Morgunblaðið - 15.09.1977, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 15.09.1977, Qupperneq 12
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. SEPTEMBER 1977 Yfirleitt er litið á Vesturlönd sem samfélög, sem séu hlynnt breytingum, samfélög, þar sem börnin hafi síðasta orðið, en ekki feðurnir, gagnstætt því sem er I mörgum austrænum samfélög- um með eftirsókn þeirra í hið varanlega, eilífa, og virðingu þeirra fyrir hinum öldnu. Það er því ekki að undra, þött þessi afstaða á Vesturlöndum sé byr i segl þeirra stjórnmálaafla, sem hafa breytingar að stefnumiði — vinstriafl- anna. Hvort tillögur þeirra til breytinga séu góðar eða slæmar, er svo annað mál. H ægriöflin i heild sinni hafa aðeins að bjóða varðveizlu á því, sem þegar er fyrir hendi, og í stað samfélagslegra og stjórnmálalegra breytinga hafa þau fyrst og fremst i huga viðhald eða aukn- ingu hagvaxtar. Sérfræðingar hafa í æ ríkari mæli ýtt hinum stjórnmálalega þerikjandi leiðtogum til hliðar — en það er iskyggilegur vottur um skort á skiln- ingi á gildi stjórnmála. Vinstrisinnar, sem sjálf notkun hugtakanna „hægri-vinstri“ sameinar á vissan hátt, eru í rauninni alls ekki sameinaðir. Vinstri-lýðræðissinnar eru fyrr eða síðar neyddir tíl að skiljast við vinstri-einræðissinna, en fyrir þeim hef- ur hugmyndin um jöfnuð eða jafnréttis- hugsjónin breytzt í hugmyndina um samlögun sem eins konar uppbót fyrir þann jöfnuð, sem aldrei verður náð í reynd. En eigi að síður eru þessi skil á miili vinstrisinna engan veginn glögg, og þar er það einmitt, sem leikurinn um Evrópukommúnismann fer fram. Það leiðir af sjálfu sér, að eftirsóknin eftir meira lýðræði og meira sjálfstæði gagnvart einræðistefnu Sovétríkjanna er bæði kjarni Evröpukommúnismans annars vegar og herbragð og fyrirsláttur hins vegar. En hvar eru mörkin milli kjarnans og fyrirsláttarins? Tveir mælikvarðar Mér virðist sem til séu tveir mæli- kvarðar til að greina einlægni Evrópu- kommúnista. í fyrsta lagi er það afstaða þeírra til andstöðu innan eigin flokks. Ef engin andstaða eða neínar frjálsar umræður innan flokksins eru Ieyfðar, er sannar- lega óliklegt, að flokkurinn muni, ef hann kæmist til valda, leyfa eða þola nokkra andstöðu utan raða sinna heldur. A fyrra þingi franska kommúnista- flokksins var Roger Garaudy, meðlimur stjórnmálanefndarinnar, einróma rek- inn úr fiokknum fyrir endurskoðunar- stefnu. Á síðasta flokksþingi var stefnu- skrá hans samþykkt alveg jafn einróma, en án þess að nafn hans væri nefnt. Það er þessi tegund af samstöðu og ein- drægni — einróma afneitun og einróma samþykkt stefnuskrár — sem er hin ískyggilegasta. t öðru lagi er það afstaða Evrópu- kommúnistanna til andófs og andstöðu í þeim löndum, þar sem kommúnista- flokkar eru þegar við völd. Italski kommúnistaflokkurinn talar, en þó mjög varlega, um þörfina á því, að mannrétt- inda sé betur gætt í Sovétrikjúnum. En blað flokksins hefur ekki birt eitt ein- asta bréf frá andófsmönnum í Sovétrikj- unum i 10 ár, enda þótt bæði kommúnist- ar og ekki-kommúnistar i Sovétríkjunum hafi hvað eftir annað Ieitað til blaðsins um birtingu á bréfum sínum. Þegar ég sendi blaðinu ,,Unita“ bréf sem svar við grein, sem þar hafði birzt um mig, svar- aði aðalritstjóri blaðsins því, að þeir birtu aðeins efni, sem túlkaði sjónarmið ítalska kommúnistaflokksins. Flokksbygging Valdataka Evrópukommúnista í sér- hverju rómönsku landi myndi hafa i för með sér breytingar innan flokksins sjálfs, og þær verða vafalaust ekki hag- stæðar „Evrópukomfnúnistum". Hugs- um okkúr byggingu flokksins eins og þrihyrning, þar sem efst og neðst og að megin hluta eru Evrópukommúnistar, en Iítill minni tiluti sé stalínistar. Mið- lagið — flokksvélin og skrifbáknið — er að mestu samsett af stalínistum, sem líta á allt lýóræði sem torfæru á vegi sínum. En það er einmitt þetta fólk, sem verður hið ráðandi afl.'ef flokkurinn nær völd- um. ... . . Svo skrifa ég meira síðar um hugsanlegar afleiðingar af mannréttindabaráttu Carters verð ég að hætta, það er barið að dyrum." . — En nú fyrir 1984? gerast aftur nokkurs staðar. Fyrir Iöngu sagði Marx, að það sem fyrst gerðist sem harmleikur, endurtæki sig síóar sem farsi. En jafnvel farsi getur verið nógu óhugnanlegur. Greinilegt er, að margt fólk í vestræn- um löndum freistast að sama marki til óskahugsunar í lofi sínu um Evrópu- kommúnismann og það gerði fyrir 20 árum, er það fagnaði umbótastefnu Krustjovs. En í stað hinnar væntanlegu „mildi" í hinu sovézka kerfi er það, sem hefur verið að gerast í Sovétríkjunum, endurvakinn, dulbúinn stalínismi stig af stigi. Afstaða hægrisinna til Evrópu- kommúnista sýnir, að þá skortir alger- lega framsýni í stjónmálum. Ottinn við þeirra „eigin“ kommúnista kemur þeim til að reyna að þóknast Moskvu í von um, að í stað tilslakana þeirra muni Moskva halda að sér höndum. Þetta hefur- í reyndinni gert franska kommúnista- flökknum það kleift að láta líta svo út, sem flokkurinn sé óháður Moskvu, og í næstu kosningum mun það ef til vill koma flokknum inn í rikisstjórn. fyrsta, sem þeir gera, verður að samsama alla fjölmiðla. Jafnvel nú þegar er fjöldi fólks að ganga í lið með kommúnistum, ekki af því að það hafi trú á kommúnisma, heldur vegna þess að það er sannfært um, að kommúnistar muni sigra. Sigur kommúnista'á ítaliu gæti orðið á sama tíma og vandræðaástand skapaðist i Júgóslaviu eftir daga Titós, og það myndi auðvelda afskipti sovézkra her- sveita af málefnum Júgóslava. Þá myndi ekki aðeins Júgóslavía, heldur og Albanía hverfa aftur inn í hinn sovézka heimshluta, Grikkland myndi einangrast og verða í sömu aðstöðu og Finnland nú, Italí eins og Júgóslavía er nú og Spánn eins og Ítalía er nú. Suður-armur Atlantshafsbandalagsins myndi vera úr leik eða öllu heldur Þýzkaland og Belgía myndu verða suðurarmurinn. En áður en slíkt gæti gerzt, yrðu Sovétríkin að sjálfsögðu að sigrast á þeim innanlandsvandamálum, sem eru að byrja að draga máttinn úr þeim. En ef til vill er þetta einmitt aðferóin, sem mun leysa þann vanda. við Kína var lengi ófær um að veita sér þann munað að slíta sig laust frá Sovét- ríkjunum. Að sjálfsögðu er það ekki óhjákvæmi- legt, að Evrópukommúnistar komist til valda. Þeir gætu jafnvel haft jákvæð áhrif I stjórnarandstöðu. Fyrirbærið Evrópukommúnismi gæti átt fyrir hönd- um alllanga þróunarsögu, og í þvf sam- bandi finnst mér, að tvenns konar við- ræður gætu skipt máli. 1 fyrsta lagi viðræður Evrópukommún- ista við hina máttugu — við leiðtoga Bandáríkjanna, sem gætu gefið þeim ráðrúm til athafna, einhver tækifæri til að slíta sig laua frá Sovétríkjunum án þess að þurfa að óttast Bandaríkin. Og í öðru lagi viðræður við hina máttvana — andófsmennina frá Sovétríkjunum og Austur-Evrópu, sem geta minnt Evrópu- kommúnistana á, til hvers kommúnísmi leiði, ef til hans er stofnað með ofbeldi. Hafni Evrópukommúnistar slíkum við- ræðum eða séu þeir fúsir til að taka þær upp, er það i sjálfu sér góður mælikvarði á það, hversu hlynntir lýðræði þeir séu. Þó að andstaðan við Evrópu- kommúnismann komi aðallega frá hægrisinnum, tel ég, að hann verði aðeins sigraður í raun og veru fyrir tilstilli vinstrisinna. Ný hugmyndafræði, sem tækist að skapa jafnvægi milli frels- is og öryggis og hefði að grundvelli frið- helgi mannréttinda myndi tákna enda- lok hugmyndafræði kommúnismans. —svá Höfundur þessarar greinar, Andrei Amalrik, er sovézkur sagn fræðingur, sem var meðal andófs- manna í heimalandi sínu, en býr nú í útlegð í Hollandi. Hann skrifaði bókina: „Munu Sovétríkin lifa til 1984?” og var fyrir vikið tvívegis sendur í fangabúðir 1 Síberíu. Það væri ekki of langt gengið í þessari samlíkingu, þó að jafnvel bolsévikar eft- ir febrúar-byltinguna væru kallaðir Evrópukommúnistar. Fram að komu Lenins var Stalín í rauninni í sömu stöðu og Berlinguer nú og stakk upp á nokkurs konar „sögulegri málamiðlun": sam- vinnu við hina borgaralegu bráðabirgða- stjórn. Við vitum bara allt of vel, hvað úr Stalin varð, þegar han'n var orðinn persónugervingur flokksræðisins. En hvað sem þvi liður, þá er ég innilega sammála Evrópukommúnistum um það, að í þeírra tilviki muni hlutirnir „ekki gerast þannig". Vissulegá ekki, það sem gerðist í Rússlandi, mun aldrei Þeir sem þannig þóknast Moskvu, eru mjög vanmáttugir gagnvart kommúnist- um i sinu eigin landi. Hægrisinnar treysta á ótta hins vegnjulega manns við kommúnista — en það er ótækt að byggja heila stefnu eingöngu á jafn neikvæðri tilfinningu og ótta. Það er augljóst til dæmis, að óttinn við öng- þveiti og ringulreið muni senn reynast sterkari á Italíu en hræsðlan við kommúnista. Segjum sem svo, að kommúnistar kæmust til valda á Italíu. Við getum hiklaust gert ráð fyrir því, að þeir muni halda forstjórunum í störfum sínum og fara varlega að einkaeignum, en hið Þess sjónarmiðs verður vart, að sigur Evrópukommúnista á Italiu og í Frakk- landi myndi vera óæskilegur fyrir Sovét- rfkin, þar sem hann myndi skapa nýja gerð og miðstöð kommúnisma í heiminum. Og ef þetta þar að auki væri lýðræðislegur kommúnismi, yrði hann of freistandi fyrir sovézku þjóðirnar, en ef hann aftur á móti lyti einræði, myndi sjálfstæði hans ógna Mosvku. Eg get ekki fallizt á slíka röksemda- færslu. Italskur kommúnisti, þótt frjáls- ari væri en hinn sovézki, myndi við nánari athugun hafa engu meiri áhrif á sovézka borgara en Pólland hefur nú — er það þó frjálslegra land en Sovétrikin. Kommúnisti í Frakklandi einræðis myndi ekki verða sjálfstæðari en jafn- gildi hans er í Rúmeníu. K ommúnistisk stjórnvöld í Frakklandi og á Italíu myndu vera of hrædd um sig sjálf bæði heima fyrir og í samskiptum við hina vestrænu nágranna sína til að halda uppi stefnu, sem væri óháð Moskvu. Þvert á móti: Sovétríkin myndu vera eina trygging þeirra fyrir því að halda völdum, og það myndi neyða ráða- menn kommúnista í þessum löndum til að samþykkja hvaða skilmála Sovét- rikjanna sem væri. Jafnvel risi á borð Evrópu- kommúnismi ANDREI AMALRIK:

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.