Morgunblaðið - 15.09.1977, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 15.09.1977, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. SEPTEMBER 1977 þingkosningaima r Urslit þingkosninganna í Noregi, sem fram fóru um helgina, eru mjög merkileg, Verkamannaflokkurinn norski er óumdeilanlegur sigurvegari kosninganna, og síðustu fréttir benda til þess að hann muni halda um stjórnvölinn áfram. Ýmsar ástæður liggja til hins mikla kosningasigurs Verkamannaflokksins. Ein megin- ástæðan er sú, að hann er sá norskra stjórnmálaflokka, sem mesta festu skapar í norsku þjóðlífi. Mikill meiri- hluti kjósenda er lítt hrifinn af ævintýramennsku í stjórnmálum og ævintýramönnum, sem slá um sig með lýðskrumi og tekst stundum að draga að sér athygli með nægilegum hávaða. Þegar til alvörunnar kemur hallast kjósendur fremur að þeim flokkum, sem tryggja öryggi og festu og ábyrga stjórn. Þetta er ein ástæðan fyrir sigri norska Verkamannaflokksins, enda sagði Oddvar Nordli, forsætisráðherra, að Verkamannaflokkurinn, sem yrði áfram stærsti flokkur landsins, yrði jafnframt að vera ábyrgur og vera sú kjölfesta, sem norskt þjóðlíf þarfn- aðist. Önnur ástæða fyrir sigri Verkamannaflokksins er talin vera sú mikla áherzla, sem flokkurinn lagði á atvinnumál og atvinnuuppbyggingu í kosningunum. Það er skiljanlegt, að áherzla á þann málaflokk dugi drjúgt til kjörfylgis, þegar haft er í huga það mikla atvinnuleysi, sem ríkir í fjölmörgum Vestur-Evrópulöndum, þó ekki í Noregi, en Norðmenn vilja vafalaust ekki kalla yfir sig. Þá vekur mikla athygli hin mikla fylgisaukning Hægri flokksins í Noregi, sem jók atkvæðamagn sitt úr 17.4% í kosningunum 1973 í 24,2% nú og jók þingmannatölu sína um 13. Norski Hægri flokkurinn lagði mesta áherzlu á baráttu gegn óhóflegum ríkisafskiptum og útþenslu vel- ferðarkerfisins og er bersýnilegt, að sá málflutningur hefur fundið ríkan hljómgrunn meðal kjósenda. í rauninni eru það þó ekki kosningasigrar Verka- mannaflokksins og Hægri flokksins, sem mesta athygli vekja í úrslitum norsku þingkosninganna, heldur hiö mikla afhroð, það atkvæðahrun, sem Sósíalíski vinstri flokkurinn varð fyrir. Þessi flokkur, sem er Alþýðu- bandalag þeirra í Noregi, nákvæmlega samskonar flokkur og Alþýðubandalagið hér, rak kosningabaráttu sína á þeim grundvelli að berjast gegn aðild Norðmanna að Atlantshafsbandalaginu, og í því skyni að afla þeirri skoðun fylgi stóð flokkurinn fyrir margvíslegum ,,uppljóstrunum“ um öryggismál Noregs og Atlantshafs- bandalagsins, um aðild að njósnum og fleira. Það er samdóma álit manna í Noregi, að þessi málatilbúnaður hafi orðið sósíalískum vinstri mönnum í Noregi að falli og það með svo afdráttarlausum hætti, að þeir töpuðu 14 þingsætum og héldu aðeins tveimur. Herfilegri útreið hefur stjórnmálaflokkur á Norður- löndum vart fengið f kosningum um langt árabil. Sýnir þetta þann sterka stuðning, sem er í Noregi við aðild landsins að Atlantshafsbandalaginu og við ábyrga stefnu í öryggismálum. í þessu sambandi ber að hafa í huga, að Norðmenn urðu að þola þýzkt hernám í heimsstyrjöld- inni síðari og þeir eiga landamæri að Sovétríkjunum og liggja undir miklum þrýstingi af hálfu Sovétríkjanna. Þessi lífsreynsla í heimsstyrjöldinni síðari og þessi návist hins mikla hernaðarveldis í austri hefur orðið til þess að glæða skilning almennings í Noregi á þeirri hættu, sem sjálfstæði landsins er búin. Mætti þessi afstaða Norð- manna verða okkur íslendingum bæði til umhugsunar og eftirbreytni. Þá er og athyglisverður kosningaósigur Miðflokksins, en forystumaður hans telur, að stefna flokksins í um- hverfismálum eigi mestan þátt í fylgistapi hans. Flokkur- inn taldi að leggja bæri mjög mikla áherzlu á umhverfis- vernd og hægari þróun olíuvinnslunnar í Norðursjó jafnvel á kostnað bættra lífskjara. Er bersýnilegt að kjósendum hefur ekki hugnazt að svo langt yrði gengið á þessu sviði. Er það líka umhugsunarvert fyrir okkur íslendinga. Þegar þessi atriði eru höfð í huga verður ekki annað sagt en að þessi kosningaúrslit í Noregi séu mjög merki- leg. Niðurstaða þeirra er sú, að þeir flokkar, sem ábyrgastir eru i málameðferð á vettvangi stjórnmálanna og mesta festu sýna í utanríkis- og öryggismálum, eru ótvíræðir sigurvegarar kosninganna og ljóst að kosninga- úrslitin þýða að áfram verður fylgt sterkri og ábyrgri stefnu í utanríkis- og öryggismálum. Æ vintýralegri biðskák lauk með sigri Jóns Cwnes, Frakklandí, 14. september frá Margeiri Félurssyni frélta* manni Mbl. á heimsmeistaramófi unglínga í skák: VIÐ VORUM ekki alltof bjart- sýnir Islendingarnir þegar bid- skákirnar úr 6. umferð hófust klukkan 8 I morgun. Vestur- Þjóðverjinn Kappe hafði alla möguleika og við rannsóknir á biðstöðunni höfðum við Jón orðið ásáttir um að reyna ýms- ar brellur ef það mæiti verða til þcss að villa um fyrir Þjóð- verjanum þannig að hann míssti tökin á skákinni. Og viti menn, Kappe gekk f eina gildr- una. Jón náði hættulegri sókn og tókst að vekja upp drottn- ingu og f 55. leik blasti mátið við og Kappe gaf skákina. /Ev- intýralegri biðsjpk var lokið og við Jón f sjöunda himni. Hér kemur svo biðskákin, staðan var þessi þegar skákin fór f bið og svartur átti leik: Hvftt Jón: Kfl, Rc3, Bf8, a5, b2, g3, og h4. Svart Kappe: Kf6, Ba7, Bc6, b7, f5, g5 og h5. 41... gxh4, 42. gxh4 — Í4, 43. b4 — Kf5, (ef til vilf var einfaldara 43. Bd4) 44. b5 — Bd7, 45. b6 — Bb8, 46. Kf2 — Be5, 47. Re2 — Kg4, 48. Bh6, ... f3? ? (Beint í gildruna. Eftir ... Bc6 hefur svartur hartnær unnið tafl) 49. Bf4! ! — Bf6? (svartur varð að taka jafntefli með 49... fxe2) 50. a6 — Bb5, 51. axb7 — fxe2, 52. b8=D — Bd4 + , (eða 52.., Bxh4+, 53. Bg3 — el = D+, 54. Kxel — Bxg3+, 55. Dxg3 — Kxg3, 56. b7 og vinn- ur) 53. Kel — Bc3+, 54. Bd2 — Bf6, 55. Df4 — gefið. Þar með lauk skákinni eftir að skákmennirnir höfðu setið yfir taflinu f einn og hálfan tfma. Kappe var að vonum súr á svipinn þegar hann yfirgaf sal- inn. Jón á heldur betri biðskák í 7. umferð CaKnes 14. september, frá Marneirt Péturssyni fréttamanni Mbl: EKKI fékk Jón L. Arnason tækifæri til mikillar hvfldar eftir hina ævintýralegu bið- skák gegn Kappe í morgun. Hann hafði rétt aðeins tfma til þess að fá sér matarbita en sfð- an varð hann að setjast við skákborðið á nýjan leik. And- stæðingur hans í 7. umferð var Rúmeninn Negulescu, sem var með 5 vinninga fyrir þessa um- ferð. Jón var með svart og fékk heldur óhagstæðari stöðu út úr byrjuninni en eftir uppskipti á drottningum fór staða hans heldur að vænkast. Skákin fór i bið og er staðan tvísýn en ef eitthvað er hefur Jón örlitið betri stöðu. Að venju verður teflt áfram klukkan 8 i fyrra- málið. Þegar þetta er sent klukkan 8,30 að frönskum tima er mikil vinna framundan hjá okkur Jóni við athuganir á bið- skákinni. Jón er orðinn mjög þreyttur eftir að hafa teflt sjö skákir á sjö dögum og þar af hafa fimm af sex skákunum farið i bið og biðstöðurnar yfir- leitt verið erfiðar. Þetta hefur verið langerfiðast hjá Jóni af öllum toppmönnunum hér á mótinu, t.d. hefur Sovétmaður- inn Kasparov aðeins fengið eina biðskák. 7—8 tima seta daglega við skákborðið er farin að þreyta Jón mjög mikið en hann er ákveðinn i að standa sig eins vel fyrir ísland og hann framast getur. Hér kemur þá biðstaðan, Negulescu hefur hvítt en Jón svart: Svart: Jón L. Arnason. Hvftt: Negulescu, Rúmenfu. Þess má geta, að aðstoðar- maður Rúmenans er alþjóðlegi meistarinn Ghitescu, sem tefldi eftir MARGEIR PÉTURSSON hér á Reykjavíkurskákmótinu árið 1972. Önnur helztu úrslit 7. um- ferðar urðu þau að Kasparov frá Sovétríkjunum vann Jans- son frá Noregi og skák White- head frá Bandarik jununi og Kappe frá Vestur-Þýzkalandi fór i bið og hefur Kappe heldur betur stöðu. Staðan er þessi eftir 7 umferðir: 1. Jón L. Arnason, tslandi 5'A v og biðskák. 2. Kasparov, Sovétrfkjunum 5!4 v. 3. Negulescu, Rúmenfu 5 v og biðskák. 4. —5.Kappe, V-Þýzkalandi og Whitehead, Bandarfkjunum 4!4 v og biðskák. 6. Mortensen, Danmörku 4A v. Eina stúlkan af keppendun- um 32, Garwell frá Wales, hef- ur sótt sig mjög og er nú komin með 4 vinninga. Þykir piltun- um erfitt að kyngja þeim bita að tapa fyrir þeirri welsku. í dag verður 8. umferðin tefld og mætir Jón þá Kasparov og hefur Jón hvitt í þeirri skák. Alls verða tefldar 11 umferðir í þessu heimsmeistaramóti ungl- j inga í skák, 17 ára og yngri. i Loks er hér biðstaðan ef | stöðumyndin skyldi prentast , illa: Negulescu hvftt: Kg2, Hdl, Hc3, Rf3, h4, g3, f4, e5, b5 og a3. Jón svart: Kf8, Hd8, Hb8, Rc4, h5, f5, f7, d5, c5 og a4. ftttfgmtfrlafeifr Utgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarf ulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjóm og afgreiðsla Auglýsingar hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson. Björn Jóhannsson Ámi Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6, simi 10100. Aðalstræti 6, sími 22480. w Urslit norsku

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.