEÐRINU sem gekk yf- ir landið á laugardag munu hafa orðið ýmsar skemmdir á húsum og byggingum, bátar lentu í vandræðum, vegir spilltust vegna skriðufalla og mikl- ar tafir urðu á öllu flugi. Á ísafirði og Hnifsdal munu hvað mestar skemmdir hafa orðið vegna skriðufalla. Atta skriður féllu á Hnífsdalsveg milli Isa- fjarðar og Hnifsdals. Féll ein þeirra á yzta húsið við götuna og skemmdi það töluvert mikið. Þetta var gamalt timburhús sem einhleypur maður bjó i, en hann var fjarverandi þegar skriðan féll. Þá féllu mjög margar skriður í fjöllum i kringum ísafjörð án þess þó að valda teljandi skemmd- um. Þá urðu töluverðar skemmdir á húsum og innbúi vegna vatns- flaums sem rann inn í nokkur hús á ísafirði. Miklar tafír urðu á öllu flugi, margar flugvélar uðru frá að hverfa bæði í Reykjavik og Kefla- vik og á Akureyri lentu þrjár þot- ur og ein Fokkervél vegna veður- hamsins. Hjá Slysavarnafélaginu fékk Mbl. þær upplýsingar að þrir bát- ar hefðu lent í vandræðum. Ut af Kópanesi lenti Sleipnir frá Patreksfirði í vandræðum með bilaða vél en bátar komu honum fljótlega til aðstoðar. Út af mynni Hvalfjarðar lenti Mummi SK 6 i véiarbilun, viidi Mummi fá annan smábát sér til aðstoðar en sá lenti einnig i vandræðum og fann Mumma ekki. Það var síðan Arnþór GK sem loks fann Mumma út af Þormóðsskeri en hann hafði þá rekið töluvert. Út af Garðsskaga var Skúmur með bilaða vél. Jón Gunnlaugsson var sendur honum til aðstoðar og fann hann eftir töluverða leit og dróg hann til hafnar í Sandgerði. Þá lentu smábátaeigendur i Reykjavík i miklum vandræðum með báta sína i Elliðarvogi er þeir slitnuðu upp hver af öðrum. Einn bátur gjöreyðilagðist en aðrir átta urðu fyrir ýmiskonar skemmdum. Þetta tjón mun nema milljónum króna. Þess má geta að einn þeirra manna sem unnu að björg- un þessara báta slasaðist lítillega á fæti. Hjá vegagerðinni fengust þær upplýsingar að frekar litlar skemmdir hefðu verið á vegum, vegna óveðursins sem gekk yfir landið á laugardag, þó hefðu skriður fallið á nokkrum stööum á Vestfjörðum. Vegirnir í Patreks- firði og Arnarfirði hefðu lokast um stundarsakir. Þá hefði vegur- inn milli Hnífsdals og isafjarðar lokast en fljótlega tekist að opna hann aftur. Aðaltjónið á vegum þessum samfara eru öll sú vinna sem fer í að hreinsa vegina alveg aftur, en það hefðu aðeins verið gerðar bráðabirðahreinsanir á þeim um helgina. Húsið við Hnífsdalsveg sem varð fyrir mestum skemmdum þar vestra. (Ljósmynd MBL: Olafur Þórðar.)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.