Morgunblaðið - 30.08.1977, Side 46

Morgunblaðið - 30.08.1977, Side 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. ÁGÚST 1977 Athyglis- verðar upplýsing- ar í nýrri bók dansks sagn- fræðings Friðrik og Margrft Bandaríkjamenn vildu kaupa Grænland Kaupmannahörn, 29. á«. — Reulor. DANSKUR sagnfræðingur, Tage Kaarsted að nafni, er að senda frá sér bðk um samskipti sín við hirðina og almennt um stjórnmál á tímabilinu 1929 — 1953. Er birt úr ýmsum áður óþekktum leyniskjölum. Hann segir meðal annars að Banda- ríkjamenn hafi viljað kaupa Grænland árið E946. Segir Kaarsted að James F. Byrnes, þáverandi utanrfkisráðherra Bandaríkjanna, hafi rætt þetta við utanrfkisráðherra I)an- merkur, Rasmundsen, f New York árið 1946, þegar sá sfðar- nefndi kom þangað á þing Sam- einuðu þjóðanna. Kaarsted segir að Byrnes hafi sagt Rasmundsen að Grænland væri ekkert annað en stór ís- klumpur, en það vildi svo til að lega þessa klumps hefði hern- aðarlega þýðingu fyrir Banda- ríkin og gæti aldrei orðið Dan- mörku nema byrði. Verð var ekki rætt, og danska stjórnin íhugaði aldrei í fullri alvöru að selja, að sögn höfundar, sem telur að Bandaríkjamönnum hafi hins vegar verið full al- vara. Þá skýrir Kaarsted frá því sem reyndar hefur áður verið á vörum manna í Danmörku að Aksel Larsen, foringi kommún- Aksel Larsen istaflokksins, hafi gefið CIA upplýsingar um starfssemi flokksins og stefnu árið 1958 til að ná sér niðri á þeim forystu- mönnum innan flokksins sem ásökuðu hann fyrir endurskoð- unarstefnu og vfsuðu honum á braut, en Larsen hafði mótmælt árás Sovétmanna inn á Ung- verjaland tveimur árum áður. Það sem vekur svo mesta at- hygli meðal þorra manna í Dan- mörku er sú upplýsing Kaar- sted að Friðrik konungur hafi verið hikandi að samþykkja þá breytingu sem gerð var á stjórnarskránni og miðaði að þvi að Margrét dóttir hans tæki við ríki eftir hann, en ekki Knútur bróðir hans. Segir að Friðrik hafi verið uggandi um að dóttir hans fengi ekki risið undir þeim skyldum sem þjóð- höfðingjaembætti krefðist. Hins vegar hafi þá verið uppi mikil jafnréttisalda og margir orðið til aðfjalla um málið við konung og hafi loks tekizt að telja honum hughvarf. Hætt er við að sam- eina Volvo og Saab Tyrkland á hausnum New York, 29. ágúst. — Reuler. VIKURITIÐ Time sagði frá þvi um helgina að Tyrklandsstjórn teldi landið vera á barmi gjald- þrots. Time segir að Tyrkir hafi ekki getað staðið í skiluni með vexti og afborganir af erlendum lánum og að ástandið væri orðið svo slæmt að landinu væri fleytt áfram á óhagstæðum skammtíma- lánum, og væri sú lánsupphæð orðin um þrír milljarðar dollara. Flest þessara lána eru frá banda- rískum bankastofnunum, svo og svissneskum og vesturþýzkum. Þá kemur fram að gjaldeyrisforði sé aðeins um 700 milljónir dollara og rýrni með hverjum degi. Þá segir að erfitt muni verða fyrir Tyrki að halda þessum láns- búskap áfram öllu lengur, enda lánstraustið að verða þorrið hvar- vetna. Uppstökkur bílstjóri Osaka, 29. ágúst.— Router ARGUR og uppstökkur bflstjóri þaut út úr hflnum sfnum f um- ferðarþröng f Osaka, dró skamm- byssu úr vasa sfnum og skaut til bana óþolinmóðan ökumann næstu bifreiðar fyrir aftan. Hafði sá maður flautað stazlaust á fremri bflinn. Um leið og hann hleypti af æpti hann: „Hættu bannsettu flautinu! Þú ert fffl!“ Og síðan sté hann upp f bflinn sinn og ók á braut! VEÐUR víða um heim stig Amsterdam 19 sól Aþena 33 bjart Barcelona 25 skýjað Berlin 25 skýjaS Brússel 24 sól Chicago 33 skýjað Frankfurt 23 skýjað Genf 1 8 rigning Helsinki 18 rigning Lissabon 25 sól London 22 sól Los Angeles 28 bjart Madrid 23 sól Majorka 23 léttskýjað Málaga 23 léttskýjað Kaupmannah. 19 sól Miami 29 skýjað Montreal 31 bjart Moskva 22 skýjað New York 32 bjart Osló 15 bjart Paris 21 sól Róm 32 skýjað San Fransisco 28 bjart Stokkhólmur 16 skýjað Toronto 31 bjart Vancouver 17 Danmörk: Ekki linnir síma- sprengjumaðurinn látunum DANIR gerast nú verulega ugg- andi vegna sprengja þeirra sem settar hafa verið f sfmaklefa og lögreglan hefur enn ekki haft upp á sökudólgnum. Að vfsu hafa enn ekki orðið slys á fólki, en mjóu hefur munað f nokkur skipti. Frystu sprengjurnar voru settar f sfmaklefa f Gladsaxe, og alltaf á fimmtudögum. Sfðan skildi sprengjumaðurinn eftir bréf, þar sem hann lýsti þvf að nú myndi hann breyta um háttu, koma sprengjum fyrir hvar og hvenær sem sér hentaði. Síðast gerðist þetta í Uttersloe og á myndinni sést sprengjan við sím- tólið. Hún hafði verið falin undir hillunni og það sem varð til að vekja grun þes's sem ætlaði að hringja var örmjór þráður, sem lá frá sfmtólinu og undir hilluna, þar sem allur útbúnaðurinn var. Moskva: Sérfræðingar kanna Gautaborg, 29. ágúst. Reuter—AP. EKKERT verður úr sam- einingu Volvo og Saab fyrirtækjanna í Svfþjóð, að því er aðaiforstjóri Volvos, Per Gyilenhatnmar, til- kynnti um helgina. Hann sagði frá þessu á blaða- mannafundi sem haldinn var sérstaklega vegna málsins. Hann sagði að Volvo hefði borið fram ósk um sameiningu við Saab- fyrirtækið í maí sl. og hefðu fundir verið haldnir milli aðila og nú síðast um helgina. Stjórn Saabverk- smiðjanna, sem eru minni en Volvos en framleiða einnig flugvélar, hefur verið treg til samruna við Volvo. Volvo verksmiðj- urnar eru eitt voldugasta fyrirtæki Svíþjóðar og myndi verða stjórnandi aðilinn í samvinnu félag- anna. Gyllenhammar sagði að sala á Volvobilum fyrstu sex mánuði þessa árs hefði aukizt um 3% miðað við sama tíma í fyrra, en samt sem áður hefði halli aukizt um 41% á sama tima. Volvo hefur átt t nokkrum erfiðleikum vegna sölutregðu á Volvo á þessu ári. Nú hafa verið seldir um 134 þús. bíl- ar á þessu ári og er aukning engin frá fyrra ári. Ef Volvo og Saabfyrirtækin hefðu sameinazt hefði það orðið langstærsta fyrirtæki landsins. Hjá Volvo verksmiðjunum vinna um sextiu þúsund starfsmenn og velta fyrirtækisins var 15.7 milljarðar sænskra króna á sl. ári. Saab hefur i vinnu um 40 þúsund manns og heildarvelta var 9.6 milljarðar sænskra króna. ummerkin í Moskva, 29. ágúst — Reuter. BANDARlSKIR sérfræðingar unnu að þvf í dag að kanna skemmdir f bandarfska sendiráð- inu f Moskvu, eftir brunann þar um helgina. Starfsmenn sendi- ráðsins tóku og þátt f verkinu undir stjórn sérstakrar nefndar sem kom fljúgandi til Moskvu frá Washington um helgina. í fréttum segir að ekki hafi tekizt fyrr en snemma á sunnudag að kæfa til fullnustu eld á milli níundu og tiundu hæðar, og enn sé mikill viðbúnaður við bygging- una, færi svo að eldur gysi upp enn á ný. Þá segir enn fremur að ekki liti út fyrir að nein skjöl eða merk tæki hafi farið forgörðum í brun- anum, þar sem allt það sem máli skipti hafi verið geymt í rammleg- um geymslum, sem ekki hafi skemmzt í brunanum. Búizt er við að sérfræðingarnir verði við störf fram eftir vikunni og ekki er ljóst hvort niðurstöður sendiráðinu þeirra verða gerðar opinberar. Hins vegar er talið vist að elds- upptökin hafi verið frá rafmagni eins og skýrt var frá á laugardag- inn. 5 andófs- mönnum var sleppt Vestur-Berlín, 28. ágúst — Reuter. AUSTUR-þýzka stjórnin hefur leyst úr haldi fimm andófsmenn og leyft þeim að flytjast búferl- um til Vestur-Þýzkalands, að því er þýzka mannréttindanefndin greindi frá f dag. Einn þessara fimin hefur setið f varöhaldi i Framhald á bls. 30.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.