Morgunblaðið - 30.08.1977, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 30.08.1977, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. ÁGUST 1977 IR EINA FELAGIÐ SEM ATTIFRAMBÆRILEGT FÖLK í ÖLLUM GREINUM BIKARKEPPNINNAR tR-INGAR sigruðu glæsilega í 1. deildar keppni bikarkeppni Frjálsfþróttasambands Islands sem lauk á Laugardalsvellinum f gærkvöldi. Sigruðu tr-ingar ekki aðeins f sameiginlegri keppni karla og kvenna, heldur hlutu þeir einnig bikarinn sem keppt var um sérstaklega f karla og kvennaflokki. Hlutu þeir þvf alla bikarana sem um var keppt, og var aldrei minnsti vafi um sigur þeirra. Það sem skildi Ir-inga fyrst og fremst frá hinum félagsliðunum var að þeir gátu teflt fram þjálfuðu afreksfólki f nær allar greinar, en mörg hinna félaganna áttu mjög misjöfnu liði á að skipa. Það var hlutskipti Þingey- inga á falla í 2. deild að þessu sinni. en bað verður HSK sem tekur sæti þeirra i deildinni að ári. Sigraði HSK í 2. deildar keppninni sem fram fór á Sel- fossi um fyrri helgi. Að þessu sinni áttu flestir von á því að nýliðarnir í deildinni, FH- ingar, myndu falla niður, en þeir stóðu sig með miklum ágætum i keppninni og er næsta ótrúlegt hvað FH er búið að ná upp harðsnúnu keppnis- liði á skömmum tima. Fyrir ör- fáum árum voru frjálsar íþrótt- ir varla til í Hafnarfirði. Bikarkeppnin átti að hefjast á laugardaginn, en þá var svo magnað „frjálsíþróttaveður" að ekki var mögulegt að hefja keppnina og fór hún því fram á sunnudaginn og í gærkvöldi. Var sæmilegt veður til keppni á sunnudaginn, en hins vegar heljarkuldi i gærkvöldi, sem mjög setti svip sinn á mótið. Einkenni þessa móts var fyrst og fremst stigabarátta félag- anna, og var greinilegt að íþróttafólkið lagði meiri áherzlu á að ná í hagstæð sæti í keppninni, en að vinna góð af- rek. Samt sem áður náðist ágætur árangur í mörgum greinum. Ber þar sennilega fyrst að nefna kringlukastið, sem var sannkallað sentimetrastríð milli þeirra Óskars Jakobsson- ar og Erlends Valdimarssonar. Fóru leikar svo að Erlendur sigraði, kastaði 57,53 metra, en Óskar kastaði 57,50 metra. Mjórra gat ekki verið á munun- um. Óskar Jakobsson vann einnig mjög góð afrek í kúlu- varpi, varpaði 17,09 metra og i spjótkasti, en spjótinu kastaði hann 75,06 metra og var því ekki langt frá meti sínu. Vilmundur Vilhjálmsson, KR, vann einnig góð afrek á móti þessu en hann hafði svo sannarlega í mörg horn að líta. Hann vann yfirburðasigur i sín- um greinum, 100, 200 og 400 metra hlaupum og náði mjög góðum árangri i 100 metra hlaupinu, hljóp á 10,3 sekúnd- um — reyndar i nokkrum með- vindi. Vilmundur lét ekki við þetta sitja, heldur keppti einn- ig í 800 metra hlaupi og I þri- stökki. Hljóp hann 800 metra hlaupið á ágætum tíma 1:59,8 mín. og hefði sjálfsagt getað veitt sigurvegaranum í hlaup- inu, Gunnari Páli Jóakimssyni enn meiri keppni, hefði hann ekki sleppt honum of langt frá sér. I þristökkinu hreppti svo Vilmundur fjórða sætið. Skemmtilegustu keppnis- greinar mótsins hafa sennilega verið 1000 metra boðhlaup karla og 800 metra hlaup kvenna. I 1000 metra boðhlaup- inu hafði sveit KR allgóða for- ystu þegar siðasti spretturinn hófst, en þann sprett hljóp Stefán Hallgrímsson fyrir sveit- ina. Stefán sem hafði hlaupið mjög gott 400 metra grinda- hlaup á sunnudaginn og náð þá bezta árstímanum i þeirri grein var mjög óheppinn með skipt- inguna I hlaupinu og Gunnar Páll Jóakimsson tók þegar að draga á hann. Á síðustu 100 metrunum sýndi Gunnar Páll gífurlega keppnishörku og tókst að pressa sig fram úr Stefáni á síðustu stundu. í 800 metra hlaupinu börð- ust þrjár stúlkur lengst af um sigurinn, þær Thelma Björns- dóttir, UMSK, Guðrún Árna- dóttir, FH og Sigurborg Guð- mundsdóttir, Armanni, en sú síðastnefnda er kunnari fyrir árangur sinn í 200 og 400 metra hlaupum en í þessari grein. Eigi að síður gaf Sigurborg ekk- Ingunn Einarsdóttir, IR kemur að marki sem sigurvefeari. Slíkt var ekki óalgeng sjón I bikarkeppninni, en Ingunn varð stiga- hæsti einstaklingur keppninnar, sigraði f fjórum greinum og varð önnur I fimmtu greininni. Thelma Björnsdóttir sigrar I 150« metra hlaupinu, rétt á undan jafnöldru sinni, Guðrúnu Árnadóttur, FH. I 800 metra hlaupinu urðu þær stöllur að láta í minni pokann fyrir Sigurborgu Guðmundsdóttur. URSLITIEINSTÖKUM GREINUM BIKARKEPPNINNAR FYRRI DAGUR: 400 METRA GRINDAHLAUP: Stefán Hallgrímss KR 54.2 Þorvaldur Þórss. ÍR 57.0 Kristján Þráinss. HSÞ 57,9 Ólafur Óskarss. Á 60.2 Gunnar Þ. Sigurðss. FH 63.1 Trausti Sveinbj.s. UMSK 65.7 HÁSTÖKK KVENNA: Þórdls Glslad. ÍR 1.65 Hrafnhildur Valbj.d. 1.55 Laufey Skúlad. HSÞ 1.45 Lára Halldórsd. FH 1.45 Þuríður Valtýsd UMSK 1,40 Helga Halldórsd. KR 1.40 SPJÓTKAST KVENNA Arndís Björnsd. UMSK 31.58 Sólveig Þráinsd. HSÞ 30.84 Björk Eiríksd. ÍR 28.94 Ólöf Ólafsd. Á 26.66 Emilia SigurSard. KR 25.94 Hildur HarSard. FH 25.38 LANGSTÖKK KARLA: FriBrik Þór Óskarss. ÍR 7.21 SigurSur SigurSss. Á 6.97 Helgi Haukss. UMSK 6.54 Jón Benónýss. HSÞ 6.52 Elias Sveinss. KR 6.36 Kristinn Arnbj.s. FH 6,21 KÚLUVARP KARLA: Óskar Jakobss. ÍR 17.09 Guðni Halldórss. KR 16,02 Kjartan GuSjónss. FH 13.10 V Guðmundur Jóhanness. UMSK 11.54 Stefin Jóhannss. Á 11,47 Hjörtur Einarss. HSÞ 10.32 200 METRA HLAUP KARLA Vilmundur Vilhj.s. KR 22,3 Sigurður Sigurðss Á 22,8 Jón Þ. Sverriss UMSK 23,2 Jón S. ÞórSars. ÍR 23,6 EinarP.Gu8mundss.FH 23,9 Jakob Sigurólas. HSÞ 24,0 100 METRA HLAUP KVENNA: Ingunn Einarsd. ÍR 12.4 Lára Sveinsdóttir, Á 12,6 Rut Ólafsdóttir FH 13,2 Bergþóra Benónýsd. HSÞ 13.3 Kristln Jónsd. UMSK 13.5 Helga Halldórsd. KR 14.5 3000 METRA HINDRUNARHLAUP: Sigfúr Jónsson, IR 9:43.2 Sigurpur P. Sigm.s. FH 9:50.1 Ágúst Gunnarss. UMSK 10:39.5 Jón lllugas. HSÞ 10:39.5 Halldór GuSbj.s. KR 11:23.5 Ámi Kristjánss. Á 12:39,8 SPJÓTKAST KARLA: Óskar Jakobss. ÍR 75,06 Ellas Sveinss. KR 59.32 Sigfús Haraldss. HSÞ 57,80 Hreinn Jónass. UMSK 56,56 Stefán Jóhannss. Á 49.86 Kristján Sigurg.s. FH 49,18 HÁSTÖKK KARLA: GuSmundur R. GuBmundss. FH 1.95 Elías Sveinss. KR 1,90 Hafsteinn Jóhanness UMSK 1,90 Stefán Þ. Stefánss. ÍR 1.85 Jón Benónýss. HSÞ 1.75 Ólafur Óskarss. Á 1,70 KÚLUVARP KVENNA: Ása Halldórsd. Á 11,49 Hulda Halldórsd. ÍR 10,72 Gunnþórunn Geirsd. UMSK 10.55 Sólveig Þráinsd. HSÞ 9,10 Guðrún Jónsd. KR 8,72 Hildur HarSard. FH 7.61 400 METRA HLAUPKVENNA: Ingunn Einarsd. ÍR 57,2 Sigurborg Guðmundsd. A 59,5 RutÓlafsd. FH 61.3 Ragna Erlingsd. HSÞ 61.8 Hjördis Magnúsd. UMSK 66.5 Helga Halldórsd. KR 67.2 1500 METRA HLAUP KVENNA Thelma Bjömsd. UMSK 5:23.2 GuSrún Ámad. FH 5:23.4 Bryndis Hólm. ÍR 5:35.1 Hrafnhildur Valbj.d. Á 5:49.5 Emilia Sigurðard. KR 6:13,5 Anna K. Höskuldsd. HSÞ 6:21.2 800 METRA HLAUP KARLA: Gunnar P. Jóakimss. ÍR 1:58.3 Vilmundur Vilhj.s. KR 1:59,8 GunnarÞ. Sigurðss. FH 2:06.7 Gunnar Snorras. UMSK 2:09.9 Jóhann GarSarss. Á 2:13.4 Jón lllugas. HSÞ 2:16.0 SLEGGJUKAST: Óskar Jakobss. ÍR 45.09 Stefán Jóhannss. Á 34.36 Guðmundur Jóhanness. UMSK 34.06 Kjartan Guðjónss. FH 32.50 GuSni Halldórss. KR 32.44 Jón Benónýss. HSÞ 14,93 4*100 METRA BOÐHLAUP KVENNA: Sveit Ármanns 49.6 Sveit ÍR 51.0 Sveit HSÞ 52.1 SveitUMSK 52.6 Sveit FH 54.6 Sveit KR 56.4 4*100 METRA BOÐHLAUP KARLA: Sveit Ármanns 44.5 Sveit KR 45.0 Sveit ÍR 45.0 SveitUMSK 45.8 Sveit HSÞ 46.3 Sveit FH 51.8 STIG EFTIR FYRRI DAG: K’árlar Konur Alls ÍR 51.5 36.0 85.5 Ármann 32.0 33.0 65.0 UMSK 33.0 25,0 58.0 KR 42.5 11.0 53.5 FH 29.0 22.0 49.0 HSÞ 22.0 22.0 44.0 SEINNI DAGUR: 100 METRA GRINDAHLAUP KVENNA: Ingunn Einarsdóttir, ÍR 14,0 Lára Sveinsdóttir, Á 14.2 Ragna Erlingsdóttir.HSÞ _ 16.7 Helga Halldórsdóttir. KR 17,4 Hafdis Ingímarsdóttir. UMSK 18.3 HeiSa Ólafsdóttir. FH 18.5 STANGARSTÖKK: GuSmundur Jóhannesson, UMSK 3,7o Ásgeir Þór Eiriksson, ÍR 3,40 Hjörtur Einarsson. HSÞ 3.10 Haildór Matthiasson. Á 3.10 Kristinn Arnbjórnsson. FH 3.00 KRINGLUKAST KARLA: Erlendur Valdimarsson, KR 57.53 Óskar Jakobsson, ÍR 57,50 Valdimar Gunnarsson. FH 36.70 :

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.