Morgunblaðið - 30.08.1977, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 30.08.1977, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. AGUST 1977 13 vorum að gera á þessum ár- um .. . Þá höfðum við bara stál- þráðinn . . . þá finnst mér það reglulega æsandi. Ég held að dýnamik þessar ára liggi fyrst og fremst i þvi, hvað þetta var allt ferkst. Við vorum ungir og lögðum geysilega hart að okkur. Þetta máti heita stanzlaus tónlist og ég held að það sé fyrst og fremst þessi lifsnautn, sem var i þessu, sem kemur öllu af stað. Jafnvel i mér, gömlum manninum. Ég fæ svona kitlandi sveifluhroll, þegar ég hlusta á eitthvað frá þess- um dögum. Þetta er eins og gamlar, góðar kvikmyndir. Það vekur eitthvað upp I fólki að sjá aftur gamlar uppáhaldsmyndir." —- Saknarðu þessara daga? „Ég veit það ekki. Ég var þama. Þetta er hluti af minu lifi. En ég lifi ekki i fortiðinni. Ég var ham- ingjusamur þá. Ég er hamingju- samur nú. Auðvitað gengur þetta upp og niður, eins og annað i lifinu. Það eru alltaf að renna upp einhver timaskeið og leysa önnur af hólmi. Svona er þetta i kvikmyndunum og tónlistinni. Svona er þetta i öllum listum. En það er alltaf einhver rauður þráður, sem geng- ur i gegn. Og einn góðan veðurdag er hann orðinn aðalmálið aftur. En ég held einhvem veginn, að þetta byggst á einstaklingunum. Þegar við emm að tala um góðu gömlu dagana, þá emm við að tala um fjórða og fimmta áratuginn. Við vorum bara réttir menn á réttum stað á réttum tima. Jazzinn fæddist ekki þama. En hann komst á legg með okkur. Eins er þetta i öðmm tónlistar- tegundum. Dóttir min er rokkari. Hún talar um gömlu, góðu dagana á sjötta áratugnum. Rokkið fædd- ist ekki þá. En þá komu mennim- ir, sem komu þvi á legg“. — Eins og Elvis Presley? „Já. Eins og Presley. — Hvað finnst þér um Presley. Þú veizt, að hann. . . „... er dáinn. Já. Ég veit það. Dóttir min var btjáluð i Presley. Ein ég get ekki sagt, að hans tónlist hafi snert mig neitt sérstaklega. Hann hafði góða söngrödd fyrir sum lögin, og ég reikna með að hann hafi verið alvarlegur tónlist- armaður. Reyndar hlýtur hann að hafa verið það. Á sinn hátt. Dóttir min féll fyrir honum og hans tón- list. En ég gekk ekki af göflunum". Meðan við röbbum þetta þama á bamum kemur maður til okkar, stendur smástund feiminn i fjar- lægð, en fikrar sig svo nær með blýant og blað á lofti. Ég sé, hvemig honum vex kjarkur, þegar hann sér ljúfmennið Benny Good- man og þegar hann kemur loks að borðinu hefur Goodman teygt hendur sinar móti blaðinu og blý- antinum. Hann er fljótur að skrifa á blaðið og maðurinn fer burtu alsæll. Ekkert orð. En Goodman brosir. Svo litur hann á mig og segist ætla að segja mér frá stóra laxinum. „Þetta var stór lax. Upp undir tuttugu pund. Við áttumst þama við i þrjátiu og fimm til fjörutiu minútur. Ég var orðinn dauð- þreyttur i handleggjunum. Þetta var stórkostlegur fiskur. Svo dró ég hann að landi... og sleppti honum. Ég segist hafa sleppt hon- um. Ég sá hann. Hann var yndis- legur. Veiztu að ég var að tala við konuna mina i New York? Hún sagði, að það væri hitabylgja vestra. Ég sagði henni að það væri rok og rigning hér á Islandi. Regn- ið buldi svo á rúðunum að ég gat látið hana heyra það i gegn um simann. Og svo sat hún þama i hitanum og bað mig að passa að mér yrði ekki kalt. Hvað gat ég sagt? „Passaðu nú að þér verði ekki of heitt, elskan?" Ég sagðist bara ekki fara út i gönguferð á meðan veðrið væri svona“. — Við vorum að tala um Presley og rokkið. „Var ég ekki búinn að afgreiða það?“ — Tónlistin. Er hún eins og trú- arbrögð? „Ekki i þeim skilningi, að að- eins eitt sé gott og ailt annað slæmt. Dóttir min sá ekkert nema Presley á timabili. Ein ég lit ekki á trúarbrögð sem svo. Það er hægt að virða trú manns án þess að gleypa við henni. Og hún á ekki að stjóma mati þinu á einstaklingum. Ég hef mina trú. Hún er mitt einkamál og ég er hvorki betri né verri klarinettleikari hennar vegna. Ég elska klassiska tónlist. Ég spila klassiska tónlist. Ekki hvað sem er. En sum klassisk tónlist er tónlist með stóru téi. Þá tónlist spila ég. Það er ekki allt gott, sem er kallað jazz. En margt í jazzinum er tónlist með stóm téi. Það spila ég. En ég fyrirlit ekki allt annað. Ég virti til dæmis Presley. En ég gleyþti ekki við tónlistinni hans. Það gerir hann ekki betri eða verri rokkara. I hæsta máta að það gefi til kynna að Presley hafi verið slakur jazzisti. Og að Benny Goodman sé slæmur rokkari. Það er allt og sumt“. Við förum aftur að tala um gömlu, góðu dagana. Og þá kom- um við inn á það, að Benny Good- man varð fyrstur hvitra manna til að taka svarta menn i hijómsveit sina. Ég spyr, hvort þetta hafi ekki verið erfið ákvörðun á sinum tima. „Það held ég varla, þvi ég gerði það. Ég hefði aldrei getað gert það, ef það hefði valdið einhverj- um erfiðleikum. Mér fannst þetta eðlilegur hlutur. Þetta var það sem þurfti að gera til að fá það bezta. Svo ég bara gerði það. Mannstu, hvað ég sagði áðan um trúarbrögðin? Það er ekki hægt að vera að vefjast i litarhætti manna eða trúarbrögðum, þegar það er tónlist, sem málið snýst um. Þá liturðu bara á, hváð maðurinn getur i tónlistinni. Og ef þér likar það sem hann gerir. Well. Þá tek- urðu hann i hljómsveitina. En svona eftir á að hyggja, þá held ég að ef til vill megi segja, að á þessum tima hafi þetta verið svolitið hugrekki hjá mér. En það var þess konar hugrekki, sem fólk sýnir án þess að vita af þvi i augnablikinu“. Og við höldum áfram að ræða þessi mál. Ég segi honum, að ég Framhald á bls. 35 N C R UMBQDID Á ÍSLANDI 'ífe IFSIIFIVELU I.F. KYNNIR elektróniska BÚDARKASSA - metf: 10 vöruflokka-minnum dagsölu hvers vöruflokks heildarsölu bókhaldsstrimli kvittun prósentureikningi -margföldun o.fl. □□□ er vel þekkl merki hérlendis. C!IBQ bókhaldsvélar hafa verid í notkun i flestum stærri bönk~ um landsins í áralugi. 3 er þekklasla merki heims I bankavélum og búda r k ö s s u m. N C umbodid á íslandi er nú hjá SIIIFSTIFUVELiR H.F. 4 Sími 20560

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.