Morgunblaðið - 15.09.1977, Síða 29
Sextugur
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. SEPTEMBER 1977
29
Ragnar Elíasson
bifreiðastjóri
Menn verða af mörgu rikir, en
auður er í eðli sínu margbreyti-
legur.
Sumir eru ríkir af velvild og
bróðurþeli, af hógværð og hrein-
skilni og eru látlausir í tímanum.
Aðrir eru rikir af auði og ails-
nægtum, metorðum og metnaði.
Og það eru til þeir, sem eiga dálít-
ið af þessu öllu saman.
En eins og Predikarinn segir:
„Öllu er afmörkuð stund og sér-
hver hlutur undir himninum hef-
ir sinn tima.“ og „að geyma hefir
sinn tima“. Þegar tíminn geymir
sex tugi ára eins manns þá getur á
stundum verið erfitt að muna.
Nútiðin verður alltaf þátiðinni
sterkari en framtíðin fegurst og
bezt.
Þegar Ragnar er nú sextugur,
veit ég að hann skynjar það sem
auðlegð og efni þvi að hann hefir
aldrei verið andófsmaður tímans
heldur ljúfur vinur hans. Árin
hafa styrkt hann og stælt hvar
sem leiðin hefir legið. Eg minnist
Ragnars fyrst á stúdentsárum
minum þegar velsældin var ekki
hin sama og nú. Hann var fátæk-
ur og fatlaður, lamaður af lömun-
arveiki, en kjarkaður og kraft-
mikill. Aldrei heyrði ég æðru- eða
önuglyndis orð frá honum. Og ár-
in liðu og búið og börnin blómg-
uðust.
Tíminn vann alltaf með Ragn-
ari og Olgu systur minni. Alltaf
var jafn gott að koma til þeirra.
Góðvildin alltaf sú sama og gleðin
alltaf inni.
Ragnar er Skaftfellingur að
ætterni, mun fæddur i Mýrdaln-
um og hefir skaphöfn, frá þeim
slóðum. Mærð er ekki manninum
gefin, hávaði ekki heldur, svo að
Ragnar var kynlegur kvistur þeg-
ar hann kvæntist inni fjölskyldu
mina, svo ólíkur er hann okkur i
skapi. En við metum öll að verð-
leikum skaplyndi hans í dag enda
búbót bægslagangi.
Ragnar, þö að auðugur maður
verði ekki talinn, er eigandi að
mörgu.
Hann er að minum dómi
óvenjulega áhugasamur um
marga hluti. í ræðu er hann alltaf
leitandi, spyrjandi um allt sem í
umhverfinu vekur athygli hans.
Og hann dæmir ekki, heldur dreg-
ur sínar ályktariir, leitar skýringa
og skilnings, en þeir, sem það
gera eiga meira en margur maður
og þeim fylgir ró og friður.
Það er ekki ætlan mín að rekja
lifshlaup Ragnars með þessum
línum enda ekki allt, heldur
senda honum á þessum timamót-
um kveðju mína og minna.
Ragnar mágur minn á marga
vini. Eg veit að margir munu
heimsækja hann í dag, en hann
verður heima enda ekki vanur að
flýja undan timanum, heldur lifa
með honum og i honum.
Þeir verða ekki rótlausir sem
láta reyna á, ekki hamingjulausir
sem hvika hvergi.
Það er kveðjan og hamingjuósk-
in til Ragnars i dag, að hann
sextugur njóti verka og vinnu og
megi heill heilsu hefja nýjan ára-
tug, lifa áfram i tímanum.
Brynleifur H. Steingrímsson
Landbúnað-
arsýning á
Selfossi n.k.
sumar
STJÖRN Búnaðarsambands
Suðurlands hefur ákveðið að
minnast 70 ára afmælis sam-
bandsins með landbúnaðarsýn-
ingu á Selfossi næsta sumar.
Kjartan Ölafsson ráðunautur,
sem sæti á i sýningarnefnd-
inni, sagði í gær að ekki væri
búið að taka ákvörðun um
fyrirkomulag sýningarinnar
en þarna yrði þó um að ræða
alhliða landbúnaðarsýningu og
varðandi húsnæði fyrir sýning-
una kæmi helzt tvennt til
greina. Annars vegar væru það
húsakynni Sláturfélags Suður-
lands á Selfossi eða Gagn-
fræðaskólinn á Selfossi. Arið
1958 var haldin á Selfossi land-
búnaðarsýning í tilefni af 50
ára afmðli Búnaðarsambands-
ins og var hún haldin við slát-
urhús SS.
Hárgreiðslustofa Helgu Jóakims hefur nýlega verið opnuð aflur í
nýjum húsakýnnum að Reynimel 34, en Helga Jóakimsdóttir,
eigandi stofunnar, hefur starfrækl hárgreiðslustofu í Reykjavík um
15 ára skeið, undanfarin ár á Reynimel 59. — Auk hárgreiðslunnar
er í stofunni „Snyrtihorn", þar sem ýmsar snyrtivörur eru á
boðstólum. — Meðfylgjandi mynd sýnir starfsstúlkur fyrirtækisins
að vinnu.
TANINGA HÚSGÖGNIN
Ny gerd af Norskum svefnsófum, bordum og sto/um
á Skeifu-verdi og skilmálum
, KJÖRGARÐI, SlMI 16975. SMIÐJUVEGI 6 SlMI 44544
Iðnkynning í Reykjavík gefur þér kost á að heimsækja
nokkur iðnfyrirtæki og kynnast framleiðslu þeirra og
störfum.
Farið verður í 20 manna hópum á eftirtalda staði:
Hópurl: 19/9— 21/9 — 22/9, kl. 13:00
Sportver h/f, Harpa h/f, Sól h/f, Smjörlíki h/f.
Hópurll: 20/9 — 28/9 — 29/9, kl. 13:00
Gamla Kompaníið, Plastprent h/f, Glit h/f.
Hópur III: 20/9 — 21/9 — 22/9 kl. 13:00
Kristján Siggeirsson h/f, Kjötiðnaðarstöð SÍS,
Kassagerð Reykjavíkur.
Skrásetning:
Þátttakendur vinsamlega láti skrá sig í síma 24473 —
með góðum fyrirvara, þar sem aðeins er hægt að bjóða
takmörkuðum f jölda.
Ferðast verður í strætisvögnum Iðnkynningar, sem hefja
ferðinar í Lækjargötu við happdrættishúsið, stundvíslega
kl. 13:00
IÐNKYNNING I REYKJAVÍK.