Morgunblaðið - 30.08.1977, Side 36

Morgunblaðið - 30.08.1977, Side 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. AGUST 1977 Glæstir hestar og góðir knapar á Evrópu- móti Malldór E. Sigurðsson, landbúnaðarráðherra, afhenti sigurvegaranum í tölti, Bernd Vith á Fagra-Blakk frá Hvltárbakka, lslandshornið. Hallddór flutti einnig ávarp við setningu mótsins. Eitt sinn var haft eftir kunnum hestamanni hérlendum að það væri hin mesta fásinna og aldeilis óhugsandi að erlendir reiðmenn gætu tekið skeið eða tiilt úr ís- len/kum hesti. Þessum sama hestamanni varð það ljóst, að þessi orð hans áttu ekki við rök að styðjast, þegar hann stóð i hópi áhorfenda á stóru móti erlendis, þar sem erlendir knapar riðu ís- len/kum hestum á góðgangi. Þar fóru knapar sem kunnu sitl fag. Þessi saga rifjast upp þegar hugsað er til Kvrópumóts is- lenzkra hesta, sem fram fór í Skiveren í Danmörku fyrir skemmstu. Þar mætturst reið- menn frá 10 þjóðum Evrópu sem áttu það sameiginlegt að reið- skjótar þeirra voru íslen/kir gæð- ingar, ýmist fæddir hér heima á Islandi eða á erlendri grund. Áhufíamvnnska víkur f.vrir atvinnumennsku Mótið fór fram á útivistarsvæði á strönd Norðvestur-Jótlands milli hæjanna Skagen og Hirts- hals. Aðstaða til mótshaldsins var á niargan hátt hin ákjósanlegasta. A keppnissvæðinu var hringvöll- ur og inni á honum gerði til keppni í hlýðniæfingunt. Skeið- viillur var útbúinn á sandströnd- inni skannnt frá aðalkeppnis- svæðinu. Að sögn forsvarsmanna mótsins sóttu mótið hátt á fjórða þúsund áhoríendur og þar á meóal voru nær 200 íslendingar. Aðrir komu frá hinum 9 löndun- unt, sem að mótinu stóðu en það voru Belgía, Þ.vzkaland, Frakk- land, Ilolland, Noregur, Sviss, Svíþjóð, Austurríki og Danmörk. Það gefur auga leið að jafnstör hópur áhorfenda frá þessum lönd- um getur ekki vitnað um annað en vaxandi vinsældir fslenzka hestsins erlendis. Fullskipaðar keppnissveitir eða 7 hestar komu frá Islandi, Þyzka- landi, Noregi, Sviss og Danmörku, Holllendingar og Austurrikis- menn sendu sveitir skipaðar 6 hestum, Frakkar og Svíar sendu fimm hesta og tveir hestar komu frá Belgíu. Samtals voru það því nær 60 hestar, sm þar mættu til keppni. I þessum hópi voru bæði góðir gæðingar og hross, sem við hér heima hefðum ekki talið rétt að tefla fram á stórmótum. Þeir síðarnefndu komu frá löndum þar sem íslenzkir hestar eru nánast enn sem frumbyggjar. Sterkustu sveitir mótsins voru tvímælalaust þær fslenzku og vestur-þyzku en þar fóru saman í flestum tilvikum góðir hestar og knapar. Það dylst þo- engum, að sumir þeirra knapa, sem kepptu á mótinu, hafa þjálfun hrossa að atvinnu frekar en að þar sé um áhugamennsku að ræða. Slíku getur aldrei fylgt jöfn aðstaða þegar komið er til keppni. Fjórfaldur sigur Islendinga Skeiðkeppnin fór fram með nokkuð öðrum hætti 'en hér heima. Á föstudag fór fyrri hluti keppninnar fram og fengu allir hestarnir þá að fara tvo spretti og voru tveir eða einn hestur í hverj- um riðli. Á sunnudag var farið eins að, hestarnir fóru tvo spretti og var raðað í riðla í seinni spretti eftir tíma úr þeim fyrri. Bezti Fjórfaldur fslenzkur sigur I skeiðinu — Sigurður Sæmundsson á Leikni varð fyrstur á 24.0 sek., Sigurbjörn Bárðarson á Gými og Ragnar Hinriksson á Gretti urðu í 2. til 3. sæti á 24.9 sek., og Reynir Aðalsteinsson á Stokkhólma-Blesa var fjórði á 25.5 sek. Með þeim er Rudolf Bischoff á Hreini, sem varð fimmti á 25.8 sek. Þeir fimni fyrstu í 5-gangi — Walter Feldmann yngri á Eldjárni, Jens Iversen á Vindskjóna, Karl-Heinz Kessler á Sigurhoða. Reynir Aðalsteinsson á Stokkhólma-Blesa og Aðalsieinn Aðalsteinsson á Ilrafni. tími úr einhverjum af þessum fjórum sprettum réð röð hestanna til verðlauna en vegalengdin var 250 metrar. Alls kepptu 16 hestar í skeiði og urðu knapar úr ís- lenzku sveitinni í fyrstu fjórum sætum en sá fimmti var fyrrver- andi Evrópumeistari i skeiði, Hreinn frá Gullberastöðum. Evrópumeistari í þessari mjög svo séríslenzku keppnisgrein varð Sigurður Sæmundsson á Leikni. Á mótinu fór fram viðavangs- hlaup en á leið hestanna var komið fyrir hindrunum. 16 hestar kepptu í þessu hlaupi en enginn úr íslenzku sveitinni og athygli vakti að enginn úr þýzku sveit- inni tók heldur þátt i hlaupinu. Islendíngar hafa alla jafnan verið því heldur mótfallnir að keppt væri i þessari grein á Evrópumót- um og sagt að hún ætti lítt við íslenzka hestínn. Víst er að þessi keppni á ekki við meirihlutann af þeim hestum, sem voru á þessu móti, því þeir eru þjálfaðir sem reiðhestar og til að fara á góð- gangi en ekki til að fara þær hindranir, sem íslenzkir smala- hestar hafa orðið áð fara á liðhn- um öldum. Þessi keppni á því fullan rétt á sér ef þar er teflt fram til þess þjálfuðum hestum og þess gætt að virða smæð is- lenzka hestsins. Sigurvegari i hlaupinu varð Martin Dischinger Frakklandi á Kóp frá Velli, stein- gráum fæddum á íslandi 1968 undan Flami 606 frá Akureyri og Fálu frá Velli. I öðru sæti varð Edwin Zigerlig, Sviss, á Roða, rauðum fæddum á Islandi 1965 undan Leist frá Sólheimagarði en faðir hans var Sokki 332 frá Vall- holti. Þriðji varð Poul Erik Jen- sen Danmörku, á Tvisti frá Krossanesi, rauðtvístjörnóttum, fæddum hér 1964. Búningar reiðmanna settu svip á mótið Það sem öðru fremur setur svip á Evrópumótið var sérstakur bún- ingur, sem reiðmenn hverrar þjóðar klæddust. Islenzki búning- urinn samanstóð af fánalitunum. Mættum við hér heima taka okk- ur þetta fyrirkomulag til fyrir- myndar jafnframt því sem af- hending verðlauna í lok mótsins mætti gjarnan verða okkur til eftirbreytni. Eiginlegar keppnisgreinar mótsins voru 8 en auk þess fór fram svonefnd parreið og sýndar voru teymingar á hrossum. í hlýðniæfingunum en keppni í þeim fór fram í þremur flokkum, kvað lítið að þátttöku íslenzku sveitarinnar nema kvað Sigurður Sæmundsson á Leikni varð þriðji í hlýðniæfingum A. Það dylst eng- um að margt úr hlýðniæfingum getur hjálpað til við og auðveldað þjálfun go tamningu hrossa, en það getur hins vegar orkað tví- mælis hvort allar þessar æfingar eigi heima I keppni á mótum. Víst er að íslenzkir hestamenn kunna pví illa að sjá hross i keppni ganga við slakan taum með hang- andi höfuð, þó þetta sé einn þátt- ur keppninnar. Það hlýt-ur einnig einhvers staðar að verða að láta staðar numið, þegar þjálfunin er farin að nálgast heilaþvott hross- anna og enga gleði að sjá I svip þeirra. Þeir knapar, sem beztum árangri náðu í hlýðniæfingum, voru Walter Feldmann yngri á Eldjárni frá Þýzkalandi sem sigr- aði i hlýðniæfingum C, Heinrich Jud frá Sviss, sem sigraði i hlýðni- æfingum A á Dreyra frá Ytra- Dalsgerði og í hlýðniæfingum C varð hann annar á Glaum frá Lækjarbakka. I hlýðniæfingum B sigraði Birgitte Nagel, frá Sviss á Goða frá Sandhólaferju. Eldjárn, hestur Walters Feld- manns, er brúnn, fæddur 1967 í D:nmörku. Foreldrar hans eru Prins frá Kröggólfsstöðum og Lotta frá Kröggólfsstöðum en bæði eru þau undan Herði 591 frá Kolkuósi. Eldjárn er enn óvanað- ur. Dreyri er rauður fæddur 1965 á íslandi undan rauðskjóttum hesti frá Munkaþverá. Glaumur er brúnn, fæddur 1966 á Islandi en hann er undan Svip 385 frá Akureyri. Goði er rauðblesóttur, fæddur 1964 á Islandi undan Létti 600 frá Vík og Blesu frá Kirkjubæ. Fagri-Blakkur sigraði Hrafn á hægatöltinu Keppnin i töltinu var mjög spennandi og þar voru þaó Aðal- steinn Aðalsteinsson á Hrafni frá Kröggólfsstöðum og Bernd Vith, Þýzkalandi, -á Fagra-Blakk, sem börðust um gullverðlaunin en eftir undankeppnina var Eldjárn Walters Feldmanns stigahæstur. Í úrslitakeppninni hafnaði Eld- 4000 áhorfend- ur fylgdust med Evrópumóti íslenzkra hesta í Danmörku

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.