Morgunblaðið - 15.09.1977, Síða 19

Morgunblaðið - 15.09.1977, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. SEPTEMBER 1977 19 Agreiningur er um veiðar á Eystrasalti Varsjá, 14. sept. — Reuter FISKIFRÆÐINGAR og opinber- ir fulltrúar frá þeim sjö ríkjum, er ráða yfir strandlengjunni að Eystrasalti, komu saman til viku fundarhalda f Varsjá í gær til að ræða skipulagningu fiskveiða þar eftir ákvörðun Svfa um að færa út fiskveiðilögsögu sína. Hafa Svfar ákveðið að færa lögsögu sína út að miðlínu á Eystrasalti 1. janúar næstkomandi, og ná þannig yfir- ráðum yfir nærri helmingi sj ávarins. Sérfræðingarnir, sem þinga i Varsjá, eru fulltrúar í fiskveiði- nefnd strandríkjanna sem til þessa hefur ákveðið afla hvers ríkis, og eru þeir frá Danmörku, Svíþjóð, Finnlandi, Sovétríkjun- um, Póllandi, Austur-Þýzkalandi og Vestur-Þýzkalandi. Ákvörðun Svía hefur vakið nokkurn úlfaþyt og tókst fiski- málaráðherrum ríkjanna sjö ekki að komast að neinu samkomulagi á fundi sínum í Varsjá i fyrri viku. Hugsanlegt er að niðurstaða yfirstandandi fundarhalda verði sú að fiskveiðinefndin ákvarði heildarafla sem heimilaður verði i Eystrasalti, en að skipting afla- magnsins og stærð lögsögunnar verði ákveðin síðar með gagn- kvæmum samningum, þar sem fiskveiðinefndin hefur ekki vald til að ákvarða afla hvers ríkis innan eigin lögsögu. Hugsanlegt er að önnur ríki við Eystrasalt fylgi fordæmi Svia þannig að allt Eystrasalt falli undir lögsögu rikjanna sjö. Tilraunin mistókst Kanavéralhöfða, Florída, 14. sept. — Reuter. ÁFORM um að skjóta á braut evrópskum gervihnetti fóru út um þúfur í gærkvöldi þegar eld- flaugin, sem flyta átti hnöttinn út í geiminn, sprakk einni minútu eftir að henni var skotið á loft. Er þetta í annað skipti sem tilraun evrópsku geimstofnunarinnar, ESA, til að undirbúa fjarskipta- net með gervihnöttum fyrir Evrópu á næsta áratug mistekst. Upphaflega átti að skjóta þess- um gervihnetti á loft 16. júní, en skotinu var þá frestað vegna galla sem fram kom í eldflauginni. Var önnur eldflaug notuð við skotið í gærkvöldi. Tíu Evrópuríki eru aðilar að ESA og hafa þau í sameiningu staðið að smíði gervihnattarins. Eiga þau annan hnött tilbúinn til vara og verður honum væntan- lega skotið á loft síðar. Talsmaður bandarisku geim- rannsóknastofnunarinnar, NASA, sagði að þegar eldflaugin hafi verið komin í um 11 kiló- metra hæð hafi komið fram bilun i henni og því ákveðið að sprengja hana til að koma í veg fyrir að hlutar úr henni féllu til jarðar. Gervihnettinum var það hlut- verk ætlað að kanna möguleika á því að koma upp neti fjögurra hnatta til fjarskipta fyrir Evrópu. Laker fær að lenda á Gatwick London, 14. sept. — AP. BREZKA flugmálast jórnin skýrði frá því i dag að hún hefði veitt Freddy Laker heimild til að flytja endastöð „fluglestar" sinnar milli New York og London frá Stansted flugvelli yfir á Gatwick flug- völl. Jafnframt tilkynnti flug- málastjórnin að hún setti eng- in takmörk fyrir farþegaf jölda í hverri ferð DC-10 þotanna sem Laker ætlar að nota en þær eru gerðar fyrir 345 far- þega. Kemur þessi ákvörðun flugmálastjórnarinnar aðeins 12 dögum áður en Laker hefur þessar fluglestarferðir sínar þar sem farið fram og til baka á að kosta 236 dollara. Eftir þessa ákvörðun flug- málastjórnarinnar sagði Laker að hún gæfi sér betri sam- keppnisaðstöðu gagnvart stærri flugfélögunum, sem hafa fylgt fordæmi hans og farið fram á lækkun fargjalda á leiðunum yfir Atlantshafið. Gatwick flugvöllur er 16 kílómetrum nær London en Stansed, og til Gatwick eru tið- ar járnbrautaferðir úr hjarta Lundúna. Laker áætlar að hann geti flutt 224 þúsund far- þega á fyrsta ári fluglestar- ferðanna, en þotur hans eiga að fara eina ferð á dag milli London og New York. Náðu barna- morðingja London, 14. sepl. — Reuter. BARNAMORÐINGINN Marv Bell var handtekin í Derby í Eng- landi í gær, en henni hafði tekizt að flýja úr fangelsi á sunnudag og vakið með þvf ótta margra um að hún tæki á ný upp sína fyrri iðju. Hún var aðeins ellefu ára gömul þegar hún var dæmd til ótíma- bundinnar fangelsisvistar fyrir níu árum vegna morðs á tveimur drengjum, þriggja og fjögurra ára. Mary Bell er nú tvítug og þótt fulltrúar fangeisisins telji hana ekki lengur hættulegan glæpa- mann hafa þeir sætt gagnrýni fyr- ir að flytja hana í fangelsi þar sem gæzla og eftir lit eru með minna móti. Eftir flótta Mary Bell á sunnu- dag neituðu margir foreldrar að senda börn sín í skóla og létu þau ekki vera á ferli þegar rökkva tók. Þegar Mary Bell var dæmd fyr- ir að kyrkja drengina tvo , tók dómarinn það fram að gera yrði ráðstafanir til að vernda aðra for- eldra, og þessvegna var dómúr- skurðurinn ótímabundinn. Mary Bell var í fylgd tveggja karlmanna þegar hún náðist á ný, en dæmd vændiskona, sem strauk með henni úr fangelsinu, leikur enn lausum hala. Kóleran breiðist út Amman, 14. sept. Reuter. Kólerufaraldurinn í Miðaustur- löndum virðist vera að breiðast nokkuð út og hafa borizt fregnir af tilfellum i Ltbýu, íran, S- Arabíu og á V-bakka Jórdan, auk Sýrlands, Jórdaníu og Líbanon. 68 manns hafa látið lifið, allir í Sýrlandi, en vitað er um alls 2500 tilfelli i fyrrnefndum löndum. Talsmaður Alþjóðaheilbrigðis- stofnunarinnar í Genf sagði i dag að ekki virtist ástæða til að óttast þar sem yfirvöld i löndunum gerðu réttar ráðstafanir til að hafa hemil á faraldrinum. Heræfingar í Austri og Vestri Kaupmannahöfn 14. sept. — Reuter FERÐUM herskipa Varsjárbandalagsins hefur f jölgað' út af ströndum Danmerkur í sambandi við æfingar 16 þúsund manna herliðs Atlants- hafsbandalagsins, en með æfingum þessum er verið að kanna hve skjótt er unnt að senda liðsauka frá hinum NATO-ríkjunum til Danmerkur, ef á þarf að halda. Að sögn talsmanns leyniþjónustu NATO hefur Varsjárbandalagið einnig hafið æfingar landgöngusveita skammt frá austur-þýzku hafnarborginni Varnemiinde, um 50 km suður af Danmörku. Venjulega eru fjögur herskip Varsjárbandalagsins út af strönd- um Danmerkur, en nú hafa sex bætzt í hópinn, og eru þau frá Sovétrikjunum, Austur- Þýzkalandi og Póllandi. Æfingar NATO ganga undir nafninu „Fire Brigade", eða slökkviliðið, og miða að því að flytja herlið frá níu öðrum NATO-rikjum til að efla varnir á Sjálandi, Falster og Lálandi, en eyjarnar eru taldar líklegir inn- rásarstaðir komi til átaka Austurs og Vesturs. Landgönguæfingar Varsjárbandalagsins eru haldnar á sama tima og þriggja vikna æfingar NATO sem nefnast „Arrow Express" og sérstakar æfingar flotadeilda frá Dan- mörku og Vestur-Þýzkalandi sem nefnast „Botany Bay“ og eiga að hefjast i næstu viku. Sovézka sendiráðið i Kaupmannahöfn staðfesti í dag að fulltrúar frá Sovétríkjunum, Póllandi og Rúmeníu yrðu sendir til að fylgjast með æfingum NATO í næstu viku. Ekki var þess þó getið hvort þar væri um að ræða breytingu á stefnu Sovétríkjanna, en fram til þessa hafa Sovétríkin ekki notað sér heimild Helsinki- sáttmálans frá 1975, þar sem segir að við meiriháttar heræfingar NATO eða Varsjárbandalagsins sé gagnaðilanum heimilt að hafa fulltrúa viðstadda. Frakkland París 13. september. Reuter. Þeim kjósendum fjölgar stöð- ugt, sem álíta að vinstrimenn beri lægri hlut í þingkosning- unum í Frakklandi í marz n.k., jafnvel þó að bandalag sósíal- ista og kommúnista hafi enn fylgi flestra. Urslit skoðana- könnunar sem gerð var í síð- ustu viku sýndu fyrsta aftur- kippinn í sókn vinstrimanna, siðan í sveitarstjórnarkosning- unum sem fram fóru fyrir 6 mánuðum. Könnunin sem dag- blaðið Le Figaro stóð fyrir leiddi í ljós, að 36% kjósenda eru þeirrar skoðunar, að banda- lag hægri-miðflokkanna muni eina vinstriflokkana, og for- maður kommúnistaflokksins, Géorges Marchais, hefur frem- ur komið fram við Mitterrand, formann sósíalista, sem and- stæðing sinn en bandamann. Agreiningurinn náði hámarki á mánudaginn i síðustu viku, þegar blað kommúnista, L’Humanite, gaf út aukablað í 6 milljón eintökum, þar sem það sakaði sósíalista um að standa í vegi fyrir stefnumálum komm- únista, sem ætlað væri að um- breyta frönsku þjóðfélagi verkalýðnum í hag. í blaðinu voru ágreiningsefni kommún- ista og sósialista rakin lið fyr’ir lið; kjarnorkuvarnir, almanna- tryggingar, hlunnindi, ríkis- rekstur og skattlagning og látið var að þvi liggja, að ef sósíalist- væri að komast að samkomulagi við kommúnista og lítinn rót- tækan sósialistaflokk um stefnuskrá, sem tryggði að aft- ur kæmist vinstri stjórn til valda. Þessi skrif og yfirlýsingar áttu sér stað aðeins fáum dög- um fyrir toppfund vinstri- manna sem fyrirhugaður er á miðvikudag, en þar á að endur- nýja stefnuskrá bandalagsins frá 1972. Arásir kommúnista á sósial- istaflokkinn hafa verið svo heiftarlegar og hafa staðið svo lengi, að margir franskir stjórn- málamenn eru í vafa um að Marchais vilji yfirleitt deila völdum með sósíalistum. Sú skýring hefur m.a. komið fram, að ráðamenn i Moskvu vilji heldur, að franskir kommúnist- ar verði áfram í stjórnarand- stöðu en að þeir verði aðilar að ríkisstjórn, sem þeir gætu ekki haft fulla stjórn á. Líklegasta skýringin virðist þó vera sú, að kommúnistar séu að reyna að ganga eins langt og unnt er og minna um leið franska kjósend- ur á þann mun sem er á stefnu kommúnista og sósíalista og gera þannig valkostinn ljósan fyrir kosningarnar. Marchais vill ekki vera verkfæri sósíal- ista þannig að þeir komist til valda á kostnað frambjóðenda kommúnista og að hann verði að láta sér lynda hlutverk þess minniháttar í bandalaginu. MITTERAND I ERFIÐRI AÐSTÖÐU Kommúnistar hafa þannig komið hinum samvinnuþýða leiðtoga sósialista í erfiða að- stöóu. Flokkur hans er stærsti stjórnmálaflokkurinn í Frakk- landi, ekki aðeins sem vinstri flokkur — heldur eins og brezki verkamannaflokkurinn nýtur hann stuðnings fjölda manna allt frá sósialdemókröt- um til róttækra vinstrimanna. Mitterrand hefur því ekki efni á að láta sverfa til stáls með kommúnistum. Eitt aðalumræðuefnið við kommúnista er tillaga Mitterr- and um að bera kjarnorkumál- in undir þjóðaratkvæðagreiðslu eftir kosningarnar. Sósíalistar telja að það væri sjálfsmorð fyrir þá, ef þeir létu undan kröfum kommúnista. Þeir eru fullvissir um það, að efnahags- Hallar undan fæti hjá vinstrimönnum áfram stjórna Frakklandi, en 32% eru þess enn fullviss, að vinstri menn beri nú sigur af hólmi. Enn sem komið er segir þessi breyting litla sögu. Von^* brigði kjósenda yfir þvi hve forsætisráðherranum, Ray- mond Barre, og rikisstjórninni hefur tekizt illa upp i barátt- unni við verðbólgu og atvinnu- leysi í landinu og óskir um breytingar á stjórn landsins eru enn ofarlega í hugum fólks. Varðandi kosningáfrom fólks sýndi könnunin litla breytingu. 53% styðja bandalag vinstri manna og 47% gaullista, repú- blikana og miðflokksmenn sem standa að samsteypustjórninni. En líkurnar á sigri og völdum virðast fremur sundra en sam- ar héldu áfram að vera dragbít- ar i þessum efnum væri ekki hægt að ná samstöðu með flokk- unum um stefnuskrá við kosn- ingarnar. Eftir þessi skrif fór hin mikil- virka áróðursvél kommúnista þegar af stað og blés þau út um landiö. Starfsmenn flokksins voru á götum úti og við hlið verksmiöjanna og útbýttu ókeypis eintökum af blaðinu. SÖStALISTAR REIÐIR Sósíalsistar lýstu því þegar yfir af mikilli reiði, að ásakanir kommúnista um að sósialistar væru reiðubúnir til að svíkja verkalýðinn væru ekki á rökum reistar. Þeir lýstu því jafnframt yfir, að þeirra eina áhugamál Fancois Mitterrand og Georges Marchais. tillögur kommúnista myndu eyðileggja efnahag landsins. Mitterrand verður nú að sanna, að hann hafi i fullu tré við kommúnista eigi hann að vera í forustu fyrir stjórn vinstri manna, — en það þýðir að nú verður hann að sýna af sér hörku. Kröftugustu rök gaullista gegn bandalagi stjórnarand- stöðunnar eru þau, að kommún- istar séu svo vel skipulagðir að þeir myndu fljótlega hrifsa völdin úr höndum sósialista. Hægri sinnaðir hagfræðingar hafa sagt að ef stefnumál kommúnista yrðu framkvæmd yrðu afleiðingarnar mikið áfall fyrir franskt efnahagslíf, þ.á.m. Framhald á bls. 25.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.