Morgunblaðið - 30.08.1977, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 30.08.1977, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. AGUST 1977 raöauglýsingar - - raöauglýsingar - raöauglýsingar nauöungaruppboö Nauðungaruppboð 2. og síðasta, á fasteigninni nr. 22 við Sandholt í Ólafsvik, Snæfellsnes- og Hnappadalssýslu, þing- lesinm eign Arnars Steingrímssonar, fer fram eftir kröfu Búnaðarbanka íslands, Reykjavík og Samvinnubanka íslands. Grundarfirði á eigninni sjálfri föstudaginn 2. september 1977 kl. 16. Sýslumaður Snæfells- og Hnappadalssýslu fundir — mannfagnaöir Aðalfundur Félags karöfluframleiðenda á suðurlandi, verður haldinn í Samkomuhúsi Þykkvabæjar laugardaginn 3. sept. kl. 14 Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnin. Fiskiskip Höfum til sölumeðferðar báta af eftirtöldum stærðum: 5, 9, 10, 12, 20. 36. 49. 59. 73. 199 tonn. BORGARSKIP s/ f. skipasa/a Grettisgata 56. Sími 12320. Ólafur Stefánsson hdl. Skúli 8 Ólafs víðskiptafr. heimasimi 1 2077 heimasími 23676 Bændur — bændur Við útvegum ykkur ódýrar nælon yfir- breiðslur á hey. Póstsendum um allt land. Seglagerdin Ægir Eyjargötu 7, fívk. Símar 13320 og 14093. Tveggja herbergja íbúð með húsgögnum óskast — helzt í nágrenni Háskóla Islands — fyrir ein- hleypan eldri mann frá 1. október til maíloka 1978. Tilboð merkt: „Reglusam- ur — 401 4" sendist fyrir 5. september. Vestfjarðarkjördæmi Aðalfundur kjördæmisráðs Sjalfstæðisflokksins i Vestfjarðar- kjördæmi verður haldinn í Félagsheimilinu, Hnifsdal, sunnu- daginn 4. sept. kl. 10 f.h. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnin. Ólafur Gunnars- son sálfræðing- ur — Sextugur Það var laust fyrir miðjan þriðja áratuK aldarinnar, skönmiu cftir að mér hafði verið falin for- staða Kaupfélaí>s Austur- Skaftfcllinfía á Hornafirði, að mér var sast frá un«um pilti, sem ætti hoima í Vík í Lóni, er þá þefíar vekti mikla ath.vpli þcirra, er þekktu til hans, fyrir óvenju sterka lönftun til bóklestrar og sem mundi hafa meiri hæfileika til náms en flestir á hans aldri. Menn söftðu að hann læsi flestar bækur er hann næði i. hvort sem væri fræði- eða söf>ulegs efnis, og að mínni hans og eftirtekt væru slík að hann gæti sagt söguþráð- inn að lcstri loknum og ræddi um það sem hann hefði lcsið með rökum fyrir skoðunum sínum. Þetta breyttist ekki með auknum þroska og aldri. Ungur að aldri gerði hann sér grein fyrir ýmsum almennum málum, las stjórnmála- blöðin og var fundvís á veika málstúlkun og léleg rök höfund- anna. Úlafur er fæddur á Stafafelli í Lóni í Austur-Skaftafellssýslu, 30. ágúst 1917. Foreldrar hans voru: Rannveig Olafsdóttir frá Fossi á Síðu í Vestur-Skaftafellssýslu og Gunnar Snjólfsson, síðar starfs- maður í hálfa öld hjá Kaupfélagi Austur-Skaftfellinga, hreppstjóri á Höfn i þrjá áratugi og póstaf- greiðslumaður litlu skemur. Úlafur er alinn upp á ágætu hcimili þeirra Sigríðar Jónsdótt- ur og Sigursveins Sigurðssonar er bjuggu allan sinn búskap í Vík i Lóni. Voru þau sannarlega þess fær að veita fóstursyni sinum gott uppeldi. Þau voru bæði gædd þeirri fórnarlund og stjórnsemi sem hæfði þeim ungu og hinum sem eldri voru. Hefur Úlafur niinnst þeirra fagurlega í minn- ingargrein, sem þeim hæfði og verðskulduðu. Þegar æskuárum Úlafs lauk og hæfilegum aldri var náð gerist hann nemandi í Kennaraskóla Is- lands og lýkur þaðan kennara- prófi 1938 en stundar síðan kennslu um skeíð hérlendis og heldur síðan bráðlega til Kaup- mannahafnar. Þar stundar hann nám í kennaraháskóla og Kaup- mannahafnarháskóla í sálarfræði, uppeldisfræði og fleiri náms- greinum. Hann dvelur i Dan- mörku styrjaldar árin við nám og störf en kemur heim til Islands jafnskjótt og færi gafst að styrj- öld lokinni, reynslunni ríkari með mikið nám að baki og því fær í flestan sjó. Hann tók þá að sér kennslustörf um hríð. Hann beitti sér fyrir starfsfræðslu, hafði for- giingu um starfsfræðsludaga svo- nefnda, sem virtust vera holl og ánægjuleg hreyfing fyrir ungu kynslóðina. Voru þeir mikið sóttir og vöktu eftirtekt. Hann skrifar þá og gefur út bæklinginn Hvað viltu verða? sem mikið var Iesinn og gefinn út oftar en einu sinni og mun enn lesinn að mörgum. Eftir nokkurra ára starf hér fer hann enn utan til starfa í Dan- mörku við skóla og ritstörf ýmiss konar. Hann sækir markgar ráð- stefnur víða um lönd um sálar- fræði, uppeldismál og fleira. Eftir nokkurra ára veru i Danmörku flytur hann til Svíþjóðar og starf- ar að skólamálum, verður hátt- settur umsjónarmaður með skól- um þar um nokkurra ára bil eða meðan heilsa leyfði. Allt þetta hygg ég að hafi veriö geysimikið starf sem hafi verið honum of- raun, því að hann vill gera hverju verkefni full skil. Úlafur hefur aldrei viljað vera né verið „akta- skrifari". Vegna heilsubrests varð hann að láta af störfum í Sviþjóð þrátt fyrir fullkomna læknisþjón- ustu þar og sjúkrahúsvistir með góðri hjúkrun. Hann kemur heim til Islands að nýju fyrir nærri tveimur árum eftir að hafa orðið að láta af störfum. Þótt heilsa hans hafi tekið miklum bata síðan heim kom hefur hann orðið að neita sér um öll störf enn sem komið er, en við kunningjar hans vonum að batinn komi og að hon- um veitist sú blessun að geta tek- ið til starfa að nýju og það sem fyrst. Hann hafði með höndum mikilvæg störf og var vel undir þau búinn. Úlafur er kvæntur ágætri konu frá Astralíu, Judith að nafni, sem hefur reynst manni sínum með miklum ágætum. Dugnaður henn- ar, fórnarlund og umhyggja manni sínum til handa er meiri en orð fái lýst. Hún er einnig menntakona mikil. Ég óska þeím báðum í tilefni afmælis Úlafs allra heilla og far- sællar framtíðar. Jón Ivarsson. Sextíu ár virðast ekki langur tími þegar litið er til baka. Þó hafa sumir komið miklu í verk á því tímabili, reynt margt, mætt mótlæti eða fengið meðbyr á stundum. Svo er um úlaf Gunnarsson. Hann hefur unnið mikið og margþætt ævistarf, en er nú þrotinn að kröftum og heilsu. Mig langar til að senda Úlafi hugheilar afmæliskveðjur á þess- um tímamótum, þakka honum hlyhug hans, einlægni og hjálp- semi fyrr á árum. Minnist ég þess t.d., er hann sýndi mér, þá ungum nema frá Osló, höfðuborg Dana- veldis, sérstaklega Kaupmanna- hafnarháskóla, bauð mér jafn- framt að dvelja í íbúð sinni meðan hann fór f ferðalag. Fannst mér hann þá sýna ungum nema og ókunnum mikið traust og vin- semd. Úlafur Gunnarsson fæddist að Stafafelli í Löni 30. ágúst 1917. Foreldrar hans voru Gunnar Snjólfsson, hreppstjóri að Höfn i Hornafirði, og Rannveig Júlíana Úlafsdóttir frá Fossi á Síðu. Úlaf- ur lauk kennaraprófi árið 1938. Hann dvaldi í Danmörku á styrj- aldarárum, stundaði þar nám í kennaraháskóla, iþróttakennara- skóla og síðar háskóla, en vann jafnframt við kennslu. Hann hélt síðar áfram námi i sálfræði við Kaupmannahafnarháskóla og lauk kandidatsprófi árið 1950. Sálfræðinám í Höfn var þá sér- staklega miðað við undirbúning undir skólasálfræðingsstörf. En Úlafur lagði eftir þetta sérstaka stund á vinnusálfræði. Sótti hann mörg námskeið og ráðstefnur í þessu skyni. Þegar Úlafur kom heim var hann ráðinn hjá Reykjavíkurborg til sálfræðistarfa, einkum til að annast starfsfræðslu og leiðbein- ingar fyrir unglinga um starfsval. Hann vann á þessu sviði víðtækt brautryðjendastarf. Skipulagði m.a. starfsfræðslu í samvinnu við forystumenn atvinnulífsins og leiðbeindi fjölda ungmenna, er til hans leituðu vegna náms- og starfsvals. Hann skrifaði hand- hæga leiðbeiningarbók, „Hvað viltu verða“, fyrir unglinga. Hefur hún komið út í mörgum útgáfum, fyrst 1954, en heiti síð- ari útgáfu er „Starfsval". Þetta er hagfiyt bók, sem mörgum hefur veitt þarfar upplýsingar. Enda þótt Úlafur lyki kennara- og sálfræðinámi og kennsla og sálfræðistörf yrðu því aðalstörf, voru honum ritstörf og blaða- mennska alltaf hugleikin. Hann starfaði af og til sem blaðamaður fyrr á árum, og var íslenzkur fréttaritari fyrir nokkur norræn blöð um fjölda ára. 1 þessu var hann afkastamikill, enda vel rit- fær, fundvís á efni og á gott með að orða hugsun sína. Hann hefur skrifað fjölda greina í blöð og tírtiarit bæði um sérgrein sina og fjölmörg önnur efni, því að áhugamál hans voru mörg og-fátt mannlegt lét hann sér óviðkom- andi. Úlafur hefur þýtt barnasög- ur úr dönsku á fslenzku og einnig snúið smásögum Guðmundar Friðjónssonar og fleira á dönsku. Nokkuð hefur Úlafur starfað að félagsmálum, einkum í Norrænu félögunum, og hann var formaður Menningarsamtaka háskóla- manna í nokkur ár. Úlafur hætti starfi hérlendis ár- ið 1965 og flutti til Danmerkur, þar sem hann fyrst var kennari við lýðháskóla i Herning í eitt ár. Því næst flutti hann til Svíþjóðar og varð skólasálfræðingur. Árið 1971 varð hann lénsskólasálfræð- ingur i Halmstad og síðar Karls- krona, en það er starf yfirmanns sálfræðiþjónustu skóla héraðsins og því erfitt og ábyrgðarmikið starf. Hann lét af starfi vegna heilsubrezts árið 1975 og dvelur nú hér á landi. Úlafur er þvíkvæntur og á 4 börn. Fyrsta kona hans, Else Christine Simonsen, var dönsk. Eiga þau tvö börn, Kjartan og Hildigerði Dagmar, sem bæði eru kennarar i Danmörku. Önnur kona hans var norsk, Minni Kal- sæg. Hún hefur lengi starfað hér- lendis, nú skrifstofustjóri viðdag- blaðið Visi, og er hér mörgum kunn og er vel metin vegna starfa sinna og mannkosta. Þau eiga tvö börn, Kari kennara, sem nú starf- ar í Noregi, og Snorra, sem er að ljúka námi í læknisfræði. Öll eru börn Ólafs hin mannvænlegustu og hafa staðið sig með prýði í námi og störfum. Núverandi eiginkona Úlafs er Judith Francis frá Melbourne í Ástralíu. Hún annast nú mann sinn í veikindum hans og er hon- um mikil stoð. Hún fæst og við enskukennslu hér á landi. Úlafur hefur margt starfað og látið sig margt varða. Vera má að honum hafi ekki alltaf tekizt að ná markmiðum sinum eins vel og hann vonaði eða bjóst við, en slíkt er flestra hlutskipti, þegar litið er til baka. Áhugamál hans eru svo fjölþætt og starfslöngun svo mik- il, að hann gat varla bundið sig við þröngt svið. Þá dreifa menn oft um of kröftum sfnum. Mesta brautryðjandastarf Ólafs var á sviði starfsfræðslu. Ég tel mikinn skaða að því, að það skyldi að miklu leyti falla niður, eftir að hann flutti af landi brott, og eng- inn yngri sálfræðinga hefur tekið upp þráðinn. Hvert það verk, sem Ólafur vann, var leyst af áhuga og dugn-' aði. Einlægur vilji til að láta gott af sér leiða og verða öðrum að liói fannst, mér einkenna verk hans. Það lýsir manninum e.t.v. betur en flest annað. Ég óska honum og aóstandend- um hans góðrar framtíðar og alls hins bezta í tilefni dagsins. Kristinn Björnsson. . . - A sunnudag söfnuðust nokkrir félagar úr Samtökum herstöðvar- andstæðinga með mótmælaspjöld fyrir utan Loftleiðahótelið, þar sem ATA-ráðstefnan fór fram. Báru mótmælendurnir kröfuspjöld með áletruninni „Island úr NATO“. Þess má geta að Karl Mommer, formaður ATA og framkvæmdastjóri Samtaka um vestræna sam- vinnu, Magnús Þórðarson, munu hafa átt orðaskipti við mót- mælendurna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.