Morgunblaðið - 30.08.1977, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 30.08.1977, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. AGUST 1977 15 Tönllst eftir JÓN ÁSGEIRSSON Anna Rögnvaldsdóttir „debúteraði" s.l. föstudag í Norræna húsinu, en hún hef- ur undanfarin ár stundað nám í Englandi. Efnisskráin, samsett af verkum eftir Corelli, Bach, Mozart og César Franck, var glæsileg og spannar yfir stórt svið, hvað snertir fiðlutækni og þróun i tónsmíði og tón- stíl. Corelli var einn af fyrstu stórsnillingum í fiðluleik og eru verk hans glæsileg og heillandi eins og itölsk bygg- ingarlist, sem tónstill ítala er talinn hafa mótast af vegna mikilla dvergmála er ein- kenndu hús þar um slóðir. Fiðluverk Bachs, eins og reyndar öll tónlist hans, gleymist vegna mikilla breyt- inga, sem áttu sér stað er hann var að Ijúka lífsstarfi sínu. Þá var italska fiðlan tekin fram yfir gömlu fjóluna og verk rituð fyrir það hljóð- færi þess vegna meira og minna óhæf til flutnings. Menelssohn gerði mikið til að vekja athygli á Bach en löngu seinna voru einleiks- verkin fyrir fiðlu og celló tek- in til athugunar og þykja enn einhver erfiðustu verkefni fyrir strengjaleikara. Innan um alla þessa tækni er Moz- art eins og fallegt ævintýri, sem býr yfir töfrum, er aldrei dofna og helst mætti likja við óspillta náttúrufegurð. í fiðlu- sónötunni eftir César Franck nær skrúðmælgi og ástríðu- hiti suðumarki, en á þeim tíma eru listamenn teknir að keppir að því. Löngunin og þörfin geta verið svo sterkar að ekkert annað skiptir máli og gagnrýni til þess eins að espa, svo að i staðinn fyrir að vita takmörk sín, verður þörf- in fyrir lausn erfiðustu verk- efna brýnni, beinlínis til að afsanna raungildi gagnrýn- innar. Að halda sína fyrstu tón- leika er erfið þraut, þar sem margra ára þjálfun er saman- þjöppuð í örfáum viðfangs- efnum og niðurstöðunni end- anlega fyrirkomið i örfáum orðum hlustandans, rétt eins og ekkert hafi gerst Þannig er ævistarf listamanna, með sárafáum undantekningum, dæmt til að mistakast. Þrátt fyrir þessa áhættu er sífellt verið að hvetja fólk til átaka við erfið viðfangsefni. Um tónleika Önnu Rögnvalds- dóttur er það helst að segja að sum verkefnin, eins og t.d. Partítuna eftir Bach, hefði hún átt að geyma til betri tíma. Þeim sem þreytir sína frumraun er nauðsyn- legt að geta leitað til ráðgef- andi tónlistarmanna, sem bæði hafa reynslu og þekk- ingu til að miðla og ef vel tekst til má ætla, að slik umfjöllun geti verið gagnleg varðandi verkefnaval og hve- nær sé viturlegt að láta til skarar skríða. Kapp er best með forsjá þeim sem í fyrsta sinn standa á pallinum má fyrirgefa margt. Anna hefur margt til brunns að bera en á lika margt ólært. Agnes Löve lék á píanóið og átti auðheyrilega ekki margra kosta völ, en leysti sitt verk vel af hendi miðað við aðstæður. í sónötum Mózarts og Francks er um að ræða sam- spil og var oft áberandi hve fiðluleikarinn var ógætinn Fiðluleikur snúast gegn rómantíkinni og endaði sú barátta með upp- hafi nútimatónlistar. Sónatan er stórfengleg tónsmíð, meistaraverk, sem stendur á mörkum tveggja andstæðra listastefna. Sá sem setur markið hátt, sér hilla i það í átökum við stór verkefni en þannig fer ekki ávallt saman markmiðið og geta þess sem bæði í tóntaki og blæmótun á viðkvæmum stöðum og inn- komum og gerði samspil oft á tíðum marklaust. Frumraun er ekki að öllu leyti marktæk til að staðhæfa nokkuð um hæfileika til að sigrast á erfið- leikum Það er oft sá, sem lætur ekki segjast, er að lok- um sigrar. Jón Ásgeirsson. Það var stundum farið í loftinu í vélhjólakeppninni. 300 manns fylgdust með véUijólakeppnínni S.L. SUNNUDAG stóð vél- hjóladeiL B.Í.K.R. fyrir vél- hjólakeppni úndir Sand- felli við Þrengslaveg. Keppnin fór fram á braut sem F.Í.B. lét gera á s.l. ári og var ætluð bifreiðum. Eknar voru tvær umferðir, 10 hringir hvor á stórum mótorhjólum. Einnig var keppt á litlum vélhjólum 50cc og var ekin ein um- ferð, 10 hringir, á braut- inni, sem er 900 m löng. 1 frétt frá Félagi ísl. bif- reiðaeigenda segir, að í fyrsta sæti i báðum um- ferðum í opnum flokki hafi sigurvegari verið Jón Magnússon á Suzuki RM 370 á samanlögðum tíma 23 mín. 36 sek. í 50cc flokki sigraði Guðmundur Magnússon á Yamaha MR50 á 15 mín. 54 sek. Rúmlega 300 áhorfendur voru á mótssvseðinu er keppt var. mwnmm Marvell frá Qster Á sýningunni bjóðum við með sérstökum kynningarafslætti potta og pönnur frá hinu heimsþekkta ,,™“ Qster Pottarnir og pönnurnar eru með Marvell húð sem þolir meira en áður hefur þekkst. Komið og skoðið — Sjón er sögu ríkari. Sýningarverð Rétt verð Panna án loks 9" Panna án loks 11" Panna án loks 1 2" Panna með loki 22" Pottur m. skafti og loki 1 stk. Pottur m. skafti og loki 2 stk. Pottur m skafti og loki 3 stk Stór pottur 3.900 - (4.300.-) 4.800 - (5.300.-) 5.800 - (6.500.-) 9.900,- (1 1.000.-) 4.400 - (4.900.-) 5.400.- (6.000.-) 6.000 - (6 700.-) 6.900 - (7.700 -) Vörumarkaðurinn hi. Armúla 1a

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.