Morgunblaðið - 30.08.1977, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 30.08.1977, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. AGUST 1977 Ræða Gunnars Thoroddsen iðnað- arráðherra við setningu Iðnþíngs á Akureyri un ríkisins. I því sambandi vil ég sérstaklega taka það fram, að brýn nauðsyn er á að laga húsnæðislánakerfið að nútíma- þörfum byggingariðnaðarins. Frumvarp til byggingarlaga var til meðferðar á síðasta Al- þingi, en hlaut því miður ekki afgreiðslu. Verður það lagt fyr- ir þing í haust og er liklegt að það hljóti nú fullnaðar af- greiðslu. Skipaiðnaður Skipaiðnaður er orðinn ein af mikilvægari atvinnugreinum okkar og mun fara vaxandi. Það Innkaup ríkisins Rfkið og stofnanir þess eru stór vörukaupandi og viðskipa- aðili. Kemur þar til bæði rekst- ur ríkisstofnana og þær fjöl- mörgu verklegu framkvæmdir, sem unnið er að á hverjum tíma. A ríkisstjórnarsundi 29. mars 1977 var samþykkt tillaga iðn- aðarráðherra um að iðnaðar- ráðuneyti, fjármálaráðuneyti og viðskiparáðuneyti tilnefni fulltrúa til þess að gera tillögur um, hvernig haga megi inn- kaupum ríkis og ríkisstofnana atriði, sem kynnu að torvelda eðlilega aðlögun. Gefin hefur verið út auglýs- ing samkvæmt heimildar- ákvæðum þessum og nú er svo komið, að útflutningsiðnaður og flestar greinar íslensks svo- nefnds samkeppnisiðnaðar búa við tollfrelsi á flestum aðföng- um framleiðslunnar. Verndar- tollar eru enn á innfluttri sam- keppnisvöru á bilinu frá 15—35%, og að meðaltali um 25%. Sú tollvernd fer minnk- andi á næstu árum uns toll- verndin verður horfin í upp- hafi árs 1980. Þjóðin hefur öðlast næmari skilning en áður á gildi iðnaðar Ný iðnaðarlög Iðnaðarlöggjöfin, lögin um iðju og iðnað, er að meginstofni hálfrar aldar gömul. Endur- skoðun og endurnýjun er tíma- bær. Nýtt frumvarp til iðnaðarlaga hefur nú verið samið og verður lagt fyrir Alþingi í haust. I nefnd þeirri, sem á vegum iðn- aðarráðuneytis hefur unnið að því máli hefur Landssambæid iðnaðarmanna átt tvo fulltrúa, þá Sigurð Kristinsson, forseta Landssambandsins og Björgvin Frederiksen, fyrrverandi for- seta Landssambandsins. Þetta frumvarp verður til umræðu nú á Iðnþinginu. Meðal nýmæla, sem felast 1 frumvarpinu má nefna: 1. Tekið er upp sameiginlegt heiti, iðnaður, sem tekur bæði til handiðnaðar og verksmiðju- iðnaðar. 2. Nokkuð eru rýmkaðar heimildir meistara til að ráða óiðnlært fólk til iðnaðarstarfa og sama gildir um heimild starfsmanna stofnana og fyrir- tækja til að annast minniháttar viðhald á eignum þessara aðila. Eru breytingar þessar í sam- ræmi við þær venjur er tlðkast í þessum efnum i dag. 3. Þá eru skýrari ákvæði um skilyrði, er uppfylla þarf til þess að leysa meistarabréf og m.a. gert ráð fyrir að ljúka þurfi meistaraprófi í iðninni frá meistaraskóla. A meðan meistaraskóli er ekki í iðninni, á að vera unnt að leysa meist- arabréf, hafi viðkomandi unnið undir stjórn meistara í iðn- greininni eða nátengdri iðn- grein, að loknu sveinsprófi, eigi skemur en tvö ár. Byggingariðnaður Byggingariðnaður og hvers konar mannvirkjagerð er mikil- vægur þáttur í atvinnustarf- semi okkar. Er áætlað, að 12% mannaflans i landinu starfi að þessari atvinnugrein. 25—30% fjárfestingar á ári hverju mun vera fólgin í byggingu ibúðar- húsnæðis. Það gefur auga leið, að góð nýting fjármagns og hag- kvæmar framleiðsluaðferðir skipta þjóðina miklu máli. Á síðasta Iðnþingi greindi ég frá þeim athugunum, sem þá stóðu yfir á þörf fyrir íbúðar- húsnæði á næstu árum. Þessum athugunum er Iokið. í janúar s.I. gaf Framkvæmdastofnun út ibúðaspá til ársins 1985. í meginatriðum eru niðurstöður þær, að þörf sé fyrir 24.000 — 28.000 nýjar íbúðir á timabilinu 1976—1985 eða 2.400 — 2.800 nýjar ibúðir á ári að meðaltali. Ástæða er til að vekja athygli byggingariðnaðarmanna á þess- ari skýrslu og hinum stórfelldu verkefnum i byggingariðnaði á komandi árum. Það er eitt brýnasta hags- munamál hverrar fjölskyldu, að fyrir hendi sé á hverjum tíma nægilegt og stöðugt fram- boð húsnæðis við hagkvæmu verði. Ávallt fara fram umræð- ur um það, hvaða leiðir sé unnt Gunnar Thoroddsen að fara til lækkunar á bygg- ingarkostnaði. Þeim árangri ber að fagna, sem náðst hefur til aukinnar hagkvæmni í bygg- ingaframkvæmdum með nýrri verktækni. Iðnaðarráðuneytið hefur átt viðræður við forsvars- menn samtaka ykkar um leiðir til frekara átaks í þessum efn- um og jafnframt lagt áherslu á, að við val á leiðum í þessum efnum verði þess gætt, að þær henti okkar aðstæðum og teng- ist þeirri kunnáttu og þekk- ingu, sem fyrir er í byggingar- iðnaði okkar og áratuga reynslu. Framkvæmdastjórn Landssambandsins hefur nú sett fram athyglisverðar hug- myndir um hvernig unnið skuli að þessu verkefni og vil ég hvetja til þess, að því verki verði hraðað. Frumkvæði Landssambands iðnaðarmanna og Meistarasam- bands byggingamanna um könnun á byggingarstarfsemi, sem nýlega er hafin, er athygl- isvert. Er þess að vænta að með könnun þessari verði tök á að fylgjast nánar með framvindu í þessari iðngrein, en það er mjög mikilvægt, þegar ræða þarf málefni hennar og vinna að úrlausn vandamála. Sam- kvæmt fyfstu könnun, sem ný- komin er út, virðist skortur á byggingarlóðum vera áberandi vandamál byggingariðnaðarins. Nægilegt framboð byggingar- lóða hlýtur að vera ein af meginforsendum þess, að fyrir- tækin geti notað hagkvæmustu byggingaraðferðir og aukna vélvæðingu, það þarf að úthluta byggingafyrirtækjum bygg- ingalóðum í ríkara mæli en hingað til, þannig að þau ráði meira um framkvæmdahraða og mundi það auðvelda alla skipulagningu byggingafram- kvæmda. Endurskoðun laga um Húsnæðismálastofnun rfkisins Endurskoðun fer nú fram á lögum um Húsnæðismálastofn- hefur verið stefna iðnaðarráðu- neytisins, að stuðla eftir megni að því, að nýsmiði, viðgerðum og breytingum skipa sé beint til innlendra stöðva. Fyrr á þessu ári áréttaði ráðuneytið þessa stefnu með bréfi til Fiskveiða- sjóðs og langlánanefndar. Þar segir: „Það eru eindregin tilmæli ráðuneytisins, að áður en sam- þykkt er lán til kaupa, breyt- inga og viðgerða á íslenskum fiskiskipum erlendis, þá sé rækilega kannað, hvort ekki sé unnt að framkvæma viðkom- andi verk hér innanlands." Nýjar reglur hafa nú verið settar um lán Fiskveiðasjóðs til skipakaupa og viðgerða. Til ný- smíði fiskiskipa hjá innlendri skipasmíðastöð lánar Fisk- veiðasjóður 75% af andvirði og Byggðasjóður 10%. En láns- heimildir hafa veriö þrengdar mjög til skipakaupa erlendis. Lán vegna viðgerða eða breytinga verða þannig, að Fiskveiðasjóður lánar 75% vegna viðgerða eða breytinga innanlands, en 67% ef verkið er framkvæmt erlendis. Byggðasjóður hættir að veita 10% lán vegna viðgerða eða breytinga erlendis, en veitir 10%, ef verk er unnið innan- lands. Með þessum reglum hefur loks fengist lagfæring á lána- málum skipaiðnaðarins, en áð- ur hefur skipan þessara mála verið innlendum stöðvum mjög í óhag. Að undanförnu hefur Iðn- þróunarstofnun Islands í sam- vinnu við aðrar stofnanir og samtök skipaiðnaðarins unnið að hagræðingu í skipasmíðum og hefur árangur orðið góður. Vegna mikilvægis skipaiðn- aðar, og er þá átt við nýsmíði, viðgerðir og breytingar, þótti brýnt að skilgreina sem nánast bæði vandamál og möguleika iðngreinarinnar. Eftir ýtarlega könrtun þessara mála ákvað iðnaðarráðuneytið að skipa nefnd, sem á að taka eftirfar- andi atriði sérstaklega til at- hugunar: 1. Væntanlega eftirspurn og þörf innanlands fyrir skipavið- gerðir og nýsmíðar næstu árin. 2. Getu innlenda skipaiðn- aðarins til að anna þeirri eftir- spurn. 3. Nauðsynlega heildarfjár- festingu er miðist við hag- kvæma uppbyggingu greinar- innar. 4. Leiðir til fjármögnunar. 5. Aðrar aðgerðir er stuðli að eflingu samkeppnishæfni skipaiðnaðarins. Ég vænti mikils árangurs af starfi þessarar nefndar, en aðil- ar, sem málið snertir, eiga full- trúa þar: Félag dráttarbrauta og skipasmiðja, Samband málm- og skipasmiðja, Iðn- þróunarstofnun, Framkvæmda- stofnun, samgönguráðuneyti, Landssamband íslenskra út- vegsmanna og Siglingamála- stofnun. þannig að þau miði að því að styrkja íslenskan iðnað. Starfa nú fulltrúar þessara ráðuneyta að tillögugerð í þess- um efnum. Ýmsar leiðir ættu að vera færar í þessum efnum. Vil ég á þessu stigi mála nefna nokkur atriði: 1. Stuðla mætti að vöruþróun og nýframleiðslu i íslenskum iðnaði á þann hátt, að við bygg- ingaframkvæmdir á vegum hins opinbera verði opnuð leið til prófana á nýjum fram- leiðsluvörum, áður en þær eru sendar í hinn almenna markað. 2. Stuðla mætti að gagn- kvæmum upplýsingum milli stofnana ríkisins og fram- leiðslu- og þjónustuiðnaðarins. I eins miklum mæli og unnt er þyrftu á hverjum tíma að liggja fyrir upplýsingar um væntan- legar þarfir ríkisins og stofn- ana þess og upplýsingar um vöru- og þjónustuframboð fyrirtækjanna, þannig að strax á hönnunarstigi sé unnt að taka tillit til innlendrar framleiðslu og þjónustu. 3. Verklegar framkvæmdir eru stór hluti ríkisútgjalda á hverj- um tima. Þessar framkvæmdir eru oftast boðnar út til verk- taka og leita eftir hagkvæm- ustu tilboðum. Þarna gæti verið svigrúm fyr- ir breytingar, t.d. með því að skilgreina betur en nú er rétt- indi og skyldur undirverktaka og að bjóða verk út í minni verkeiningum, en venja hefur verið þegar um rfkisfram- kvæmdir hefur verið að ræða, og gefa á þann hátt fleiri fyrir- tækjum kost á þátttöku í fram- kvæmdum og bæta þannig að- stöðu innlendra aðila. Ýmsar fleiri leiðir koma til álita, án þess að gengið sé á gagnkvæma viðskiptasamninga við önnur ríki. Ný tollskrá Um síðustu áramót gengu í gildi ný tollskrárlög, sem efnis- lega eru í beinu framhaldi fyrri breytinga á tollskrárlögum frá árunum 1970 og 1974. Hin nýju tollskrárlög kveða á um samn- ingsbundnar tollalækkanir fram til 1980 vegna aðildar ts- lands að EFTA og fríverslunar- samnings tslands við Efnahags- bandalagið, auk lagfæringa og breytinga á öðrum tollum, eink- um vegna breytinga á aðstöðu innlends iðnaðar fram til 1980. Söluskattur á vélum og tækj- um til iðnaðar var felldur niður að hálfu í janúar 1975. Nú hef- ur skrefið verið stigið til fulls og söluskattur á þessum vörum felldur niður að fullu. Þessar ráðstafanir eru mikilvægur áfangi í þeirri viðleitni að auð- velda íslenskum iðnfyrirtækj- um að laga sig að breyttum markaðsaðstæðum, sem fylgdu aðild tslands að fríverslunar- samtökum Evrópu við upphaf þessa áratugs. í heimildarákvæðum toll- skrárlaganna felst verulegt svigrúm til þess að lagfæra þau Lánsfjármál A fyrstu árum EFTA-aðildar var framvinda í lánamálum iðn- aðarins ekki með þeim hætti, sem æskilegt hefði verið. Um lánsfjáröflun og lánskjör hefur iðnaðurinn búið við iakari kost en aðrir höfuðatvinnuvegir okkar, landbúnaður og sjávar- útvegur. A 2—3 síðustu árum er þó um verulega aukningu að ræða á útlánagetu lánasjóða iðnaðar- ins. Mest er aukningin hjá Iðn- lánasjóði, úr um 750 millj. kr. 1976 í rúmlega 1200 millj. kr. 1977. Og séu borin saman önn- ur ár, hefur útlánafé Iðnlána- sjóðs aukist úr liðlega 300 millj- ónum 1974 í rúmlega 1200 milljónir í ár. Hér skiptir máli einkar traust eiginfjárstaða og að framlag ríkissjóðs þrefaldast á þessu ári eða hækkar úr 50 millj. kr. f 150 millj. kr. Mikilvægt er, að jafna láns- kör og aðgang að lánsfé til allra greina atvinnulífsins. Nokkuð hefur að undanförnu miðað í þá átt að jafna lánakjör fjárfest- ingarlána atvinnuveganna, þótt enn skorti á, að það skref sé stigið til fulls. Nýlega hefur náðst jafnræði um vaxtakjör endurkeyptra rekstrarlána Seðlabankans til landbúnaðar, sjávarútvegs ogTðnaðar. Á hinn bóginn nýtur iðnaðurinn engan veginn jafnræðis að því er snertir aðgang að slíkum rekstrarlánum og verður áfram unnið að því að koma þar á jöfnuði. Þriggja manna starfshópur hefur það sérstaka verkefni að gera athugun á þeim aðstöðu- mun sem iðnaðurinn býr enn við f lánamálum og gera tillög- ur um jöfnun á aðstöðu. Aðstöðumunur Til þess að fjalla nánar um þann aðstöðumun, sem iðnaður- inn býr við, starfar á vegum iðnaðarráðuneytisins nefnd, sem skipuð er fulltrúum sam- taka iðnaðarins, fjórum þing- mönnum, fulltrúum fjármála- ráðuneytis, iðnaðarráðuneytis, Þjóðhagsstofnunar og Iðn- þróunarstofnunar. Hlutverk nefndarinnar er að bera saman starfsaðstöðu islensks iðnaðar og iðnaðar í samkeppnislöndum okkar annars vegar og annarra höfuðatvinnuvega hins vegar og koma með tillögur um lög- gjafar- og framkvæmdaatriði, sem í ljós kemur að nauðsynleg- ar verða til að jafna starfsað- stöðu íslensks iðnaðar. Gert er ráð fyrir þvf, að tillögur frá nefnd þessari liggi fyrir, þegar þing kemur saman nú eftir röskan mánuð. Það er ljóst, að vissar greinar eiga við sín sérstöku vandamál að ræða í samanburði við frf- verslunarsamningana við önn- ur lönd. Ein þessara greina er húsgagna- og innréttingaiðnað- urinn, sem vissulega gegnir mikilvægu hlutverki í þjóðar- búskap okkar. Sérstakar athug- anir hafa farið fram á þessari Framhald á bls. 30.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.